Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 84. tbl. 64 árg. FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mobutu sakar Rússa um loftárás á Zambíu Kinshasa. 14. apríl. Reuter. AP. MOBUTU Sese Seko, for- seti Zaire, hélt því fram í dag að sovézkar flugvélar hefðu ráðizt á þorp í Zam- bíu skammt frá landamær- um Zaire til þess að spilla sambúð Zaire og Zambíu og dreifa athyglinni frá þætti Rússa í innrásinni í Shaba-hérað. Jafnframt vísaði hann á bug ásökun Angolastjórn- ar um að angólskt vöru- flutningaskip hefði orðið fyrir árás frá strandvirki í Zaire og kvað rannsókn hafa leitt í ljós, að atburð- urinn hefði ekki gerzt. Talsmaður innrásarliðsins í Shaba-héraði sagði að stjórnar- herinn hefði beðið mikinn ósigur í aðeins um 22 km fjarlægð frá koparbænum Kolwesi. Hann sagði að stjórnarhermenn hefðu skilið eftir brunninn brynvagn, vöruflutningabifreið, jeppa, fjór- ar vélbyssur og fjögur senditæki í Lupafa. í Kinshasa er sagt að innrásar- liðið hafi ekki hreyft sig i tvær vikur og sókn þess hafi stöðvazt um 75 km austur af Kolwesi. Um þriðjungur Shaba-héraðs eða svæði á stærð við Belgíu mun vera á valdi um 2.000 aðskilnaðar- sinna sem hafa verið i útlegð í Angola síðan endi var bundinn á aðskilnaðarhreyfinguna i Kat- anga fyrir um fimmtán árum. Um 1500 Marokkómenn, sem Frakkar fluttu til Zaire, hafa unn- ið við skipulagningu birgðaflutn- inga síðan þeír komu og kynnt sér aðstæður, greinilega til undirbún- ings gagnsókn gegn innrásar- mönnum. Gert er ráð fyrir að sú sókn geti hafizt i næstu viku. Mobutu sagði um ásakanir Angólamanna að íbúar í hafnar- bænum Matadi hefðu staðfest að þeir hefðu ekkert angólskt skip séð við ströndina og enga skothríð heyrt. Angólska landvarnarráðu- neytið hefur hótað hefndarað- gerðum ef svipaðir atburðir og sá sem það segir hafa gerzt endur- taki sig. Um fréttir frá Zambíu um að flugvélar frá Zaire hafi ráðizt á trúboðssjúkrahús og fleiri skot- mörk í Zambiu sagði Mobutu að það væri „stærðfræðilega óhugs- andi“ að flugmenn frá Zaire hefðu getað misreiknað sig um 60 til 80 gráður þannig að þeir hefðu flogið inn yfir landamærin. Framhald á bls 22 Mobutu Sese Kinshasa. Seko Zaireforseti svarar spurningum blaðamanna Vinnudeila Dana leyst med lögum? Kaupmannahöfn, 14. aprfl. NTB. AP. ERLING Jensen verka- málaráðherra bar í dag fram frumvarp um að miðlunartillaga sáttasemj- Fiskiviðræður út % um þúfur í Moskvu Moskvu. 14. apríl. Reuter. VIÐRÆÐUR Rússa og Japana um fiskveiðar fóru út um þúfur í dag þar sem þeim tókst ekki að koma sér saman um hvar draga ætti mörk hinnar nýju 200 mílna fiskveiðilögsögu Rússa umhverfis Kúril-eyjar sem þjóðirnar deila um. Fiskimálaráðherra Japana, Zenko Suzuki, hafnaði tillögum Rússa. sem virðast hafa reynt í þeim að sniðganga deiluna um Kúrileyjar sem Rússar hafa ráðið frá strfðslokum. Japanir vilja ekki viðurkenna 200 milna lög- sögu Rússa þar sem eyjarnar eru innan hennar. Suzuki sagði að tillögurnar væru óaðgengilegar. Sovézki fiskimálaráðherrann Alexander Ishkov sagði, að í þeim væri ekki svigrúm fyrir málamiðlunar- lausn. Suzuki sagði, að síðustu tillögur Rússa væru lítt frá- brugðnar fyrri tillögum þeirra. Nýjar viðræður geta ekki hafizt Framhald á bls 22 ara í vinnudeilunni í Dan- mörku verði gerð að lögum þannig að afstýrt verði verkföllum og vinnu- stöðvunum sem mundu ná til 300.000 manna. í kvöld tókst minnihluta- stjórn Anker Jörgensens forsætisráðherra að tfyggja stuðning Róttæka vinstriflokksins, miðdemó- krata og Kristilega flokks- ins við frumvarpið. Þar með nýtur það stuðnings 88 þingmanna af 179. Þannig lítur út fyrir að stórfelldri vinnudeilu verði afstýrt í Danmörku. Stjórnin ákvað að grípa inn í vinnudeiluna, þegar samtök vinnuveitenda neituðu að samþykkja miðlunartillöguna, en verkalýðssambandið sam- þykkti hana með miklum meiri hluta atkvæða. Jensen ráðherra sagði á þingi í dag að verkföll sem hafa verið boðuð frá og með laugardegi Framhald á bls 22 Sovétskip æfa út af N-Noregi Ósló, 14. apríl. NTB. ÞRJÁTÍU lilfjörutfuherskip auk flugvéla laka þátt í sovézkum flotaæfingum um 100 til 200 sjó- mílur vestur af strönd Norður- Noregs að sögn norskra hernaðar- yfirvalda. Þetta virðast vera venjulegar Dræmur stuðningur frá hernum á Spáni Rússar áminna sjómenn Moskvu, 14. aprfl. Reuter.. SKIPSTJÓRAR á sovézkum fiskiskipum, sem eru við veið- ar undan ströndum Bandarfkj- anna, hafa verið minntir á mikilvægi þess aö virða lögin um útfærslu bandarísku fisk- veiðilögsögunnar f 200 mflur að þvf er stjórnarmálgagnið Iz- vestia skýrði frá í dag. Stutt frétt blaðsins um málið var það fyrsta sem hefur birzt f sovézkum blöðum um meint landhelgisbrot Rússa f banda- rfsku fiskveiðilögsögunni. Madrid, 14. apríl. Reuter. AP. SPÆNSKI herinn samþykkti treglega f dag löggildingu komm- únistaflokksins f þágu þjóðar- hagsmuna og heraga og hefur þar með bægt frá alvarlegasta vand- anum sem hefur steðjað að konungdæminu síðan Franeo hershöfðingi lézt 1975. Ilerinn hefur með þessu f fyrsta skipti tekið neikvæða opin- bera afstöðu gegn st jórn konungs. En til þess að draga úr ólgunni f hernum hefur stjórnin bannað fyrirhuguð fundahöld andstæð- inga stjórnarinnar á 46 ára af- mæli spænska lýðveldisins sem Franco kollvarpaði. Stjórnin hefur auk þess skipað Pascual Pery Junquera, fyrrum aðmírál og núverandi forstjóra skipaútgerðar, flotamálaráðherra f stað Gabriel Pita de Veiga að- míráls. sem sagði af sér fyrir þremur dögum i mótmælaskyni við löggildingu kommúnista- flokksins. Seinna beitti lögregla táragasi og reyksprengjum til að dreifa lýðveldissinnum sem reyndu að fylkja liði á Plaza de Espana í Madrid. Öfgamenn til vinstri boð- uðu til þessara mótmælaaðgerða og helztu stjórnarandstöðuflokk- arnir stóðu ekki að þeim. I Löggilding kommúnistaflokks- ins var samþykkt einróma á fundi i yfirherráðinu, en hægra blaðið E1 Alcazar segir að þar hafi einnig verið samþykkt að óverjandi sé að stjórnin hafi ekki skýrt hermála- ráðuneytinu í tima frá löggilding- unni, látin i ljós óánægja með að staða konungs hafi veikzt fyrir tilverknað stjórnarinnar og því lýst yfir að herinn sé þess albúinn að leysa vandamálin með öðrum ráðum ef það reynist nauðsynlegt. Frá þessu var ekki sagt i opin- berri tilkynningu um samþykkt- ina. Stjórnmálasérfræðingar segja að herinn hafi tilkynnt að hann muni ekki halda að sér höndum og ekki láta Adolfo Suarez for- sætisráðherra komast upp með að rifa niður stjórnkerfi Francos. Vinstrisinnar ætluðu að standa að fyrirhuguðum fundahöldum sem hafa verið bönnuð til að leggja áherzlu á kröfur um stofn- un lýðveldis og sú hætta var fyrir hendi að fundirnir leiddu til átaka milli þeira og hægrisinna. Hægrisinnar hyggjast krefjast þess að þingið verði kvatt til skyndifundar, þar sem stjórnin hafi svikið loforð um að löggilda Framhald á bls 22 æfingar sem yfirleitt fara fram í apríl og þær koma því ekki á óvart í Noregi. Flugvélar frá NATO-ríkjum fylgjast með æfingunum að venju. Mikill fjöldi sovézkra herskipa hefur siglt út á Norður-Atlantshaf frá stöðvum sínum á Kola-skaga undanfarna daga. Önnur sovézk herskip hafa siglt frá Eystrasalti út á Norðursjó og til svæðisins umhverfis Hjaltland og Færeyjar. Sverdlov-beitiskip er á leið frá Miðjarðarhafi og var á hádegi í dag vestur af írlandi ásamt Krivak-freigátu sem er búin eld- Framhald á bls 22 Réðust inn í sendiráð Tel Aviv, 14. apríl. Reuler. TVEIR vopnaðir ísraelsmenn læstu sig inni í tómu herbergi i vestur-þýzka sendiráðinu í dag, voru þar í sex tíma tll að mót- mæla linku, sem þeir sögðu vestur-þýzka dómstóla sýna fyrr- verandi nazistum, en gáfust upp fyrir lögreglunni án þess að veila mótsp.vrnu. Engan sakaði og valdi var ekki beitt að beiðni vestur-þýzka sendi- herrans. Mennirnir höfðu lofað því að fara úr sendiráðinu þegar þeir hefðu verið þar i sex tima og komu út á tilsettum tima og af- hentu skammbyssu sem þeir höfðu. Fréttamenn fengu að tala við Framhald á bls 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.