Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 + Eiginmaður minn faðir, tengdafaðir og afi SYLVERÍUS HALLGRÍMSSON Bræðraborgarstlg 55 Reykjavfk Andaðist I Landspltalanum 1 3. apríl Helga Kristjánsdóttir Kristján Sylverfusson Þurtður Jóhannesdóttir Hallgrfmur Sylverfusson Guðrún Gfsladóttir Ólöf S. Sylverfusdóttir Gunnar Gunnarsson og barnaböm. t Móðir okkar INGUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, Álftamýri 14 Lést 14 b m Erna Matthfasdóttir Matthildur Haraldsdóttir Þórunn Matthfasdóttir Guðmundur Haraldsson. Brynhildur Matthfasdóttir + Systir mín JAKOBÍNA GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR Einarshöfn, Eyrarbakka verður jarðsett frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 16 aprll kl 2 eftir hádegi. F h vandamanna Regfna Jakobsd6ttir + Systir mín GUÐLAUG í. GUÐJÓNSDÓTTIR. kennari, Framnesi, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1 6 apríl kl. 2 e.h. Jónína Guðjónsdóttir og vandamenn. + Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN VIGFÚSDÓTTIR, frá Smjördölum. verður jarðsungin frá Selfosskirkju, laugardaginn 16.aprll kl. 2 Jarðsett verður að Laugardælum. Þorkell Jónsson, Sigurbjörg Gfsladóttir, Sigurjón Jónsson, Guðbjörg Eirfksdóttir. Valgerður Guðmundsdóttir, Reynir Jakobsson, og barnabörn. + Innilega þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför GUNNARSBJÖRNSSONAR, Álfafelli. Hveragerði, Sérstakar þakkir vil ég færa, Magnúsi Guðmundssyni. blómasölumanni og starfs/ólki gjörgæzludeildar Landspltalans Inga Karlsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát ög útför PÁLMA PÉTURSSONAR, skrifstof ustjóra, Anna Lfsa Pétursson og börn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýðhug við andlát og útför JÓNS EÐVARÐS ÁGÚSTSSONAR, bifvélavirkjameistara, Höfn Homafirði, Guðrún Baldvinsdóttir og börn Iðunn Kristinsdóttir Ágúst Kjartansson Þórhildur Ágústsdóttir + Þökkum öllum þeim, sem veittu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar og tengdaföður óg afa, JÓNS BJÖRGVINS SIGURÐSSONAR, Njálsgötu 26 Margrét Helgadóttir Guðný Jónsdóttir Sigurður L. Ólafsson Sigþóra Jónsdóttir Elfas Magnússon sigurður Jónsson Elfnborg Jónsdóttir Ragnar Jónsson Guðbjörg Gisladóttir og barnaböm Minning: Arni Vilhjálmsson fyrrv. héraðslœknir Aðfaranótt 9. apríl s.l. andaðist á Landspítalanum, hér í borg, Árni Vilhjálmsson, fyrrgerandi héraðslæknir, eftir nokkarra vikna sjúkrahússvist og langvar- andi sjúkleika á heimili sínu að undanförnu. Þeim sem frétta af slíkum atvikum eftir fjölda ára náin og sérstaklega góð kynni af hinum látna, hlýtur að bregða al- varlega við breyinguna. Þannig var því háttað með þann, er ritar þessi minningarorð um hinn horfna bekkjarbróður og vin. Við Arni Vilhjálmsson vorum bekkjarbræður I Menntaskólan- um í Reykjavík, frá 1912 til 1914, er við urðum saman stúdentar frá nefndum skóla. Þegar í Há- skólann kom, skildu leiðir, Árni fór í læknadeild, en ég í lagadeild. Við hittumst þó oft og höfðum framvegis talsverða umgengni og kynni hvor af öðrum, enda góðir kunningjar og vinir allt til dánar- dags Árna. Við, er lukum stúdentsprófi 1914 vorum 19 að tölu. Af þeim hópi lifa nú þrjú, frú Jóhanna Magnúsdóttir lyfsali, Laugavegi 40a, hér í borg, Sigurð- ur Óskar Lárusson fyrrverandi prófastur, nú að elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund og undirrit- aður. Ég tel að óhætt sé að staðhæfa, að allir er kynntust Árna lækni hljóti að hafa verið sammála um, að þar væri á ferð einstakur heiðursmaður, gáfaður, dreng- lyndur og raunsær. Við bekkjar- systkin hans urðum fljótt vör við þetta og mátum hann mikils, enda þel hans til okkar í samræmi við það. Námseinkunnir Árna í skóla voru jafnan áberandi háar og með þeim hæstu i bekknum. Geðfar Árna var og ávallt hið bezta, gleði og gæðum blandað og jafnan til aukinnar velþóknunar í okkar hópi. Ég er þess og viss að hvert okkar, hvort heldur lifandi eða látin, senda honum sínar beztu kveðjur til núverandi dvalarstaðar hans og segjum: Guð veri með þér. Að loknu stúdentsprófi settist Árni i læknadeild Háskóla ís- lands eins og fyrr var getið og lauk læknisprófi frá þeim skóla 27. september 1919, með 1. eink- unn 192 stigum. Frá þeim tíma stundaði hann jafna læknanám og lækningar bæði hér á landi og erlendis. Ég tel ekki ástæðu til að telja hér upp öll læknis embætti og önnur störf, er Árni hafði, en visa i því sambandi til bókar, sem út hefur verið gefin, m.a. um þau efni og heitir: „Leifturmyndir frá læknadögum" þar sem nokkir læknar skýra fr læknastörfum sínum og út kom 1970. Ennfrem- ur leyfi ég mér að visa til bókar- innar: „Læknar á íslandi". Full- yrða má að Árni hafi verið al- mennt álitinn með færustu lækn- um þessa lands. í einkalifi sinu var Árni Vil- hjálmsson mikill gæfumaður, eiginkona hans frú Aagot Fougn- er Jóhansen var manni sínum stoð og stytta jafnt á heimili sem við störf hans. Þeim varð 11 barna auðið og lifa þau öll nema Snorri lögfræðingur og sýslumannsfull- trúi á Selfossi, sem kvæntur var Evu Þorfinnsdóttur. Þau voru og eru öll hin mannvænlegustu og prýðilega gefin á alla lund. Börn þeirra 10, er lifa föður sinn eru: Kjartan læknir, kvæntur Ragn- hildi Sigbjörnsdóttur húsmæðra- kennara, Árni tæknifræðingur, kvæntur Kristfnu Tómasdóttur, Kristin Sigríður, gift Sveinbirni Jónseyni leiklistarráðunaut, Sig- rún, húsmæðrakennari, gift Ósk- ari Halldórssyni lektor við Há- skóla íslands, Valborg, gift Inga Birni Haildórssyni, skipstjóra í Reykjavik, Vilhjálmur járnsmið- ur í Reykjagík, kvæntur Valgerði Stefánsdóttur, Aagot, gift Guð- mundi Halldórssyni, stýrimanni í Reykjavik, Rolf Fougner, tækni- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Guðlaugu Sæmundsdóttar frá Vopnafirði, Aðalbjörg, hjúkr- unarkona gift Árna Geir Stefáns- syni kennara við Kennaraskól- ann, Þórólfur, sýsluskrifari á Sel- fossi, kvæntur Magnhildi Gísla- dóttur. Ég vil svo að lokum votta ekkju og börnum vinar míns Árna dýpstu samúð mína og óska þeim og aðstandendum þeirra allra heilla. Sveinbjörn Jónsson. Minning: Sigríður Aslaug Bjarnadóttir Fædd 4. nóvember 1895 Dáin 5. aprfl 1977 Mig langar að minnast með ör- fáum orðum ömmu minnar, Sig- ríðar Áslaugar Bjarnadóttur, sem andaðist að Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 5. apríl siðast liðninn. Sigrfður var fædd 4. nóvember 1895 að Lokinhömrum í Arnar- firði. Foreldrar hennar voru Ing- veldur Jakobsdóttir og Bjarni Þórðarson. Frá Lokinhömrum fluttist fjölskyldan að Tungu í Tálknafirði og þar ólst Sigríður upp ásamt 3 systkinum sínum. Sigríður eignaðist 4 börn með Gesti Guðmundssyni ættuðum frá Snæfellsnesi, þau eru: Geir, kvæntur Huldu Pétursdóttur, bú- settur í Hafnarfirði, og eiga þau tvo syni; Rafn, kvæntur Helgu Helgadóttur, búsettur i Reykjavík og eiga þau 4 börn; Ósk, búsett í Reykjavík, og á hún einn son, og yngstur var Hlöðver örn, sem er látinn. Sigríður dvaldist lengst af ævi sinni á Suðurnesjum, og bjó þar með Ósk dóttur sinni. i Sandgerði var hún um margra ára skeið mat- ráðskoma hjá Miðnesi h/f. Frá Sandgerði fluttist hún til Kefla- vfkur þar sem hún var forstöðu- kona Elliheimilisins á meðan heilsa entist. Árið 1974 fór hún á Elliheimilið Grund og lést þar 5. aprfl eins og fyrr segir. Sigriður var vel liðin i starfi. Hún var samviskusöm, hjálpfús, glaðlynd og sérstaklega viðmóts- þýð, og varð ég þess var þegar foreldrar mínir og við systkinin heimsóttum hana á Elliheimilið í Keflavík. Fyrir 12 árum fluttist fjöl- skylda min til Reykjavíkur frá ísafirði. Er við bjuggum þar, kom amma min nokkrum sinnum í heimsókn, og minnist ég ætíð með gleði samverustunda okkar frá þeim tíma. Mikill kærleikur var á milli okkar systkinanna og Siggu ömmu og eyddi hún mörgum stundum i frásagnir frá æsku- stöðvum sínum. Eftir að fjöl- skylda mín fluttist suður, hitt- umst við oftar en áður enda fjar- lægðin milli heimila okkar ekki eins mikil og áður. Amma átti alltaf von á mér í heimsókn f hvert skipti er Knattspyrnufélag- ið Fram spilaði í Keflavík, en hún vissi og fylgdist með því félagi vegna þátttöku minnar i Fram. Þessar ferðir mínar og móttökur ömmu verða mér ógleymanlegar. Síðast liðin fimm ár átti amma við vanheilsu að striða, og I þeim veikindum var amma hörð af sér, og hafði ég á tilfinningunni að hún væri veikari en hún sagðist vera, enda var það samdóma álit þeirra er önnuðust hana á Grund. Þegar leiðir skilja um sinn, og amma er komin yfir landamærin til horfinna ástvina, vil ég þakka henni innilega fyrir alla hennar umhyggju og ástúð sem hún hef- ur sýnt mér, systkinum og for- eldrum mínum, öðrum börnum, barnabörnum og ástvinum. Við þökkum henni samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Hlöðver Örn Rafnsson. Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLl skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á 1 mið- vikudagsblaði, að berast 1 slð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. + Ég þakka hjartanlega öllum þeim góðu tryggu vinum okkar og vandamönnum nær og fjær, sem sýndu mér og mlnum samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns mlns, EGILS RAGNARS, Sigrlður Ragnars og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.