Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRlL 1977 11 I þessari vél var verið að hefla til hamarshaus. Reyiiiim að gera ■emeadar ábjrga i skolastarfinn - segir skólastjórinn endum til að nota undir skóla- starfið og þannig erum við að reyna að fá nemendur til að líta á skólann sem hluta af þeim sjálf- um. Agavandamál — reykja eða ekki reykja — við höfum ekki farið út í að setja strangar reglur, við viljum að umræðan um það komi upp hjá nemendum og fá þá til að taka þá ákvörðun, sem þeir vilja, og það kemur í ljós að það eru mjög skiptar skoðanir meðal nemenda t.d. um reykingar. En við álítum að það verði betur far- ið eftir því sem nemendur sjálfir ákveða en því sem dembt er yfir þá með reglum og tilskipunum. — Ytri aðstæður gera það líka að verkum að það er borin von að ætla sér að setja strangar reglur, það þýðir ekki að hafa þær mjög fast mótaðar og við erum i litlu bæjarfélagi, en það tel ég einn af kostum skólans. Það er mjög mik- ill kostur að hafa ekki stórar ein- ingar, allt andrúmsloftið verður þægilegra að mínu mati. Iðnskólinn Isafirði er með elztu iðnskólum á landinu að sögn Valdimars og næsti iðnskóli er á Patreksfirði. Hann er minni og hann sækja aðallega nemendur frá Patreksfirði og Bildudal en nemendur Iðnskóla Isafjarðar koma að langmestu leyti af Vest- fjarðakjálkanum, en um 10% þeirra lengra að. — Iðnskólinn hér er vel í sveit settur, sagði Valdimar, hér í næsta nágrenni höfum við heila skipasmiðastöð, vélsmiðju- og tré- smiðju og við vonum að hægt verði að koma á einhverju sam- starfi við þessa aðila, sem gæti orðið mjög þarflegt nemendum. Nú eru starfræktar við skólann fimm námsbrautir: 1. Bóklegt iðnnám helztu iðn- greina til lokaprófs. 2. Vélskóli 1. og 2. stig. 3. Stýrimannaskóli 1. stig. 4. Tækniteiknun til lokaprófs. 5. Tækniskóli: Undirbúnings og raungreinadeild. Valdimar sagði að næsta skref væri að koma á einnig þriðja stigi vélskólanáms og verknámi iðn- skóla og sagði hann að slikt myndi auka mjög hag bæjarfélagsins af skólastarfinu. Á ísafirði eru flestar vega- lengdir mjög stuttar og menn fara gjarnan heim til sin i kaffitíman- um, þó hann sé stuttur. Það gerir Valdimar einnig, en hann býr í næsta nágrenni við skólann i yfir 200 ára gömlu húsi í Neðstakaup- stað á ísafirði, sem er frá timum dönsku einokunarverzlunarinnar. Þar býr hann ásamt fjölskyldu sinni og segist kunna vel við það, hæfilega stutt sé i skólann — svo að segja við næsta húsvegg. Með kaffi og meðlæti heldur spjallið um Iðnskólann áfram um stund og talið berst að kennaraliðinu: — Fastráðnir kennarar eru nú sex, með mér, en lausráðnir geta orðið allt að 10, þar sem fjöldi sérgreina i skólanum er mikill. Sumar iðngreinarnar krefjast mikillar sérgreinakennslu og því eru þeir svo margir. Þrir af kennaraliðinu eru tæknifræðingar og tveir aðrir kennarar með menntun á háskóla- stigi. Þá eru tveir kennarar með full vélstjóraréttindi, báðir fast- ráðnir og vonir standa til að 'nægt verði að lausráða tvo tæknifræð- inga til viðbótar en Valdimar sagði að skólinn væri vel mannað- ur kennslukröftum með tilliti til sérþarfa hans. Áður en við fórum heim til Valdimars í kaffið höfðum við gengið um skólann og litið á nem- endur við störf sín. Þeir virtust vinna vel og vera áhugasamir um námið og i einni stofunni var samt búið að fá kennarann í spila- mennsku, — það voru nefnilega frímínútur. Að öðru leyti verða myndirnar látnar tala sinu máli. Sýning íslands- mynda 1 Þýzka- landi Sýningin á íslenzkum ljós- myndum og nokkrum íslenzkum gripum, fornum og nýjum, sem opnuð var á vegum Hamburger Spar- kasse (,,HASPA“) í Hamborg 11. okt. s.l. hélt áfram þar til í febrúar á þessu ári og var sýnd í öllum sex útibúum spari- sjóðsins í Hamborg. Frá þessu skýrir ljósmyndarinn Franz-Karl Freiherr von Linden i löngu og ítarlegu bréfi, sem Morgunblaðinu hefur borizt. Ljós- myndarinn skýrir einnig frá þvi að svipuð Islandssýning verði opnuð i Mannheim á vegum „Bayerische Hypotheken und Wechsel Bank“ einhvern tima í mai. „Þið skuluð þess vegna ekki vera hissa á þvi þótt þýzkum ferðamönnum fjölgi stórlega á Islandi eftir að hafa séð þessar sýningar í Hamborg og Mann- heim,“ segir ljósmyndarinn í bréfi sinu. Von Linden segir að myndirnar séu alls 88, þar af margar mjög sérstæðar myndir teknar úr lofti. Meira en tveir þriðju hlutar myndanna á Hamborgar- sýningunni voru teknir í ferðum ljósmyndarans hér á landi. Hann kveðst ávallt hafa ferðazt á eigin vegum, einnig þegar hann kom hingað sumarið 1976 til þess að taka myndir fyrir Hamborgar- sýninguna. Annars kom hann hingað fyrst árið 1959 og var það sumar fjósamaður á Vöglum í Fnjóskadal. Síðan kom hann aftur 1962 og starfaði þá um þriggja ára skeið hjá Land- mælingum íslands. Hann kveðst hafa fengið dálæti á Islandi sem barn við lestur Nonna-bókanna. Kunnastur er von Linden fyrir mikinn og góðan þátt, sem hann átti í bókinni „ísland", sem gefin var úr 1974 á vegum Almenna bókafélagsins og svissnesku bóka- útgáfunnar KUmmerley und Frey. Von Linden á marga vini á íslandi. Konu sinni, Guðrúnu Mertens, kynntist hann árið 1965 og vann með henni á síldarplani i Neskaupstað það ár. Frá 1966 hafa þau lengst af búið i Þýzka- landi og eiga tvö börn. Komið og hlustið Hljómdeild LAUGAVEGI 66, 1. HÆÐ Simi frá skiptibofði 28155 sharp stereo ■H samstæðan með útvarpi (4 bylgjur) kassettusegulbandi og plötuspilara SHARP er merki sem tryggir gæði og gott verð. Engin frekari orð þarf til að sanna gæði Sharp tækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.