Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLl 1977 27 Helgí efetur FIMM umferóum er lokið á Norð- urlandamótinu í skák, sem fram fer i Finnlandi. Helgi Ólafsson er sem stendur efstur Islendinga með fjóra vinninga, en Jón L. Árnason og Haraldur Haraldsson eru með þrjá og hálfan vinning hvor og biðskák. í kvennaflokki hefur Norður- landameistarinn, Guðlaug Þor- steinsdóttir, þrjá vinninga eftir þrjár umferðir, og er í efsta sæti. — Verkfall Framhald af bls. 2 sáttasemjara rfkisins. Að þvf er Jón Þorsteinsson, fulltrúi f sátta- nefnd ríkisins, sagði var fundur- inn í gær eiginlega fyrsti fundur aðiia með sáttasemjara og deilan þvf nánast ennþá á viðræðustigi. Sáttafundi með fulltrúum skipafélaganna annars vegar og háseta og matsveina á kaupskipa- flotanum hins vegar lauk um kvöldmatarleytið i gær eftir að fundurinn hafði þá staðið sam- fellt frá þvi um fimmleytið á sunnudag, og i gærkvöldi hafði nýr fundur ekki verið boðaður. Búið er að semja við Félag ísl. linumanna fyrir hönd þeirra línu- manna, sem vinna hjá rikinu, en það er Rafiðnaðarsamband íslands, sem fer með kjaramál rafvirkjanna. — Eþíópía Framhald af bls. 1 Yfirlýsingar aðskilnaðarhreyf- inganna í Erítreu að undanförnu hafa verið á þann veg, að einungis séu fjórir bæir enn á valdi herfor- ingjastjórnarinnar i Eþiópiu — Asmara, Massawa, Assab og Agordat. Er því haldið fram af hálfu aðskilnaðarhreyfinganna að þær hafi á valdi sínu allar sveitir i héraðinu. Reynist rétt vera, að Agordat sé fallin í hendur aðskilnaðarsinna, verður það meiriháttar áfall fyrir herforingjastjórnina í Eþíópíu undir forystu Mengistu ofursta. — Vöruskipta- jöfnuðurinn Framhald af bls. 2 Varðandi flugvélakaupin þá er þar um að ræða Landhelgisgæzlu- vélina, sem kostaði 645,6 milljónir og 8 litlar vélar fyrir 67,3 milljón- ir. Auk þessa nemur innflutning- ur til Isl. járnbelndifélagsins í siðasta mánuði 70,4 milljónum, til Landsvirkjunar 96,3 milljónum, til Kröfluvirkjunar 3,9 milljónum og til ísl. álfélagsins 496,7 millj- ónum, en samtals nemur þessi innflutningur sem hér að framan hefur verið talinn 5,3 milljörðum króna. Varðandi útflutninginn nemur ál og álmelmi þar í röskum milljarði króna og á þessum sex fyrstu mánuðum hefur verið flutt út ál og álmelmi fyrir alls röska 7,6 milljarða króna. I fyrra var vöruskiptajöfnuður- inn I júni hagstæður um 15,2 milljónir kr. en óhagstæður fyrstu 6 mánuði ársins um rétt tæpa 4 milljarða króna, en þess ber að gæta að meðalgengi er- lends gjaldeyris á þessu tímabili er talið vera 9,4% hærra en það var i sömu mánuðum í fyrra. — Mannslátið Framhald af bls. 40 Guðmundur sátu saman, og kom þá í ljós, að Guðmundur var með leðurbelti sitt í höndunum. Var beltið tekið af honum, og hann og Grétar færðir í annan klefa. skák — skák — skák — skák — skák — skák Korchnoi teygði sig of langt Gæzlumenn gátu T fyrstu ekki séð neina alvaflega áverka á Hrafni, nema smá skurfu á vör, og var honum þá hagrætt Og látinn liggja þar áfram. En við nánari aðgæzlu eftir skamma stund (innan við 5 mín.) kom i ljós, að Hrafn var orðinn mjög veikburða. Var þá strax kallað á sjúkrabíl og jafn- framt hlúð að honum eftir mætti, þ.á m. með súrefnisgjöf. Hrafn var látinn er komið var með hann á slysadeild Borgarspitalans. Þeir Grétar og Guðmundur hafa nú játað við yfirheyrslur að hafa I félagi veitzt að Hrafni í fangaklef- anum, brugðið leðurbeltinu um háls honum, hert að og rykkt i. Þá hafi þeir og barið hann með hnef- um. Kemur þessi framburður heim og saman við ummerki á beltinu og niðurstöðu rétt- arkrufningar, sem hefur leitt i ljós að áverki á hálsi hins látna hefur átt þátt i dauða hans en niðurstöður af eiturefnarannsókn eru ókomnar þannig að óljóst er hvern þátt áfengi hefur átt í dauða hans. Maður sá, er settur var i klefann um svipað leyti og Hrafn, mun hafa verið sofandi er þetta gerðist. Rannsókn máls þessa er heldið áfram. Fréttatilkynning frá Rannsóknarlögreglu rfkisins. — Vinslit Framhald af bls. 1 vingast við Albani síðan vart varð andúðarinnar i garð Kinverja. Fram að þessu hafa slíkar umleit- anir ekki borið árangur, heldur hafa Albanir eftir sem áður ráðizt harkalega á Sovétrikin og borið þeim á brýn að sækjast eftir heimsyfirráðum. — Sjónvarp Framhald af bls. 2 kvöldum, að í stað læknaþáttanna yrði nú á dagskrá sænskur gam- anmyndaflokkur, sem nefndist Albert og Herbert, en höfundar hans eru Bretarnir Glaton og Simpson, þeir hinir sömu og sömdu Flæsknes. Einnig gat Pét- ur um að í byrjun ágúst yrði sýnd heimildamynd frá Thames- sjónvarpsstöðinni í tveimur þátt- um og nefndist hún — Er NATO nógu öflugt? Er þar um að ræða eins konar úttekt á herstyrk og varnargetu þessa varnarbanda- lags. Onedin verður áfram á dagskrá, svo og Húsbændur og hjú, Prúðu- Ieikararnir og sakamálamynda- flokkurinn Ellery Queen. — 12 net Framhald af bls. 2 í sjó frá föstudegi til þriðjudags yfir laxveiðitimann. Veiðieftir- litsmaðurinn hefur farið allmarg- ar eftirlitsferðir og hirt úr sjó 12 net, en þeirra hafði ekki verið vitjað áður en banntfminn skall á. í einu netanna var 9 punda falleg- ur lax, að sögn Jóns Isberg. „Þetta eftirlit er erfiðleikum búndið þar sem eftirlitsmaður er aðeins einn og hann þarf einnig að hafa umsjón með veiðiánum," sagði sýslumaður. „Við reynum að hafa eins gott eftirlit með þessu og frekast er unnt, en hafa ber í huga, að yfirgnæfandi meiri- hluti veiðimanna virðir settar reglur og lög,“ sagði Jón að lok- um. — Cuangar Framhald af bls. 1 Á undanförnum misserum hafa jafnt og þétt borizt fregnir af hernaði Unita i Angóla, en hreyf- ingin beið ósigur fyrir MPLA i baráttunni um völdin í landinu eftir að það fékk sjálfstæði frá Portúgal. Haft var eftir heimild- um í S-Afriku fyrir skömmu að hundruð stuðningsmanna MPLA hefðu flúið yfir landamærin til Namibíu eftir að Unita hefði náé Cuangar á sitt vald. „Áttunda einvigisskák þeirra Korchnois og Polugawvskys hófst með þvf að Polugaevsky, sem hafði hvftt, beitti Katalan byrjun. Korchnoi, sem senni- lega hefur fyllst of miklu sjálfstrausti eftir frábæra tafl- mennsku sina f sjöundu skák- inni, svaraði með nokkrum djörfum leikjum, en hafði ekk- ert upp úr krafsinu, tapaði peði auk þess sem hann lcnti f vand- ræðum með hvitreitabiskup sinn. Polugaevsky varð þó enn að gæta fyllstu varúðar, en með nokkrum hnitmiðuðum varnar- leikjum bægði hann nættunni frá og neyddi Korchnoi til upp- gjafar i 36. leik. Fararstjóri sovézka hópsins f Evian, Baturinsky, sem er jafnframt háttsettur innan sovézka skák- sambandsins, var fjarverandi i dag og telja margir það vera ástæðuna fyrir bestu skák Polugaevskys i einviginu. Staðan i einvíginu er nú þannig að Korchnoi hefur hlot- ið sex vinninga, Polugaevsky tvo.“ Þannig fórust Lothar Schmid, yfirdómara einvígisins og fréttaritara Morgunblaðsins i Eviari, orð um áttundu einvigis- skák þeirra Korchnois og Polugaevskys sem tefld var á laugardaginn í Evian i Frakk- landi. Ilvftt: Lev Polugaevsky Svart: Viktor Korchnoi Katalan byrjun 1. d4 — e6 2. c4 — Rf6 3. g3. (Þetta er hin svonefnda Katalan byrjun sem hefur notið töluverðra vinsækda upp á sið- kastið. Þetta er þó f fyrsta skipti í áskorendaeinvigjunum, sem að Polugaevsky leikur ekki 3. Rf3 í stöðunni. Hann hefur því ekki treyst sér til þess að endurbæta taflmennsku sina i þriðju skákinni, sem hann tap- aði.) Bb4+ (öllu algengara svar við byrjun hvíts er nú 3. . ,d5. 4. Bg2 — dxc4! 5. Da4 + Rbd7 og möguleikarnir geta tal- ist jafnir) 4. Bd2 — Be7!? (Svo virðist sem hvitur hafi nú ein- faldlega unnið leikinn 4. Bd2, en staðreyndin er sú að biskup- inn stendur illa á d2 og það er einmitt hugmyndin á bak við laikaðferð svarts. Eftir 4.. ,De7 5. Rf3 kemur upp afbrigði af Bogoljubow-indverskri vörn) 5. Bg2 — d5 6. Rf3 — 0-0 7. 0-0 c6 (Lakara er 7.. .dxc4 8. Dc2 — Bd7 9. Dxc4 — Bc6 10. Rc3 — Re4 11. Hadl og hvitur stendur betur) 8. Dc2 — Rbd7 9. b3 — b6 10. Ildl (Þeir Liberzon og Sosonko sömdu um jafntefli eftir 10. a4 — Ba6 á millisvæða- mótinu i Biel í fyrra. Leikur Polugaevskys hefur þótt var- hugaverður, þar sem enn hefur ekki verið útkljáð á hvorum vængnum átökin eiga eftir að fara fram. Korchnoi reynir nú að sækja á kóngsvæng, þar sem hrókurinn er horfinn úr vörn- inni) Ba6 11. a4 — Re4 (Með þessum leik velur Korchnoi eins konar hollenska uppbyggingu, því f7 — f5 hlýtur að fylgja i kjölfar- ið. Öllu varlegri áætlun var 11. ... Hc8 og síðan c6 — c5 við tækifæri). 12. Bf4 — Hc8 13. Rbd2 — Rxd2 (Eftir 13. . . . f5 koma yfirráð hvíts yfir e5 reitn- um til með að reynast þung á metunum: 14. Re5 — g5 15. Rxd7 — Dxd7 16. Be5 — Bf6 17. Bxf6 og nú getur svartur valið á milli 17. . Rxf6 18. Rf3 og 17 .. . Hxf6 18, f3, sem gefa honum bæði lakara tafl) 14. IIxd2 — g5?! (Dæmigert fyrir Korchnoi. Hann sættir sig ekki við þá örlítið lakari stöðu, sem hann myndi fá upp eftir 14 . .. Rf6, heldur leggur sjálfur til Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON atlögu. 14 ... c5 var vart mögu- legt i stöðunni. Hvítur svarar með 15. dxc5 og hvort sem svartur svarar með 15 .. . Rxc5 16. cxd5 — exd5 17. Df5 eða 15 . .. bxc5 16. e4!, stendur hvítur betur) 15. Be3 — f5 16. Hddl — Bf6 (Eftir 16 . . . f4 17. Bd2 — g4 18. Rel — fxg3 19. hxg3 — Rf6 20. Bf4 á hvítur auðvelt með að hrinda atlögum svarts) 17. Hacl — h6 18. Dd2 — Bg7 19. h4! (Svartur er þegar byrj- aður að finna fyrir afleiðingum ALÞJÖÐLEGA skákmótinu i Leningrad, sem haldið var f til- efni 60 ára afmælis rússnesku byltingarinnar, er nú lokið. Jafnir og efstir urðu þeir Oleg Romanishin, sem er aðeins 24 ára, og Mikhail Tal, fyrrum heimsmeistari. Þeir hlutu hvor um sig 11V4 vinning af 17 mögu- legum. Þriðji varð svo annar fyrrverandi heimsmeistgri, Vassily Smyslov, með 10V4 v. í fjórða til fimmta sæti urðu þeir Anatoly Karpov. núverandi heimsmeistari, og Rafael Vaganjan með 10 v. Frammi- ógætilegrar taflmennsku sinn- ar) f4 (Eftir 19. .. . g4 20. Rh2 — h5 21. f3! getur hvítur valið um leiðir til að sækja að hinni veiktu svörtu kóngsstöðu. Þetta var þó sennilega bezti kostur svarts úr þvi sem komið var) 20. gxf4 — g4 21. Re5 — Rxe5 22. dxe5 — Dxh4 23. cxd5 — cxd5 24. Hxc8 — Bxc8 (Sókn svarts rennur einnig út í sand- ínn eftir 24. . . . Hxc8 25. f5! — Bxe5 26. fxe6) 25. Hcl — g3 26. Hc7! (Hótar 27. Dc2 — Ba6 28. Dg6. Svartur kemst nú ekki hjá peðstapi og skákinni er raun- verulega lokið) Ba6 27. fxg3 — Dxg3 28. IIxa7 — Bc8 29. b4 — Kh8 30. Bf2 — Dg4 (Endataflið sem kemur upp eftir 30. ... Dxf4 31. Dxf4 — Hxf4 32. Ha8 — Hf8 33. Bxb6 — Bxe5 34. b5 er auðvitað léttunnið fyrir hvítan) 31. Hc7 (Hótar að vinna mann með 32. Dcl — Ba6 33. b5) h5 32. De3 (En ekki 32. Dcl — Ba6 33. b5 — h4 og staðan er tvísýn) Hg8 33. Df3 — Df5 34. Bh4 — d4 35. Bg5 (enn einfaldara var 35. Dd3! Dxf4 36. Bf6) Dg6 36. Dd3. Svartur gafst upp. Þessi sigur hlýtur að gefa Polugaevsky b.vr undir báða vængi, þvi að aðstaða hans er ekki nærri þvi eins vonlaus og þegar hann hafði ekki unnið skák. Tap Korchnois hlýtur hins vegar að vera alvarleg áminning til hans um að tefla varlegar). staða Karpovs olli miklum von- brigðum i Sovétrikjunum, þar eð vonast hafði verið til að mót- ið yrði eins konar kóróna á sig- urgöngu hans að undanförnu. I sjötta til nfunda sæti á mótinu urðu svo þeir Juri Balashov, Alexander Kochiev, yngsti þátttakandinn á mótinu, Mark Taimanov og Ungverjinn Zolt- an Ribli, en hann var á „útlend- ingur“, sem bestum árangri náði á mótinu. Aðrir í toppbar- áttunni voru allt Svoétmenn. Þátttakendur I mótinu voru alls 18, þar af 17 stórmeistarar. Romanishinog Tal efstiríLeningrad

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.