Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÖBER 1977 Umræður á Alþingi: Grænlendingar fái fulla aðild að Norðurlandaráði — segir í tillögu, er höfðar til stöðu þjóð- emisminnihluta á Norðurlöndum. b.ám. f Sama, Alendinga og í Danmörku Ísland-Grænland- Norðurlandaráð Magnús Kjartansson (Abl) mælti nýverið fyrir tillögu til þmgsályktunar i neðri deild Alþingis, þar sem skorað er á íslenzku ríkisstjórnina og fulltrúa Is- lands í Norðurlandaráði að beita sér fyrir því, að Grænlendingar fái fulla aðild að Norðurlandaráði og velji full- trúa sína sjálfir Magnús víkur fyrst að „sameigin- legri sögu” okkar og Grænlendinga „í nokkrar aldir' Hann segir ennfremur að vel megi vera „að Grænlendingar séu frændur okkar Sé því ástæða til að bema athygli íslendmga að Græn- landi Hann sagði að við. og aðrar Norðurlandaþjóðir „stæðum framar- lega meðal þjóða heims að því er varðar lífskjör. menningarmál, félgs- mál o.sv.frv ” Öðru máli gegni um Grænland Þar sé „ótvírætt nýlendu- ástand'. þótt landið sé kallað „amt í Danmörku í landinu séu 40 þúsund Grærrlendmgar en 10 þúsund Danir, sem séu „algjör yfirstétt” Danir fái til að mynda miklu hærra kaup en heima- menn, hvert sem starfið er Hjón, sem hann þekkir til (grænlenzkur karlmaður og dönsk kona), bæði danskmenntaðir kennarar. hafi haft sama kaup fyrst eftir nám, enda við starf í Danmörku Flutt til Grænlands hafi eigmmaðurinn haft verulega lægra kaup en eiginkon- an vegna þess eins að hún var dönsk. hann Grænlendingur Þannig sé þetta á öllum sviðum þýzka minnihlutans Magnús sagði að fregnir væru um að „ ð Grænland eigi að fá heima- stjórn á næsta ári” Slík heimastjórn yrði þó afar takmörkuð, fyrst og fremst sökum þess, að auðlindir Grænlend- inga, hvort heldur sem væri á láði eða í legi. væru ekki eign íbúa Grænlands, heldur „danska ríkisins” Rétt sé að íslendmgar styðji grænlenzka freJLsis- baráttu Eitt skref í henni sé að Græn- land fái fulla aðild að Norðurlandarái. því þrátt fyrir allt séu framtíðartengsl Grænlands við Norðurlönd æskilegri en við Ameríku Sami réttur eigi að falla í hlut annarra þjóðernisminnihluta á Norðurlöndum „Þar er um að ræða,” sagði Magnús, „Grænlendinga, Sama, Færeyinga, Álandseyjabúa og þýzka minmhlutann i Danmörku ” Stuðningur þarf að leiða til árangurs Ragnhildur Helgadóttir (S) sagði m’.a , að saga okkar sjálfra sýndi, að framfarir í landi okkar hefðu þá fyrst orðið verulegar, er fullveldi þjóðarmnar var fengið Við skiljum því ýmsum betur erfiðleika þeirra þjóða, sem enn ættu leið ófarna að fullveldi Rétt væri og eðlilegt að íslendingar styddu sjálf- stæðisbaráttu undirokaðra þjóða, hvar sem væri, með raunhæfum hætti Að- ild Grænlendmga að Norðurlandaráði væri þó „aðeins lítil grein” á hugsan- legum fullveldismeiði Grænlendinga „Hitt er annað mál að þegar lagt er fram á Alþingi mál, sem á að vera Grænlendingum til stuðnings, þá má það að mínu mati ekki vera þess eðlis, að það verði fyrst og fremst til ýfinga við Dani. Hvort sem okkur likar betur eða verr. er Grænland enn þá amt úr Danmörku, stjórnskipulega séð Ragnhildur gat þess að Grænlend- ingar hefðu á stundum átt fulltrúa í sendinefnd Dana í Norðurlandaráði, þó svo væri ekki nú Rangt væri að Fær- eyingar og Álendingar hefðu nú fulla aðild að Norðurlandaráði Þeir ættu fulltrúa sem þeir að vísu veldu sjálfur, annars vegar í dönsku sendinefndinni, hins vegar í finnsku nefndinni Hitt væri annað mál, að við gætum haft á því þá skoðun, að þessu ætti að vera annan veg farið „Núna er til meðferðar í Norður- landaráði tillaga um, að Færeyingar fái þar fulla aðild Það er eðlilegur háttur að málefni sem þetta beri að fyrir frumkvæði þeirra þjóða, sem hlut eiga að máli ” Ragnhildur sagði að eðlilegra væri að háttv þingmaður (M Kj) beitti sér fyrir því i Norðurlandaráði, þar sem hann ætti sæti, að Norðurlandaþjóðir innrættu sér meiri skilning á málefnum Grænlendinga yfirleitt Mig skortir upplýsingar um, hvaða áhrif þetta ein- angraða mál, íslenzk tillaga um aðild að Norðurlandaráði, hefur á sjálf- stæðisbaráttu Grænlendinga Hins vegar væri Ijóst, að t.d „norrænn iðnþróunarsjóður” í Grænlandi gæti haft mjög jákvæð áhrif á þróun mála þar Ragnhildur vakti athygli á þvi að skv. núgildandi reglum Norðurlanda- ráðs gætu þær þjóðir einar, sem væru sjálfstæð riki, hlotið fulla aðild að þvi Eðlilegra værj þvi að vinna að þvi að þessum reglum væri breytt, innan Norðurlandaráðs, en hún gæti hugsað sér ýmis form á áhrifum þjóðarbrota á störf ráðsins Þessi tillaga beri hins vegar ekki að með fyllilega þinglegum hætti. í þeirri skoðun sinni felist ekki efmsafstaða „Ég tel okkur rétt og sky.t að styðja lífs- og sjálfstæðisbaráttu þeirra þjóða, bæði innan Norðurlanda og utan, sem í slikri baráttu standa ” Ragnhildur ræddi að lokum um sam- skipti Dana og íslendinga. sem hefðu þróast á mjög jákvæðan hátt til vináttu og samstarfs Minnti hún á heímkomin fornhandrit okkar Endurheimt handrit- anna væri „eitt af þvi, sem þjóðir heims gætu litið sem fyrirmynd að góðri sambúð ríkja” Sjálfsagt mál Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, sagði það sjálfsagt mál. „að Grænlendingar fái tækifæri til þess á þingi Norðurlandaráðs að gera sjálf- virkt grein fyrir sínum málum og hafa áhrif á afgreiðslu mála ” Mér er Sinfóníuhljómsveit íslands: „Rós í hnappagat ís- lenzks menningarlífs” Stjórnarfrumvarp hlýtur Fáránie« tiiiaSa stuðning úr öllum þingflokkum „ÞAÐ er ekki lenKur deilt um lilverurétl Sinfóníuhljómsveitar Islands," sagði menntaniáiaráó- herra, Vilhjálmur Iijálmarsson, á Alþinj'i er hann mælti fyrir st jórnarfrumvarpi um hljóm- sveitina. (Efnisatriði frumvarps- ins voru rakin á þinKsíóu Mhl. sl. lauj'ardag). „Mikilvægi tón- mennta. þ.e. iókunar tónlistar fyrir uppeldi þjóóarinnar verður ekki drexió í efa. Nauósyn Ia«a- setningar um svo vióamikla starf- semi á vegum opinherra aóila fær varla dulizt. Þeir sem kosta reksturinn, jafnt ojí hinir, sem vió hann starfa. þurfa aó hafa sitt á hreinu." Efnisatriði Menntamálaráöherra rakti síð- an efnisatriði frumvarpsins. Gerð var grein fyrir þeim á þingsíðu Mbl. sl. laugardag, og verða þau ekki rekin hér frekar. Þó skal þess getið, að nefnd sú sem samdi frumvarpið, varð ekki sammála um það ákvæði þess, að binda tölu hljómlistarmanna við 65. Minni- hluti nefndarinnar vildi að ,,að fjöldi hljóðfæraieikara sé ákveð- inn með afgreiðslu fjárlega hverju sinni“, af fjárveitinga- nefnd með hliðsjón af verkefna- og starfsáætlun sveitarinnar hverju sinni. Sammála frumvarpinu í höfuðatriöum Gylfi Þ. Gfslason (A), fyrrv. menntamálaráðherra, fagnaði framkomu frumvarpsins og hvatti þingheim til að lögfesta það. Hann taldi þó eðlilegra að tala hljómlistarmanna væri ekki bundin í lögum, heldur á valdi fjárveitingavalds hverju sinni, m.a. vegna þess, að tala þessi yrði úrelt innan tíðar, og ekki æski- legt, að lögum þyrfta að breyta hverju sinni, er hljómsveitinni yxi fiskur um hrygg. Samræmi í menn- ingarstuöningi Jónas Arnason (Abl) fagnaði og frumvarpinu og fór viðurkenn- ingaroröum um starf Sinfóníu- hljómsveitar. Hins vegar taldi hann misræmis gæta í opinberum fjárstuðningi við listgreinar. Stuðningur við leikhús, ef frá væri skilið Þjóðleikhús, væri hverfandi litill, einkum og sér í lagi við svokölluð áhugaleikhús. Jafnvel þó með væru talin at- vinnuleikhús, eins og Leikfélag Reykjavikur og Leikfélag Akur- eyrar, væri opinber fjárstuðning- ur brot af því sem Sinfóníunni væri ætlað, og nyti þó þjóðin öll Ieikhússins, en þrengri hópur, því miður, Sinfóníunnar. Taldi Jónas ekki úr vegi að kannað yrði, hvers konar fólk sækti sinfóníuhljóm- leika í Reykjavík, hvort það væri t.d. alþýöa manna — eóa fólk úr þrengri hópum. Jónas fór viður- kenningarorðum um ferðir Sin- fóníuhljómsveitarinnar á vit landsbyggðarfólks, sem flein mættu verða. Þá sagði Jónas að sinfónían mætti að ósekju beita sér á svið innlendrar listsköpunar tónverka. Ingvar Gfslason (F) studdi og frumvarpið, Taldi hann tillögu GÞG um að fjárveitinganefnd ákvæði tölu hljómlistarmanna fáranlega. Hins vegar tók hann undir frekari stuðning við leik- hús, einkum áhugaleikhús, sem og Leikfélag Akureyrar, sem ætti undir högg að sækja með fram- tíðarstarf. Ingvar fagnaði umræð- um um menningarmál, sem og ritreglur íslenzkrar tungu. Fleira ætti rétt á athygli Alþingis en kröfur um kaup og kjör eða efna- hagsmál: Frumvarp um Þjóðleikhús Ellert B. Scharm (S) lýsti stuðningi við frumvarpið um Sin- fóníuhljómsveit Islands, sem væri rós í hnappagat íslenzks menn- ingarlífs. Hins vegar væri eðlilegt að hyggja jafnframt að kostnaðar- hlið og rétt að sníða sér stakk eftir vexti. Ellert fagnaði því að fleiri sveitarfélög en Reykjavík kæmu nú til kosnaðarlegs stuðn- ings við sveitína. Hann ræddi og eðlilegt og nauðsynlegt samstarf Sinfóniuhljómsveitar og Þjóðleik- húss. Nauðsynlegt væri að af- greiða samhliða frumvarp um þá menningarstofnun. Færri hljómlistarmenn Karvel Pálmason (SVF) vék að kostnaðarhlið málsins. Taldi hann að athuga þyrfti betur fjölda hljómlitarmanna. Hægt væri að flytja allstór verk með tiltölulega fáum einstaklingum, þó þá reyndi meir á hvurn og einn. Hann tók og undir það aö leiklist væri horn- reka í fjárstuðningi, einkum áhugaleikfélögin á landsbyggð- inni. Hann taldi rétt að fjárveit- inganefnd ákvæði fjölda hljóm- listarmanna í sveitínni. Samstarf hljómsveitar og leikhúss Sighvatur Björgvinsson (A) gerði grein fyrir því að minni hluti nefndar, er samdi frumvarp- ið, hefði viljað að fjárveitinga- nefnd ákvæði fjölda hljómlistar- manna hverju sinni, á grundvelli verkefna- og starfsáætlunar, sem væri e.t.v. eðlilegt. Hann vék og að kostnaðarþátttöku ríkisút- varps, sem væri þungbær þeirrí stefnu. Þá sagði hann að athuga þyrfti betur 9. gr. frumvarpsins um samstarf hljómsveitar og Þjóðleikhúss, þar sem störfum hljómlistarmanna i þágu leik- hússins yrði líklega misskipt í framkvæmd. Stéttarleg sjónarmið í listum ÍVIagnús Torfi Ólafsson (SFV) þakkaði Gylfa Þ. Gíslasyni það, öðrum fremur, að Sinfóníuhljóm- sveitin hefði lifað af erfið ár og aðstæður í fyrri tíð. Rangt væri að hallaði á leiklist i opinberum fjár- stuðningi. Þjóðleikhús og Sinfóníuhljómsveit íslands væru hliðstæðar stofnanir í menningar- lífi þjóðarinnar, hver á sínu sviði þó saman störfuðu að ýmsum verkefnum. Þjóðleikhúsiriu væri ætlaðar um 360 m. kr. Sinfóníu- hljómsveitinni 82 m. kr., miðað við fjárlagafrumvarpið. Magnús minnti á veru þeirra beggja, sína og Jónasar Arnason- ar, á Þjóðviljanum, fyrr á tíð. Þá hefði verið önnur tíð en nú á því blaði. Nú sætu nýir spámenn þar, svo harðir í fræðum sínum og theóríum um alla hluti, að þeir gætu aðeins skiliö efnislega sögu- skoðun út frá„stéttarlegum“ sjón- armiðum. Tók hann þar um dæmi af ritdómi urn „Ólaf Liljurós", Ijóst, sagði ráðherra, að Danir sjálfir telja, að til þess að svo geti orðið, þurfi nokkrar stjórnarfarslegar breytingar að verða á stöðu Grænlands mnan danska rikisins Ég er sannfærður um. sagði ráðherra, að „Danir hljóta að viður- kenna nauðsyn þessara stjórnarfars- breytinga og að þær munu ekki vera langt undan Grænland byggir að veru- legu leyti sérstök þjóð, sem hefur sér- stakar aðstæður, eigið tungumál og menningararfleifð, sem þarf að standa vörð um og þeir þurfa á stuðningi til þess að halda Ég er ekki að mæla því bót, sagði ráðherra, að viðförum að skipta okkur af innanrikismálum D na. né hafa áhrif á. hvernig sambandi landanna (Danmörk/Grænland) verður háttað i framtiðinni Hins vegar fjallar þessi tillaga einvörðungu og afmarkað um stuðning við hugsanlega aðild Grænlands að Norðurlandaráði Reglum þarf að breyta Gylfi Þ. Gíslason (A) vitnaði til ákvæða i millirikjasamningi um skipan Norðurlandaráðs Þar væri full aðild einskorðuð við fullvalda riki Framkom- in tillaga. eins og hún væri orðuð og fram borin, gengi því þvert á umrædd- an millirikjasamning Réttara væri að hún hefði fjallað um að breyta þessum millirikjasamningi, þann veg. að aðild- in yrði gerð opnari Að sjálfsögðu hljóta allir íslendingar og allir góðir menn á Norðurlöndum að hafa fyllstu samúð með réttindabaráttu og sjálf- stæðisbaráttu þjóðarminnihluta á Norðurlöndum: Færeyinga. Álendinga, Grænlendinga. Sama, og þýzka minni- hlutans i Danmörku, eins og háttv flutningsmaður orðaði það En form- lega rétta leiðin til þess að koma þessu máli fram (full aðild þessara aðila að Norðurl r.) er auðvitað að bera fram breytingartillögu við millirikjasamning- Framhald á bls. 27 sem taldi það verk hafa leitt til öndvegis sýndarþrár alþýðu til saurlífis og gripdeildar! Magnús sagði tónlist og leiklist hafa frá upphafi vega stutt hvör aðra. Fleiri leituðu til erlendra meistara í vali á tónverkum en Sinfóníuhljómsveitin. Það hefði Jónas Árnason ekki siður gert í vali tónlistar í eigin leikhúsverk. Að vísu ekki til gömlu meistar- anna en engu að síður samtíðar- mannaþeirra. - Fullyrðing (K. Pálmasonar) um að ekki skipti máli, hve margir hljómlistarmenn skipuðu Sin- fóníuhljómsveit, væri fávísleg. Enginn einn hljómlistarmaður léki á tvær fiðlur, hversu vel sem hann að öðru Ieyti væri í stakk búinn til mannrauna. (Ræðu MTÓ verða gert betri skil í blað- inu síðar). Þakkar stuðning Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra þakkaði þingmönnum stuðning við frum- varpið. Hann sagði ekki amalegt að fá stuðning tveggja fyrrver- andi menntamálaráðherra, sem báðir væru músíkalskir vel, ekki sízf þar sem sá núverandi væri lítt læs á nótur og þar að auki laglaus. — Vilhjálmur sagði að Sinfóniu- hljómsveit Islands væri í senn starfsvettvangur hljómlistar- manna sem og bakjarl og hvati fyrir tónlistarlif í landinu. Þá fagnaði Vilhjálmur vaxandi áhuga og umræðu um menningar- mál almennt í landinu. í því sam- bandi minnti hann m.a. á umfjöll- un Sambands ungra sjálfstæðis- manna um þau mál. Snúið út úr Jónas Arnason (Abl) talti MTÓ hafa snúið út úr orðum sínum. Jónas sagðist hafa mælt með framkomnu frumvarpi. Hins veg- ar vakið athygli á þörf aukins stuðnings við áhugaleikhús, sem allur fjöldinn nyti. Þvi væri ekki aö heilsa með sinfóniur. Könnun á, hverjir þar nytu, þ.vrfti að gera til að ýta undir almannaáhuga á þessum vettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.