Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 31 „Hamar Þórs” kominn á íslenzku HAMAR ÞÓRS, þrumufleygur norð- ursins, eftir Magnús Magnússon er nýkomin út hjá Erni og Örlygi. Sama forlag gaf bókina út á frummálinu, ensku, sl. haust og nefndist hún „Hammer of the North". Dagur Þor- leifsson hefur þýtt bókina á íslenzku. í bókinni lýsir höfundur útþenslu Norðurlandabúa á víkingaöld er þeir námu Graenland. Normandí, hálft Eng- land, stofnuðu verzlunarmiðstöðvar í Rússlandi og komust til Norður- Ameríku Höfundur fjallar um sögu víkinga, goðafræði þeirra og Ijóðlist og gerir sér far um að varpa Ijósi á lifssýn þeirra og skaphöfn Hann hefur komizt að annarri niðurstöðu um víkinga og atferli þeirra en hingað til hefur verið v.ð lýði, og sýnir bókin þá í nýrri mynd Texti bókarmnar er aukinn og endur- bættur með 120 Ijósmyndum Ijós- myndarans Werner Formans Eru myndirnar til skýringar á goðafræði og hetjuhugsjónum vikinga Sýna þær langskip, rúnasteina og listmuni, sem m a varpa Ijósi á hinn forna átrúnað Norðurlandabúa Magnús Magnússon er kunnur sjón- varpsmaður i Bretlandi, og hefur hann látið sig sögu og fornleifafræði miklu skipta. Er hann m.a ritstjóri Bodlay Head Archaeology og höfundur tveggja bóka i þeim flokki Bókin er filmusett og umbrotin i Odda h f , en prentuð á ítaliu Ljósmynd Mbl. HAX. Það er alltaf líf og fjör á barnaleikvöllunum í borginni og það er alltaf jafn spennandi að róla eins og þær stöllurnar á mvndinni eru að gera. „Leggjum áherzlu á að samið verði við alla í einu” — VIÐ gerum okkur fylli- lega grein fyrir þeim vanda- málum. sem eru því samfara að semja við starfshópana hvern f sínu lagi og munum leggja áherzlu á, að samið verði við alla í einu eins og hjá Aburðar- verksmiðjunni," sagði Guð- mundur Guðmundsson tækni- legur framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju rfkisins í samtali við Morgunblaðið f gær. A þriðjudaginn kom það fram í viðtali við Víglund Þorsteins- son forstjóra steypustöðvar BM Vallá hér i Morgunblaðinu, að steypustöðvarnar í Reykjavík, sem eru stærstu viðskiptavinir Sementsverksmiðjunnar, íhug- uðu að kaupa sement erlendis frá vegna tiðra verkfalla hjá Sementsverksmiðjunni. Enn- fremur kom það fram hjá Víg- lundi, að steypustöðvarnar myndu hugsanlega gera það að skilyrði fyrir áframhaldandi viðskiptum við Sementsverk- smiðjuna, að hún semdi við starfsfólk sitt i einu lagi og á sama tíma og steypustöðvarnar sjáfar væru að semja við sitt starfsfólk. Vegna þessarra ummæla Víg- lundar hafði Mbl. samband við Guðmund Guðmundsson. Hann sagði að árið 1975 hefði verið samið við alla starfsmenn Sementsverksmiðjunnar i einu. Nu hefðu opinberir starfsmenn bætzt í hóp þeirra launþega. sem verkfallsrétt hefðu. og væri þvi nauðsynlegt að taka þessi mál upp að nýju. Yrðu teknar upp viðræður við ein- stök félög starfsmanna verk- smiðjunnar i þvi skyni að sam- ræma kjaraviðræðurnar. Þetta væri t.d. gert i Aburðarverk- smiðjunni og hefði hún því ekki stöðvazt i verkfalli BSRB. Magnús Magnússon Haraldur Böðvars- son með 100 lestir Akranesi 26. október TOGAKINN Haraldur Böðvarsson AK 12 kom til heimahafnar í morgun af veiðum. Aflinn var 100 lestir af blönduöum fiski, sem fer til vinnslu hjá frystihúsi HB og Co. Flutningaskipið Hvítá, sem einnig á heimahöfn hér á Akranesi, komst loksins að hafnargarðinum í gær til affermingar. Skipið hefur legið hér á Krossvík óafgreitt allan verk- fallstímann, og hefur það ekki haft lengri viðdvöl hér á Akranesi f.vrr. Hvltá var með timburfarm til trésmiðjunnar Akurs h.f. — Júlíus INNLENT Islenzk fyrir- tæki 1977—78 BOKINtslenzk fvrirtæki er kom- in út í aukinni og endurbættri útgáfu í áttunda sinn, en það er Frjálst framtak hf., sem gefur hana út. Ritstjóri er Hrönn Krist- insdóttir, og er bókin I ár 802 blaðsföur og hefur því stækkað um 200 bls. frá síðustu útgáfu. „íslenzk fyritæki" er unnin í nánu samstarfi við stjórnendur fyrirtækjanna, sem skráð eru í fyrirtækjaskrá og ferðuðust starfsmenn Frjáls framtaks hf. um landið meðan bókin var í undirbúningi og hefur einnig verið leitað eftir tillögum notenda bókarinnar.* í frétt frá Frjálsu framtaki hf. segir að markverðasta nýjungin sé heildarskrá sú sem bókin hefur að geyma um öll starfandi fyrir- tæki á landinu þar sem tilgreint er, auk heimilisfangs og síma- númers, nafnnúmer og alþjóðlegt atvinnuflokkanúmer viðkomandi fyrirtækis, félags eða stofnunar. Þá segir einnig aó í fyrra hafi verið tekin upp sú nýjung að hafa í bókinni upplýsingar á ensku um viðskiptamál á íslandi, reglur um hvernig skipta má við ísland og auk þess upplýsingar um islenzk- ar útflutningsvörur og islenzka útflytjendur, útflutningsvörur og innflytjendur með fyrirsögnum á ensku. „jafnframt hefur útbreiðsla bókarinnar aukizt verulega er- lendis og er bókin notuð af er- lendum verzlunarráðum, upplýs- ingaskrifstofum, félögum og stofnunum og fyrirtækjum, auk þess sem hún er notuð af sendi- ráðum íslands, ræðismannsskrif- stofum og skrifstofum Flugleiða. I „Islenzk fyrirtæki" er að finna víðtækari upplýsingar um íslenzk fyritæki en i nokkurri annarri handbók, svo sem stofnár þeirra, heimilisfang, simanúmer, pósthólf, nafnnúmer, söluskatts- númer, telexnúmer, starfssvið, stjórn, framkvæmdastjóra, helztu starfsmenn, starfsmannafjölda, umboð, þjónustu og framleiðslu. Fjallað er um starfssvið ráðu- neyta, embættismenn og stjórn- endur ríkisstofnana, sveitar- stjórnarmenn, stjórnir félaga og samtaka, sendiráð og ræðismenn erlendis auk fjölda annarra upp- lýsinga." Þá segir einnig í fréttinni að vegna stöðugrar fjölgunar við- skiptafyrirtækja á íslandi og si- vaxandi umsvifa og fjölbreytni i atvinnulífi utan Reykjavikur- svæðisins, gefi viðskipta- og þjón- ustuskrá bókarinnar upplýsingar um fyrirtæki eftir atvinnugrein- um um allt land, en ekki aðeins í Reykjavik, eins og gert sé t.d. í simaskránni. Hátt verð boðið fyrir prjónaflíkur PRJONAKONFR og karlar áforma að stofna Handprjóna- samhand íslands uin næsty helgi. í september s.l. var kjörin nefnd til að vinna að undirbún- ingi stofnunar hagsmunafélags prjónakvenna og karla. Siðan þá hafa ýmsir aðilar sýnt áhuga á því að kaupa prjónaflíkur milliliða- laust af hagsmunafélaginu. Að sögn Arnmunds Baehmans. sem verið hefur lögfræðilegur ráðu- nautur við stofnun sambandsins. hefur íslenzkur maður i Banda- ríkjunum boðizt til að kaupa mik- ið af prjónaflíkum fyrir all miklu hærra Verð en fengizt hefur til þessa. Sagði Arnmundur að þessi mál væru í athugun og engir samningar hefðu enn verið gerð- ir. „Þarf ekki að óttast eggjaskort um jólin” LlTIÐ framboð hefur verið á hænueggjum að uiidanföriiu og borið hefur á eggjaskorti í verzlunum í Reykjavík. Jón Guómundsson bóndi á Revkjum sagði í samtali við Mbl. í gær að eggjaskorturinn væri afleiðing offramboðs «g verðfalls á eggjunt seinni hluta ársins 1976. Sagði Jón að frani- leiðendur hefðu orðið að selja egg á 300 krónur kílóiö í janú- ar s.l. þótt skráð heildsöluverö væri þá 450 krónur. Heföi verðið sem þá fékkst varla nægt fyrir fóðri. „Afleiðingin var sú sagði Jón. ,,að margir hænsnarækt- endur gáfust hreinlega upp og hættu. Framboðið minnkaði og einnig jókst eftirspurnin vegna hins lága verðs og afleið- ingin er skortur á eggjum." Jón sagði að eggjaverðiö hefði smám saman hækkað á þessu ári og væri nú 530 krón- ur kílóiö í heildsölu. Kvað Jón eggjaframleiöendur hafa fjölg- að hjá sér hænum að undan- förnu og mættu búast víð auknu framboði þegar nálgað- ist jólin og væri ekki ástæóa til að óttast eggjaskort síðustu vikurnar fyrir jól. en þá er langmest sala í eggjum. Norðurlandamót karla í handknattleik í Laugardalshöll FÆREYJAR— FINNLAND NOREGUR — ÍSLAND Miðasala hefst kl. 17,30 í Laugardalshöll. Komið og sjáið spennandi leiki. í kvöld kl.1W0 Handknattleikssamband íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.