Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.10.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1977 39 Danir sigurstranglegastir en baráttan um titðinn tvísýn DANIR eru óneitanlega sigur- stranglegastir I Norðurlandamót- inu í handknattleik sem hefst í Laugardalshöllinni f kvöld. Danska landsliðið hefur sýnt það í ieikjum sínum undanfarið að það leikur ágætan handknattleik og er til alls Ifklegt. Þannig bar það sigurorð af Júgóslövum og Tékkum f fjögurra landa keppni sem liðið tók nýlega þátt í og tapaði naumlega fvrir Vestur- Þjóðverjum. Sem kunnugt er leika Danir og Islendingar f sama riðli í loka- keppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer í Danmörku um mánaðamót janúar—febrúar 1978, og fæst því væntanlega fróðlegur samanburður á stöðu liðanna í mótinu nú. Kemur það raunar nokkuð á óvart að Danir skuli koma hingað með sitt sterkasta lið, og virðist það benda til þess að þeir séu ekki hræddir við Islend- inga í lokakeppninni. Hefur það oft komið fram hjá dönskum blöð- um að undanförnu að Danir séu öruggir með að sigra Islendinga f þeirri keppni og komast áfram í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar. næstu mínútum komust bæði Rob Rensenbrik og Willy van der Kerkhof í góð færi, en Pfaff varði föst og falleg skot þeirra stór- glæsilega. Belgiumenn þurftu að vinna þennan leik til þess að eiga mögu- leika á að komast áfram ðg höfðu þeir ákveðið að reyna að leika eins mikinn sóknarleik og mögu- legt væri. Til þess kom aldrei, þar sem leikur hollenzka liðsins var þannig, að þeir áttu nánast aldrei möguleika á að sækja. Bezta tæki- færi sitt fengu Belgíumenn á 13. mínútu er Jan Thissen tókst að brjótast í gegnum hollenzku vörn- ina og komast í gott færi, en það varði Jongbloed markvörður skot hans auðveldlega. Sem fyrr segir eru Hollending- ar sjöunda þjóðin sem tryggir sér þátttökurétt í lokakeppninni í Argentínu. Hinar eru: Argentína, Vestur-Þýzkaland, Brasilia, Perú, Mexikó og Skotland. Staðan í riðli fjögur eftir leik- inn i gærkvöldi er þessi: Holland 6 5 10 11—3 11 Belgía 5 3 0 2 7—3 6 N-Irland 5 113 4—6 3 Island 6 1 0 5 2—12 2 I Norðurlandamótinu leika Danir, Norðmenn og Islendingar saman í riðli og Finnar, Færey- ingar og Sviar saman. Eru Sviar væntanlega öruggir sigurvegarar í sínum riðli og leika úrslitaleik keppninnar. Hins vegar verður baráttan meiri í hinum riðlinum og allir leikirnir væntanlega mjög jafnir. Kunna úrslit að ráðast að nokkru í kvöld er íslendingar og Norðmenn leika saman, en mjög áríðandi er fyrir Islendinga að vinna þann leik. Sigur í leiknum í kvöld ætti að gefa íslenzka liðinu a.m.k. möguleika á því að leika um þriðja sætið í mótinu, en tapi okkar menn gæti allt eins farið svo að þeir yrðu að leika um fimmta og næst neðsta sætið í mótinu gegn Færeyingum eða Finnum á sunnudaginn. Á fyrsta Norðurlandamótinu í handknattleik sem haldið var í Danmörku 1975 urðu Sviar sigur- vegarar og hafa því titil að verja. Norðmenn urðu í öðru sæti í keppninni síðast og Danir i þriðja sæti. Finnland Handknattleikssamband Is- lands höfðu ekki borizt aðrar upp- lýsingar um finnska landsliðið er leikur á Norðurlandamótinu en nöfn og númer leikmanna. Eru þeir eftirtaldir: Nr. Nafn 1 Kari Ræsenen Pertti Ylinentalo Bjarne Winberg Kari Lehtolainen Ulf Grönholm Jan Rönnberg Kurt Strömsten Pavel Usvalahti Pertti Soitso Antti Koljonen Kannu Pulkkanen Kaj Öström Hannu Koivunporras Juha Tikanoja Henrik Eneberg Kaj Strömsten Búningur: Bláar peysur/hvítar buxur; Hvítar peysur/hvítar bux- ur. 12 16 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 13 14 15 Michael Berg — einn bezti maður danska landsliðsins. NATTLEIK Á ÍSLANDI 27.-30. OKTÓBER Dómarar á Norskir, danskir og islenzkir dóm- arar dæma leiki Norðurlandameist- aramótsins í handknattleik. íslenzku dómararnir í mótinu verða þeir Björn Kristjánsson og Óli Olsen er dæma saman og Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson er dæma saman. Dæma þeir Björn og Óli leik Færeyja og Finnlands i kvöld og þeir Hannes og Karl dæma svo leik Danmerkur og Noregs annað kvöld. Væntanlega dæmir svo annað parið — ef ekki bæði leiki i úrslitakeppninni á sunnu- daginn. Danskir dómarar: Tage K. Jensen og Leif Eliasen dæma leik íslands og Noregs i kvöld og þeir munu einnig dæma leik Finnlands og Sviþjóðar á laugardaginn. Norsku dómararnir Terje Anthonsen og Kai Huseby dæma leik Sviþjóðar og Færeyja á morgun og leik islands og Danmerk- ur á laugardaginn. CELTIC SHOCKER No. Q EDVALDSSON WANTS AWAY JOHANNES SEGIR UPP HJÁ CELTIC Skozku blöðin skýrðu frá því í fyrradag, að Jóhannes Eð- valdsson hefði ritað Davie McParland, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Celtic, og Des- mond White, formanni félags- ins, bréf um sfðustu helgi, og óskað eftir því að félagið setti sig á sölulista. Hefur þetta vak- ið mjög mikla athygli í Skot- landi, og sagði t.d. skozka blað- ið Times ■ fyrirsögn á baksíðu á mánudaginn: „Afall fyrir Celtic — Edvaldsson vill fara.“ Fyrir nokkru kom fram I við- tali sem Morgunblaðið átti við Jóhannes að hann hefði áhuga á því að fara frá Celtic o komast til annars félags, helzt á megin- landi Evrópu, og er bréf hans til forráðamannafélagsins stað- festing á því. I viðtölum við forráðamenn Celtic, segja þeir, að þeir hafi fullan skilning á því að Jóhannes vilji fara frá félaginu, og er ekki að sjá að þeir ætli sér að standa i vegi fyrir honum. Daily Record á viðtal við Jóhannes á miðvikudaginn og segir hann þar m.a.: ,,Ég held að það sé kominn tími til fyrir mig að skipta um félag. Þetta er þriðja keppnis- tímabil mitt með Celtic, og það er ekki af því að mér hafi líkað illa hjá féiaginu að ég vil fara frá því — þvert á móti hefur félagið reynst mér vel. En ég hef áhuga á að reyna eitthvað nýtt, helzt að komast i lið á meginlandinu." Blaðið bætir siðan við að ef til vill sé einnig önnur ástæða fyrir þvi að Jóhannes vilji fara frá Celtic, sú að á síðasta keppnistímabili hafi hann ekki verið í liðinu í 24 skipti. Á þessu keppnistímabili hafi hann hins vegar aðeins misst einn leik, en hafi tvívegis verið á varamannabekknum. Þá gera blöðin mikið úr því að það sé afskaplega mikið áfall fyrir Celtic að missa Jóhannes nú, þar sem hann sé einn traustasti leikmaður liðsins, og staða Celtic í úrvalsdeildarkeppninni sé slík að liðið hafí ekki efni á að missa einn sinn bezta mann. AWAY ^■Edvaldsson shocks Celts • I sftmpty «e«l lt te tlme Cor m« r —tPVALPSSON ] J^^JJJJ Enska knattspyrnan Millwall — Bury NottliinKÍiam — NottsCountry Portsmoutli — Swindon i—i 4—0 1 — 1 Enska deildarhikarkoppnin: Slieffield Wed. — Walsall 2—1 Arsenal — Southamplon 2—0 W.B.A. — Watford I—0 Bolton — Peterhoroiij'h 3—1 Aston Villa —Q.P.R. I—0 Burnley — Ipswich 1—2 Leeds — Colchester 4-0 Everton — >1 iddleshrouj>h 2—2 Liverpool — Derhv 2—0 Hull — Oldliam 2—0 Tottenham —Coventry 2—3 Luton — Manchester City 1 — 1 Wrexham — Bristol City 1—0 _ mótinu verður þannig skipað: Lands Félag Aldur leikir Olympia 25 74 Haukum 24 37 Þrótti 20 6 Víkingi 25 45 Val 24 2 Víkingi 27 24 Val 24 1 Vfkingi 28 98 Vfkingi 31 9 fh 31 24 Val 28 52 FH 31 105 Víkingi 23 27 Val 23 21 Fram 19 0 •^tsson, Birgir Björnsson, Gunn- uxur; Hvít peysa/hvítar buxur. NOREGUR LIÐ Noregs sem tekur þátt í Norðurlandamótinu er skipað eftirtöldum leikmönnum: Nr. Nafn Félag Lands- leikir 1 Morgan Juul Refstad 40 12 Björn Steive Bækkelaget 52 16 Pal Bye Oppsal 135 2 Ole Gundem Nordstrand 20 3 Rune Sterner Refstad 62 4 Sven Tore-Jacobsen Refstad 28 5 Jan Hauger Bækkelaget 27 6 Terje Hallén Refstad 3 7 Allan Gjerde Oppsal 69 8 Hans Jacob Augestad Kolbotn 2 9 Gunnar Helgevold Nordstrand 15 10 Gunnar Tverdal Nordstrand 2 11 Knut Sveen Fjellhammer 2 13 Audun Dyrdal Nordstrand 3 15 Trond Ingebriksen Refstad 10 Liðsstjóri: Rolf Österbrö og Einar Kvalheim Þjálfarar: Jostein VVigum og Willi Railo Fararstjórar: Niels C.E. Hertzberg og Vidar Evensen. Búningur: Rauð peysa/hvítar buxur. SVÍÞJÓÐ Lið Svíþjóðar í Norðurlandamótinu verður þannig skipað: Nr. Nafn Félag Aldur Lands- leikir 1 Thomas Gustafson Lugi 25 3 12 Claes Hellgren GUIF 22 22 16 Lars Karlson Halmstad 29 76 2 Björn Anderson SAAB 27 103 2 Bo Anderson GUIF 26 82 4 Ingmar Anderson Heim 31 50 5 Thomas Augustsson Heim 24 4 6 Dan Eriksson Hellas 30 133 7 Sven-Ake Frick Ystads IF 31 52 8 Göran Gustafson Lugi 27 24 9 Bengt Hanson Drott 27 53 10 Bengt Haakanson Vikingarna 28 26 11 Lars Göran Jonsson IFK 26 41 13 Basti Rasmussen Ystads IF 23 57 14 Claes Ribendahl Lugi 24 29 15 Bertil Söderberg IFK 30 86 Landsliðsnefnd: Bertil Andersen, Dan Olof Lindqvist, Evald Fridén. Læknir: Dr. Hans Frykstad. Búningur: Gular peysur, bláar buxur; Bláar peysur, gular buxur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.