Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUN.BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBP^R 1977 Opnuðum í morgun nýja verzlun í verzlunarhúsinu Miðbæ við Háaleitisbraut 58 — 80 Skermar frá Lampagerðinni Bast. Borð-og gólflampar frá Spáni og Ítalíu. Opið til kl. 8 í dag. ^KBftNAMT simi 35530 Stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur ásamt nýjum stjórnanda sveitarinn- ar: Frá vinstri: Þór Benediktsson, ritari, Þorvaldur Steingrfmsson formaóur, Brian Carliie stjórnandi, Halldór Einarsson varaformaður og Kristján Fr. Jónsson gjaldkeri. Auk þeirra er í stjórn Frióberg Stefánsson. Ljósm. Rax. Lúðrasveit Reykjavíkur fær fastan stjómanda LÚÐRASVEIT Reykjavíkur hef- ur nú ráóió sér fastan stjórnanda og hefur hann þegar tekið vió því starfi, en hann er brezkur og heit- ir Brian Carlile. Hann hefur 1977 J BÆKURNAR [ OKKAR 1977 GÍSU JÓNSSON ........'ÍWrilðtJ; '"í'fí ~y KDN^l OG GÍSLIJÓNSSON: KONUR OG KOSNINGAR Sagan um baráttu íslenskra kvenna fyrir kosningarétti. LJÓÐ DAVÍÐS STEFÁNSSONAR FRÁ FAGRASKÓGI, úrval Ólafur Briem menntaskólakennari hefur búið til prentunar. SMALAVÍSUR Síðustu Ijóð ÞORSTEINS VALDI- MARSSONAR sem lést í sumar. Bókin eykur enn orðstír þessa sérstæða og listræna skálds er samræmdi ógleymanlega frum- leik og hagleik í kvæðum sínum. Smalavísur ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR: UNGVERJALAND OG RÚMENÍA Nýtt bindi í bókaflokknum Lönd og lýði, en í honum eru nú komin út 21 rit. sd/Wiy/jjr Ni POUL VAD: HIN LÍTILÞÆGU Úlfur Hjörvar þýddi. Skáldsaga eftir einn af snjöllustu nútímahöfundum Dana. Hún lýsir ungu en rótslitnu fólki í Kaup- mannahöfn, sálarlífi þess, ein- semd og örlögum. Dr. VALDIMAR J. EYLANDS: ÍSLENSK KRISTNI í VESTURHEIMI Bók um trúarlíf og trúardeilur Vestur-íslendinga með formála eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. ALFRÆÐI MENNINGAR SJÓÐS Dr. HALLGRÍMUR HELGASON: TÓNMENNTIR A—K Fyrra bindi Tónmennta. EINAR LAXNESS: ÍSLANDSSAGA L-Ö Síðara bindi Islandssögunnar. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sími: 13652 stjórnaó lúórasveitinni vió upp- töku í útvarpi og á sunnudaginn keniur mun hann stjórna er Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli er kveikt veróur á jólatré þar. Á fundi með fréttamönnum í fyrradag kynnti stjórn lúðrasveit- arinnar hinn nýja stjórnandá, en hann hefur verLð búsettur hér- lendis í nokkur ár eða eins og hann sagði sjálfur: Ég kom hing- að til tveggja mánaða dvalar árið 1973 til að leika með Sinfóníu- hljómsveit íslands, en þetta eru nú orðin ein fjögur ár. Brian Carlile lærði á fiðlu og lágfiðlu og hefur leikið með mörg- um hljómsveitum en hann tók síð- an til við túbuleik og hefur sem slíkur leikið víða í Bretlandi og m.a. farið í hljómleikaferðir með British Youth Wind Orehestra ásamt konu sinni og þá lék hann einnig meó japönsku útvarps- hljómsveitinni á tónlistarhátíð ungs fólks í Sviss. Undanfarin ár hefur Brian Carlile verið ásamt konu sinni meðlimur í Lúðrasveit- inni Svan og frá 1976 hefur hann stundað kennslu í tónheyrn og nótnalestri hjá Söngskólanum í Reykjavik. Formaður Lúðrasveitar Reykja- víkur, Þorvaldur Steingrímsson, sagði að það væri mikill munur að vera búinn að fá fastan stjórn- anda, en það hefði lúðrasveitin ekki haft um hríð, en hefði fengið gestastjórnendur öðru hverju. Sagði Þorvaldur að ýmis verkefni væru nú framundan hjá lúðra- sveitinni, svo sem að leika á Austurvelli sunnudaginn 11. des. er kveikt verður á jólatré sem Öslóborg færir Reykvíkingum að gjöf og einnig er fastur liður að spila á Landspítalanum á jóla- dagsmorgun, en hvort tveggja hefur sveitin gert í mörg ár. Lúðrasveit Reykjavíkur æfir að meðaltali vikulega og hefur aðset- ur í Hljómskálanum. en það hús reistu félagar lúðrasveitarinnar árið 1922 er hún var stofnuð und- ir nafninu Lúðrasveit Reykjavík- ur, en upphaflega var hún stofn- uð árið 1876 og hét þá Lúðraþeyt- arafélag Reykjavíkur. Lúðrasveit- in fær tekjur sínar m.a. af leik í útvarpi svo og styrki frá ríki og borg og sögðu stjórnarmenn lúðrasveitarinnar að það þyrfti að hlúa enn meira að þessari grein tónlistar í landinu, þar sem þarna yxu upp fjölmargir tónlistarmenn framtíðarinnar, en þó sögðu þeir að endurnýjun þyrfti að vera ör- ari hjá þeim, það væri erfitt nú orðið að fá ungt fólk til þátttöku í lúðrasveitarstarfi. Félagar í Lúðrasveit Reykjavíkur eru nú um 30 á aldrinum frá 20 til 40/50 ára. ILÝSINGASÍMINN ER: 22480 jn«rgrml)l«ibiþ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.