Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Útlánakjör fjárfestingar- lánasjóða Tiltölulega lágir vext- ir í mikilli verðbólgu hafa leitt til þess, að al- menningur hefur fremur lagt fé sitt í steinsteypu og bíla en til ávöxtunar í banka. Athygli fólks hefur beinzt að þessari staðreynd að undanförnu og nauðsyn þess að taka upp verðtrygg- ingu eða gefa vextina frjálsa verður stöðugt ljós- ari. Fólk gerir sér nú grein fyrir því, að lágir vextir eru fyrst og fremst í þágu verðbólgubraskara og skuldakónga en háir vextir sem tryggja eðlilega ávöxt- un í verðbólgu, eru í hag almennings. Hins vegar hafa fjárfest- ingarlánasjóðir og ávöxtun þeirra fjármuna sem þar eru til ráðstöfunar lítið komið við sögu í þessum umræðum og er hlutur þeirra þó ekki síður mikil- vægur. Á verðbólgutímum, sem þeim er við nú búum við, er augljóst, að þegar fjárfestingarlánasjóðir bjóða fé á tiltölulega lágum vöxtum og aðeins að hluta verðtryggt leita atvinnu- fyrirtæki og einstaklingar eftir slíkum lánum og beina þeim í fjárfestingu, sem ekki er endilega hin hagkvæmasta og arðbær- asta, sem völ er á frá sjón- armiði þjóðfélagsins, en tryggir hins vegar öruggan verðbólgugróða. Til þess að koma í veg fyrir að fjár- festingarlánasjóðir lands- manna verði notaðir með þessum hætti og í því skyni að fjármagn þeirra beinist til raunverulegrar at- vinnuuppbyggingar, sem gefur af sér arð sem kemur þjóðarheildinni til góða er nauðsynlegt, að útlánakjör fjárfestingarlánasjóðanna verði með þeim hætti, að veróbólgubraskarar hafi engan hag af því að leita eftir lánum úr slíkum sjóð- um heldur beinist fjár- magn þeirra í arðbærar framkvæmdir í þágu at- vinnulífsins. Þá segja sum- ir, að atvinnuvegirnir geti ekki staðið undir hærri vöxtum eða meiri verð- tryggingu. En hvar stönd- um við, ef atvinnuvegirnir geta ekki staðið undir jákvæðri ávöxtun þess fjármagns, sem til þeirra er lagt? Er það virkilega svo, að íslenzk fyrirtæki geti ekki staðið undir öðr- um lánum en þeim sem bera neikvæða vexti m.ö.o. að þau verði að fá hluta peninganna að gjöf? Lánakjörin hljóta einnig að vera mikið umhugsun- arefni lífeyrissjóðunum í þessari verðbólgutíð. Líf- eyrissjóðirnir eru stofnað- ir með frjálsum samning- um launþega og atvinnu- rekenda, sem hafa samein- ast um að stjórna þeim. Lánakjör lífeyrisjóðanna eru nú þannig, að þau eru langt undir sannvirði. Hversu lengi geta þessir sjóðir staðið undir því að lána út fé með neikvæðum vöxtum? Auðvitað er eðli- legt, að lífeyrisjóðirnir láni fé út með jákvæðum vöxtum, þ.e. vöxtum, sem þýða, að lántakandinn greiði þá peninga, sem hann fékk lánaða á sama verðgildi og nokkra vexti að auki. Þá kann einhver að segja, að húsbyggjendur geti ekki staðið undir slík- um vaxtagreiðslum. Það er mesti misskilningur. Með eðlilegri ávöxtun fjármuna geta lífeyrissjóðirnir lánað húsbyggjendum meira fé og til lengri tíma og það kemur þeim mun betur en gjafalánin, sem nú eru veitt, sem eru auðvitað mun lægri og duga skemur en þau ella mundu gera. Samhliða vaxtamálum bankakerfisins er nauðsyn- legt að taka útlánakjör fjárfestingarlánasjóða og lífeyrissjóða til endur- skoðunar með það eðlilega og sjálfsagða markmið í huga, að lántakandi endur- greiði lán á sama verðgildi og hann fékk. Með slíkri ávöxtun fjármuna safnast meira sparifé fyrir í land- inu, meira verður því til ráðstöfunar og möguleiki á að veita lán til lengri tíma en nú er. Það verður báð- um aðilum til hagsbóta, þeim sem leggja peningana fram og hinum, sem fá þá að láni. Sigur blasir við Korchnoi SJÖUNDA skákin I einvigi þeirra Korchnois og Spasskys i Belgrad var tefld i gær. Er skákin fór i bið var þaS samhljóða álit allra skák- skýrenda að staSa Korchnois væri unnin. Ef svo fer sem horfir og Korchnoi vinnur biðskákina hefur hann náð þriggja vinninga forskoti i einviginu, en sem stendur er staðan 4 — 2 honum i vil. Sá sem verður fyrri til að hljóta tiu og hálfan vinning telst sigurvegari i einviginu. en reiknað er með að i einviginu verði tefldar tuttugu skákir. Korchnoi sem hafði hvitt i skák- inni i gær beitti enskum leik að vanda. en nú brá Spassky út af vana sinum og upp kom hið hefð- bundna Tartakover afbrigði af Drottningarbragði. Korchnoi kom með nýjung þegar i tólfta leik og reyndist vel undir það búinn að mæta þessu afbrigði. enda hefur Spassky margoft notað það áður. Spassky urðu siðan á slæm mistök i 18. leik og náði Korchnoi við það yfirburðastöðu Spassky reyndi að flækja taflið i örvæntingu, en allt kom fyrir ekki. Korchnoi vann peð og er skákin fór i bið var allt útlit fyrir að hann ætti sigurinn visan. Að Korchnoi skuli hafa forystu i einviginu kemur liklega engum á óvart, en að yfirburðir hans yrðu svona miklir áttu áreiðanlega fæstir von á. Hann hefur til þessa aldrei verið nálægt þvi að lenda i taphættu, en Spassky hefur hins vegar margsinnis sloppið með skrekkinn. Allt útlit er þvi fyrir að Korchnoi fari með sigur af hólmi i einviginu og mæti Karpov á næsta ári i einvigi um heimsmeistaratitil- inn. Það einvigi fýsir áreiðanlega marga að sjá. ekki aðeins skák- menn, heldur einnig áhugamenn um samskipti austurs og vesturs. þvi að á siðasta ári sá Korchnoi sig knúinn til þess að biðja um hæli sem pólitiskur flóttamaður i Hol- landi, en varð að skilja fjölskyldu sina eftir i Leningrad þar sem hann var áður búsettur. Sigur yfir Spassky i þessu ein- vigi verður honum þvi áreiðanlega kærkominn. og hann leggur allt i sölurnar fyrir að sá draumur megi rætast. Hvitt: Viktor Korchnoi Svart: Boris Spassky Drottningarbragð 1. c4 — e6 (Fram að þessu hefur Spassky ætíð svarað enskum leik Korchnois með 1 c5, en nú þreifar hann fyrir sér á öðrum vigstöðvum í einvíginu við Fischer 1 972 svaraði Spassky 1 c4 tvivegis með e6) 2. Rc3 — d5. 3. d4 — Be7 (Margir stórmeistarar taka þennan leik fram yfir 3 Rf6 vegna þess að nú verður hvitur strax að ákveða hvar hann ætlar að hafa kóngsridd- ara sinn) 4 Rf3 — Rf6, 5. Bg5 — 0-0. 6. e3 — h6, 7. Bh4 — b6 (Spassky dustar hér rykið af vopni sem oft hefur komið honum vel gegnum ártn, Tartakover-afbrigðinu Hann beitti þvi t.d. i einvtgjum sín- um við Fischer 1972 og Karpov Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON 1974 Að visu með slökum árangri í bæði skiptin) 8. Hc1 (8 Bxf6 er reyndar algengast, en Korchnoi sýnir með næstu leikjum sínum að hann er vel undir það búinn að mæta Tartakover- afbrigðinu) Bb7. 9. Bxf6 — Bxf6. 10. cxd5 — exd5, 11. b4! 7 (Þessi leikur mun ekki hafa birst áður í tefldri skák, en Hort stingur upp á honum i alfræðibókinni um skákbyrjanir Hann virðist síst lakari en 1 1 Be2, sem oftast er leikið i þessari stöðu) c6, 12. Be2 — Rd7. 13. 0 0 — a5 (Spassky gat auðvitað ekki sætt sig við hina þröngu stöðu sem svartur fær eftir 1 3 a6, 14. a4 — He8, 15 Db3!) 14. b5! — c5 (Eftir 14 , . . cxb5, 15. Rxb5 liggur hið staka peð svarts á d5 mjög vel við höggi.auk þess sem lið hans vinnur illa saman) 15. dxc5 — Rxc5, 16. Rd4 — Dd6 (16 He8 gekk t.d. ekki vegna 17 Rc6 og hvitur stendur þvi sem næst til vinnings) 17. Bg4 — Hfd8. 18. He1 — Re6? (Yfirsjón Mun betra var 18 g6 og svarta staðan er ekki teljandi lakari) 19. Bxe6 — fxe6 20. Rc6! Bxc6 (Þvingað Hvítur vinnur peð eftir 20. Hd7, 21 Ra4 — Bd8, 22 Dd4 og eftir 20 . . . Hdc8, 2 1 Ra4 — Dc7, 22 e4 stendur hann mun betur) 21. bxc6 — Bxc3 (Hvitur vinnur peðið til baka með yfirburðastöðu eftir 21 Dxc6, 22. Re4 — Dd7, 23 Rxf6+ — gxf6, 24 Dg4+ — Kh8, 25 Dd4 Svartur yrði þvi að leika 24 Kf7, en þá hefur hvitur góða sóknarmöguleika eftir 25 Dh4 — Hh8, 26 Dh5 + — Kg7. 27 e4) 22. Hxc3 — Hac8. 23. Dc2 — e5! ? (á auðsjáanlega i miklum erfiðleik- um eftir 23 Svartur reynir að ná mótspili í stað þess að bíða átekta með þrönga stöðu eftir 23 . . Hc7, 24 Hb1 — Hb8, 25. a4 Petrosjan hefði vafa- laust valið þann kost, en Spassky fellurekki slikur leikmáti) 24. c7 — Hd7, 25. Hc1 — d4, 26. Hc6 — Dd5, 27. Db1! — d3 (Svartur hefur einfaldlega slæma stöðu án nokkurs mótspils eftir 2 7 . . . dxe3, 28. fxe3, þvi að ekki gengur 28 . Dd2 vegna 29. Dxb6) 28. Dxb6 — d2, 29. Hdl — Dxa2 (Spassky hefur vissulega tekist sú ætlun sin að flækja taflið, en sá er galli á gjöf Njarðar að i slikum stöðum nýtur Korchnoi sín best) 30. h3! (Snjall leikur sem felur i sér hróks- fórn 30 Db8 gekk ekki vegna 30 Hdxc7) Da4, 31. Hxd2 — Hxd2, 32 Db7 — Hdd8 (32. Dxc6 gekk auðvitað ekki vegna 33. Dxc8+ og hvort sem að svartur leikur nú 32. Kh7 eða 32. . Kf7 svarar hvitur með 33. Df5+ og vekur i næsta leik upp drottningu) 33. cxd8D — Hxd8, 34. Hc7 — Da1 +, 35. Kh2 — e4 (Eina vörnin) 36. Dxe4 — Df6. 37. f4 — Df8, 38. Ha7 — Dc5. 39. Db7 — Dc3, 40. De7 — Hf8, 41 e4! — Dd4 (Svartur verður mát eftir 41 41 Hxf4, 42 e5) Hér fór skákin í bið, Staða Korchn- ois verður að teljast unnin Biðskák- in verður tefld i dag, en áttunda skák einvígisins á mánudaq Staða Korchnois verður að teljast unnin Biðskákin verður tefld i dag, en áttunda skák einvígisins á mánu- dag Tvö ný skautasvell i Hafnarfirði A FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarð- ar 1. desember s.l. var Iökó fram sreinargerð íþrótfafulltrúa dag- sett 23. nóvember s.l. um skauta- svell f Hafnarfirði, þar sem gerð er tillaga um ný svæði fyrir skautasvell. á Hvaleyrarholti og við Engidalsskóla, auk ábendinga um viðhald svella á þessum stöð- um og á Hörðuvöllum. Bæjarráð fiéllst á hugmyndir íþróttafulltrúa og telur þær i sam- ræmi við framkomin sjónarmið í SkipulagsfuUtrúi í Hafnarfirdi? MEIRIHLUTI hæjarráðs Hafnar- fjarðar, Árni G. Finnsson og Árni Gunnlaugsson, hafa samþykkt að leggja eftirfarandi til við bæjar- stjórn: „Bæjarstjórn samþykkir að stofna starf skipulagsfulltrúa. bæjarstjórn um þetta efni. Bæjar- ráð-fól jafnframt bæjarverkfræð- ingi að hrinda þessum tillögum þegar í framkvæmd. Þá felur bæjarráð bæjarverkfræðingi að láta gera tillögur um hreinlætis- aðstöðu við skautasvæði. Skipulagsfulltrúi skal vinna á vegum bæjarráðs að skipulags- málum. mannvirkjateikningum og skyldum verkum í samvinnu við skipulagsnefnd og bæjarverk- fræðing." Um laun og starfskjör er áætlað að farið verði eftir samningum við Starfsmannafélags Hafnar- fjarðarkaupstaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.