Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 27 Friðrik Sophusson lögfræðingur: ir augum. .. . Grundvöllur Sjálfstæðisstefnunnar er sá, aö vegna þess hve hagsmunir þjóö- félagsstéttanna eru i raun og veru samofnir, hljóti þær að lokum að eiga allar samleið. Þess vegna er eift af meginkjör- orðum Sjálfstæðisstefnunnar: Stétt með stétt". (Ur Kjósand- inn, Stjórnmálin og valdið, 1965). 1 frásögn Mbl. af sjónvarps- viðtali við forsætisráðherra í Kastljósi 25. nóvember segir m.a.: .....Samanlögð atkvæði réðu þannig röðinni, en það skipti raunar höfuðmáli. að áttunda sætið væri ákaflega mikilvægt sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins i Reykja- vik, það væri baráttusæti. Sjálf- í tilefni Reykiavíkurbréfs Undanfat nar vikur hafa ýms- ir rætt og ritað um niðurstöður í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins, og komið hafa fram mis- munandi skoðanir á því, hvernig túlka beri úrslitin. Slík opin umræða er æskileg, ekki slzt, ef hún er til þess fallin að bæta úr ágöllum með skynsam- legum tillögum. Að sjálfsögðu reyna and- stæðingar flokksins að gera úr- slitin tortryggileg. Þannig hefur t.d. Þjóðviljinn þrástagazt á því, að undir- ritaðúr hafi notið fjárstuðnings svissneska „auðhringsins Alusuisse". Forsendan er sú, að undirritaður er starfsmaður Stjórnunarfélags Islands. en Ragnar S. Halldórsson formaður SFI er forstjóri ISAL! Á sama hátt mætti draga þá ályktun, aö Ásmundur Stefánsson hagfræðingur sé sérlegur fulltrúi Alusuisse hjá Alþýðusambandi Islands, en hann var til skamms tíma fræðslustjóri SFL Slíkar fjar- stæðukenningar er hægt að bera á borð fyrir lesendur Þjóð- viljans, enda væri eitthvað að í þeim herbúðum, ef þeir létu af lýginni. Fyrir ritstjóra þess blaðs er það kappsmál að koma óorði á prófkjör af þeirri ein- földu ástæðu, að Alþýöubanda- lagið kærir sig ekkert um, að almennir kjósendur hafi áhrif á framboðslista. Þeir eiga bara að þegja og þiggja það, sem að þeim er rétt. En nú hafa þau tíðindi gerzt, að ritstjóri Þjóðviljans hefur eignazt bandamann á Morgun- blaðinu. I sjálfu sér væri það ekkert tiltökumál, ef viðkomandi þekkti ekkert til þessara mála og gæti skákað i skjóli þekkingarskortsins. Því er þó ekki fyrir að fara, enda er hér um að ræða höfund Reykja- víkurbréfs, sem s.I. sunnudag skrifar sjii dálka grein um próf- kjörin og finnur frambjóðend- um ýmislegt til foráttu vegna baráttuaðferða þeirra. Sú var tíðin, að Reykjavíkurbréf og skoðanir, sem þar voru birtar, voru taldar tengdar forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Þótt sá tími sé liðinn, og þetta Reykjavlkurbréf sé ekki ritað með vitund forystumanna flokksins, er stundum tekið mark á höfundi bréfanna. Þess vegna er eðlilegt, að fjallað sé um þær furðulegu hugmyndir, sem birtust í bréfinu sl. sunnu- dag. I þessari grein verður vikið að sumum þeim atriðum, sem koma fram í bréfinu. Af mörgu er að taka og sumir þætt- ir verða að bíða betri tíma. Ýmsir háfa leitt getum aö þvi, hver sé tilgangur skrifa bréfshöfundar, og fleiri furðu- skrifa Morgunblaðsins að und- anförnu. Helztu getgáturnar eru þær, að i fyrsta lagi séu ritstjórar blaðsins að reyna að „leiðrétta" þá útkomu, sem kom i Ijós, þegaf tæplega 10.000 kjósendur greiddu atkvæði í prófkjörinu. I öðru lagi sé verið að reyna að gera árangur þeirra, sem hlutu góða kosningu grunsantlega og kasta rýrð á þá. Og í þriðja lagi séu þessi skrif tilraun til yfirklórs yfir þá staðreynd, að Morgun- blaðið stýrir ekki almennings- álitinu að sama skapi og rit- stjórarnir hafa talið sér trú um. I.aunþegar á framboðslistum Eftir að hafa fjallað almennt um prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins og úrslit þess, ræðir höfundur Reykjavíkurbréfs um styrk þess lista, sem kom út úr prófkjörinu. Höfundur fer ekki dult með þá skoðun sina, að listinn sé veikari en ella vegna þess, að Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðs- son lentu i 7. og 8. sæti. Þessi niðurstaða höfundarins sætir furðu af þeirri einföldu ástæðu, að í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 8 menn kjörna af framboðslistanum í Reykjavík. Að áliti þess, sem þessi orð ritar, er því óþarfi að gera litið úr árangri þessara manna, sem hafa unniö mjög gott starf innan verkalýðs- hreyfingarinnar og á vegum Sjálfstæðisflokksins innan þings og utan. Það er hins vegar alvörumál, þegar höfundur Reykjavíkur- bréfs gerir því skóna, að listinn geti ekki náð til þeirra kjós- enda t'lokksins, sem ekki tóku þátt i prófkjörinu. I þessu sambandi er ástæða til að rifja upp eftirfarandi staðreyndir: 1. Á lista flokksins 1974 voru áðurgreindir fulltrúar í 5. og 8. sæti óg hlutu báðir kosningu. 2. Arið 1971 var Pétur Sig- urðsson í 5. sæti og var eini „launþeginn" i 15 efstu sætum flokksins. 3. Árið 1967 var Pétur Sig- urðsson í 5. sæti og eini „laun- þeginn" í 12 efstu sætunum. Samt var ekkert prófkjör. 4. Árið 1963 var Pétur Sig- urðsson í 5. sæti og eini „laun- þeginn" í 12 efstu sætunum. Frarqboðið studdist ekki við prófkjör. Á grundvelli þessara upplýsinga er augljóst, að Morgunblaðið ályktar grunn- færnislega, því aö hlutur laun- þegafulltrúanna er sizt verri nú og mun betri en oftast áður í þeim sætum, sem gefa von um þingsæti í Reykjavík. Þessu til viðbótar er rétt að benda á, að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru fulltrúar allra stétta burtséð frá menntun sinni og fyrri störfum enda leiðir það af eðli flokksins og sérkennum Sjálf- stæðisstefnunnar. Þetta orðar Geir Hallgrímsson þannig: „Það er eitt af sérkennum Sjálfstæðisstefnunnar, að hún hefur hagsmuni allra stétta fyr- stæðisflokkurinn hefði átta þingmenn úr Reykjavík á þingi nú og hann vænti þess að Pétur Sigurðsson yrði kjörinn á þing sem fulltrúi sjómanna og sem fulltrúi launþega, en fyrst og fremst sem fulltrúi Sjálfstæðis- manna. . . . Jafnframt sagöi for- sætisráðherra, að allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins myndu vinna með hagsmuni þjóðarheildar fyrir augum, en ekki einstakra stétta". (Ur Morgunblaðinu 26. nóv. 1977). Hér kveður við annan tón en uppgjafartön Re.vkjavikur- bréfs. Spyrja má Mbl. fyrir hvaða stétt Geir Hallgrímsson sé full- trúi eða Albert eða Ellert Sehram. Hvort er Eyjólfur Konráð fulltrúi bænda eða sjó- manna í Noröurlandakjördæmi vestra? Er Friðjón Þórðarson fulltrúi sýslumanna í Vestur- landskjördæmi? Svarið liggur í augúm uppi: Ailir þessir aðilar eru fulltrúar sinna kjósenda úr öllum stéttum bæði atvinnu- rekenda og launþega. Full ástæða er til að vióur- kenna, að árangur þingmanna í prófkjörinu var góður. Þeir fengu allir kosningu í sæti, sem gáfu þingsetu i síðustu kosningum. Aö sjálfsögðu höfðu þeir forskot miðað við aöra þátttakendur í prófkjör- inu og nutu starfa sinna á þingi. Slíkt er ofur eðlilegt, og enginn sér athugavert við það. Hitt er svo annað mál, að margoft hefur verið reynt að skýra, hvers vegna forvígis- menn verkalýðshreyfingarinn- ar hafa sumir hverjir ekki náð góðum árangri i prófkosning- um stjórnmálaflokka og er þá ekki átt við Sjálfstæöisflokk- inn. Ein tilgátan er sú, að þeir hafi svo mikil völd utan þings- ins, að almenningi þyki nóg um. Hugleiðingar og bollaleggingar um þetta eru efni í sérstakar umræður og eru kannski verðugt verkefni fyrir ritsljóra dagblaða. Aðalatriði málsins er, að með sameiginlegri baráttu geta frambjóðendur, flokksmenn og málgögn Sjálfstæðisflokksins unnið að sigri flokksins í næstu kosningum og þar með tryggt 8 sæti í Reykjavik. Baráttuaðferðir og amerísk tækni I títtnefndu Reykjavíkur- bréfi fjallar höfundur um bar- áttuaðferðir í prófkjöri undir fyrirsögnunum „Anterísk tækni r.vður sér til rúms" og „Hvað kostar þetta og hvaðan kemur fjármagnið?" Þessir kaflar eru skrifaðir með þeim endemum, að Þjóðviljinn endurprentaði þá athuga- semda- og útúrsnúningalaust, enda er forysta Alþýðubanda- lagsins á móti prófkosningum. Höfundur bréfsins segir, „Að til séu tvær formúlur um það. hvernig tryggja eigi mönnuni kosningu til þings í próf- kjörinu". Önnur er sú, að fram- bjóðandinn hafi.átt þess kost að koma fram í sjónvarpi í nokkur misseri eöa hafa skrifaö grein- ar reglulega í blöð, þannig að nafn hans og andlit komi kunnuglega fyrir sjönir. Hin leiðin er að setja upp full- komna og vel smurða kosninga- vél með tilheyrandi fundar- höldum, dreifiritum, símhríng- ingum og öðrum umsvifum — jafnvel launuöum starfs- mönnum. Þær aöferðir sem nefndar eru í formúlum þessum eru alþekktar i kosningum hér á landi og sýnast ekki ameriskari en flest annað. Reyndar ber enginn á nróti því, að talsiminn er amerísk tækni, en hann er ekki nýr af nálinni. B réf shöf undu r n ef n i r Vilmund Gylfason, Eið Guðna- son og Arna Gunnarsson sem dænri um „sjónvarpsmenn". Nefna má til viðbólar Hinrik Bjarnason, Harald Blöndal og Elínu Pálmadóttur. Tveir af ofangreindum sex eru i „örugg- um sætum". Sem fasta blaöa- greinahöfunda má einnig nefna: Vilntund Gylfason. Elínu Pálmadótlur og Harald Blöndal. Ekki sannar þessi upp- talning regluna heldur. Víkjum þá að „umsvifamönn- unum". I þessum flokki má nefna Elínu Pálmadöttur. Ernu Ragnarsdóttur. undirritaðan, Geir Andersen. Geirþrúði Bern- höft, Guðlaug Bergmann, Hin- rik Bjarnason, Jónas Bjarnason og Konráð Ádolphsson. Enn- fremur er vitað, að allir þing menn gerðu meiri eða minni ráðstafanir, ef frá eru skildir ráðherrarnir. Þessi upptalning afsannar enn formúlu- kenningar Reykjavíkurbréfs höfundar um það, „hvernij: tryggja eigi mönnum kosningu til þings i prófkjörinu". Það er hins vegar hárrétt að Framhald á bls. 22. SAKAMÁL1081 í bókinni lýsir þýski rannsóknar- lögreglumaöurinn Karl Schutz dularfullu sakamáli — og hvernig 100 rannsóknarlögreglumenn undirforystu hans unnu mánuðumsaman aö lausn þess. SETBERG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.