Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 5 Síðasti dagskráliðurinn í kvöld er skemmtiþáttur Dick Cavetts. Dick Cavett er vinsæll mjög í Banda- ríkjunumm, en hann er lengi búinn að vera með skemmtiþætti þar. I þætt- inum í kvöld ræðir hann við kynskiptinginn Jan Morris, en Jan þessi hét áður James og var kunnur blaðamaður. Meðal gesta í Stundinni okkar í dag eru nokkrir nemendur úr Tónmennta- skóla Reykjavíkur, sem áður hét Barnamúsíkskól- inn. Hér eru Judth Franz- isca Ketilsdóttir 4 ára og Magnús Einarsson 9 ára. r- Islenzk tónlist í MIÐDEGISTÓNLEIK- UM á morgun, mánudag, verður eingöngu leikin ís- lenzk tónlist. — Fyrst syngur Ólafur Þorsteinn Jónsson lög eftir Markús Kristjansson við undirleik Árna Kristjáns- sonar. Þá verða leikin tón- verk eftir Árna Björnsson, f jögur íslenzk þjóðlög fyrir flautu og píanó, sem Karla- kór Keflavíkur syngur. Stjórnandi kórsins er Her- bert H. Ágústsson, ein- söngvari Haukur Þórðar- son og Ásgeir Beinteinsson leikur á píanó. Að endingu leikur Sinfóníuhljómsveit íslands ,,Sogið“, forleik eftir Skúla Halldórsson, undir stjórn Páls P. Pálssonar. Matthías Johannessen Sverrir Haraldsson Glæsileg listaverkabók Sverrir Haraldsson er óumdeilanlega einn fremsti myndlistamaður þjóðarinnar. Hver sýning hans telst til viðburðar, sem og útkoma þessarar bókar hlýtur einnig að vera. Hún er prýdd 158 myndum, þar af er helmingur stórar litmyndir, sem gefa góða yfirsýn yfir fjölþættan listferil Sverris. Bókin um Sverri Haraldsson listmálara iðar af lífi og fjöri. Frásögn Sverris, sem Matthías Johannessen skáld hefur skráð er litrík, full af blæbrigðum og fínum tónum um lífið og listina. í bókinni um Sverri eru ekki einungis sýnd mörg helstu verk þessa frábæra listamanns, heldur er bókin einnig bráðskemmtileg aflestrar, svo sem fyrri bækur Matthíasar. Textinn er bæði á íslensku og ensku. Bókin um Sverri er fegursta gjöfm til vina heima og erlendis. Bókin verður meöal annars til sölu á heimili listamannsins að llulduhólum í Mosfellssveit, sunnudaginn 18. desember frákl. 13.00—19.00 og mun hann þá árita seld eintök. Söluumboð: Bókaútgáfan Hildur Auðbrekku 63 Símar 44300 43880

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.