Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 12
12 1 tilefni 75 ára afmælis Halldórs Laxness í apríl í fyrra kom út á þýzku Skáldatími, en bók þessa sendi höfundur frá sér 1963. Ber þýzka útgáfan heitiö „Zeit zu schreiben“ og er sefin út af Nymphenbur- gerforlaginu í Múnehen. Þýöinguna geröi Jón Laxdal og skrifar Rolf Hádrich, sá er kvikmyndaói Brekkukotsannál, eftirmála. Morgunblaðinu hafa borizt nokkur ummæli gagn- rýnenda við blöð í þýzkumælandi löndum Evrópu í tilefni af útgáfunni og eru þau yfirleitt vinsamleg. Fram kemur í máli flestra óánægja með tafir sem orðið hafa á útkomu verka.Halldórs Laxness á þýzkri tungu. Þannig segir t.d. Gustav Huonker (Tages An- zeiger, 20. maí 1977) í grein er hann nefnir „Laxness: stórskáld smáþjóðar": „ísland er langt í burtu eins og marka má af því að þegar hann hlaut Nóbelsverðlaun- in voru skáldsögur hans í besta falli þekktar af laumulegri afspurn hérlendis. Eitt helzta verk hans, Brekkukotsannáll, hefur þó verið kynnt almenningi síðan í sjónvarpsgerð Holfs Hádrichs. En um fjarlægð íslands má einnig dæma með hliðsjón af þeirri stað- reynd að oft líður áratugur frá því að höfundurinn sendir frá sér bók þar til þýzk þýðing hennar liggur fyrir. Í þvi úiíeiii sé.T, ílér ræöír voru það 13 ár...“ I greininni segir höfundur ennfremur: „Nú hefur okkur einnig hlotnast þessi nauma birgðaskrá rithöf- undar eins og Laxness orðar það af töluvert meiri hógværð en efni standa til. Því það sem þetta mikla skáld smáþjóðar, þessi einförli ástríðumaður, óþreyt- andi sagnaþulur og skarpskyggni athugandi, sem gagnrýnir sjálfan sig jafn afdráttarlaust og aðra, legg- ur á borð fyrir okkur í formi ævisöguuppdrátta er eitthvert mergjaðasta, spaklegasta, áreitnasta og líf- legasta dæmi bókmenntagreinar er hefur verið mín uppáhaldslesning um fjörutíu ára skeið." Huonker segir að í bók sinni fjalli Laxness m.a. um ýmsa viðburði á miðju æviskeiði sínu. En um „ná- kvæma tímaröðun hirðir Laxness ekkert. Hann rótar i gömlum minnissneplum, blaðaúrklippum og reikning- um og setur siðan af stað samtengjandi minnisstarf- semi sem, þegar svo ber undir, sprengir af sér ramma naumrar birgðaskrár og tekur á sig mynd biturrar ádeilu, nokkurs konar smásagna, sönnu^tu meístara- verka í skýrleika sínum. En til birgðaskrárinnar heyra að sjálfsögðu einnig frásögur af vinnustað. Ekki svo að skilja að hér sé um að ræða einhvers konar sjálfbyrg- ingslegt rithöfundarfjas, því í þessum frásögnum bregður einnig fyrir litríki og óheftu lífsfjöri auk kaldhæðni í eigin garð þegar út af ber.“ Þá segir einnig að Laxness sé meistari í að bregða upp svipmyndum úr ævi manna og kynnist lesandinn margri frægri persónunni úr samtímanum því Lax- ness hafi mætt ófáum þeirra á ferðum sínum. Bætir hann við að Laxness sé ekkert feiminn við að láta gamminn geysa og Þótt hann stundum fari út af sporinu með hálfkæringslegum fullyrðingum eða óskammfeilnu taumleysi sé ekki ástæða til að áfellast hann, þar eð hann hlífi sjálfum sér ekki heldur. Þessi endurminningabók segir gagnrýnandinn að sé eins og fram komi í eftirmála Hádrichs „fágæt bók fágæts manns, er komið hefur auga á fyrri mistök sín, kannast við þau og er líka reiðubúinn að gera enn önnur“. HVENÆR FAÚM VIÐ GUÐSGJAFAÞULU? Anni Carlsson (Der Tagesspiegel, Berlín, 9.1. ’77) í grein með nafninu „Æviskýrsla stórbrotins Islend- ings“ segir að Kippenberg hafi 1932, fyrstur útlendra samningsaðila, fengið réttinn að útgáfu Sölku Völku, en hann hafi aldrei orðið að veruleika sökum valda- töku Hitlefs. Hafi bækur Laxness verið forboðnir ávextir í Þriðja rikinu og á svæðum undirgefnum nasistum. Við. skiptingu Þýzkalands eftir stríð hafi ekki verið bætt úr ástandinu fyrir Laxness og — að því er lesendur hans telji —ómissandi bókum hans. Njóti nú Aufbau-forlagið i A-Þýzkalandi starfskrafta Bruno Kress og hafi þýðíngar hans einnig birzt í V-Þýzkalandi, en allt of seint. Hvenær fáum við frá- sögnina stórkostlegu af síldinni, Guðsgjafaþulu? spyr greinarhöfundur. Þýzk gerð Skáidatíma eftir Jón Lax- dal íeikara, segir hann að komi upp um útlendinginn, þótt hún sé annars vissulega þakkarverð. Sýni þetta vandkvæðin á því að hafa uppi á góðum þýðendum er þýtt geti af íslenzku á þýzku. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 Halldór Laxness MANNS" Um bókina segir Carlsson: „Halldór Laxness, Islend- ingur, heimsborgari, einn mikilvægasti rithöfundur samtimans, segir hér frá þroskaárum sínum 1923 — 1938. Laxness, sonur og erfingi sæbarinna kletta- stranda eins og margar söguhetjur hans af bændaætt- um, hefur rúm til að stinga olnboga við tímunum og gefur það þörfinni til að sjá sig um í heiminum tileinkunnarkraftinn. Sem staðgengill „ultima Thule“ heimsmenningarinnar skipar skáldskapur hans sér við hlið Islendingasagnanna." Síðar segir Carlsson að lesning höfunda eins og Sinclair Lewis og Upton Sinclair hafi styrkt hann i ásetningi sínum að verða þjóðfélagslegur rithöfundur. 1932 hafi ahnn heimsótt Leningrad í von um að sækja í sig siðferðisþrek nýs þjóðskipulags, er myndað gæti varnargarð gegn þursadeildum Hitlers og Mussólinís. Það sem aftur á móti hafi orðið á vegi hans hafi verið örbirgð, er nefndi sig sósíalisma og var sú ömurlegri en hann hafði áður getað ímyndað sér. BYRJAR A AÐ BREYTA SJALFUM SÉR I ummælum Hans Bender (Kölner Stadt-Anzeiger, 22.4. ’77) segir að þegar valinn hafi verið Nóbelshafi í bókmenntum 1955 hafi 50 nöfn legið fyrir nefndinni, er kvað upp úrskurðinn. Hafi þar á meðal verið fræg nöfn eins og Paul Claudel, Albert Camus, Ezra Pound, Aldous Huxley, Giuseppe Ungaretti og Giorgos Se- feris, en sigurvegarinn hafi verið Halldór Laxness. Var hann valinn eins og sagði í úrskurðinum „fyrir sína myndrænu epík, er endurnýjað hefur hina miklu hefð íslenzkra bókmennta". Með hliðsjón af þeim verkum. er þá höfðu gert Halldói frægan, gat enginn vafi leikið á, segir Bender, hvar hann hafði kosið að skipa sér í á bekk; með sósíalisma gegn kapítalisma, með sjálfstæði heimalands sins gegn kúgurum og setuliði, með fábrotnu lífi i skauti náttúrunnar gegn menningunni, iðnvæðingunni, spillingunni og ístöðu- leysi af hvaða tagi sem er. Hann bendir á að tveimur árum áður hafi Laxness verið sæmdur æðstu viður- kenningu Sovétríkjanna á þeim tíma, hinum alþjóð- legu Lenin-friðarverðlaunum. „Var Laxness launað fyrir samstöðu sina með sósíalismanum og Sovétrikj- unum, eins og hann hafði lýst þeim í bók sinni „Gerska ævintýrið“.“ Umsagnir Þjóóverja um Skáldatíma En siðan Nóbelsverðlaunaveiting þessi fór fram, segir Bender, eru meira en tuttugu ár liðin. „Laxness er nú orðinn rólegri og ráðsettari” eins og Bender kemst að orði og hefur hann birt fleiri skáldsögur eftir 1955, auk frásagna, ævintýra, ljóða, ritgerða, leikrita og skopleikja. 1 lok greinarinnar kemur fram að í eftirmála ræði Hádrieh um Laxness sem „einfara" og „stjórnleysingja" i þeim skilningi að i viðleitni sinni til að breyta heiminum byrji hann á sjálfum sér. AÐ SKRIFA EKKI AÐEINS ORÐANNA VEGNA „Þegar ég hafði lokið 15 síðum bókarinnar lagði ég hana frá mér eilitið vonsvikinn“ segir Peter Blasten- brei í Mannheimer Morgen (18.4. ’77), en til að bregðast ekki skyldum sinum sem bókmenntagagn- rýnandi segist hann þó hafa tekið sér bókina aftur í hönd. „Til allrar hamingju" bætir hann við. „Halldór Laxness, sem er eini íslenzki rithöfundur- inn sem getið hefur sér orð i Þýzkalandi, veitir hverj- um þeim hart viðnám, er hyggst draga hann í bók- menntalegan eða annars konar dilk.“ Segir Blasten- brei að þar fyrir utan hafi rithöfundurinn, er hreppti Nóbelsverðlaunin 1955 og hafi auk þess verið sæmdur fjölda annarra bókmenntalegra viðurkenninga, allt sitt líf varðveitt sína ómældu heiðvirði og næmt auga fyrir sannleikanum. „Laxness og verk hans eru á fleiri en einn veg bundin heiðarleika og falsleysi þvi, sem fyrir hugarsjónum okkar er ætið á einhvern hátt manngert í bændum ættlands hans milli elds og sjáv- ar“. „Heilluð" segir greinarhöfundur um Skáldatíma „verðum við vitni að þvi hvernig rithöfundur verður til. Kemur á daginn að það er þá ekki fyrir neina rómantíska hugljómun eða æðri innblástur heldur er um að ræða seiga og hálfpart óviljaða framvindu". Eftir óvænt byrjendaverk á miðjum þrítugsaldri hafi rithöfundurinn þó getað haldið til Bandaríkjanna með frið í sálu og látið bökmenntir vera um sinn. Fyrst og endanlega hafi hann orðið að „skáldi" á fertugsaldri fyrir áhrif nokkurra terðalaga til "hinna nýsíotnuöu Sovétríkja. Hafi það verið bæði af þeim sökum og eins vegna vinsamlegrar afstöðu sinnar til hins nýja stjórn- kerfis að honum hafi oft verið skipað á bekk með kommúnistum, ef ekki stalínistum, i umfjöllunum um Nóbelsverðlaunaveitinguna 1955. LÍTILMAGNINN A HUG HANS OG HJARTA Kurt Lothar Tank (Hannoverische Allgemeine Zeit- ung, 2.—3.4. ’77) vekur athygli á þeim ummælum Halldórs Laxness að sér hafi komið ýmislegt í heims- bókmenntunum öðru vísi fyrir sjónir en samtíma- mönnum hans, ekki sízt vegna þess að hann komi frá tslandi og sé menningarlega umlukinn meiri hafvið- áttu en flest annað fólk. Bendir Lothar Tank á að þetta sé einmitt sérkenni bókarinnar. Hann segir: „Hversu slitróttir og tilviljunarkenndir kaflar sjálfs- ævisögu þessarar kunna að koma fyrir, hversu ein- hliða og óbilgjarnir dómar Laxness kunna að vera um stórmenni og samtíð hans, eru þeir einlægt frumlegir og upprunalegir. Hugur hans og hjarta er með lítil- magnanum. Það var litilmagninn sem sá til þess að fátækur en áframgengur ungur maður, sem vildi verða mikill skáldsagnahöfundur, megnaði að brjóta á bak aftur þá hégilju að frá svo litilli eyju við nyrstu nöf gæti ekkert stórt og markvert komiö." TÓNNINN HREINI Í grein sinni „Atvik í lífi Stalínsverðlaunahafa” segist K.H. Kramberg sjaidan hafi hann lesið ævisögu skálds, er gæfi jafn ljósa mynd af köllun og kvöð rithöfundarins til að lifa sig inn í starf sitt. Til þess verði menn að hafa asklok fyrir himni að þeim vakni ekki þrá við lestur bókarinnar til að láta andann, sem hér sópi um meðal samtímamanna höfundar i ævi- sögubrotum hans, yfirstíga tímamörkin. Sá „hreini tónn“, er heimssöngvarinn í Brekkukotsannál frá sér numinn hafi sungið skáldi sínu sé í lífsmynd þessari aðeins sífelldur undirtónn stórbrotnun skáldsögum, í frásögn skáldsins Halldórs Laxness fá heyrnarlausir greint hann einnig" segir Kraberg. Lætur hann eins og fyrrgreindir gagnrýnendur í ljós undrun yfir að ýmsar tízkubókmenntir eigi greiðari aðgang að mörk- uð um Mið-Evrópu en einstök verk þessa heimsmanns úr norðri, er setji saman mikilfenglegar bókmenntir fyrir hóp 150.000 lesenda í heimalandi sínu. „Abyrgðarlaus FRAMSETNING“ Candida Kraus, er skrifar fyrir Die Presse í Vín (12.—13. mars), er hins veg'ar ekki jafn yfirmáta hrifin. „Ævisögn hans er kuldaleg, ópersónuleg og stundum subbuleg skýrsla líkari lífsjátningu af því tagi, er fólk væntir frá hendi sjötugs skálds“ segir hún og bendir á að þá aðeins sé vakinn áhugi lesandans þegar fjallað sé um smáatriði, erfitt sé að átta sig á viðara samhengi i þessari lýsingu harðlínusósíalistans, auk þess sem það reyni á þolrifin í fólki að höfundi beri aldrei saman við sjálfan sig. Segir hún að Halldór hafi fært sér í nyt öll kostaboð, hann hafi siðan 1929 verið þjóðskáld á ríkislaunum, nær alltaf á ferðum vitt og breitt um heiminn og hafi hitt marga af merkustu rithöfundum sins tíma, sem hann standi jafnfætis í frásagnastíl sínum, frásagnastíl er sjáist síður yfir staðreyndirnar en orsakirnar fyrir þeim. Reyni hann Framhald á bls. 18 BÚK FÁGÆTS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.