Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 25 Geirlaugur Árnason: Söngur Kirk ju- kórs Akraness í Morgunblaöinu 14. des. s.l. birtist gagnrýni, ef hægt er að kalla það því nafni, um söng Kirkjukórs Akraness. Greinarhöf- undur er aðaltónlistargagnrýn- andi Morgunblaðsins, Jón As- geirsson. Hann byrjar greinina með því að lýsa því yfir, að hann hafi því miður ekki getað hlýtt á nema hluta af efnisskránni sök- um þess, að hann hafi þurft að hlýða á aðra tónleika, sem fram fóru á sama tíma. Leggur hann til að þeir sem hyggi á hljómleika- hald í Reykjavík hafi samráð sín á milli, svo að ekki þurfi að koma til slíkra árekstra eins og s.l. sunnu- dag. Væri ekki tilvalið að Jón Asgeirsson tæki að sér að skipu- leggja allt ónleikahald í Reykja- vik, svo að tryggt væri að hann þyrfti ekki að vera svona eins og fló á skinni og þeysast á milli staða, fyrst að Morgunblaðið hef- ur ekki ráð á að hafa nema einn gagnrýnanda. Gagnrýni getur verið nauðsyn- lég, ef hún er byggð á réttsýni og sanngirni. Það snerti mig illa þeg- ar ég las þessa grein og mér fannst vera farið illa með vini mína úr minni gömlu heima- byggð. Ég átti þess kost að hlýða á þessa hljómleika frá upphafi til enda og er ég ekki á sömu skoðun og Jón, nema að litlu leyti. Kirkjukór Akraness er að leggja upp í söngferð til Israels og mun syngja þar um jólin. Það er vissulega mikill heiður sem kórn- um og söngstjóranum Hauki Guð- laugssyni er sýndur með þessu boði. Eftir því sem ég bezt veit er tilboðið ekki fólgið í þvi að kynna sérstaklega islenzk tónverk. Söng- skráin er byggð upp á allt öðrum forsendum. Það vakti i upphafi hljómleik- anna mikla athygli áheyrenda, þegar söngfólkið gekk einn á svið- ið, að kvenfólkið var klætt skín- andi fallegum kyrtlum í bláum lit, sem Katrín Agústsdóttir batik- listakona hefur gert. Karl- mennirnir voru klæddir dökkblá- um jökkum og ljósgráum buxum. Setti þetta mjög fallegan svip á hópinn. Þar sem búið er að nefna það neikvæða við þessa hljóm- leika, vildi ég gjarnan minnast á það, sem mér þótti jákvætt. Það er útaf fyrir sig mjög at- hyglisvert að hægt skuli vera að bjóða upp á svo góðan og fjöl- mennan kór frá stað, sem telur innan við 5000 íbúa. Með kórnum eru aðeins örfáar styrktarraddir. Hvernig er þetta framkvæman- legt? Það ver vegna þess að kórn- um stýrir mjög vel menntaður og hæfur söngstjóri. Hauk Guðlaugs- son söngmálastjóra er óþarft að kynna, hann er óefað einn af okk- ar beztu listamönnum. Undirleik- ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \l (.LVSIN<. \ SIMIW KK: 22480 ari með kórnum er frú Fríða Lárusdóttir. Skilaði hún hlut- verki sinu með mikilli prýði svo að hvergi skeikaði. Einsöngvarar með kórnum eru: Ágúst Guðmundson, Friðbjörn G. Jónsson, Agústa Agústsdóttir, Guðrún Tómasdóttir og Halldór Vilhelmsson. Guðrún Tómasdótt- ir söng einsöng i tveimur síðustu lögunum á efnisskránni. Fyrra lagið Stjarnan, eftir Pablo Casals úr óratóríunni E1 Pessebre. Lagið er mjög fallegt og hefur aldrei áður verið fluttt hér á landi. Enn- fremur skilaði hún sínu hlutverki mjög vel. Gjarnan hefði kórinn mátt syngja meira úr þessu fall- ega kórverki og sleppa sumum öðrum lögum í staðinn. Halldór Vilhelmsson söng ein- söng í öðru israelsku laganna, sem ekki hafa heyrst áður hér á landi. Einsöngshlutverkið er ekki stórt, en Halldór skilaði því vel. Hann hefði mátt hafa stærra hlut- verk svo góður einsöngvari sem hann er. 1 heild var söngur kórsins fág- aður og taktviss. Hljómur kórsins er ekki mikill af 60 manna kór að vera og hefði gjarnan mátt sýna meiri tilþrif. Það er líka að- finnsluvert hversu langur tími fer í að gefa kórnum tóninn, þeg- ar sungið er án undirleiks. Það á ekki að þurfa að slá byrjunartóna nema einu sinni fyrir söngvant fólk. Ég vil að endingu þakka kórn- um fyrir þessa hljómleika og óska honum góðrar ferðar til Landsins helga. Geirlaugur Árnason Hvað er betra en góður ilmur? Ilmvötn í gífurlegu úrvali Einnig gjafakassar og baðvörur ALDREI MEIRA ÚRVAL ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl AIGLYSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl ALGLYSIR I MORGlNBLAÐINt Nýr íslenzkur STEINLEIR Ný lína í kertastjökum Komið og sjáið nýja íslenzka steinleirinn katlar bollar könnur Opið ki. io—; Verið velkomin í Blómaval

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.