Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 2
liORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULt 1978 Lóðarúthlutunin við Sundahöfn: Borgarstjóm felldi sam- þykkt hafnarstjómar EINS og kunnugt er af fréttum þá hafa nokkrar deilur orðið í borg- arstjórn vegna tillögu um lóðarút- hlutun til Eimskipafélags Islands I Sundahöfn. Á fundi borgar- stjórnar 20. júlf var málinu frest- að en tekið fyrir á fundi borgar- stjórnar í gærkvöldi. Guðrún Helgadóttir kvaddi sér hljóðs og kvað borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins vera andvfga þvf að Eimskip fái umrædda lóð nú þar sem hún henti bezt undir viðlegu- kant og á slfku þurfi Eimskip ekki að halda sem stendur. Ekki væri þvf tfmabært að úthluta lóðinni Fyrstasalan íÞýzkalandi SKUTTOGARINN Jón Dan GK seldi 169 tonn af fsuðum fiski, mest þorski, í Bremerhaven f fyrradag. Fékk skipið 29 millj. kr. fyrir aflann og meðalverð á hvert kg. var kr. 171. 16 tonn af aflan- um taldist vera ónýtt eða seldist ekki. Verðið, sem Jón Dan fékk fyrir aflann, þykir alveg þokkalegt, þar sem aldrei hefur þótt gæfulegt að selja f Þýzkalandi yfir hásumarið, og auk þess hefur þorskurinn aldrei talizt með vinsælustu fisk- tegundum þar. fyrr en séð yrði fram á endanlega lausn á athafnasvæðum fyrir skipafélögin. Kvað Guðrún þessa afstöðu til komna eftir ftarlegar Þrír af sjö með loðnu ÞRÍR af þeim fjórum loðnubát- um, sem leyfi höfðu til loönuveiða f gærmorgun, héldu til hafnar f gær. Voru það Þórshamar með 450 lestir, Súlan með 400 iestir og Sæbjörg með 450 lestir. Loðnubræðsla hefur gengið mjög misjafnlega á landinu, bæði hefur gengið misjafnlega að ná loðnunni inn f verksmiðjurnar og eins kvarta verksmiðjustjórar undan mannfæð. Salaá tómötum og gúrk- um eykst „SALA á tómötum og gúrkum hefur aukizt mikið, frá því að verðið var lækkað og ég verð að segja að ég er reglulega ánægður með þann árangur, sem þegar hefur náðst,“ sagði Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna þeg- -ar Morgunblaðið ræddi við hann f gær. Hann bætti því við að tölur um söluaukninguna lægju ekki fyrir fyrr en eftir helgi. Innbrotið á ísafirði óupplýst ENN HEFUR ekki tekist að upplýsa innbrotið f hús Kaup- félags ísfirðinga um sfðustu helgi, en sem kunnugt er var stolið þaðan tveimur milljón- um króna. Strax eftir helgina voru tveir piltar handteknir en þeim var sleppt fljótlega. Að sögn rannsóknarlögreglu- manna, sem vinna að rannsókn málsins, kom fram við nánari rannsókn að þeir piltar, sem sést höfðu á ferð við kaupfé- 'lagshúsið á sunnudagsmorgun- inn, voru aðrir og sannaðist að þeir hefðu verið á leið til vinnu. Piltarnir tveir, sem handteknir höfðu verið, reynd- ust þvf ekki við málið riðnir, heldur höfðu þeir verið í fasta- svefni á heimilum sfnum um þetta leyti. Lögreglan á fsafirði hefur beðið blaðið um að biðja þá Isfirðinga, sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á aöfararnótt sunnudagsins og snemma á sunnudagsmorgun- inn við kaupfélagshúsið, aö hafa samband við lögregluna á Isafirði. viðræður við „vitra og reynda menn“ á þessu sviði. Albert Guð- mundsson harmaði afstöðu Al- þýðubandalagsins og sagði það kalda kveðju sem fulltrúi Alþýðu- bandalagsins f hafnarstjórn, Guð- mundur J. Guðmundsson, fengi frá borgarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins. Eimskip þyrfti nauðsynlega á svæðinu að halda vegna tilkomu nýrrar flutninga- tækni, þ.e. notkun stærri gáma en áður. Guðrún Helgadóttir sagði rétt, að einn af þeim reyndu mönnum sem hún hefði i huga væri Guðmundur J. Guðmunds- son en hún vildi taka fram, að hér væri einungis verið að fresta lóða- úthlutuninni þar til málin lægju ljósar fyrir. Ólafur B. Thors kvaðst ekki geta stutt úthlutunina núna eins og málin stæðu enda hefði hann gert grein fyrir þvf áður. Kristján Benediktsson sagð- ist ekki heldur geta stutt þessa úthlutun til Eimskips. Nafnakall fór fram um lóðaúthlutunina til Eimskips. Já sögðu: Albert Guð- mundsson, Birgir ísleifur Gunnarsson, Sigurður E. Guð- mundsson, Markús örn Antons- son, Páll Gfslason og Sjöfn Sigur- björnsdóttir. Nei sögðu: Þorbjörn Broddason, Adda Bára Sigfús- dóttir, Davfð Oddsson, Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Helgadótt- ir, Kristján Benediktsson, Magn- ús L. Sveinsson, Ólafur B. Thors og Sigurjón Pétursson. Tillaga um lóðaúthlutun til Eimskips var þvf felld. Guðmundur Þengilsson á heimili sfnu að Depluhólum 5. Rvk. „Það bítur ekkert á okkur verk- taka lengur 99 sagði skatthæsti maðurínn í Rvk.um skattana SKATTHÆSTl einstaklingur- inn f Reykjavfk er Guðmundur Þengilsson byggingaverktaki, en honum er gert að greiða kr. 43.843.384 f skatta. f tekjuskatt greiðir hann 13.377.955 kr. og f útsvar kr. 3.824.400. Á sfðasta ári var Guðmundur annar hæsti skattgreiðandinn f Reykjavfk, en hann hefur rekið fyrirtæki sitt f 14 ár. „Mér lfst illa á skattana" sagði Guðmundur þegar Mbl. ræddi við hann f gær. „Þeir eru langtum hærri en ég hafði búizt við.“ Guðmundur kvaðst sjálfur hafa áætlað um 30 milljónir sem algjört hámark á sköttum sfnum f ár, en hann kvaðst vera ýmsu vanur, — „það er ekkert sem bftur á okkur verktaka lengur." Hann sagði aðeins að það ömurlegasta við þessa háu skatta væri það, að fyrirsjáan- legt væri að f næstu framtíð yrði lítið að gera við byggingar, svo erfitt yrði um vik hjá sér við greiðslu þessara f járhæða. Guðmundur er kvæntur Hug- ljúfu Dagbjartsdóttur og eiga þau tvö uppkomin börn og eina fósturdóttur. F járhagsáætlun borgarinnar Tekjur og rekstrarlid- ir hærri en áætlað var í GÆRKVÖLDI tók borgarstjórn til umræðu endurskoðaða fjár- hagsáætlun Reykjavfkurborgar. Gunnlaugur Pétursson hafði framsögu um breytingarnar. Hann sagði ástæðuna fyrir endur- skoðun fjárhagsáætlunar vera tvf- þætta. Annars vegar væri um að ræða, að nokkrir rekstrarliðir muni reynast verulega kostnaðar- samari á árinu en f járhagsáætlun Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins: Nefnd vinni að auknum áhrif- um þess innan flokksins „VIÐ erum einmitt að fara f það að kjósa nefnd tll að athuga með hverjum hættf verkalýðs- ráðinu verði bezt tryggð aukin áhrif innan Sjðlfstæðisflokks- ins,“ sagði Hilmar Guðlaugsson framkvæmdastjóri verkalýðs- rððs Sjðlfstæðisflokksins f sam- tali við Mbl. f gær. Á fundi Heimdallar f fyrra- kvöld um stöðu Sjálfstæðis- flokksins f nútfð og framtfð bar Sigurður Óskarsson fram þð fyrirspurn hvort þeir sem þar sðtu fyrir svörum teldu rétt að verkalýðsráðið fengi aukin ðhrif innan Sjðlfstæðisflokks- ins. Geir Hallgrfmsson hafði á fundi með verkalýðsráðsinönn- um lýst sig samþykkan þvf að ráðið fengi aukin áhrif og á fundinum svöruðu Albert Guð- mundsson, Birgir fsl. Gunnars- son, Gunnar Thoroddsen og Ragnhildur Helgadóttir fyrir- spurninni játandi. „Það sem fyrst og fremst hef- ur verið rætt um er að verka- Sigurður Óskarsson. lýðsráðið sé ekki nógu afger- andi samtök innan flokksins," sagði Hilmar. „Til að bæta úr þvf hafa menn fyrst og fremst lagt til að við fengjum fleiri fulltrúa inn f flokksráðið en verkalýðsráðið hefur nú 5 af vel á annaö hundrað flokks- ráðsmönnum sem er auðvitað f engu hlutfalli við fjölda laun- þega f Sjálfstæðisflokknum. Sfðan eru ýmis önnur atriði varðandi verkalýðsráðið og stöðu þess sem ég tel nauðsyn- legt að koma inn f skipulags- skrá flokksins og mun nefndin væntanlega athuga þau. Miðstjórn verkalýðsráðsins hefur samþykkt að vinna að þvf að stofna launþegaráð f öllum kjördæmunum og höfum við nú beitt okkur fyrir stofnun slfkra ráða f Norðurlandskjördæmi eystra, Reykjaneskjördæmi og Suðurlandskjördæmi og er Sig- urður Óskarsson einmitt for- maður þess sfðast nefnda og á sæti f framkvæmdastjórn verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins. Við hugsum okkur uppbygginguna þannig að verkalýðsráð flokksins yrði þá nokkurs konar miðstjórn laun- þégaráðanna og að út úr þessari skipan kæmi grundvöllur þess að við verðum meira afgerandi afl innan Sjálfstæðisflokksins," sagði Hilmar Guðlaugsson. gerði ráð fyrir og ætti það fyrst og fremst við um launagjöld. Hins vegar vegna þess, að tekjur borg- arsjóðs yrðu verulega hærri en áætlað var. Gunnlaugur sagði heildarhækkun á tekjuhlið borg- arsjóðs verða 762 milljónir þann- ig að niðurstööutalan yrði 15 milljarðar og 524 milljónir. Gjöld hækka um sömu upphæð og tekj- ur. I ræðu Gunnlaugs Pétursson- ar kom fram, að greiðslustaöa borgarsjóðs er mjög erfið núna og viðræður stæðu yfir um erlent lán fyrir milligöngu fsl. banka til að brúa bilið. f lok máls sfns sagði Gunnlaugur: „fjárhagsáætlun eins og hún liggur fyrir með breytingartillögum tekur ekki til þeirra vandamála sem upp kunna að koma, ef hækkanir verða á kaupgreiðsluvfsitölu sfðar á þessu ári eða öðrum kostnaðarþáttum." Birgir tsleifur Gunnarsson sagði það ekki nýtt að grfpa þyrfi til ráðstafana og hefði t.d. verið f fyrra tekið stutt lán til að leysa vanda f greiðslustöðu borgarsjóðs. Hins vegar væri augljóst, að borg- arstjórnarmeirihluti tæki á að- steðjandi vandamálum með vettl- ingatökum og af óraunsæi. Eftir allt saman viðurkenndi borgar- stjórnarmeirihlutinn óbeint með framkomnum breytingartillögum, að ekki yrði hægt að greiða vfsi- tölubæturnar á seinni helmingi ársins eins og ætlað værí. Sigur- jón Pétursson sagði þessar breyt- ingar til komnar vegna arfs þess sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefði tekið við hjá fyrrverandi meirihluta, sem væri slæmt bú. Krístján Benediktsson sagði ekki nýtt, að borgin væri f greiöslu- erfiðleikum og að myndariega hefði verið tekið á vandamálun- um. Davfð Oddsson sagði óraun- sætt mat vera lagt á vandamálin af hálfu meirihlutans. Nú væri komið í ljós, að umræddur stóri kassinn hennar Guðrúnar Helgadóttur með „smáaurana milljarðinn" væri erlend bankastofnun. Breytingartillögurnar við fjárhagsáætlunina voru sfðan samþykktar með átta atkvæðum meirihlutans en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Yfirvinnubann hjá SR í Siglufírði: Þremur loðnu- bátum vísað frá YFIRVINNUBANN var boðað f gær hjáSfldarverksmiðjum rfkis- ins f Siglufirði, og var þremur loðnuskipum, sem voru & leið þangað með afla, snúið frá og þeim vfsað tll Austf jarða. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Kolbein Friðbjarnarson formann Verkalýðsfélagsins Vöku f Siglu- firði sagði hann, að ástæðan fyrir yfirvinnubanninu væri ágrein- ingur um kaupgreiðslur, en að öðru leyti kvaðst hann ekki vilja tjá sig um málið á meðan von væri til þess að úr rættist. Yfirvinnubannið f verksmiðj- um SR f Siglufirði, sem á að hefj- ast kl. 15.40 f dag, þýðir nánast það, að ekkert verður hægt að bræða af loðnu þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.