Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULÍ 1978 19 Veður víða um heim AmsMidam Aþana Barlln Bríissal Cicago Frankfurt Ganf Helsinki Jóhannasarb Kaupmannah. Lissabon London Los Angalas Madrid Malaga Miami Moskva Naw Yorfc Ósló 23 skýjaB '30 lóttskýjaS 24sfcýja8 25 léttskýja* 31 haiðskirt 28 rígning 23 léttskýjað 24 lórakýjaS 20 lóttskýjaó 22 lóttskýjaS 27 lórakýjaB 23 tórakýjaB 30 heiHskirt 36 lóttskýjaB 27 haiSskirt 31 skýjaS 14 skýjaS 34 skýjað 20 skýú Palma. Majorca 34 h«i :lrt Paris Raykjavik Róm Stokkhólmur Tal Avhr Tokýó Vancouvar Vin 18 bjartvióri 13 skýjaS 28 skýjaS 23 hoiSskirt 28 haiSskÍrt 33 haiðskirt 23 skýjaS 27 lórakýjaB Tíu öfgamenn teknir á Spáni Madrid 27. júli — AP SPÆNSKA lögreglan skýrði fró þvi I dag a8 10 vinstriöfgamenn hefSu vari8 handteknir. þar i maSal tvair sam ró8u af dögum yfirmann fang- elsismila i Spini. Jesus Haddad Blanco, fyrir fjórum minuSum. Juan Sanchaz Ramos hershöfSingi sem var myrtur. Lögreglan segir a8 vinstrimennim- ir sóu félagar i maoistasamtökunum Grapo sem eru sökuS um aSstoS við baskneska aSskilnaSarsinna sem leitaS er að vegna morðsins i hers- höfSingjanum Juan Sanchez Ramos i siðustu viku. Yfirheyrslur i málum vinstrimann- anna gerðu lögreglunni jafnframt kleift að bera kennsl á morðingja lögreglu- manns i Madrid og GRAPO-félaga sem tók félaga sinn af lifi i juni að sögn lögreglunnar. Lögreglan segir að Maria Paloma Brotons hafi fyrirskipað aftöku GRAPO-mannsins og Jesus Haddad Blanco fangelsisstjóra GRAPO- samtökin viðurkenndu seinna að hafa myrt Haddad og kváðust hafa ákveðið að taka hann af lifi sama daginn og samtökin myrtu fjóra lögreglumenn i Madrid fyrir þremur árum Eiginmaður frú Brotons situr i fang- elsi og biður eftir þvi að hann verði leiddur fyrir rétt fyrir morð á öðrum lögreglumanni. Frú Bratons var i hópi nokkurra GRAPO-félaga sem voru handteknir nýlega Lögreglan skýrði enn fremur frá þvi að mennirnir tveir, sem, myrtu Hadd- ad. léku enn lausum hala Otterloo fórst í bílslysi Melbourne 27. júlí AP — Reuter WILLEM van Otterloo, einn fremsti hljómsveitarstjóri heims, lézt I bflslysi ( Melbourne f dag sjötugur aó aldri. Kona hans og önnur kona slös- uðust þegar bifreið þeirra lenti f árekstri við vörubfl. Van Otterloo var hljómsveitar- stjóri Fílharmóníuhljómsveitar- innar i Haag 1949—1972. Hann fluttist til Astraliu 1973 og lét nýlega af starfi hljómsveitar- stjóra symfóniuhljómsveitarinnar í Sydney.* Hann starfaði einnig í Tókýó og Þýzkalandi og fór tvivegis í tón- leikaferð um Norður-Ameriku með symfóniuhljómsveitinni í Melbourne. StríðiðíErítreu: Her Mengistus nær Tassenei á sitt vald Stjórnar herinn i Eþfópfu á f höggi fet- > ^ VÍðad' skilnað- arhreyfing- ar f jöl- margra héraða. Þessi er úr Frelsis- hreyfingu Tiger- héraðs. STJÓRNARHERINN f Eþfópfu virðist nú vera f þann veginn að vinna sinn fyrsta stórsigur sið- an sóknin f Erftreu hófst fyrir nærfellt sex vikum. Fregnir af þessum slóðum eru að vanda óljósar og stangast á, en óhætt er að slá þvf föstu, að stjórnar- herinn sé að leggja undir sig bæinn Tassenei, sem ELF (Frelsisfylking Erftreu) hefur haft á valdi sfnu á sama tfma og stjórnarherinn berst á fimm öðrum vfgstöðvum með litlum árangri enn sem komið er. ELF heldur þvf fram að lið stjórnar- hersins, sem situr um Tassenei, sé skipað um það bil 21 þúsund hermönnum, og sé það búið rússneskum skriðdrekum, eld- flaugum og léttari skotvopnum. Fyrir þremur vikum komst Eþiópiuher yfir landamæri Erí- treu við Shambuko, sem er 120 kilómetra austan við Tassenei. Tilgangur þeirrar ferðar er að dómi ELF bersýnilega sá að komast að bækistöð stjórnar- hersins i B:rentu, þar sem um það bil 8 þúsund manna lið stjórnarhermanna er saman- komið og verst umsátri ELF- manna. Fregnir af þeim bar- dögum eru mjög óljósar, en ELF heldur því fram að loku sé fyrir það skotið að stjórnar- hernum takist að komast úr þessu umsátri. Þrátt fyrir ógreinilegar og ruglingslegar fréttir má þó draga nokkrar ályktanir um ástandið af viðtölum við ýmsa þá, sem hafa verið i Eritreu að undanförnu. Om Hajer er einn þeirra bæja, þar sem ELF hef- ur ráðið lögum og lofum að undanförnu, og einn af fylgis- mönnum ELF, sem þaðan kom fyrir nokkrum dögum, hafði þá sögu að segja, að barizt hafi verið um bæinn daglega frá þvi i lok júní. „Þeir komu með skriðdreka og þúsundir her- manna, og á hverjum degi hafa skotárásir verið gerðar á bæinn frá þvi klukkan sex á morgnana til sex á kvöldin, nema þá daga sem rignir", segir þessi ELF- maður, sem ennfremur hefur þá sögu að segja að Om Hajer sé um þessar mundir ekkert ann- að en hernaðarleg bækistöð, því svo að segja allir óbreyttir borg- arar séu flúnir. Um miðjan júli hafði Eþiópíuher sótt fram til bæjar- ins Guluj, sem er skammt frá Om Hajer, en þangað hafa særðir skæruliðar verið fluttir unnvörpum, og 19. júli fóru óbreyttir borgarar að streyma frá Tassenei þar sem augljós- lega dró til mikilla bardaga. Tassenei hefur verið ein blómlegasta verzlunarborg i Eritreu en hún er miðja vegu milli hins fjölbýla miðhálendis Erítreu og Súdans í vestri og Gondar, sem er mikið korn- ræktarhérað, í suðri. Arið 1977 var tala borgarbúa um 30 þús- und, en þá þegar hafði fækkað mjög i borginni frá því sem var fyrir nokkrum árum vegna brottflutnings styrjaldar- hrjáðra Eritreumanna yfir til Súdans. ELF — hóf mikla birgða- og vöruflutninga frá Tassenei fyrir þremur vikum, en flóttamenn hafa skýrt frá þvi að mikið sé af ónýtum flutn- ingatækjum og landbúnaðar- vélum við vegi frá borginni. Altalað er að skæruliðar ELF í bækistöðvum á láglendi Eri- treu hafi brugðið hart við þegar stórsókn stjórnarhers Mengistu Eþíópiu-leiðtoga hófst fyrir sex vikum. Formælandi ELF held- ur því fram að það muni ekki hafa úrslitaþýðingu fyrir að- skilnaðarhreyfingar i Erítreu þótt Tassenei tapist í hendur stjórnarhersins. Afleiðingin verði öllu fremur sú að stjórn- arherinn lendi i enn einv um- sátrinu, án þess að hafa mögu- leika á að ná nokkrum itökum á svæðinu umhverfis bæinn. A hinn bóginn er Ijóst að yfirráð stjórnarúrslitaþýðingu fyrir að- skilnaðarhreyfingar í Erítreu þótt Tassenei tapist í hendur stjórnarhersins. Afleiðingin verði öllu fremur sú að stjórn- arherinn lendi i enn einu um- sátrinu, án þehersins í Tassenei að viðbættum liðsaflanum við Barentu geti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir bæinn Gordat, sem er siðasta vígi ELF í hinum strjálbýlu héruðum á vestur- undirlendi Eritreu. Aætlað er að stjórnarherinn hafi kallað út um 100 þúsund manna herlið áður en sóknin i Erítreu hófst, en þrátt fyrir liðsstyrk og áherzlu á að láta að þessu sinni kné fylgja kviði í Erítreu, þar sem aðskilnaðarmenn hafa staðið i ströngu í 17 ár, draga efnahagsleg og pólitísk vanda- mál stjórnar Mengistus mjög úr þreki stjórnarhersins. í Ijósi þessa viðurkenna helztu leið- togar Eritreumanna nú að sennilega eigi stjórnarherinn eftir að sækja fram á næstu vikum, en hins vegar telja þeir sig örugga um að hafa hrundið sókninni í síðasta lagi í septem- bermánuði. (Fréttaskýring Observer) Þetta gerðist 1972 — Kínverjar tilkynna að Lin Piao hafi reynt að myrða Mao formann, flúið i flugvél og farizt. 1965 — Edward Heath kjörinn leiðtogi brezka thaldsflokksins. 1944 •— Rússar taka Brest- Litðvsk. 1937 — Japanir taka Peking. 1914 — Austurríkismenn segja Serbum strið á hendur og fyrri heimsstyrjöldin hefst. 1994 — Plevhe innanrikisráð- herra Rússa ráðinn af dögum. 1881 — Leynisamningur gerir Serbíu að austurrisku leppriki. 1866 — Stjórnarskrá Dana breytt, konungi og efri deild þingsins i vil. 1835 — Korsíkumaðurinn Fiesche reynir að myrða Loðvik Filippus. 1821 — Perú lýsir yfir sjálf- stæði. 1794 — Robespierre og Saint Just teknir af lífi. 1742 — Fyrra Slésiustriði lýkur með Berlinarfriði Austurríkis ogVrússlands. 1643 — Oliver Cromwell sigrar i orrustunni um Gainsborough. 1588 — Brezk eldskip eyða gal- eiðum Flotans ósigrandi við Calais. 1540 — Thomas Cromwell, jarl af Essex, líflátinn fyrir land- ráð. Afmæli dagsins: Jacqueline Kennedy Onassis (1929 ----), Jacques Picard, franskur neð- ansjávarkönnuður (1922---). Innlent: Erfðahyllingin i Kópa- vogi 1662. Fyrsta ráðuneyti Hermanns Jónassonar skipað 1934. Hallgrimskirkja i Saurbæ vigð 1957. 8. fundur Norður- landaráðs i Reykjavik 1960. Þjóðhátið á Þingvöllum 1974. F. Jóhannes Jósefsson 1883. Birg- ir Thorlacius 1913. Orð dagsins: Lftill leki sekkur stóru skipi — Benjamin Franklin, bandariskur stjórn- málamaður (1706—1790). Arabaráðherrar þinguðu í Belgrad Belgrad, Júgóslaviu 27. júlí Reuter — AP. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Arabaland- anna, þar me8 talinn utanrikisráS- herra Egyptalands. áttu i dag fund um fri8arvi8rs8umar i MiSaustur- löndum. Fundur þessi var fyrsti fund- ur utanrikisrá8herranna I átta mán- u8i. en hann var haldinn á ráSstefnu óháSra rikja, sem nú stendur yfir 1 Belgrad Ekki er vitað með vissu um hvað viðræður utanFikisráðherranna snerust. en talið er að þeir hafi orðið sammála um grundvöll að friðarviðræðum Að sögn júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug var tekið mikið mark á tillögum Palestinumanna á fundi ráðherranna, en tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að stofnað verði sjálfstætt riki Palestinumanna og. að landamæri ísraels verði þau sömu og fyrir sjö daga striðið 1967. Þá sagði fulltrúi Singapore á ráð- stefnu óháðra rikja i dag. að það væri löndum þriðja heimsins sjálfum að kenna að stórveldin notuðu þau fyrir átakasvæði sin Utanrikisráðherra Singapore. Sinnathamby Rajaratham varaði óháðu rikin 86 við þvi að nýja stefna risaveldanna væri: „Látum riki þriðja heimsins berjast i þriðju heims- styrjöldinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.