Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULÍ 1978 Friðrik Sophusson alþingismaður: Tækin eru í lagi — þau þarf bara að nýta rétt Framsöguræda á fundiHeimdallar ífyrrakvöldum Sjálfstædisflokkinn inútíð og framtíd Eg mun hér gera tilraun til að svara þeirri spurningu, hvers vegna Sjálfsteðisflokkurinn hefur verið stærsta aflið f fslenzk- um stjðrnmálum. Þá mun ég ræða ástæður fyrir ósigri flokksins f sfðustu kosning- um og rekja f þvf sambandi feril rfkisstjórnarinnar, benda á veik- leika f fiokksstarfi og forystu og nefna þjóðfélagsbreytingar, sem að mfnu mati höfðu áhrif á úrslit- in. Sfðan mun ég aðeins fjalla um það, hver viðbrögð flokksins ættu að vera f þeirri stöðu, sem komin er upp eftir kosningar. Minnir fremur á bandalag einstaklinga en þaulskipulagð- an flokk Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður með samruna íhalds- flokksins og Frjálslynda flokks- ins. Slfkur samruni er fátítt fyrir- brigði í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem svigrúm er fyrir starfsemi margra flokka. Tillitssemi ýmissa hópa og afla f flokknum hvers til annars er eitt af séreinkennum flokksins, sem aldrei hefur sundr- azt né klofnað. Flokkurinn minn- ir um margt á bandalag einstakl- inga mismunandi traust á ýmsum tímum fremur en þaulskipulagð- an flokk um þrönga stefnu. Ef- laust á upphaf hans sinn þátt í því. Sjálfstæðisflokkurinn, einsog aðrir islenzkir stjórnmálaflokkar, sem nú starfa, var stofnaður I lokaáfanga sjálfstæðisbaráttunn- ar og gegndi lykilhlutverki f þeirri baráttu. Sósíalistaflokkarn- ir lögðu áherzlu á fylgi verkalýðs- ins f baráttu fyrir bættum launum á sama tfma og Sjálfstæðisflokk- urinn barðist gegn afskiptum er- lendra aðila og fyrir athafnafrelsi einstaklinga og sjálfstæði þjóðar- innar. Flokkurinn lenti þvf ekki I þeirri aðstöðu að verja konungs- vald og aðal eins og hægri flokk- arnir annars staðar á Norðurlönd- um. Þvert á móti naut hann trausts þjóðarinnar í baráttu sinni fyrir sjálfstæði og lýðveldi. Þá má benda á, að Jón Þorláks- son fyrsti formaður flokksins var vel að sér í brezkum og þýzkum stjórnmálum og vel má vera, að það hafi haft sfn áhrif á þá stefnu, sem flokkurinn markaði sér f upp- hafi. Lengst af hefur flokkurinn átt þvf láni að fagna að eiga mikil- hæfa foringja, sem hver um sig hefur sett svipmót sitt á störf og stefnu flokksins. Völd formanna flokksins hafa oftast verið mikil án þess þó, að þeim hafi verið beitt af slfkri hörku, að flokkur- inn hafi klofnað eða sundrazt. Þannig hafa einstakir þingmenn og forystumenn komizt upp með ágreining án þess að þurfa að flýja flokkinn. Dæmi um þetta eru t.d. ágreiningurinn um Ný- sköpunarstjórnina annars vegar og forsetakosningarnar 1952 og 1968 hins vegar. Sjálfstæðisstefnan og lundarfar þjóðarinnar Menn greinir á, hvort Sjálfstæð- isflokkurinn sé hægri eða frjáls- lyndur flokkur. Jafnvel er þvf stundum haldið fram, að hann sé jafnaðarmannaflokkur með hægra fvafi, og er þá stundum bent á stefnu fráfarandi meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur því til stuðnings. Slfkar vanga- veltur skipta litlu máli f sjálfu sér. Flestir eru á eitt sáttir um, að hann er frjálslyndur I þeim skiln- ingi, að innan hans er rúm fyrir marga ólfka þjóðfélagshópa. Ahrif Sjálfstæðisflokksins í verkalýðshreyfingunni eru at- hyglisverð, enda er flokkurinn annar stærsti verkalýðsflokkur landsmanna. í þessum efnum skilur á milli Sjálfstæðisflokksins og hægri flokkanna á Norðurlöndum, og hér er kannski að finna mikilvæg- ustu skýringuna á vexti og við- gangi flokksins. Aðskilnaður AI- þýðuflokks og Alýðusambands á fjórða áratugnum er án efa veiga- mikil orsök fyrir áhrifum Sjálf- stæðisflokksins meðal launþega. Fylgi flokksins f verkalýðshreyf- ingunni felst einkum í stuðningi verzlunarmanna, iðjufólks og sjó- manna, og sú staðreynd hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um mikilvægi þess, að flokkurinn ræki hlutverk sitt f verkalýðs- hreyfingunni með tilliti til lægst launaða fólksins f landinu. Umburðarlynd og víðsýn stefna Sjálfstæðisflokksins, byggð á vfð- tækum skilningi mismunandi stétta á gagnkvæmum þörfum og hlutverki, er andstæða við þröng- sýna stéttarpólitík annarra stjórn- málaflokka. íslandssagan er full af dæmum um einstaklings- hyggju Islendinga, þar sem hver og einn vill hafa sitt á hreinu gagnvart náunganum, en er ávallt tilbúinn til að rétta hjálparhönd. Einstaklingshyggja og frjáls- hyggja Sjálfstæðisstefnunnar virðist þvf falla vel að lundarfari og eðliseinkunn þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tfð verið aðalandstæðingur kommúnista á Islandi, og telja verður, að festa hans í þeim efn- um hafi aukið áhrif hans og við- gang. Benda má m.a. á tvö sérkenni fslenzks þjóðfélags, sem fylla segl Sjálfstæðisflokksins og gefa hon- um byr í stjórnmálabaráttunni. Annað er hin jafna eignaskipting þjóðarinnar, en hér á landi verð- ur tæpast sagt, að auðnum sé mis- skipt á sama hátt og f ýmsum nágrannalöndum. Sjálfstæðis- flokkurinn er því ekki verndari hinna ríku eins og hægri flokkar eru gjarnan. Hitt atriðið er hinn mikli vöxtur f efnahags- og atvinnulffi þjóðar- innar. A örfáum áratugum hefur þjóðin risið úr eymd og volæði og býr nú við ein beztu kjör, sem þekkjast: Það strit og starf,’ sem að baki þessu átaki býr, byggist vafalftið á einstaklingsframtak- inu, sem ætíð skilar beztum af- köstum f gróandi þjóðlffi vaxtar og viðgangs. Almenn útkoma samkomulagsins Hér hefur þess verið freistað að skýra stærð og áhrif Sjálfstæðis- flokksins með þvf að benda á örfá atriði, sem geta skipt máli f þvf sambandi. Auðvitað verður að taka slfkum ábendingum með var- úð, enda verða aldrei gefnar al- gildar skýringar f þessum efnum. Sem betur fer býður lýðræðið upp á sfna duttlunga, sem erfitt er að skýra. Þannig má t.d. benda á, að annars staðar á Norðurlöndum er talið að jafnaðarmannaflokkarn- ir, sem gegna svipuðu stöðug- leikahlutverki þar og Sjálfstæðis- flokkurinn gerir hér á landi, afli margra atkvæða út á það eitt að vera stærsti flokkurinn. A þann hátt kjósa ýmsir öryggi og festu frekar en tfðar breytingar. Talið var til skamms tíma, að f þessum fhaldssama kjósendahópi væru t.d. heimavinnandi húsmæð- ur og er það athyglisvert I Ijósi þess, að Lúðvík Jósefsson hélt því fram nýlega, að Alþýðubandalag- ið hefði aukið fylgi sitt mest í röðum útivinnandi kvenna, — hvort sem það er rétt eða röng tilgáta. Það er staðreynd, að Sjálfstæð- isflokkurinn er stærsti stjórn- málaflokkur þjóðarinnar. — En er hann þá að sama skapi sterkur og áhrifamikill.? An þess að svara þessari spurn- ingu beint, vil ég benda á, að flokkur, sem ekki er kredduflokk- ur, heldur byggir á fjöldafylgi úr öllum stéttum, verður að leita vfð- tæks samkomulags um stefnuna innan flokksins. Hún verður þvf almennari en ella, ónákvæm og stundum laus f reipum, þegar grundvallarhugsjónunum sleppir. Við þetta bætist, að þingmenn flokksins lfta frekar á sig sem málsvara einstakra kjördæma heldur en flokksheildarinnar, en þingflokkurinn hefur f hendi sér framkvæmd stefnunnar í raun. Þegar flokkurinn á sfðan aðild að rfkisstjórnum er enn slegið af, og sumum virðist sem ekki sé ætfð litið til fylgishlutfalls sam- starfsflokka, þegar samsteypu- stjórnir birta og framkvæma áform sín. Að loknum þessum vangavelt- um um stærð og styrk flokksins, sem ég tel nauðsynlega forsendu umræðna um stöðu flokksins í dag, held ég að rétt sé að koma á framfæri því atriði, sem ég tel að standi upp úr í þessu sambandi, en það er mikilvægi sterkrar for- ystu, hvort sem hún birtist í ein- um ótvíræðum foringja eða sam- virkri stjórn tveggja eða fleiri manna. Astæðan er hin almenna og stundum óglögga stefna, sem skilur eftir mikið svigrúm fyrir vfðsýna en markvissa forystu. XXX Næst mun ég snúa mér að nú- tfðinni og gera tilraun til að greina orsakirnar fyrir stöðu flokksins f dag að loknum mestu kosningaósigrum flokksins. Hvers vegna tapaði flokkurinn? Hvers vegna kusu 14.000 kjósendur, sem kusu okkur 1974, ekki aftur 1978? Er skýringanna að leita í stjórnar- samvinnunni, f stefnu slokksins og störfum eða f breyttu þjóðfé- lagi? Um þessi mál hefur ftarlega verið fjallað í fjölmiðlum, í stjórn- um flokkssamtaka og á fundum Sjálfstæðismanna, sem hafa hitzt að undanförnu með formlegum og óformlegum hætti. Vettlingatök og fall á táknrænu prófi Stjórnarmyndunin 1974 átti Iít- ið skylt við hrein stjórnarskipti eins og t.d. urðu 1971, þegar vinstri stjórnin tók við. Miklu fremur var um að ræða eins kon- ar bræðing stærri stjórnarand- stöðuflokksins og stærsta stjórn- arflokks fráfarandi stjórnar. A þetta bendi <*g hér, þvf að ég tel, að f þessu upphafi megi finna skýringar á getuleysi stjórnarinn- ar til að gera nægilega róttækar ráðstafanir strax og komast þann- Friðrik Sophusson alþingismaður flytur framsöguræðu sína á fundi Heimdallar f fyrrakvöld. Ljðsm. Mbl.: Kristinn. ig fyrir rætur efnahagsvandans fyrr en ella. Það er einu sinni eðli stjórnmálanna að sigurvegarar f kosningum geta á grundvelli sig- ursins gert meiriháttar ráðstafan- ir í kjölfar hans. Sé slfkt ekki gert strax, þverr skilningur almenn- ings, sem er fljótur að gleyma. Róttækar ráðstafanir í upphafi stjórnartfmabils fela f sér gagn- rýni á stjórnarhætti fyrri stjórn- ar, og þegar annar stjórnarflokk- urinn hefur áhuga á að varðveita góða trú á íyrri stjórn, minnkar svigrúmið til slfkra aðgerða. Ég tel sem sagt, að vettlingatök stjórnarinnar f upphafi tímabils- ins, þar á meðal of lítil gengisfell- ing haustið 1974 og of útgjaldahá fjárlög fyrir árið 1975, hafi tafið verulega fyrir því, að stjórnin náði nægilega fljótt stjórn á efna- hagsmálunum, með alkunnum af- leiðingum. Rósin í hnappagati ríkisstjórn- arinnar var auðvitað farsæl lausn landhelgisdeilunnar. Varnarmál- in lentu í biðstöðu, sem ætlar að verða varanlegri vegna afstöðu Alþýðuflokksins nú. Haldið hefur verið uppi fullri atvinnu, en sá árangur hefur að verulegu leyti verið keyptur með lántökum erlendis og auknum rík- isumsvifum t.d. í orkumálum, sem notið hafa forgangs, en skilað mis- góðum árangri eins og menn vita. Verulegum fjárhæðum hefur verið varið til byggðamála án þess að um markvissa byggðastefnu hafi verið að ræða og endurskoð- unin á lögum Framkvæmdastofn- unar ríkisins lfktist fremur katt- arþvotti en hreingerningum. Framkvæmdarstofnunarmálið er kannske ekki stórmál f sjálfu sér, en það var táknrænn prófsteinn á það, hvort flokkurinn hefði vilja og kjark til að standa við eitt mest áberandi kosningamál sitt. Nú eru þeir menn, sem halda fram stefnu flokksins í þessu máli kall- aðir sperrileggir af þeim, sem not- ið haf a eldsins viðð kjötkatlana. Ef hægt er að tala um einhvern ákveðinn tfmapunkt, þegar halla tók undan fæti hjá núverandi rfkisstjórn, tel ég að hann sé að finna í sólstöðusamningunum 1977 um vorið. A þeim tfma urðu umræður um það, hvort stjórnin ætti að segja af sér og ég leyfi mér að vitna til greinar f Stefni sem ég skrifaði, þegar þeir samningar- stóðu yfir. Þar stendur orðrétt í niðurlagi: „Ríkisstjórnin stendur nú á tfmamótum á starfsferli sfnum, vegna þess svigrúms, sem mynd- ast hefur með batnandi efnahags- stöðu. Það hlýtur að vera hlut- verk stjórnarinnar f uppsveifl- unni að notfæra sér svigrúmið til að draga enn frekar úr verðbólg- unni, ná fullkomnu viðskiptajafn- vægi og greiða niður skuldir er- lendis auk þess að efna þau lof- orð, sem gefin voru í málefna- samningnum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er stundum kölluð helmingaskiptastjórn, sem óhæf sé til að taka afgerandi ákvarðanir. Hagsmunirnir, sem stjórnarflokkarnir þurfa að verja, séu svo margvíslegir og dreifðir, að markvfs stefnumörkun sé nán- ast útilokuð. Stjórnarliðið sé að vísu stórt, en ekki að sama skapi sterkt. Þegar þetta er ritað standa yfir kjarasamningar, sem vonandi leiða til skynsamlegrar niður- stöðu f formi vaxandi ráðstöfun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.