Morgunblaðið - 19.10.1978, Side 15

Morgunblaðið - 19.10.1978, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 15 Hr. forstjóri Ásgeir Ólafsson Laugavegi 103 Reykjavík. „Á síðasta fundi brunamála- stjórnar lýsti ég því yfir, að ég myndi hætta störfum á bruna- málastofnun strax að lokinni endurskoðun ríkisendurskoðun- ar á bókhaldi og fjárreiðum hennar. Ég hefi afhent ríkis- endurskoðun ávísanahefti og sjóð stofnunarinnar og lyklana að peningaskáp hennar. Umboð mitt til að gefa út ávísanir á ávísanareikning hennar hefi ég dregið til baka. Ég hefi og fjarlægt alla þá muni, er ég átti persónulega, úr húsnæði stofn- unarinnar. Tveir menn úr brunamálastjórn, þeir Ágúst Bjarnason og Rúnar Bjarnason hafa litið yfir húsnæðið og sé viðskilnaðinn. Þeim hefi ég afhent lykla mína að húsnæð- inu.“ Virðingarfyllst, Bárður Daníelsson. Lokaorð Nýlega var auglýst 20% lækkun á iðgjöldum brunatrygginga. Fyrir 4 árum voru þau lækkuð um 25% af fasteignum. ?etta merkir að á árinu 1979 munu íslendingar væntanlega greiða amk. 1400 milljónum krónum minna í iðgjöld af brunatryggingum en þeir hefðu gert, ef taxtar (í hundraðshlutum af tryggingarupphæðum) væru hinur sömu og þegar brunamála- stofnun tók til starfa. Reksturs- kostnaður hennar árið 1977 var 16.7 milljónir króna. Ég leyfi mér að álíta, að hún hafi átt nokkurn þátt í þessari þróun. Þetta getur hæglega verið lognið á undan storminum, ef brunamálastofnun- in verður látin drabbast niður. Mér virðist það augljóst mál, að brunamálastofnunina beri að byggja upp sem tæknilega stofnun, sem á hverjum tíma sé fær um að gegna hlutverki sínu. Tillögur mínar byggðust á þessari skoðun. Valdsmenn voru á öðru máli. Þeir höfðu að vísu góð orð um, að ég gæti fengið að ráða verkfræðing til starfa, en eftirlitskerfinu mætti ekki breyta, þótt það sé orðið bæði tannlaust og halt. Engin rök hefi ég heyrt gegn breytingartillögum mínum önnur en þau, að það sé nánast ósiðlegt að leggja niður störf opinberra starfsmanna, sbr. viðtal Visis við félagsmálaráð- herra fyrir skömmu. Þetta merkir að nytsemissjónarmið skuli víkja fyrir framfærslufjónarmiði. Við þetta vil ég ekki una. Það er því rökrétt að ég víki, því að það er ekki, og hefir aldrei verið vand- kvæðum bundið fyrir mig að sjá mér og mínum farborða á frjálsum vinnumarkaði. Ég hafði raunar fyrir löngu sagt Ásgeiri Ólafssyni og fleiri mönnum í brunamála- stjórn, að ég myndi hætta sem brunamálastjóri, er ég hefði komið hinni nýju reglugerð í gagnið og fengið verkfræðing, sem tekið gæti við af mér. Það er því síður en svo áfall fyrir mig að hætta. Ég hefði þó kosið að skilja við brunamála- stofnunina í betra ásigkomulagi. Því miður var mér gert það ókleift, þar eð engu mátti breyta. Bárður Daníelsson. Nýtt blik Yfir 30 greinar og frásagnir ÞORSTEINN Þ. Víglundsson fyrr- verandi skóla- og sparisjóðsstjóri í Vestmannaeyjum sendi nýlega frá sér nýtt eintak af BLIKI, ársriti Vestmannaeyja. Þetta er 33. ár- gangur ritsins, 240 síður vandað í formi og efni. Sögulegur fróðleikur er einn af burðarstólpum ritsins, en meðal greina að þessu sinni má nefna grein um Tollgæzluna á fyrri hluta þessarar aldar og Filippus Árnason tollvörð; þá er bráðfyndin frásögn af „hneykslan- legri sambúð" eins og geistleg og veraldleg yfirvöld skilgreindu hana fyrr á tímum. Húsanafna- skrá í Eyjum kemur fram í heild sinni í fyrsta sinn, en þar á meðal eru auðvitað mörg hús komin undir hraun eða á annan hátt orðin náttúruhamförunum miklu að bráð. Minjaskrá Byggðarsafns Vest- mannaeyja hefur að geyma ramm- sögulegan fróðleik, en munina er hægt að skoða velflesta í Byggðar- safni Vestmannaeyja. Mun þetta fátítt að byggðarsöfn eigi svo ítarlegar skrár. Safnið er nýflutt í nýbyggingu á Stakkagerðistúni. Gnægð er af skemmtilegum myndum í ritinu. Vélbátamyndir með skýringum, íþróttakappar og Eyjagarpar og síðast en ekki síst fegurðardísir eins og þær alast best á heilagfiski og lunda í BLIK AHSRIT VESTMANNAEYJA 1978 33. ARGANOUH Forsíða Bliks, 33. árgangs ársrits Vestmannaeyja. Þorsteinn Þ. Víglundsson. sjávarloftinu þarna úti í Atlants- hafinu. Hin persónulega þungamiðja ritsins eru æviþankar Þorsteins, skrifaðir af honum hátt á áttræð- isaldri. Þessir þættir, sem hann nefnir „Bréf til vinar míns og frænda", eru af mörgum það efni ritsins, sem fyrst er lesið og af hvað mestri forvitni. í fyrri ritum hefur Þorsteinn gert upp viðskipti sín við andstæðingana í Eyjum fyrr á dögum á léttan og gaman- saman hátt, en að þessu sinni ræðir hann um námsár sín og fléttar það trúmálum og hugmyn- dum um ástina og eilífðina. Enn mætti lengi upp telja efni þessa ágæta rits, sem nú birtist prentað á vandaðan pappír af Setbergi, fullar 240 blaðsíður af magnaðri frásagnarlist. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152-17385 lÉÍ 1 p > <7 "*• r;L,v •% '«• > »•-. ' i-T. -'• " ••■ ■ ' •-Sv"' -i.-.-,2; V vj * (.-'-’••« -■, ".■,--•• r-r, •;•■*#'• <’•> ■,t\* vi >' ii.--- • ** - > .«55?» i 7 ' v.. ■ . .. •*. • vs>.. > ... .::.■•. .■... .• • ^ ~ Landssamband stangaveiðifélaga: Kannar ásókn útlendinga í lax Á AÐALFUNDI Landssambands stangaveiðiíélaga. sem haldinn var fyrir skömmu. var skipuð nefnd. sem ætlað er að kanna ásókn útlendinga í lax hér á landi. Aðild að sambandinu ciga nú 28 félög. en 93 fulltrúar sátu þennan aðalfund. LJÓSBROT Kristján Kristmundsson Ljósbrot — Ljóðabók Kristjáns Kristmundssonar LJÓSBROT nefnist ný ljóðabók eftir Kristján Kristmundsson, en hún hefur að geyma vakningar- ljóð, sem höfundur hóf að yrkja fyrir nokkru, en á bókarkápu segir að fyrir liðlega tveimur áratugum hafi þau straumhvörf orðið í lífi hans er leiddu hann til lifandi trúar og væntir hann þess, að ljóðakorn þessi mættu vekja ein- hverja til umhugsunar um eilífð- arvelferð kynslóðanna. Kristján Kristmundsson er fæddur í Þjóðólfstungu í Bol- ungarvík 16. nóv. 1908 en fluttist til Reykjavíkur 1920 og hefur búið þar síðan. Vann hann fyrri hluta ævinnar við trésmíði og verzlun og hefur síðan 1948 rekið verzlunina Nova í Reykjavík. Ljósbrot hefur að geyma yfir 70 ljóð, en bókin er gefin út á kostnað höfundar, unnin í Isafoldarprent- smiðju og Prentmyndastofunni. Karl Ómar Jónsson var ein- róma endurkjörinn formaður fyrir næsta starfsár. en aðrir í stjórn Landssambandsins eru. Birgir J. Jóhannsson varaformað- ur. Friðrik Sigfússon gjaldkeri, Rósar Eggertsson ritari og Bene- dikt Jónmundsson meðstjórn- andi. Varamenn eru Sigurður I. Sigurðsson. Gylfi Pálsson og Matthías Einarsson. í skýrslu stjórnar var sagt frá störfum nefndar, sem hafði það hlutverk að gera tillögur um úrbætur varðandi eftirlit með veiði á laxi í ám og sjó til að sporna við ólöglegri veiði. í skýrslunni kom fram, að töluvert er um brot á reglum um veiðar í sjó. Landssamband stangaveiðifélaga telur því nauðsynlegt að herða löggæslu með áðurnefndum veiðum. Rætt var einnig um vandamál stangaveiðiíþróttarinnar hérlend- is, og snerust þær einkum um ásókn erlendra veiðimanna í íslenskar laxveiðiár, en sem kunn- ugt er hafa þeir margar bestu veiðiárnar um hásumarið. Stangaveiðifélag Akraness vann að þessu sinni fagran farandbikar fyrir hlutfallslegu bestu fluguveiði á sumrinu, en í Andakílsá í Borgarfirði veiddust 54% laxanna á flugu. Kastmót var haldið í Laugardal í tengslum við aðalfundinn. Keppt var í flugulengdarköstum, beitu- lengdarköstum með 7,5 g lóð og beitulengdarköstum með 18 g lóði. Úrslit urðu sem hér segir; Fyrstu verðlaun í flugulengdar- köstum hlaut Geir Birgir Guð: mundsson, sem kastaði 27,24 m. í öðru sæti varð Sigurður Guð- mundsson með 25,42 m og þriðju verðlaun fékk Rafn Hafnfjörð með 25,40 m. I beitulengdarköstum með 7,5 g lóð fékk Rafn Hafnfjörð fyrstu verðlaun með 41,86 m. Annar varð Karl Gunnlaugsson með 40,1 m og þriðji Gottfreð Árnason en hann kastaði 39,80 m. Fyrir beitulengdarköst með 18 g lóð hlaut fyrsta sæti Þröstur Sigtryggsson með 56,41 m. Annað sætið hlaut Karl Gunnlaugsson með 55,98 m, en hið þriðja Rafn Hafnfjörð með 55,54 m. EIGENDUQ ■ Við viljum minna ykkur á að það er áriðandi að koma með bílinn I skoðun og stillingu á 10.000 km. fresti eins og framleiðandi Mazda mælir með. Nú er einmitt rátti tíminn til að panta slika skoðun og láta yfirfara bílinn. Notið ykkur þessa ódýru þjónustu og pantið t!ma strax. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 Verkstæði sími 81225 OLIUOFNAR MEÐ RAFKVEIKJU \/í£addw\ SMÍÐAJÁRNSLAMPAR B0RÐLAMPAR HENGILAMPAR VEGGLAMPAR 0LÍU0FNAR GASLUKTIR OLÍUHANDLUKTIR OLÍULAMPAR 10“, 15“. 20“. HANDLUKTIR MEÐ RAFHLÖÐUM. VASALJOS FJÖLBREYTT URVAL. HESSIANSTRIGI SEGLDUKUR SEGLK0SSAR BÓMULLARGARN HÖRGARN HAMPGARN NÆL0NGARN GIBS HANDRIÐSFESTINGAR STILL-L0NGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT BÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULL0RDNA S0KKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI S0KKAHLÍFAR REGNFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR KL0SSAR GÚMMÍSTÍGVÉL VINNUHANZKAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.