Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1978 VlK> kaf f/nu 1 .—'Y ___ I Sonur sæll, ertu ekki ánægður með að við kostuðum þig á músíkskólann? Hundurinn fær hér vítamín- blandaðan kjötrétt með þrúgu- sykri og kalsíum, en svo fæ ég biximat? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þrjú grönd hefðu verið auðveid í spilinu hér að neðan. En sagnhafi var þó í þokkalegum samningi, sem hefði unnist gegn óvandvirk- um varnarspilurum. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. Á108 H. K6 T. D987 L. Á973 Vestur Austur S. KG964 S. 73 H. Á108 H. G97532 T. 63 T. K5 L. G85 L. D42 Suður S. D52 H. D4 T. ÁG1042 L. K106 Eftir fremur einfaldar sagnir hafnaði suður í fimm tíglum en austur og vestur sögðu alltaf pass. Vestur spilaði út trompi, sem út af fyrir sig var hagstætt fyrir báða aðila. Sagnhafi sá, að vinningur var ekki útilokaður ætti vestur háspilin í spaðanum ásamt hjarta- ásnum. Þá yrði hugsanlega hægt að láta hann fá slag á heppilegum tíma. I slag nr. 2 spilaði sagnhafi lágu hjarta en vestur var á verði og tók strax á hjartaásinn og spilaði aftur hjarta. Hefði hann gefið hjartað yrði hann varnarlaus seinna. Þyrfti þá að spila öðrum hvorum svörtu litanna en það hefði gefið sagnhafa vinnings- möguleika. Og læt ég lesendur um að finna út sjálfa hvernig suður hefði þá þurft að bera sig eftir sigurslögunum. Slag nr. 3 fékk sagnhafi þannig á hjartakóng i borði, tók einn trompslag og spilaði lágum spaða frá hendinnL Aftur var vestur á verði og stakk gosanum í milli. Þar með var hann aftur varinn gegn hugsanlegu endaspili. Annars hefði sagnhafi fengið slaginn á tíuna, tekið síðan á spaðaás og vestur hefði síðan orðið að þiggja slag á spaöakóng og þurft að spila sér í óhag. En eftir að hafa látið spaðagos- ann hafði vestur vaid á spilinu. Gat spilað spaða þegar þurfti og slapp þannig við að hreyfa laufið en það heföi orðið vörninni mjög óhollt. ©pib COPIMMSIN COSPER. 7856 Ég hreinlega banna þér væna mín að hylja þinn Júnóvöxt undir svona flík! í| , ? 5 l Má ekkert lögbjóða? „Undanfarið hafa komið fram í blöðum ýmsir menn til að halda á loft þeirri kenningu að bönn og hömlur séu vitleysa og kúgun. Hirði ég ekki að nafngreina þessa menn eða tíunda orðréttar til- vitnanir, allt frá því að það sé kúgun að mega ekki drekka hvað sem maður vill að gaspri um lögregluríki og ofstjórnaræði. En tilefni allra þessara skrifa er sú hugmynd að bruggefni ýmiskonar séu tekin af frjálsum markaði. • Dæmi annarra Það er auðvitað aukaatriði í þessu sambandi að Svíar bönnuðu um síðustu áramót sölu á malt-extrakt-efnum til slíkrar framleiðslu og bruggun úr þeim. Það eru heldur engin rök að líklega fara Finnar að dæmi þeirra og koma slíku banni á hjá sér um næstu áramót. Þetta eru engin rök, en fréttir eru það. Hér hafa verið seld um nokkur ár samskonar efni til ölgerðar og nú síðustu misserin efni til bruggunar ýmsra víntegunda. Jafnframt því sem þetta er selt er mönnum skilmerkilega bent á að með því einu að hafa í bruggið sykur umfram ákveðið mark verði mjöðurinn gerður sterkari en lög leyfa að menn bruggi hér á landi. Þessi bruggefni eru náttúrulega allt annað en venjulegt ger, þó að það sé yfirleitt með í brugginu á einn eða annan hátt. • Allir vilja bönn Auðvitað er það helber kjaft- háttur og vitleysa að fráleitt sé að setja mönnum reglur og banna að víkja frá þeim. Alltaf er verið að brýna fyrir okkur að fylgja umferðarreglum og engan veit ég svo heimskan óþokka að hann reyni vísvitandi að spilla því með hrópyrðum um ofstjórn, kúgun og lögregluríki. Þó eru umferðarregl- ur ekki nema hluti af umgengnis- reglum sem hver siðaður maður setur sér og reynir að fylgja. Samt hefur það átt sér stað á síðustu árum að menn séu barðir á almannafæri og rændir. Eigum við kannské að hætta að banna slíkt? Eigum við afnema landhelgislögin og fella niður öll veiðilög? Hvernig eigum við að afla ríkissjóði tekna? Það má víst ekki gerast með neinni þeirri löggjöf sem einhvern lang- aði til að brjóta. Svona kjaftaþvæla um það að ekki megi lögbjóða neitt sem éinhver vill ekki una er orðin harla hvimleið — ekki síst vegna þess hve heimskuleg hún er — enda tekur enginn maður mark á henni í alvöru. Allir viljum við bönn, reglur og fyrirmæli, þó að lítið gefnir menn þykist stundum vera á móti öllu slíku þegar um er að ræða eitthvað sem þeir halda sig græða á eða langar í. Kjarni málsins Hér er spurningin ekki fyrst og fremst um óáfenga drykki. Þá geta menn fengið keypta í hverri matvörubúð og miklu víðar. Hér er um það að ræða hvort við viljum að áfengisbruggun sé algengur heimilisiðnaður eða ekki. Hér er heldur ekki aðalatriði eftir hvaða leiðum menn fái ger til bökunar. Það eru bruggefnin sem máli skipta. Ymsir hávaðamenn reyna nú að hræða stjórnarvöld í sambandi við þessi bruggmál. Sjálfsagt guggna sumir fyrir því og þora ekki að tapa hylli bruggaranna. Má þá minna á orð Einars Benediktsson- ar að „vinnirðu einn þá taparðu hinum.“ Vera má að ýmsir spyrji hvorir séu fjölmennari og kjósi sér stöðu þar sem þeir hyggja að fleiri séu fyrir. Auðvitað veit enginn og verður ekki sannað hve mikinn þátt heimabrugg átti í því að ölvuð börn settu öðru fremur svip á hátíðahöldin í Reykjavík síðasta þjóðhátíðardag. En annað vitum við. Það er að sami áhrifavaldur liggur að baki ölvun barnanna og kröfunum um frelsi í bruggmálum. H. Kr.“ JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Krístjónsdóttir íslenzkaói. 13 vandað en ekki tiltakaniega spennandi. — Fröken Doncoeur heyrð- ist mjóróma barnsrödd kalla. — Nú förum við og heiisum upp á Colette, sagði hann og tók af skarið. Herbergi telp- unnar var einnig hálftómt og kuldalegt. í rúminu lá lítil stúlka með aivarleg, stór augu. — Eruð þér lögregluforing- ínn/ — Já, cn þú skalt nú ekki vera neitt smeyk við mig litla vina. - Ég er ekki hrædd. Er manna Loraine ekki komin heim? Hann vcitti athygli hvað hún kaliaði konuna. Ilann hafði haldið að þau hjónin hefðu tekið hana til sín sem sína eigin dóttur. Aftur á móti sagði telpan mamma Loraine í stað- inn fyrir mamma sem hefði að hans dómi vcrið langtum sjálf- sagðara. — Ilaldið þér að það hafi verið jólasveinninn sem kom og heilsaði upp á mig í nótt. — Það er ég sannfærður um. — Ekki er mamma Loraine það. Ilún trúir aldrei því sem ég segi. Litla andiitið endurspeglaði áhyggjur. Augun voru fjörleg og augnaráðið fast og ákveðið. Gipsumbúðir voru um fótinn og umbúnaðurinn náði upp að mjöðm á telpunni. Fröken Doncoeur sagði úr gættinnu — Ég skrcpp aðeins inn til mín að aðgæta að ekkert sé að brenna við. Maigret settist á rúmstokk- inn. Ilann vissi ekki gjörla hvernig hann átti á byrja. Þegar grunnt var að gætt hafði hann ekki hugmynd um hvað hann ætti að spyrja um. — Þykir þér vænt um mömmu Loraine? — Já, herra Maigret. Hún svaraðl hiklaust cn án nokkurrar merkjanlegrar hrifni. — Og iíka um pabba þinn? — Ilvorn þá? Vegna þess að ég á tvo pabha. skiljið þér, bæði pabba minn hann Paui og eins Jean pahba. — Er langt síðan þú hefur hitt I’aul pabba? — Ég veit það ekki. Kannski nokkrar vikur. Hann lofaði að gcefa mér jólagjöf. En hann hefur ekki komið enn. Ilann er f áhyggilega veikur. — Er hann oít veikur? — Já. oít og mörgum sinn- um. Þegar hann cr veikur kemur hann aldrei til mín. — Hvað með Jean pabha. — Iiann er oft að ferðast en hann kemur heim milli jóla og nýárs. Þá fær hann kannski nýja vinnu hér í París og getur hætt öllum fcrðaiögunum. Það verður gaman bæði fyrir mig og hann. — Hafa komið einhverjir að heilsa upp á þig eftir að þú lagðist í rúmið? — Vinir mínir. Stelpurnar f skólanum vita ekki hvar ég bý. Eða ef þa*r vita það fá þær ekki að koma hingað einar. — En vinir Loraine mömmu eða pahba. — Það koma aldrei gcstir hingað. — Aldrei? Ertu viss um það? — Bara maðurinn sem les af rafmagns- og gasmælunum. Ég heyri í honum því að dyrnar cru oít í hálfa gátt. Ég man bara tvisvar eftir því að ein- hver hafi komið. — Er langt síðan? — í fyrsta skiptið var rétt eftir að ég hafði meitt mig. Ég man það vegna þess að þá var læknirinn nýfarinn frá mér. — Hver var það? — Ég sá hann ekki. Ég heyrði hann berja að dyrum og að hann talaði við mömmu Loraine, en hún hafði komið og lokað dyrunum. Þau töluðu í hálfum hljóðum lengi. Seinna sagði hún að hann hefði verið að selja tryggingar. Ég veit ekki hvað það er. — Hefur hann komið aftur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.