Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 Jólaleyfi þingmanna lokið Alþingi kom saman til fundar í gær að loknu jólaleyfi þingmanna. Var fundur í sameinuðu þingi og strax að honum loknum hófust fundir þingflokkanna. Deildarfundir munu síðan hefjast eftir helgi, en enginn þingfundur verður í dag. íslenzka járnblendifélagið hf: STJÓItN íslcnzka járnhlcndifé- la^sins hf. tclur ckki unnt að verða við þcirri heiðni iðnaðar- ráðhcrra að frcsta KanKsetninKU 2. ofns járnblcndivcrksmiðjunnar á Grundartanga fram yfir 1. scptcmbcr 1980. Telur stjórnin frcstun um 6—9 mánuði hafa í för mcð scr vcrulejfa röskun á samninjísskuIdbindinKum fcla>;s- ins ok áætlar heildarkostnaðar- auka fyrir fclajíið ok aðila scm framkvæmdinni tcn>?jast á hilinu 2—3 milljarða íslenzkra króna. I>ar af cr sölutap Landsvirkjunar áa tlað 300—100 millj. króna. Til að koma á móts við óskir ráðuneytisins ok ríkisstjórnarinn- ar um frestun fjárfestinga telur stjórn Járnblendifélagsins unnt að dratía verulega úr fjárfestingum vegna ofns 2 á árinu 1979, sem samkvæmt áætlun hefði numið 3800 milljónum króna, þannig að það sem svarar 1575 milljónum af fyrirhuguðum framkvæmdum frestist til ársins 1980. Einnig er ráð fyrir því gert að unnt verði að fresta hlutafjár- framlagi ríkissjóðs á árinu 1979 að upphæð 150 milljónir króna til ársins 1980 og á byggingartíma Þrír skákmenn á Lone Pine-mótið þessu sinni því' sjálfur heims- meistarinn Karpov hyggst taka þátt í mótinu. Skuttogari sjósettur í DAG verður sjósettur 500 lesta skuttogari í Slippstöðinni. Eigandi togarans er útgerð Magnúsar Gamalíelssonar í Olafsfirði. I>RÍR íslenzkir skákmcnn hafa ákvcðið þátttöku í hinu árlegu Lonc-Finc skákmóti í Kalíforníu í Bandaríkjunum. scm fram fcr í marzapríl. Þetta cru þeir Guðmundur Sigurjónsson stór- meistari og alþjóðlcgu mcistar- arnir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. Ilugsanlegt cr að flciri bætist í hópinn. t.d. mun Jón L. Arnason fhuga þátttöku. Mótið í Lone Pine er haldið að frumkvæði milljónera eins, sem ekkert sparar til þess að gera mótið aðlaðandi. M.a. eru verðlaun þau hæstu sem þekkjast, fyrstu verðlaun eru jafnvirði 5 milljóna íslenzkra króna og önnur verðlaun jafnvirði þriggja milljóna króna. Enda keppa fleiri stórmeistarar á þessu móti en nokkru öðru, t.d. voru 23 stórmeistarar með í mótinu í fyrra. Þá bar Bent Larsen sigur úr býtum en erfitt verður fyrir hann að verja titilinn að Funda um við- brögð verzlunar FORSVARSMENN Verzlunarráðs íslands, Félags ísl. stórkaupmanna og Kaupmannasamtaka Islands munu koma saman til fundar í dag ásamt lögfræðingi þessara aðila og verður þar til umræðu hvernig brugðist skuli við eftir að dómur hefur fallið þeim í vil varðandi svonefnda 30% reglu. Snjórinn lækkaði söluverð togaranna TOGARINN Vigri seldi afla sinn í Cuxhaven í V-Þýzkalandi í gær. samtals 228 tonn og fékk fyrir aflann 56.8 milljónir fslenzkra króna. Meðalverðið er 248 krónur. Uppistaða í aflanum var karfi. Þá seldi Bjarnarey VE 68 tonn í Cuxhaven í fyrradag og fékk fyrir aflann 18,2 milljónir, meðalverð 268 krónur. Uppistaðan í afla bátsins var ufsi. Þessar sölur eru heldur lélegar og er ástæðan sú að samgöngur hafa gengið erfiðlega í Þýzkalandi að undanförnu vegna mikilla snjóa. Vída góður vertíðarafli Vetrarvertíðin er víðast hvar komin cða að komast í fullan gang, og á flestum þeim stöðum sem Morgunblaðið hafði samband við í gær hafði verið allgóð veiði síðustu dagana. Undantekning er Vestmannaeyjar, en þar eru það helzt línubátar sem byrjaðir eru veiðar. Ekki unnt að fresta gangsetningu 2. ofns Hins vegar hægt að draga úr fjárfestingum á árinu um 1575 millj. verksmiðjunnar þurfi ekki að koma til greiðslu á hinum sérstöku hluthafalánum ríkissjóðs til Járn- blendiféiagsins, en þau geta numið allt að 1500 milljónum króna. I tilkynningu frá iðnaðarráðu- neytinu í gær segir að ráðuneytið telji að með því að sveigja til byggingarhraða á árinu 1979 þannig að létti á fjárfestingu um rösklega 1500 milljónir króna auk frestunar á greiðslu hlutafjár- framlags milli ára og hluthafalána á byggingartíma verksmiðjunnar hafi það náðst fram sem frekast sé að vænta eins og um hnútana sé búið. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær tillögur iðnaðarráð- herra í þessu máli. í fréttatilkynningunni segir ennfremur að af þeim lögfræðilegu athugunum, sem fram hafi farið á samningsstöðu íslenzka ríkisins sem meirihlutaaðila í íslenzka járnblendifélaginu til að fá ofni 2 frestað í 6—9 mánuði sé ljóst, að bein samningsákvæði og forsendur ýmissa þýðingarmikilla samninga sem Járnblendifélagið og hluthaf- ar hafi þegar gert og séu bundnir af, séu því til hindrunar að framkvæmdum verði frestað án samþykkis Elkem-Spigerverket, hins norska samstarfsaðila um verksmiðjuna. Sé þannig ljóst að lagalegri samningsaðstöðu íslenzka ríkisins sé mjög þröngur stakkur skorinn. Samkvæmt upplýsingum vigtar- manns á annarri vigtinni í Eyjum var þar í gær verið að landa úr Sigurborgu 31 tonni af fiski, sem hætt hafði verið við að sigla með og einnig var Sindri þá kominn inn til löndunar með um 120 tonn af blönduðum fiski. Annars eru það einungis línubátar sem eru byrjað- ir og hafa fengið sáralítið eða 2—7 tonn í róðri. Hins vegar var betra hljóð í Daníel á vigtinni í Grindavík en hann kvað 44 báta hafa landað þar samtals 448 tonnum í fyrrakvöld og fram til gærmorguns. Línubát- arnir voru með þetta frá 4.5—7 tonn en netabátarnir upp í 48 tonn af 2ja nátta fiski og var þar Hrafn Sveinbjarnarson aflahæstur. Vertíðin fór fremur hægt af stað en hefur verið að lifna verulega síðustu dagana. Alls eru gerðir út um 46 bátar frá Grindavík en af bátunum sem lönduðu í gær voru um 20 aðkomubátar, bæði frá Sandgerði og Keflavík. Létt var einnig yfir fréttaritara Mbl. á Höfn í Hornafirði, Jens Mikkaelssyni, en hann sagði að þangað bærist nú daglega með bátunum afli sem samsvaraði afla eins togara eða 80—100 tonn af ýsu, þorski og keilu. Línubátarnir hafa verið með 7—8,5 tonn að meðaltali á bát. Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtanga á ísa- firði, sagði að lítið hefði verið þar um landanir togara í sl. viku en þeir væru nú eitthvað að kroppa í fisk við Víkurálinn. Afli línubát- anna hefði hins vegar verið tregur framan af en glæðst síðustu daga og verið 8—10 tonn í róðri. Fiskurinn er mjög fallegur og vænn þorskur. Tvö hassmál rannsökuð FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík hefur að undanförnu unnið að rannsókn tveggja fíkniefnamála. Fyrra málið kom upp í Vestmannaeyjum, þar sem ungur maður var tekinn með fíkniefni, m.a. með hassolíu en hitt málið kom upp í Hafnarfirði, en þar komu allmörg ungmenni við sögu. Bæði þessi mál eru af minni gerðinni. Fíkniefnadeildin hefur unnið þau í samvinnu við lögreglumenn á báðum stöðunum. Söfnuðu til björg- unarsveitarinnar á reyklausa deginum Ilúsavík, 25. jan. — Fyrir reyk- lausa daginn kom fram sú hug- mynd hjá starfsmönnum Kaupfé- lags Þingeyinga að starfsfólk fyrirtækja á Húsavík gæfu minnst andvirði eins sígarettupakka á þessum degi ti! styrktar björgun- arsveitinni Garðari, en undan- Fáskrúðsfjörður: A Vegagerðin einkarétt á snjósköftunum? 1‘á.skrúð.síirði, 25. jan. LOÐNUVERKSMIÐJAN hér hcfur tckið á móti um 3500 tonnum af loðnu. Þar scm varahluti vantaði í vcrksmiðjuna var ckki hægt að hefja bræðslu og voru góð ráð dýr. Var gripið til þcss ráðs að fá varahluti frá Reykjavík og voru þcir sendir flugleiðis til Egilsstaða en svo háttaði til að snjóaði hér í nótt og lokaðist vegurinn til Reyðarfjarðar á einum stað í svokölluðu Árhafnargili. rétt utan við kauptúnið. Þar sem bráðlá á varahlutun- um tók framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar það til bragðs að senda tæki frá fyrirtækinu til þess að opna veginn á þessum kafla vegna þess að Vegagerðin ætlaði ekki að opna veginn fyrr en á föstudaginn. Var það gert og náðust varahlutirnir þannig að hægt verður að hefja bræðslu í nótt. Næst gerðist það að Vega- gerðin komst á snoðir um hvað gerst hafði og rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Reyðarfirði hringir 'í framkvæmdastjóra verksmiðjunnar, sem jafnframt er kaupfélagsstjóri hér á staðn- um og tilkynnir honum það að hann hafi enga heimild haft til þess að ráðast á snjóinn á veginum. Spurði kaupfélags- stjórinn þá að því hvort þeir hefðu ætlað að opna veginn ef farið hefði verið fram á það. Tilkynnti rekstrarstjórinn að það hefði verið hugsanlegt með því móti þó að verksmiðjan hefði orðið að borga allan kostnað. Nú vil ég spyrja. Eiga vegfarendur að ganga ti) næsta bæjar ef þeir festa bíla sína og spyrja rekstrarstjóra viðkom- andi svæðis hvort þeir megi moka bíla sína lausa. — Albert farna viku hefur hún unnið miki og fórnfúst starf og liðsmen sveitarinnar lagt fram mikl vinnu og allt endurgjaldslaust. Þ deildin sé vel búin tækjum þat alltaf að bæta við nýjum og kemu allur fjárstuðningur sér vel og söfnuninni á þriðjudaginn er vita að safnast hafa 450 þúsun krónur. _ Fréttaritari Bátar fyrir óhappi í inn- siglingunni á Hornafirði Höín, Hornalirði, 25. janúar. Tveir Hornafjarðarbátar urðu fyrir óhappi í byrjun vikunnar í innsiglingunni. Donna SF var að koma úr róðri og lenti á skeri þannig að báturinn skemmdist verulega undir sjólínu. Litlu síðar varð Jakob SF fyrir svipuðu óhappi. Báðir bátarnir voru á línu en eru frá róðri og bíða þess að komast í slipp. — Jens.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.