Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 í Árnastofnun við afhendingu bókagjafar Þýzka vísindasambandsins. Karlheinz H. G. Krug sendiráðunautur skoðar eitt ritanna. Næstur honum er Ólafur Halldórsson handritafræðingur stofnunarinnar, Ásdís Egilsdóttir bókavörður, prófessor Einar Ól. Sveinsson og frú Krug. Árnasafnhlýtur bókmennta- og þjóðfræðirit að gjöf Góð bókagjöf frá Þýzka vísindasambandinu, Deutsche Forschungsgemeinschaft, barst Stofnun Árna Magnús- sonar á dögunum, og er það í annað sinn, sem stofnunin hlýt- ur siíka gjöf. Bækurnar, alls 67 bindi, eru útgáfur og fræðirit á sviði þjóðfræða og bókmennta, sem varpa ljósi á menningar- tengsl íslands og Þýzkalands fyrr á öldum. Gjöfina afhenti Karlheinz H.G. Krug, sendi- ráðunautur í þýzka sendiráð- inu í Reykjavík, en Ólafur Halldórsson handritafræðing- ur tók við henni í nafni stofnunarinnar og flutti þakkarávarp. Fæstar þessara bóka eru til í íslenzkum bókasöfnum, og eru þær því stofnuninni mikill fengur. Meðal bókanna eru Deutsche Volksbúcher in Faksi- miliedrucken og eru þær ljós- prentaðar útgáfur bóka, sem komu út á 15. og 16. öld. Sögur þessar eru margar til í íslenzk- um þýðingum frá 17. og 18. öld, en hvenær þær sögur hafa bor- izt hingað, gæti ef til vill saman- burður þýðinga og bóka sagt til Ellefu rit í bókaflokknum Sammlung Metzler; Realine- búcher fúr Germanisten, Reali- en zur Literatur, er einnig að finna. Þetta eru handhæg yfir- litsrit með ítarlegum bóka- skrám og tilvísunum til heim- ildarita. I þessum bókaflokki er m.a. einnig til rit um sagnaritun Islendinga. Þá barst einnig Allgemeines deutsches Lieder-Lexicon, fjögurra binda uppsláttarrit í starfrófsröð yfir þýzk þjóðkvæði og söngva. Bækur þessar komu út á árunum 1844—1846, en eru hér í ljósprentaðri útgáfu. Þá eru loks útgáfur á þýzkum miðaldahandritum og útgáfur á kvæðum eftir Walther von der Vogelweide og Wolfram von Eschenbach ásamt fleiri þýzk- um ritum frá fyrri öldum. Háskólatónleikar á morgun: Alþýðusamband Suðurlands: Sieglinde Kahman og Reykjavík Ensemble flytja verk eftir Schubert Hreinn Erlendsson kjörinn forseti Kahman, sópran, og Reykja- vík Ensemble. Á efnisskránni eru tríó nr. 2 í B-dúr fyrir fiðlu, lágfiðlu og hnéfiðlu, Der Hirt af dem Felsen, fyrir sópran, klarínett og píanó, og Salve Regina, sem er fyrir sópran og strengjakvartett. Þetta mun í fyrsta sinn, sem Salve Regina er flutt á Islandi. Hljóðfæraleikarar á Háskólatónleikunum verða Ásdís S. Þorsteinsdóttir, Guðrún A. Kristinsdóttir, Helga Hauksdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Sigurður I. Snorrason og Victoria Parr. Aðgangur að Háskólatón- leikunum er öllum heimill. Miðar fást við innganginn og kosta 1.000 krónur. DAGANA 10. og 11. þessa mán. var 5. þing Alþýðusambands Suðurlands haldið í Verkalýðs- húsinu á Ilellu. Þingið sátu rúml. 40 fulltrúar frá 14 aðildarfélögum á sam- bandssva'ðinu. Forseti sambands- ins Gunnar Kristmundsson á Selfossi settj þingið. Þingforseti var kjörinn Hilmar Jónasson á Hellu og varaþingforseti Kjartan Guðjónsson á Eyrarbakka. Fyrri dag þingsins flutti forseti skýrslu stjórnar og gjaldkeri sam- bandsins Þorsteinn Bjarnason Hveragerði skýrði reikninga sam- bandsins. Þá var gengið frá nefndarskipan. Framsögumaður um atvinnumál var Sigurður Óskarsson á Hellu og framsögu- maður um kjaramál Hreinn Er- Iendsson Selfossi. Miklar umræður urðu um þessa tvo málaflokka. Að loknu kvöldverðarhléi var starfað í nefndum. Síðari dag þingsins voru nefndarálit rædd og afgreidd. Þá heimsóttu þeir Snorri Jónsson varaforseti A.S.I. og Ásmundur Stefánsson hagfræðingur þingið. Að loknu kaffihléi síðdegis var gengið til stjórnarkjörs fyrir næsta kjörtímabil sambands- stjórnar. Fyrir kjörstjórn lá yfir- lýsing frá fráfarandi forseta Gunnari Kristmundssyni, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Samkomulag náðist ekki í kjör- stjórn og lögðu þeir Sigurður Óskarsson og Kjartan Guðjónsson fram tillögu meirihluta til full- skipaðrar stjórnar og endurskoð- enda, en minnihluti kjörnefndar, Sigurður Einarsson, lagði fram tillögu til kjörs forseta og vara- forseta. Tillaga meirihluta kjör- nefndar um Hrein Erlendsson á Selfossi til forseta var samþykkt. Frambjóðandi minnihluta var Björgvin Sigurðsson á Stokkseyri. Tillaga meirihluta kjörnefndar um Hilmar Jónasson á Hellu til vara- forseta var samþykkt. Frambjóð- andi minnihluta var Auður Guð- brandsdóttir Hveragerði. Eftirtaldir stjórnarmenn voru sjálfkjörnir. Grétar Jónsson Selfossi ritari, Þorsteinn Bjarnason Hveragerði, gjaldkeri, Kjartan Guðjónsson Eyrarbakka, Öskar Jónsson Hellu, Birgir Hinriksson Vík. Þriðju Háskólatónleikarnir í vetur verða í Félagsstofnun stúdenta á morgun, laugar- dag, og hefjast kl. 17. Þar verða einvörðungu flutt verk eftir Frans Schubert, en flytjendur eru Sieglinde Sieglinde Kahman Varamenn í stjórn: Símon Gunnarsson Vík, Róbert Róberts- son Syðri-Reykjum, Sigurður Óskarsson Hellu, Gunnar Kristmundsson Selfossi. Endurskoðendur: Magnús Aðalbjarnarson, Björn Friðriks- son. Varaendursk.: Ingvar Ágústsson. Unglingahreyfingar stjórnarflokkanna: Tóku ekki áskor- un Heimdallar um Hart í bak í Skilmannahreppi Formaður Leikflokksins sunnan Skarðsheiðar er Elín Kolbeins- dóttir, Ásfelli. Jón á Reykjum kosinn endurskoðandi reikn- inga Búnaðarbankans kappræðufund Leikflokkurinn sunnan Skarðs- heiðar frumsýndi leikrit Jökuls Jakobssonar Hart í bak s.l. föstu- dagskvöld 9. febr. í Félagshcimil- inu Fannahlíð f Skilmanna- hreppi. Leikstjóri var Kristján Jónsson en honum til aðstoðar Anna Friðjónsdóttir. 12 leikarar koma fram á sýning- unni, bæði gamalreyndir og nýir leikarar hjá leikflokknum. Með helstu hlutverk fara: Anton Ottesen (Jónatan), Alda Gunnars- dóttir (Áróra), Hafþór Harðarson (Láki), Margrét Jónsdóttir (Árdís). Húsfyllir var á frumsýningunni og voru leikarar og leikstjóri margklappaðir fram í lokin. Næstu sýningar á Hart í bak verða sunnudag 18. febr. kl. 21. Á FUNDI sameinaðs AI- þingis á þriðjudaginn var Jón Guðmundsson oddviti á Reykjum í Mosfellssveit kjör- inn endurskoðandi reikninga Búnaðarbanka íslands til Ekki verður af kappræðu- fundi milli Heimdallar, sam- taka ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, og Æskulýðsnefndar Alþýðu- handalagsins, Félags ungra jafnaðarmanna og Félags ungra framsóknarmanna um efnið „Störf og stefna ríkisstjórnarinnar“, þar sem F.U.F. og Æn.Ab. hafa hafnað áskorun Heimdallar um fundinn, sem send var út í byrjun janúar. Kjartan Gunnarsson for- maður Heimdallar sagði í tveggja ára, frá 1. janúar 1979 til 31. desember 1980. Var Jón kjörinn í stað Einars Gestssonar á Hæli í Gnúpverjahreppi sem hefur sagt af sér. samtali við Morgunblaðið í gær, að hugmynd Heimdallar hefði verið að sex ræðumenn töluðu á fundinum, það er þrír frá stjórnarandstöðunni og þrír frá ríkisstjórnar- flokkunum. Sagði Kjartan að ungir jafnaðarmenn hefðu fallist á þessa tilhögun, en á fundi þessara aðila í fyrradag hafi formaður Æskulýðs- nefndarinnar og fornaður F.U.F. hafnað henni. Báru þeir því við að ekki væri réttlátt að þrír ræðumenn frá Sjálfstæðisflokknum töluðu, en aðeins einn frá hverjum hinna flokkanna, auk þess sem stjórnarflokkana greindi á um mörg grundvallaratriði að ekki væri unnt að líta á þá sem eina heild í fundi sem þessum. Kappræðufundir pólitísku ungfélaganna hafa yfirleitt verið haldnir á hverjum vetri, og er þess skemmst að minnast að um 1300 manns komu á kappræðufund Heim- dallar og Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins í Sigtúni í fyrravetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.