Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 11 Efri myndin sýnir verksmiðju Lýsis og mjöls h.f. áður en hreinsi- tækjunum var komið fyrir en sú til hægri sýnir verksmiðjuna frá sama sjónarhorni eftir að tækin höfðu verið tekin í notkun. Lýsi og m jöl hf. tekur í notkun lofthreinsitæki Tækin eru hönnud og fram- leidd af íslenskum aðila LÝSI og mjöl h.f. í Hafnarfirði hefur tekið í notkun tæki sem hreinsa eiga lykt og reyk sem berst frá verksmiðjunni. Lofthreinsun h.f. hefur séð um framleiðslu og uppsetningu þess- ara hreinsitækja og er Lýsi og mjöl fyrsta verksmiðjan hér á landi sem tekur þau í notkun. Árið 1976 voru tækin sett þar upp til reynslu en þá hafði stjórnar- formaður Lofthreinsunar h.f. Jón Þórðarson, gert tilraunir með lofthreinsitæki í 5 ár. Hreinsi- tækið er þannig byggt upp að loftið sem hreinsa á er látið streyma í gegnum svokölluð filterhjól sem snúast hvert gagn- stætt því næsta með miklum hraða. Hjólin eru vætt með því að láta vatn flæða frá miðju hvers hjóls, úteftir hverjum teini undir áhrifum frá miðflóttaaflinu, sem myndast við snúning hjólanna. Jón hefur fengið einkaleyfi á þessum tækjum f 7 löndum. Fyrstu tilraunir með tækið voru gerðar í álverinu við Straumsvík. Þótt tækið reyndist ekki sem skyldi við þau skilyrði sem þau voru þar reynd við, sýndu niður- stöður rannsókna ýmsa jákvæða þætti varðandi hreinsihæfni tækisins. Árið 1973 var tækið sett upp í verksmiðju Kísiliðjunnar við Mývatn. Kom þá í ljósað tækið hreinsaði vel og samkvæmt mælingum Heilbrigðiseftirlitsins mun betur en krafist hafði verið. Hagfræðingar og viðskiptafræð- ingar ræða um starfsheiti sín FÉLAG viðskiptafræðinga og hag- fræðinga gengst fyrir hádegis- verðarfundi á Hótel Sögu, Bláa sal, í dag, föstudag. Fundarefnið er frum- drög að lögum um rétt til að kalla sig viðskiptafræðing eða hagfræðing. Frumvarpsdrögin eru unnin í fram- haldi af þeirri-umræðu sem undan- farin ár hefur staðið um þessi mál. Framsögumaður á fundinum verður Þórður Friðjónsson formaður Kjara- nefndar. • Aftur á móti kom fram málm- þreyta í tækinu sem olli tals- verðum bilunum. Nú mun hafa tekist að komast að því hvað málmþreytunni olli og sagði Jón Þórðarson að hann teldi að búið væri að ráða bót á þeim vand- kvæðum. Við næstu tilraunir við Sementsverksmiðju ríkisins og Lýsi og mjöl hf. var reynd ný og endurbætt skilja. Gekk tækið í verulegan tíma við mismunandi aðstæður án nokkurra bilana. Raunvísindastofnun Háskólans annaðist allar rannsóknir á hreinsihæfni tækisins. Við sementsverksmiðjuna var hreinsunin á steinryki 99,4% og á söltun af alkalímálmum 97—98%. Niðurstöður mælinganna við Lýsi og mjöl í Hafnarfirði sýndu að tækin eyddu milli 97—99% af efnum sem annars hefðu farið í andrúmsloftið, bæði lyktarefnum og ryki. Um áramótin 1977—1978 var síðan undirritaður samningur milli Lofthreinsunar hf og Lýsis og mjöls hf. um kaup á þessum tækjum. Verð tækjanna miðað við verðstuðul í nóvember 1977 var 60 milljónir króna. Til viðbótar var kostnaðurinn við uppsetningu tækjanna um 27 milljónir eða samtals 87 milljónir. í dag er kostnaðurinn við kaup og upp- setningu tækjanna kominn í um 130 milljónir króna en búist er við að eitthvað af þessari upphæð fáist endurgreitt þar sem stjórn- völd hafa samþykkt að fella niður af aðflutningsgjöldum og sölu- skatti af efnum, vélum og tækjum sem sett eru upp að kröfu heik brigðiseftirlitsins. Ennþá standa yfir mælingar á hreinsigetu tækjanna í Lýsi og mjöli hf en þau hafa nú verið í gangi um nokkurn tíma. Raunvísindadeild Háskólans og Heilbrigðiseftirlit ríkisins annast þær mælingar og hafa fyrstu sýni sem tekin hafa verið eftir að tækin voru endanlega sett upp í verk- smiðjunni gefið til kynna að þau eyða 98—99% bæði af lyktandi lofttegunduitt og einnig ryki sem annars hefðu borist út í andrúms- loftið úr reykháfum verk- smiðjunnar. ' 1 : " 'J 1ÉS«Í1**&» mimsgmBM •fv , . . ■ ■ iiÉPfraMPÍ Rétt fyrir jolin fengum við afgreidd Luxor 22“ sjónvarps- tæki á hreint ótrúiega lágu verði. I m HÉÉÍ s'-CVr;: Æm ®!ÍSIIÍ ViA 'í-ý, ipm WvJiP: >••■ ■•••.■:;■.•■-.••■ ■PR w i — við höfum nú fengið aftur tæki ennþá á lága verðinu eða aðeins kr. 459.000 á hjólaborði. Sænsk vara hefur löngum þótt bera af í gæöum og ber þar ekki hvaö minnst á Luxor fyrirtækinu. Þetta 22 tommu tæki hefur vakiö veröskuldaða athygli um heim allan og ekki aö ástæðulausu. gagKœgp H ■■■• ■ ■ - É#S#§tp (MMIMMI Einnig fáan- leg 18“ tæki fyrir aðeins kr. 379.000 ppÉÉÉ mtímm ( Komið og kynnið ykkur kosti Luxor sjónvarps- tækjanna strax í dag. W0M Wm Takmarkaðar birgðir á framangreindu verði. 00 n3#*iii. symaMJl-W: 7 wmmmimM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.