Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 3 Ötæk vinnubrögð hvemig framkvæmdin hefur farið úrskeiðis — segir Hjörleifur Guttormsson „ÞETTA sýnist býsna vanda- samt mál og þarna geta verið verulegir hagsmunir í húfi varðandi sölu á lagmeti til Sovétríkjanna. Ég hyggst láta líta á málið með tilliti til þess að það skipti allnokkru máli að bæta það tjón, sem mér sýnist Sölustofnun lagmetis viður- kenna að orðið hafi,“ sagði Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra, er Mbl. ræddi við hann f gær um skemmdir á framleiðslu K. Jónssonar & Co á Akureyri. Um eftirlitið með framleiðslunni og fram- kvæmdaleysi á reglugerð iðnað- arráðuneytisins sagði ráðherr- ann, að hann teldi það ótæk vinnubrögð, hvernig þessi mál hefðu farið úrskeiðis og myndi hann leita lausnar á því að framleiðslueftirlit sjávaraf- urða gæti annast eftirlitið. Iðnaðarráðherra sagði sér hafa verið ókunnugt um að framleiðslueftirlitið gæti ekki annast sitt starf sökum pen- ingaleysis og hefði honum borizt sú vitneskja „með öðru í sam- bandi við þetta leiðindamál". Ráðherra sagði að það væru fleiri mál varðandi lagmetisiðn- aðinn, sem hann vildi láta at- huga. Meðal annars vildi hann láta tryggja það að ráðuneytið gæti fylgzt betur með fram- kvæmd mála, en raun væri á. Einnig sagði Hjörleifur nauð- synlegt að setja reglugerð fyrir þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins og kanna hráefnisöflun, þar sem svo virtist sem ekki væri unnt að afla verksmiðjunum nægilegs hráefnis. Sagði Hjörleifur að þessi mál yrðu unnin í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið. Söltunarstöðin á Hornafirði: „Síldin söltuð eftir fyrirmælum verk- smiðjunnar” MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Hermanns Ilanssonar framkvæmdastjóra Fiskimjöls- verksmiðju Hornafjarðar hf., en söltunarstöð fyrirtækisins saltaði þá síld sem verksmiðja K. Jónssonar á Akureyri notaði í gaffalbitana, sem seldir voru til Sovétríkjanna og reyndust göiluð vara að hluta. „Málið er það,“ sagði Her- mann, „að við söltuðum 15 þús- und tunnur af kryddsíld fyrir K. Jónsson haustið 1977. Sérstakur eftirlitsmaður verksmiðjunnar fylgdist með söltuninni enda um það samið og fylgdist hann með því að síldin væri söltuð eins og verksmiðjan vildi. Síldin var síðan flutt jafnóðum til Akur- eyrar hálfum mánuði eftir sölt- un eins og verksmiðjan hafði óskað eftir. í janúar 1978 var gerð úttekt á síldinni fyrir norðan og var matsmaður okkar viðstaddur. Gaf sú úttekt ekki tilefni til neinna athugasemda. Þar sem allt var með eðlilegum hætti töldum við að við hefðum staðið við okkar hlut og værum þar með úr myndinni." Benedikt Gröndal á fundi með SVS Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra mun flytja erindi um ísland og Atlantshafsbandalagið á hádegisfundi, sem Samtök um vestræna samvinnu (SVS) halda í dag, laugardag, én síðan mun utanríkisráðherra svara fyrir- spurnum. Fundurinn sem hald- inn verður f Hótel Esju, 2. hæð, hefst kl. 12.15 og er opin félags- mönnum SVS og Varðbcrgs og gestum þeirra. Sambandið semur um sölu á loðnu til Japans SAMNINGAR voru undirritaðir í Reykjavík í gær milli sjávaraf- urðadeildar Sambandsins og japanska fyrirtækisins Mitsui og Co Ltd um sölu á allri loðnu, sem fryst kann að verða á þessari loðnuvertíð í frystihúsum á veg- um deiidarinnar. Komu tveir fulí- trúar hins japanska fyrirtækis til Reykjavíkur þeirra erinda að ,anga frá samningum. Ógjörningur er að að áætla hversu mikill hluti loðnunnar verð- ur hæfur til frystingar að þessu sinni. I fyrra féll loðnufrysting að mestu niður en árin 1976 og 1977 voru frystar á vegum deildarinnar milli 800 og 900 lestir af loðnu hvort árið um sig. Gert er ráð fyrir að Mitsui og Co kaupi einnig öll loðnuhrogn, sem fryst verða á vegum deildarinnar á þessari vertíð og hefur einnig verið gengið frá samningi um þennan þátt framleiðslunnar. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Ljósm: Gmiiía. Örninn á Brjánslæk sem verið hefur þar til aðhlynningar undanfarið er á góðum batavegi, en verður þó í mannahöndum enn um skeið. Ríkisábyrgðasjóði sleginn Fontur fyrir 570 millj. kr. RÍKISÁBYRGÐASJÓÐI var í gær sleginn togarinn Fontur ÞH 255 á 570 milljónir króna. en annað og síðasta uppboð á togaranum lór fram á sýslumannaskrifstofunni f Húsavík í gær. Sigurður Briem aðalfulltrúi sagði í samtali við Mbl. í gær, að engin ný boð hefðu komið fram við annað uppboð, en við fyrra uppboð bauð fiskveiðisjóður íslands 100 milljónir króna og ríkisábyrgðasjóður 570 milljónir króna. Erninum á Brjánslæk ekki sleppt í bráð Örninn sem nú dvelst sem gestur á Brjánslæk á Barðaströnd vegna veikinda er við ágæta heilsu. og virðist taka eðlilegum framförum að því er heimilisfólkið á Brjánslæk tjáði Morgunblaðinu í gær. Ekki er þó í bígerð að sleppa erninum á næstunni, bæði er talið að sárið þurfi lengri tíma til að gróa, og svo hefur dýralæknirinn einnig ráð- lagt að það verði ekki gert fyrr en hlýrra er orðið í veðri. Erninum hefur nú verið komið fyrir úti í hlöðu, og þangað er honum færður matur; fuglar sem reynt er að ná í fyrir hann. Fyrst voru honum gefnar rjúpur úr frysti, en þær kláruðust fljótlega svo nú er reynt að veiða eitthvað af fugli handa honum eftir þVí sem færi gefst. Ekki hefur sést til ferða annarra hafarna í grennd við Brjánslæk að undan- förnu, en særði örninn var í fylgd tveggja annarra er hann náðist. Útsýnarkvöld Frmk/S'pmk háB Hótel Sögu Súlnasal sunnudaginn 18. febrúar Kl. 19.00. Húsiö opnaö Hressandi drykkir og lystaaukar á bai~num. Kl. 19.U5. Veizlan hefst stundvíslega með Gigot d‘agneau a la Bretonne frönskum kræsingum undir stjóm franska matreibslumeistarans Francois Fon‘s. Matarverö aöeins kr. 3.500- *Tízkusýning Modelsamtökin sýna dömu- og fermingafatnaö frá Verðlistanum meöan á boröhaldi stendur. ★ Feguröarsamkeppni: Ljósmyndafyrirsætur Útsýnar. Stúlkur 17—22 ára valdar úr hópi gesta. 10 Útsýnarferöir í vinning. Forkeppni. ★ Feröadagatal og bráðabirgðaáætlun og verðskrá lögð fram með ótrúlega fjölbreyttum og hag- kvæmum Útsýnarferðum 1979. * Skemmtiatriði: * Myndasýning: Forstjóri Útsýnar sýnir nýjar litmyndir frá sólarlöndum. * Danssýning: ★ Allar dömur fá gjafasýnishorn af frönskum ilmvötnum frá „Nina Ricci“ og „Nitchewo og fyrir herra Gainsborough. * Dans til kl. 01.00. Hin hressilega og bráðskemmtilega hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ósamt söng- konunni Þuríöi Siguröardóttur leika fjölbreytta tónlist við allra hæfi. 0 Allir velkomnir enginn aögangseyrir aöeins rúllugjald en tryggiö borö tímanlega hjá yfirþjóni í síma 20221 frá kl. 15.00 áfimmtudag. ★ Missiö ekki af glæsilegri skemmtun og möguleik- um á ókeypis Utsýnarferö. Boröapantanir hjá yfirpjóni í síma 20221 frá kl. 3. e.h. ALLIR VELKOMNIR — GÓÐA SKEMMTUN ■ Allir gestir sem koma fyrir kl. 20:00 fá ókeypis happdrættismiöa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.