Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 33 fclk í fréttum + NOKKRUM klukkustundum eftir að þessi kona, sem er lífs- tíðarfangi í kvennafangelsi einu í Bandaríkjunum, hafði flúið fangelsið, var henni ekið þangað aftur og þungar dyr fangelsisins lokuðust á hæla henni. Konan, sem heitir Sara Jane Moore, sýndi árið 1975 Ford þáverandi Bandaríkja- forseta banatilræði. Kvöld eitt eftir að dimmt var orðið tókst henni að komast yfir 12 feta háan fangelsismúrinn og strjúka ásamt öðrum kvenfanga sem einnig afplánar þar lífstíðarfangelsis- dóm. Þegar þær voru komnar yfir fangelsisvegginn og út í um- ferðina, veifuðu þær bílum. Ungur piltur nam staðar og tók þær upp í bílinn sinn og ók þeim nokkurn spöl. Þar stigu þær út. Skömmu síðar áttaði pilturinn sig á hverjir farþegarnir hefðu verið. Löggan, sem var á fullu um allar jarðir við að leita að föngunum, var óðara komin á vettvang. Náðust konurn- ar báðar þar sem þær ætluðu að „ferðast á puttanum". + Á HERÆFINGUM. Maðurinn til hægri er Helmut Schmidt kanzlari V-Þýzkalands að ræða við bandaríska hermenn úr skriðdrekasveit, á miklum heræfingum þar í landi fyrir nokkru. + MORÐINGJAR. ítalska lögreglan hefur dreift meðal liðs- manna sinna þessari teikningu af tveimur morðingjum, sem leika lausum hala þar í landi. Þeir eru taldir bera ábyrgð á morðinu á dómaranum Emilio Alessandrini í Milano nú fyrir nokkru. Nafna er ekki getið. Nú hefur verið ákveðið að dómarar og lögmenn, sem starfa þurfa við málaferli slíkra skæruliða, skuli aka í bflum með skotheldum rúðum. Kemur þessi ákvörðun í kjölfar þess að kunnur ítalskur bflboddíahönnuður slapp ómeiddur er mannræningjar gerðu honum fyrirsát og skutu á bfl hans. Rúðurnar voru skotheldar og bjargaði það manninum. + HJÁ KÚREKUM. — Þegar varaforsætisráðherrann kínverski, Teng Hsiao-ping, heimsótti Bandaríkin á sögunum, kom hann til Texasfylkis. — Þar heimsótti hann bændur og skoðaði nauta- hjarðir þeirra. Hann er á þessari mynd kominn með kúrekahatt á hefðbundinni kúrekahátíð (fremst til vinstri). Nautið sem hann er að skoða, er af svonefndum Brahma-stofni. Einn bændanna hafði gefið ráðherranum grip úr hjörð sinni. + Á BARNASPÍTALA í London. — Þessi mynd er tekin á kunnum barnaspítala í London, Westminster Children‘s Hospital. Þar er ræstingafólkið í verkfalli. Höfðu þessar konur, húsmæður, komið til hjálpar við ræstingastörfin. Þær eiga báðar börn í þessu sjúkrahúsi. Upphaflega hófst þessi vinnudeila út af því að 6 ræstingakonur höfðu neitað fyrirmælum. Var þeim þá vikið úr starfi og þá fór allt af stað í verkföllum. Norrænn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Annar fundur norrænu ráð- herranefndarinnar (mennta- og menningarmálaráðherrarnir) árið 1979 til úthlutunar á styrkj- um til útgáfu á norrænum bókmenntun í þýöingu á Norð- urlöndunum — fer fram 7.—8. júní. Frestur til að skila umsóknum er: 1. apríl. Eyðublöð ásamt leiðbeiningum fást hjá Menntamálaráöuneyt- inu í Reykjavík. Umsóknir sendist til: Nabolandslitteratur- gruppen, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde Snaregade 10, DK — 1205 Köbenhavn K. — Sími: DK 1-11 47 11 — og þar má einnig fá allar nánari upplýsingar. Frá Timburverzlun Árna Jónssonar & Co hf. iaugavegi 148 Plöturnar fást hjá okkur Baðherbergisbiljur frá Orkla Plötustærö: 12 mm 62x243 cm Elitex, plasthúöaöar vatnsþolnar „Elite“ spónaplötur Plötustærö: 12 mm 120x270 cm Hvítur lakkaður krossviður Plötustærö: 15 mm 120x270 cm Plötustærö: 12mm 120x270 cm Plötustærö: 9 mm 120x270 cm Plötustærö: 6,5 mm 120x270 cm Margar gerðir af krossvið til alhliða nota Plöturnar fást hjá okkur Timburverzlun Árna Jónssonar & Co hf. Laugavegi 148. Símar 11333 og 11420. óskar eftir blaðburðarfólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.