Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 Enn Þetta var „ofsalega" fín grein hjá Stefáni Snævarr í Morgun- blaðinu á fimmtudaginn. Greinin var einn stór samfelldur útúrsnún- ingur. Stefán, þó að ég sé kannski heimskur, þá held ég að ég hafi skilið megininntak greinar þinnar. Stefán segir að ég hafi varla svarað einni einustu athugasemd sinni. Ég held að ég hafi svarað þeim öllum skýrt lið fyrir lið. Stefán segir að ég skemmti mér við að gera honum upp skoðanir, þetta skil ég ekki, mér þætti vænt um það ef Stefán vildi skýra þetta nánar. Stefán virðist ekki vita að þegar greinar eru skrifaðar í blöð á að fara rétt með staðreyndir. Það virðist hafa fengið á Stefán að ég skyldi leiðrétta hann í sam- bandi við útlegð keisarans. Stefán segir að Mossadeq hafi reynt að þjóðnýta eigur erlendra olíufyrir- tækja, en það hafi aldrei reynt á það, hvað Mossadeq væri góður vegna þess hvað hann hafi verið stutt við völd. En sannleikurinn var sá að, Mossadeq var svo upptekinn við að framkvæma vondu verkin að hann hafði engan tíma fyrir þau góðu. Þjóðnýting Mossadeqs var fólgin í því að stoppa alla olíusölu til vesturlanda, en því miður var Mossadeq of seinn að skilja það að íranska ríkið fékk mest allar tekjur sínar af olíu, sem seld var til vesturlanda. íran var á barmi gjaldþrots þegar út braust borg- arastyrjöld á milli stuðnings- manna keisarans og stuðnings- manna Mossadeqs. En sem betur fór báru keisarinn og stuðnings- menn hans hærri hlut. Egill t>orfinnsson: um Mossadeq og Khoumeini eiga margt sameiginlegt. Eins og sagði í fyrri grein minni, var Mossadeq stærsti landeigandi í Iran. En nú í dag er það Khoumeini sem er einn af ríkustu og stærstu landeigend- um Irans þó að það sé ekki hægt að sjá á honum. Mossadeq var kom- inn vel yfir sjötugt þegar hann tók við stjórn Irans. Hann var bæði elliær og svo ósveigjanlegur í skoðunum sínum að það má segja að hann hafi verið andlega trufl- aður, alveg eins og Khoumeini. Mossadeq kom skipunum sínum áleiðis með snöggum yfirliðs- og grátköstum, þannig að flestir ef- uðust um andlegt heilbrigði hans. Stefán heldur áfram að halda uppi vörnum fyrir Rússa. Hann segir að fréttaflutningur sovésku blaðanna núna sé frekar hliðhollur keisar- anum, það er rétt en síðustu 38 árin hafa Rússar skipst á að vera á móti keisaranum eða með keisar- anum. Stefán veit kannski ekki að það var KGB, sem hjálpaði Mossa- deq að koma keisaranum úr landi. Stefán vill fá heimildir fyrir því að það hefðu verið andstæðingar keisarans, sem brenndu 377 manns inni í kvikmyndahúsinu og hann vill líka fá heimildir fyrir vopna- búrssögu minni. Heimildir mínar eru íslenskir fjölmiðlar, fréttastof- urnar AP og REUTER, sem hing- að til hafa komið með fréttir sem hægt er að treysta. Stefán vill kenna hernum og keisaranum um fjöldamorðin sem hafa verið í íran. Hann segir að þúsund sé hærri tala en 377 og það veit ég, því ég er í skóia og ég hef lært að íran telja. En þetta er hvorki keisaran- um né hernum að kenna, þetta er fólkinu sjálfu að kenna. Það hlýðir ekki löglegum yfirvöldum landsins og hefur herlög að engu. Ég skal nefna eitt dæmi: I byrjun septem- ber var sett á útgöngubann. 8. september fóru 100.000 manns í mótmælagöngu í Teheran. Gekk fólkið um göturnar og eyðilagði bíla, kveikti í opinberum bygging- um, bíóum og bönkum. Var þá herinn sendur á vettvang og báðu hermennirnir fólkið um að fara, er það gegndi ekki. Saktu þá herinn táragassprengjum en við það trylltist fólkið og réðst það að hermönnunum. Hófu þeir þá skot- hríð og felldu rúmlega 50 manns. Þetta hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef fólkið hefði hlýt hermönnunum. Keisaranum er kennt um mis- heppnaða iðnbyltingu. Margt hef- ur farið úrskeiðis í þeim efnum en það er ekki rétt að kenna keisaran- um um það. Það er vafasamt að vera að vitna í breska sérfræðinga nú á dögum eins og Stefán gerir, þeir geta ekki stjórnað efnahag sínum og er þar allt á niðurleið og hefur ávallt verið síðan þeir hættu að geta lifað á öðrum þjóðum. Þessi Halliday, sem Stefán er að tala um, segir að keisarinn hafi ekki hundsvit á efnahagsmálum. Þó að keisarinn sé gáfaður er ekki hægt að ætlast til þess að hann viti allt. Halliday segir, að þegar keisaranum hafi verið sagt, að fyrir utan Teheran væri víðfeðm „slömm“-byggð hafi hann ekki trúað sínum eigin eyrum. Þetta er að einhverju leyti ráðgjöfum keis- arans að kenna, því að það er þeirra verk að segja keisaranum frá ástandinu í landinu. Það er varla hægt að ætlast til að keisar- inn geti fylgst með öllu sem skeður í svona stóru og fjölmennu landi. Stefán segir að ég gefi í skyn, að það sé vegna fáfræði sinnar, sem fólk rísi núna upp gegn keisaran- um. Stefán virðist ekki hafa skilið þetta rétt. Ég var að tala um að það var áður fyrr, sem klerkarnir notuðu sér fávisku fólksins. Stefán spyr hvort það séu líka stúdentar og háskólakennarar sem klerkarn- ir stjórni. Svarið er já, því að það er ótrúlegt hvað hinn ómótstæði- legi Khoumeini hefur hrifið marga. Stefán segir að það sé ekki rétt hjá mér að klerkarnir vilji banna öll kvikmyndahús, þeir eru aðeins á móti klámmyndum segir Stefán. I samræmi við kenningu Stefáns eru þá ekki sýndar klám- myndir í kvikmyndahúsum Irans. En Stefán virðist ekki vita, að það er ekki lengur til uppistandandi kvikmyndahús í Teheran, og mér þykir mjög ótrúlegt að það séu sýndar klámmyndir í öllum kvik- myndahúsum Teheranborgar. Stefán segir að þeir sem halda að stjórn múhameðskra heittrúar- manna sé endilega andvíg iðnvæð- ingu, ættu að líta til Saudi-Arabíu, sem iðnvæðist af miklu kappi, þó að Kóraninn sé það jafngildi laga- stafanna. En Stefán virðist ekki vita að þar fær fólk ekki að sýna andstöðu gegn iðnvæðingu, vegna þess að þar er öll andstaða brotin á bak aftur með hervaldi, og þar er líka 4000 manna konungsfjöl- skylda sem situr ein að olíuauðn- um. Stefán segir að trúin sé aðeins yfirskin yfir pólitísk átök og að mótmælendur noti Khoumeini fyrst og fremst sem sameiningar- tákn í andstöðunni gegn keisaran- um. En það er staðreynd að Khou- meini er að verða einræðisherra, því að fólkið gerir eins og hann segir og enginn annar. Þetta eru líka pólitískar deilur ég viðurkenni það. Mín heitasta ósk er sú að Khou- meini lifi það lengi, að fólkið í landinu sjái og fái að reyna hvílíka ógæfu þetta steinrunna gamal- menni er að leiða yfir írönsku þjóðina. Þessi vitfirring, sem maðurinn er að leiða yfir þjóðina með ofstækisfullri stefnu sinni í trúmálum stendur vonandi ekki lengur en þann tíma sem Khou- meini endist aldur til. Illt væri ef hann dæi ekki eðlilegum dauð- daga, því að annars gæti farið svo að hann yrði píslarvottur. Þessi maður hefur aldrei komið nálægt stjórnmálum og virðist ekki hafa vit á þeim. Hann veit ekki hvernig á að stjórna innan- lands, hvað þá heldur stjórnmála- viðskipti við önnur lönd. Trúmál og stjórnmál hafa aldrei farið saman og getur aldrei vel farið þegar þeim er blandað saman. Munurinn á stefnu keisarans, sem sýnd hefur verið í verki, og Khoumeinis er sá, að keisarinn vill mennta þjóð sína svo að hún standist samkeppni við aðrar þjóð- ir, en stefna Khoumeinis er að færa þjóðina margar aldir aftur í tímann, þá um leið til eymdar og fátæktar svo að hann og trúbræð- ur hans geti ráðið yfir henni eins og verstu harðstjórar. Stefán segir að iðnvæðingin í Iran geti ekki talist mikið afrek, þá langar mig að spyrja Stefán. Hvað telur þú mikið afrek? Ég vil minna Stefán á, að keisarinn hefur verið á móti fjöldamorðum hersins og hann neitaði byltingarboði hersins, til að forðast frekari blóðsúthellingar. Ég held að stærstu mistök, sem keisarinn hefur gert, var þegar hann neitaði byltingarboði hersins, þá hefði kannski verið hægt að bæla óeirð- irnar niður en þær hafa aukist margfalt eftir að keisarinn fór úr landi. Ég vil minna á að keisarinn er ennþá keisari Irans, því hann hefur enn ekki sagt af sér. Hann er tilbúinn að snúa aftur til Irans, ef Jón G. Stefánsson gedlæknir: Læknaráð Landspítalans- hefur á^ undanförnum dögum vakið athygli á húsrýmisskorti á Landspítalanum. I málflutningi þess hefur komið fram vanmat á þörf fyrir þjónustu við geðsjúka, vanþekking á rýmisþörf slíkrar þjónustu og villandi upplýsingar um sjúkrarými í geðdeildar- byggingu við Landspítalann. Þörf fyrir geðdeild Áætlun Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytisins. Nauðsyn þess að reka full- komna geðdeild við Landspítal- ann hafði verið flestum ljós lengi, er það var ákveðið sumar- ið 1971, af þáverandi ríkisstjórn, að láta byggingu geðdeildar ganga fyrir öðrum framkvæmd- um við Landspitalann. Á meðan hönnun geðdeildarinnar stóð yfir fór fram athugun á vistun- arrýmisþörf heilbrigðisstofn- ana. I riti Heilbrigðis- og Trygg- ingamálaráðuneytisins um þetta efni frá 1973, skýrslu unninni af dr. Kjartani Jóhannssyni, verk- fræðingi, í samráði við Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra, er gert ráð fyrir, að sjúkrarýmis- þörf á 100.000 íbúa fyrir bráða geðsjúkdóma sé 210 rými, fyrir geðhjúkrun 125 rými, fyrir drykkjusjúka 50 rými og fyrir geðveila 50 rými. I ritinu kemur fram, að þá voru til 406 rými fyrir þessa þjónustu, en þörf fyrir 898, eða 492 til viðbótar, þar af 150 rými fyrir bráða geðsjúkdóma miðað við fólks- fjölda ársins 1971. Var stærð geðdeildar við Landspítalann ákveðin með þessar forsendur í huga, svo og þarfir vegna kennslu heil- brigðisstétta og í samræmi við stærð Landspítalans að öðru leyti. Bent skal á, að í greinar- gerð læknaráðs Landspítalans kemur fram, að samkvæmt skýrslu frá skrifstofu landlækn- is, um sjúkrarými á Islandi í janúar 1978, eru þá 408 sjúkra- rými fyrir geðsjúka. Álit landlæknis. Landlæknisembættið mun hafa samið á árinu 1976 greinar- gerð, þar sem fjallað var um þörf á sjúkrarými fyrir geð- sjúka. Greinargerð þessi er ekki opinber og er ekki til aðgöngu, én landlæknir hefur skýrt frá eftirfarandi: „Landlæknisembættið er sam- mála því, að hraða beri bygg- ingu geðdeiidar við Landspítal- ann og liggja til þess veigamikil rök. I fyrsta lagi er brýn nauðsyn á betri aðstöðu til meðferðar geðsjúkra. í öðru lagi er Landspítalinn háskólasjúkrahús, er annast kennslu læknanema og annarra heilbrigðisstétta, og hefur því brýna þörf fyrir geðdeild, til þess að tryggja að geðlækningar verði ekki hornreka í námi heilbrigðisstétta. í þriðja lagi ber að leggja ríka áherzlu á, að byggja geðdeildir sem hluta af almennum sjúkra- húsum. Sú tíð er liðin, að hafa stofnun fyrir geðsjúka án tengsla við aðrar sjúkrastofnan- ir, enda verða ekki alltaf dregin skörp skil á milli geðrænna og líkamlegra sjúkdóma". Landlæknir sagði ennfremur: „Með hliðsjón af tíðni geð- sjúkdóma hér á landi, sem er sambærileg við tíðni t.d. í Dan- mörku, hinni gífurlega auknu göngudeildarstarfsemi og ekki síst mjög aukinna möguleika ýmissa sjúklingahópa fyrir þjónustu, sem áður fyrr nutu eingöngu þjónustu geðdeilda, þá tel ég líklegt, að sjúkrarými fyrir geðsjúka í náinni framtíð verði líkt og gerist í nágranna- löndum okkar, eins og svo sem í Noregi og Danmörku, eða um 2 vistunarrými fyrir 1000 íbúa. Ég tel líklegt, að aukning nú um 60 sjúkrarými fullnægi þörf í nán- ustu framtíð, komi jafnframt til Er nýting þessa rýmis alls mjög mikil. Samkvæmt áætlun- inni um vistunarrýmisþörf, frá 1973, þurfa rými fyrir drykkju- sjúka að vera u.þ.b. 110, og er greinilegt, að þar er ekki um ofmat að ræða. Stærð geðdeildar Geðdeildarbyggingin var upp- haflega hönnuð fyrir 120 al- vistunarsjúklinga, 24 dagvistun- arsjúklinga og göngudeildar- starfsemi. Síðar var ákveðið að byggja aðeins helminginn af ofangreindu vistunarrými þ.e.a.s. fyrir 60 alvistunarsjúkl- inga og 12 dagvistunarsjúklinga svo og húsnæði fyrir göngu- deildarþjónustu, og það húsnæði er hefði þjónustuaðstöðu fyrir deildina alla er hún yrði full- byggð þ.e.a.s. fyrir 144 sjúkl- inga. I byggingunni verða 4 sjúkra- deildir, hver með 15 alvistunar- rýmum og 3 dagvistunarrýmum. Þar verður göngudeild fyrir drykkjusjúka og göngudeild NAUÐSYN A FULL- KOMINNICEÐDEILI) vaxandi göngudeildarstarf- serni". Eins og komið er að í ummæl- um landlæknis, og einnig er bent á í greinargerð læknaráðs Landspítalans, hefur þjónusta við geðsjúka aukizt nokkuð undanfarin ár, þótt vistunar- rýmum hafi lítið fjölgað. Fyrst og fremst hefur þjón- usta við drykkjusjúka batnað. Við Kleppsspítalann og á vegum SÁÁ eru nú alls um 100 vistun- arrými fyrir drykkjusjúka. Þá eru 46 vistunarrými fyrir drykkjusjúka í Gunnarsholti á Rangárvöllum og 36 vistunar- rými í Víðinesi á Kjalarnesi. fyrir almennar geðlækningar. Þá er gert ráð fyrir, að þar verði aðstaða til endurhæfingar og iðjuþjálfunar sjúklinga, aðstaða til kennslu heilbrigðisstétta, handbókasafn, fundarherbergi, aðstaða til rannsókna, skrifstof- ur, búningsherbergi o.þ.h. Húsið er hannað, til þess að veita þar geðlæknisþjónustu. I gerð sjúkradeildanna er tekið tillit til þess m.a. að flestir sjúklinganna hafi fulla fótavist, matist í borðstofu, taki þátt í fundum o.þ.h. Bent skal á, að dagvistunar- sjúklingar þurfa litlu minna rými en alvistunarsjúklingar. Geðdeildarbyggingin öll er 7.400 m2 og skiptist húsrýmið, lauslega reiknað, þannig hlut- fallslega: Sjúkradeildir 41%, göngudeildir 14%, endurhæfing og iðjuþjálfun 10%, kennsla 5%, vinnuherbergi og rannsóknarað- staða 11% og móttaka, gangar og geymslur 19%. Rými á sjúkradeildum geðdeildar verður um 42 mVvistunarrými. Til samanburðar eru aðrar byggingar á Landspítalalóð utan Hjúkrunarskólans, sam- kvæmt upplýsingum húsameist- ara ríkisins í desember 1976, 28.800 mz, en sjúklingar um 430. I skýrslu brezka arkitektafyrir- tækisins, Llewlyn-Davies Weeks Forestier-Walker and Bor arcitects, „Landspítalinn fram- tíðaráætlun" frá 1972, er gerð grein fyrir þáverandi flatarrými sjúkradeilda á hvert rúm og áætluðu flatarrými í framtíðar- áætlun Landspítalans. Þar kem- ur fram, að þáverandi rými sjúkradeilda spítalans var frá 16.4—39.7 mVrúm, en gert ráð fyrir í framtíðaráætlun að það yrði 30—45 mVrúm. Samnýting Fram upphafi var gert ráð fyrir samhæfingu og samstarfi milli geðdeildar og annarra deilda Landspítalans. Áður en byrjað var á framkvæmdum viðbygginguna, var undirritaður samningur milli lækna Land- spítalans og Kleppsspítalans um samnýtingu á þjónusturými og göngudeildarrými geðdeildar. Síðan hefur orðið veruieg seink- un á byggingu deildarinnar. Hluti göngudeildar er þó fullbú- in fyrir nokkru og gera má ráð fyrir, að tveim sjúkradeildum og síðari hluta göngudeildar verði lokið á næstu mánuðum. Þær tafir, sem orðið hafa og það, að aðeins hluti hússins verður til- búinn á næstunni, torveldar samnýtingu, en hún er þó mögu- leg með góðum samstarfsvilja. Reykjavík, 14/2 1979

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.