Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1979 Þetta gerðist Hættir Ali að boxa? Auckland, Nýja-Sjálandi, 16. febr. AP. Hnefaleikagarpurinn Muhammed Ali sagði í Auckland á Nýja-Sjálandi í dag, að hann væri að íhuga að leggja boxhanzk- ana á hilluna. Sagðist Ali ætla að velta málinu fyrir sér á næstunni og væntan- lega birti hann ákvörðun sína áður en mánuður væri liðinn. „Ég er mesta stór- menni allra tíma í heimin- um,“ sagði Ali við blaða- menn. „Ég er stórbrotinn baráttumaður svertingja og auk þess er ég enn ákaflega fallegur og hef á mér snyrtilegt og fágað yfirbragð. Ég á milljónir dollara og er ekki á flæði- skeri staddur." Ali er til Nýja-Sjálands kominn m.a. til að boxa nokkra sýningarleiki við Joe Buegner og Jimmy Ellis. Fyrir vikið fær hann 250 þús. dollara. Afganistan- stjórn minn- ist Dubs með lofi Kabul, Afganistan, Washington 16. febrúar — AP — Reuter UTANRÍKISRÁÐHERRA Afgan- istan hefur staðhæft við banda- rísku stjórnina að allt hafi verið gert sem í mannlegu valdi stend- ur til að bjarga lffi sendiherrans. Var í samúðarorðsendingu afgan- iska utanríkisráðuneytisins til Cyrus Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farið mjög lof- samlegum orðum um mikilvæg störf Dubs sendiherra f þágu samskipta Afganistans og Banda- rfkjanna. I morgun kom flugvél send af Carter Bandaríkjaforseta að sækja lík sendiherrans og flytja það heim. Með henni kom m.a. ekkja Dubs, sem starfar í Wash- ington. Öryggisvarsla við bandaríska sendiráðið í Kabul hefur verið stórefld frá því mannránið varð á miðvikudaginn og eins og fram hefur komið í fréttum hefur Bandaríkjastjórn gagnrýnt það mjög að ekki skyldi gengið að kröfum ræningjanna ef það hefði getað orðið til þess að lífi Dubs hefði verið þyrmt. Keisarinn stendur í flutningum Rabat — 15. febrúar — Reuter ÍRANSKEISARI er fluttur ásamt fjölskyldu sinni úr höll þeirri sem Hassan konungur léði þeim í Marrakesh. Er fjölskyldan nú flutt f aðra lánshöll, en hún er f námunda við Dar es Salaam. Heimildarmenn úr fylgdarliði keisarans segja að Hassan konungur hafi átt frum- kvæðið að þessum flutningum og hafi ástæðan verið sú að í Dar es Salaam sé hægara að gæta öryggis hinna tignu gesta. Hassan konungur er farinn til Frakklands í einkaerindum, en um áform keisarafjölskyldunnar í ná- inni framtíð er ekkert vitað með vissu, en flogið hefur fyrir að Zahedi, fyrrverandi tengdasonur keisarans, sé um þessar mundir í Sviss til að kanna möguleika á að fjölskyldan setjist þar að. Ræningi Palmers dæmdur Vín, 16. febrúar. Reuter. THOMAS Gratt, austurrfskur stúdent nátengdur vestur-þýzk- um hryðjuverkamönnum, var í dag dæmdur f 15 ára fangelsi fyrir ránið á auðmanninum Walt- er Palmers í nóvember 1977. Sækjandi sagði að auðmannin- um hefði verið rænt til að safna fé í sjóð hers hryðjuverkamanna í Vestur-Þýzkalandi. Reinhard Pitsch fékk sex og hálfs árs dóm og Othmar Kepling- er fimm ára dóm. Þeir voru vit- orðsmenn. Afleiðingar mikilla flóða sem urðu nýlega í sjávarplássi i Dorset a Linglandi: ílla útleiknir bflar sem sumir hverjir hafa verið auglýsir til sölu. Margir kenna hafnarframkvæmdum og framkvæmdum í nálægri flotastöð um flóðin. Aðeins eru tveir mánuðir síðan síðast urðu flóð í bænum. Zia ítrekar kosninga- loforð Islamabad, Pakistan 16. febrúar — AP MOHAMMED Zia, hershöfðingi og forseti Pakistans. ftrekaði f dag loforð um að efna til kosn- inga í landinu á þessu ári. Yfir- lýsingin var gefin vegna krafna talsmanna nokkurra pólitískra flokka um að ákveðin dagsetning yrði birt og um kjör ýmissa landshlutaþinga sem voru leyst upp í júlí 1977 þegar Zulfikar Ali Bhutto var rutt úr valdasessi. Zia forseti sagði við blaðamenn að hann hefði í engu breytt þeirri afstöðu sinni að efna til frjálsra kosninga á árinu, en hann vildi ekki segja ákveðið til um stað og stund. Hann sagði að ríkisstjórn sín myndi gera það sem hún teldi nauðsynlegt og væri í þjóðarþágu. Fréttaskýrendur telja að svör Zia hafi verið það óljós að allt eins megi búast við því að ekki verði af neinum kosfiingum í bráð. Egyptar biðja Brown um vopn Luxor, Egyptalandi, 16. febrúar. Reuter. HAROLD Brown, landvarna- ráðherra Bandarfkjanna, kom f dag til Egyptalands í þriggja daga heimsókn sem talið er að Egyptar muni nota til að fara Croissant fékk 30 mánaða dóm Stuttgart, 16. febrúar. AP. VESTUR-ÞÝZKUR dómstóll dæmdi í dag Klaus Croissant, lögfræðing Baader-Meinhof, f 30 mánaða fangelsi og bannaði honum að stunda lögfræðistörf um stundarsakir. Hann var fundinn sekur um að hafa smyglað upplýsingum til Baader-Meinhof-félaga í fangelsi og frá þeim til stuðningsmanna þeirra utan fangelsismúranna. Þegar dómur var kveðinn upp hrópuðu franskir áhorfendur: „Liberez (frelsið) Croissant." Croissant hefur setið í Stamm- heim-fangelsi síðan 17. nóvember 1977 og hafði verið framseldur af Frökkum. Hann hafði verið látinn laus gegn tryggingu og flúið til Frakklands 1877, en beiðni hans um hæli verið hafnað. Sækjandi hafði krafizt þess að Croissant yrði dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og fimm ára bann gegn því að stunda störf. Verjandi krafðist sýknu. fram á verulega bandaríska aðstoð til að endurnýja vopna- búnað sinn. Gert er ráð fyrir því að Egypt- ar vilji fá skriðdreka, brynvarða herflutningabíla, loftvarnabyss- ur og herskip þótt þeir hafi ekki lagt fram lista um það sem þá vantar. Brown mun líklga taka vel í tilmæli Egypta þótt ekki sé talið að Bandaríkjamenn muni fallast á meiriháttar hernaðaraðstoð. Ráðherrann kemur frá Egyptalandi sem er fjórði og síðasti viðkomustaður hans í ferð þeirri sem hann fór til Miðausturlanda til þess að full- vissa bandalagsríki Bandaríkja- manna um áframhaldandi hern- aðarlegan og pólitískan stuðn- ing. Tilmæli um auknar vopna- sendingar frá Bandaríkjunum voru líka ofarlega á baugi í viðræðum Browns við leiðtoga Saudi-Arabíu, Jórdaníu og ísra- els. 1977 — Carter sendir Sakharov bréf með stuðningsyfirlýsingu. 1976 — Ford kunngerir endur- skipulagningu á leyniþjónustu- stofnunum. 1974 — Stolinni herþyrlu lent við Hvita húsið. 1973 — Kissinger ræðir við Mao og Chou í Peking. 1970 — ísraelskar loftárásir á stöðvar rétt hjá Kairó. 1944 — Bandarískar árásir á Eniwetok á Kyrrahafi. 1934 — Albert I Belgakonungur bíður bana í fjallgöngu. 1874 — íhaldsmenn fá meiri- hluta í brezkum þingkosningum, eftir langt hlé. 1871 — Bodeaux-sáttmálinn undirritaður. 1852— Ritskoðun og aðrar kúgunarráðstafanir í Frakk- landi. 1813— Friðrik Vilhjálmur III segir Frökkum stríð á hendur. 1801 — Fulltrúadeild Banda- ríkjaþings kýs Jefferson forseta. 1720 — Friðarsamningur Fjór- veldabandalagsins og Spánar. 1676 — Leynisamningur Karls II af Bretlandi og Loðvíks XIV. 1670 — Frakkar og Bæjarar mynda varnarbandalag. Afmæli: T.R. Malthus, brezkur hagfræðingur (1766—1834) — André Maginot, franskur hern- aðarsérfræðingur (1877 — 1932) — Marian Anderson, bandarísk söngkona (1902---) Andlát: Moliére, leikritaskáld, 1673 — Heinrich Heine, skáld, 1856. Innlent: Hæstiréttur settur í fyrsta sinn 1920 — Fyrsti ný- sköpunartogarinn, „Ingólfur Arnarson*, kemur 1947 — Vél- skipið „Þormóður" ferst á Faxa- flóa með 31 manni 1943. — Togarinn „Júlí“ talinn af með 30 mönnum 1959. — Vitaskipið „Hermóður" ferst með 12 mönn- um 1959 — Lög um lausn sjó- mannadeilu 1969 — Snjóflóðið á bæinn Goðdal 1948 — F. ólafur Gíslason biskup 1692. Orð dagsins: Frá því sem er háleitt til þess sem er fáránlegt er aðeins örlítið skref — Napo- leon Bonaparte, franskur keisari (1769-1821).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.