Morgunblaðið - 22.02.1979, Side 18

Morgunblaðið - 22.02.1979, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Ástir fuglsins Rómeó og steinsins Júlíu Fundið leikrit eftir García Lorca í tilefni þess að Þjóðleikhúsið sýnir nú leikrit eftir spænskan höfund: Ef skynsemin blundar eftir Antonio Buero Vallejo er ekki úr vegi að minnast þess spænska leikritahöfundar sem þekktastur er og hefur oftar en einu sinni verið leikið eftir hér heima. Ég á við Federico García Lorca. Nýlega kom út hjá Seix Barral í Barcelona tvö áður óprentuð leikrit eftir García Lorca: E1 público by Comedia sin título. Um þessi leikrit skrifar Spánarsérfræðingurinn Kjell A. Johansson í sænska blaðið Dagens Nyheter (9.2. 1979) og fjallar hann einnig um stöðu García Lorca í spænsku bókmennta- og listalífi samtím- ans. García Lorca var eins og kunnugt er myrtur í Granada 19. ágúst 1936, varð eitt af fórnarlömbum þeirrar blindu heiftar sem stríð, ekki síst borgarastyrjaldir, eru. Sú saga verður ekki rifjuð upp hér, en talið er að andstæðingar lýð- veldisins hafi framið morðið. García Lorca stóð þá á hátindi sköpunar sem varla á sinn líka í nokkru landi. Á árunum 1929—‘30 ferðaðist García Lorca um Bandaríkin og Kúbu. I þessari ferð orti hann Bókmennllr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON ljóðin sem síðar voru gefin út í bókinni Skáld í New York. Þetta var súrrealískt tímabil á skáld- ferli García Lorca. Bókin dregur upp mynd einmanakenndar, angistar og eyðiingar í heimi stórborgarinnar, en verður undir lokin lofsöngur um hið upprunalega og einfalda líf. Leikritið El, público er samið í sömu ferð og í því er líkt andrúmsloft og í ljóðunum. En kunnugir telja E1 público eitt margræðasta og tovrveldasta verk García Lorca. Skáldið sem oft tók mið af þjóðlegum erfðum í bókmenntum freistar í þessu verki að fara nýjar leiðir, gerist brautryjðandi leikritunar sem síðar átti eftir að eignast fulltrúa í Beckett, Ionesco og Genet. Ástin og dauðinn er það efni sem García Lorca skrifaði mest um. I E1 público er fjallað um ástina, einkum ást öfug- hneigðarinnar. Kynvilla er oft á dagskrá hjá García Lorca. Hann yrkir um hina fordæmdu og myrku ást til að mynda flokk sonnetta. í Skáldi í New York hyllir hann Walt Whitman í ljóði sem á opinskáan hátt fjallar um kynvillu. Flest bendir til þess að García Lorca hafi verið kynvilltur og verður sú ályktun til að skýra margt í verkum hans og lífi. Það sem hefur valdið því að E1 público hefur ekki birst fyrr á prenti er m.a. að ættingjar skáldsins vilja ekki að einkamál hans verði gerð opinber. Þeir leggja höfuð- áherslu á García Lorca sem skáld hinna þjóðlegu leikrita Blóðbrullaups, Húss Bernördu Alba og Yermu og Sígaunaljóð- Federico García Lorca anna sem gerðu hann eitt af vinsælustu skáldum spænsku- mælandi þjóða. García Lorca ætlaði sér aftur á móti sjálfur brautryðjandahlutverk í bók- menntum. Það var siður García Lorca að flytja vinum sínum verk sín áður en þau voru prentuð. Hann tók mark á skoðunum þeirra. Meðal þess sem hann las fyrir þá var E1 público, en undirtektir voru dræmar. Um það vitnar vinur hans Rafael Martines Nadal sem skrifar formála og skýringar við útgáfuna á leik- ritunum tveim. Um áramótin 1930—‘31 kynnti García Lorca vinum sínum E1 público. Að sögn Nadals komst García Lorca þannig að orði við hann eftir að hafa flutt hinum furðu lostnu vinum sínum leikritið: Er reynt ad koma Kóka kóla-kerfi á frædslumálin? Þórir óttast áð gripið yrði til reglu- gerða, sem er mikil freisting fyrir þá sem ætlað er að stjórna. Dreifð stjórn krefðist meira átaks, en það gæfi betri árangur, þegar til lengdar léti. Þórir benti á, að fræðslukerfið væri stærsta kerfið á Islandi, miklu stærra en stærstu fyrirtækin, þar sem nemendur og kennarar skiptu tugum þúsunda. Þarna væri verið að skipuleggja vissa þjónustu og sjá til þess, að hún gengi fyrir sig, og stjórna svo stórum hópi fólks. Það skipti því máli hvernig svona stór „Þeir áttuðu sig ekki á neinu eða urðu jafnvel hræddir og ég skil þá. Verkið er mjög erfitt og óhugsandi að leika það nú, að því ieyti hafa þeir rétt fyrir sér. En eftir tíu eða tuttugu ár muntu komast að því að því mun verða vel tekið." E1 público hefur ekki verið leikið á Spáni. En í San Juan í Puerto Rico var það flutt nýlega og vakti gífurlega athygli. Ættingjar García Lorca á Spáni hafa mótmælt flutningi verks- ins. Sá sem gaf leyfi til að flytja það var Martinez Nadal. Hand- ritið komst í hans hendur með eftirfarandi hætti: Sumarið 1936 var García Lorca haldinn illum grun um örlög sín. Hann velti því fyrir sér hvort hann ætti að vera um kyrrt í Madrid eða fara heim til Granada. Hann hélt til Granada með næturlest 16. júlí. Síðasta deginum í Madrid eyddi hann með Rafael Martinez Nadal. Hann kvaddi vin sinn, en á leiðinni til lestarinnar sneri hann við, opnaði ferðatösku og tók úr henni böggul sem hann rétti Martinez Nadal og bað hann að geyma. í bögglinum var handritið að E1 público. E1 público er eins og fyrr segir mótað af súrrealisma, draum- kenndum myndum og sýnum. Það byrjar eins og það endar. Sviðið er leikhús. Ein persón- anna segir við leikhússtjórann: „Áhorfendur eru komnir." Hann svarar: „Hleypið þeim inn.“ Skáldið gerir ekki greinarmun á mönnum og dýrum, allskyns fyrirbrigði leika lausum hala í i i Kennslustarf er svo viðkvæmt starf, að ekki er hægt að skila því vel nema vera vakandi og hafa frumkvæði. Því næst ekki árangur nema hvatt sé til frumkvæðis. Kennarinn verður því að vera skapandi. En hvernig er hægt að vekja áhuga hans á efni, sem er niðursoðið? Þá verður kennarinn eins og á færibandi. Þórir dró fram helstu kosti beggja kerfanna. Við dreifstýringu, þar sem væri lítil aðgreining stjórnunar og framkvæmdar, kvað hann helstu kosti þessa: hún hefur hvetjandi áhrif á Viðtal við Þóri Einarsson, prófessor SKIPULAGNING skólakerfa var viðfangsefni Þóris Einarssonar, prófessors, á skólaráðstefnu sjálf- stæðismanna, þar sem hann var einn frummælenda. Fréttamður Mbl. ræddi við hann um þetta efni, sem er mjög athyglisvert nú, þegar breytingar á islenzku skólakerfi og uppbygging þess eru svo mjög í mótun. Þórir vitnaði í ummæli eins helzta stjórnunarfræðings Svía, Eric Rhenmans, sem segir: „Opin- ber yfirvöld og aðilar, sem settir eru til að reyna að fylgjast með og hafa áhrif á þróun innan ákveðinna sviða eða málaflokka, hafa um of orðið fyrir áhrifum af því versta hjá hinum stóru og miðstýrðu fjölþjóðafélögum. Yfirvöld fræðslu- mála hafa um of líkt eftir Kóka kóla í upphyggingu á stjórnskipu- lagi sínu. Þetta gerir yfirvöld óhæf til að örva raunverulega fram- þróun, skriffinnska vex og veldur því að íhlutun yfirvaldanna brýtur frekar niður en styður við fram- þróun málaflokksins, umfram allt innan héraða með vandamál, sem víkja frá „viðmiðunarhéraðinu“. Sagði Þórir að varpa mætti fram þeirri spurningu hvort reynt væri að koma Kóka kóla-kerfi á fræðslu- málin með frumvarpinu til laga um framhaldsskóla. Hann var þvf fyrst spurður hvort við værum á þeirri braut. Svarið var bæði já og nei. Benti Þórir á, að allar þessar heimildir í framhaldsskólafrumvarpinu gæfu undir fótinn með það og væru vís- bending um þá þróun. Mönnum hætti til að ánetjast frekar mið- stýringu, ef þeir hefðu heimild til þess, þar sem bæði væri auðveldara og fljótvirkara að stjórna þannig. En um leið væri það hættulegra, þar sem miðstýrðar lausnir dræpu niður frumkvæði. Af þeim sökum kvaðst heild væri skipulögð. Og henni mætti vissulega líkja við aðrar skipulags- heildir. Þórir var beðinn um að gera nánari grein fyrir þessum tveimur andstæðum, miðstýringu og dreif- stýringu, og spurður hvað hann teldi eiga best við í skólakerfinu. Hann mælti með dreifstýringu með vissri samræmingu eða þeirri lágmarks- samræmingu, sem nauðsynleg væri. Þannig kallaði dreifstýringin á frumkvæði, en miðstýringin tryggði lágmarkssamræmi. — Dreifstýring hefur það í för með sér, að með því að láta vald til einhverra annarra, þá ræður maður við að stjórna fleirum, útskýrði Þórir. Þá fær þetta fólk meiri ábyrgð og það þykir eftirsóknarvert. Flestir vilja spreyta sig. Það sam- ræmist gildismati þjóðfélagsins. frammistöðu, henni fylgir frum- kvæði og nýjar hugmyndir, flókin og sérhæfð vandamál leysast betur og boðleiðir eru styttri. Helstu kostir miðstýringar, en henni fylgir sterk aðgreining stjórn- unar og framkvæmda, eru þessir að því er Þórir Einarsson taldi: Ákvarðanir eru teknar af yfirsýn, mikið samræmi er milli ákvarðana og viðskiptavinir fá sömu meðferð. Þá vaknar sú spurning hvort námsefni þurfi að vera alveg eins? Má ekki kennarinn beita eigin hug- myndum og aðferðum? Þá þarf hann að hafa aðgang að lindum, til að bergja af. Þar þurfa því að koma til bókasöfn, kennslugagnamiðstöðvar o.s.frv. Þetta þýðir ekki að kennar- inn standi einn, heldur getur allt eins verið um að ræða hópstarf, sem er mjög frjótt, segir Þórir. Kennar- inn er þarna mjög mikilvægur. Frá skólaráðstefnu sjálfstaðismanna. Þórir Einarsson í ræðustóli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.