Morgunblaðið - 22.02.1979, Síða 26

Morgunblaðið - 22.02.1979, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 borsteinn Bergsson, Stefán Þór Jeppesen, Guðrún Jónsdóttir, formaður Torfusamtakanna og Magnús Tómasson myndlistarmaður við nokkur vcrkanna, sem ýmisir listamenn hafa gefið sem happdrættisvinn- inga. Sinfóníuhljómsveit íslands: Frumflytur verk eft- ir Jón Leifs í kvöld AÐRIR tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á seinna misseri hefjast í Iláskólabiói í kvöld, fimmtudag 22. febrúar, kl. 20.30. Einleikari með hljómsveitinni er austurríski kontrabassaleikarinn Ludwig Streicher. Hljómsveitar- stjóri er Þjóðverjinn Reinhard Schwarz. A tónleikunum verða flutt fjögur verk: „Hughreysting“, eftir Jón Leifs, en verkið er nú flutt í fyrsta sinn. Höfundur samdi þetta verk í maí 1968 skömmu fycir andlát sitt. Þá eru tveir konsertar fyrir kontrabassa eftir Mercel Rubin á dagskrá og er annar þeirra sér- staklega tileinkaður Streicher. Loks verður flutt 39. sinfónia Mozarts. Ludwig Streicher er fæddur árið 1920 í Vín og stundaði tónlistar- nám í Tónlistarskólanum þar. Hann lék með Fílharmóníusveit- inni í Vín frá 1945—73. Síðan 1966 hefur hann kennt við Tónlistar- Fimmtudaginn 22. febrúar 1979 kl. 16.30, mun Klaus Kron- er, prófessor flytja fyrirlestur í stofu 158 í byggingu verkfræði- og raunvísindar. sem hann nefnir Orkuvandræði í Nýja Englandi. Norðausturhluti Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Nýja England, hefur nú á tímum orðið háður utanaðkomandi orkulindum og það í miklu ríkari mæli en aðrir hlutar Bandaríkjanna. Fyrirlesturinn, sem skýrður verður með skyggnum, mun bein- ast að þessu vandamáli með hlið- sjón af orkunotkun í Bandaríkjun- Hvolsvelli 21. feb. FIRMAKEPPNI Taflfélags Rangæinga er nýlega lokið. 44 fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Teflt var eftir Monrad-kerfi, 7 umferðir. í 1. sæti varð Kóran sf, Ilellu mcð 7 vinninga, keppandi Jón Einarsson, í 2. sæti Ljósá sf, Hellu, með 6 vinninga, keppandi Ægir Þorgilsson, og í 3. sæti varð Byggingarfélagið As hf, Hvols- velli, með 5,5 vinninga, keppandi Stefán Jónasson. Skákþing Rangæinga er nú rúm- háskólann í Vín. Ferill hans sem einleikara hófst árið 1966, en eftir það hefur hann komið fram um alla Evrópu, í Austurlöndum nær og Afríku. Hann er nú talinn merkasti núlifandi einleikari á kontrabassa. Reinhard Schwarz hljómsveitar- stjóri fæddist árið 1936 í Berlín. Hann stundaði almennt tónlistar- nám við Borgartónlistarskólann í Berlín og hljómsveitarstjórn hjá próf. Herbert Ahlendorf ásamt námskeiðum meðal annars hjá Herbert von Karajan í Berlín. Schwarz var stjórnandi við Borgarleikhúsið í Basel frá 1960—65, þá í Wuppertal 1965—69 en síðan 1971 hefur hann verið tónlistarstjóri í Hagen. Reinhard Schwarz hefur stjórnað ófáum merkustu hljómsveitum Þýzka- lands, til að mynda Fílharmoníu- hljómsveit Berlínar. Síðan 1968 hefur Rainhard Schwarz verið fastur stjórnandi við ríkisóperuna í Vín. um sem heild. Bent verður á ýmsa valkosti sem einstakir notendur í Nýja Englandi hafa íhugað. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku, en að honum loknum mun fyrirles- arinn svara spurníngum, jafnt þeim, sem bornar eru fram á íslenzku eða ensku. Klaus Erlendur Kroner, prófess- or, sem bjó fyrr á árum hér á landi, kennir iðnaðarverkfræði við háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum, en er gistipró- fessor við Háskóla íslands nú á vormisseri. Öllum er heimill aðgangur. lega hálfnað. Þátttakendur eru 61 og er teflt eftir Monrad-kerfi, 9 umferðir. í mfl. eru 24 þátttakend- ur. 5 umferðum er lokið og er Snorri Þorvaldsson efstur með 4 vinninga. í Hvolsvailarriðli unglinga- flokks eru 19 þátttakendur og er Þorvaldur Snorrason efstur að 4 umferðum loknum með 4 vinninga. í Helluriðli unglingaflokks eru 18 þátttakendur og er Jón Ólafsson eftir 6 umferðir með 5’/2 vinning. — Aðalbjörn Jóir Leifs tónskáld Ráðstefna um eldvarn- ir, varnir gegn inn- brotum og slgsum ARKITEKTAFÉLAG ís- lands og Byggingarþjónust- an efna til ráðstefnu laugar- daginn 24. febrúar um eld- varnir og varnir gegn inn- brotum og slysum í heima- húsum. Bárður Daníelsson arki- tekt flytur erindi um eld- varnir, Stefán Carlsson læknir um varnir gegn slys- um og Grétar Norðfjörð lög- regluflokksstjóri um varnir gegn innbrotum. Ráðstefnan hefst kl. 10 f.h. í húsakynnum Bygginga- þjónustunnar að Grensás- vegi 11. Er öllum heimil þátttaka, en þátttökugjald er 3 þús. krónur. Tilgangurinn með þessari ráðstefnu er að gefa almenn- ingi kost á að hlýða á sér- fræðinga til þess að fá hug- myndir og ábendingar um hvað fólk getur gert sjálft til þess að tryggja sig betur gegn ofangreindu. Jafn- framt verður reynt að hafa sem fjölbreyttast safn sýnis- horna af efni og tækjum til notkunar í þessu skym. Háskólafyrirlestur um orku- vandræði í Nýja-Englandi Kóran sf vann firmakeppnina Friðun Torfunnar komin á rekspöl? TORFUSAMTÖKIN hafa nú leit- að til Umhverfismálaráðs Reykja- víkur borgar í þeirri von, að ráðið veiti fulltingi sitt til þess, að baráttumál samtakanna, friðun Bernhöftstorfu. komist á rekspöl. Bernhöftstorfan, eða Torfan eins og hún er kölluð í daglegu tali eru íbúðarhús, brauðgerðar- hús, og geymsluhús við Bankastræti 2, byggt árið 1834, lítt breytt frá upphaflegri gerð. Svo og Amtmannsstígur 1, sem er íbúðarhús, byggt árið 1838, tals- vert breytt frá því sem var í upphafi. Fram kom á fundi hjá sam- tökunum nýlega, að bókun um- hverfismálaráðs væri jákvæð. og rætt hefði verið við menntamála- ráðherra, Ragnar Arnalds, í sama tilgangi, þar sem hús- friðunarmál heyra undir mennta- málaráðuneytið. Hefði ráðherr- ann lýst sig fylgjandi friðun húsanna, en jafnframt bent á, að forsendur þess, að hann gæti ákveðið friðun, væru þær. að fyrir yrðu að liggja meðmæli húsafriðunar nefndar og viðkom- andi sveitarstjórnar, í þessu til- felli borgarstjórnar Reykjavíkur. Sagði einnig á fundinum, að ítrekuð meðmæli húsafriðunar- nefndar lægju fyrir, en formleg afstaða borgarstjórnar hefði hins- vegar ekki enn komið fram. Stjórn samtakanna fer því þess á leit við umhverfismálaráð, að það beiti áhrifum sínum til þess, að borgarstjórn taki hið fyrsta afstöðu til málsins. I starfsemi samtakanna er margt á döfinni á næstu mánuð- um, en starfsemin byggist á sjálf- boðavinnu. Fengist hefur leyfi fjármálaráðherra, Tómasar Árna- sonar, til fjáröflunar í húsakynn- um samtakanna, en þeir fjármun- ir, sem koma inn verða nýttir til að varna frekari skemmdum á húsunum í Bernhöftstorfu og um- hverfi. Opið hús verður í Bernhöfts- torfu á föstudag, 23. febrúar. Verður þar flóamarkaður; bollur, bolluvendir og öskupokar auk happdrættismiða, sem þar verða til sölu. Vinningar, sem eru verk ýmissa íslenzkra listamanna, verða þar jafnframt til sýnis. Húsið verður opið frá kl. 11.00—19.00 og á laugardag frá 10.00—12.00. Stendur til að opið hús verði framvegis vikulega og árstími látinn ráða nokkru um það, sem á boðstólnum verður. I ráði er einnig að halda ráðstefnu, þar sem greint verður frá húsverndunarmáium utan Reykjavíkur. Þá stendur einnig til að sýningu um verndun húsa verði komið upp í Norræna húsinu inn- an tíðar. Tekist hefur samvinna með hin- um ýmsu íþúasamtökum og Torfu- samtökunu'm varðandi skipulags- og umhverfismál bæði hér í borg og utan Reykjavíkur. I því sam- bandi er hafin undirbúningur að útgáfu sameiginlegs blaðs, þar sem skipulagsmálin verða tekin fyrir í hverju hverfi fyrir sig, s.s. fasteignamatsverð, umferðarmál og fleira, en blað þetta mun koma út á tveggja til þriggja mánaða fresti. Salome Þorkelsdótt- ir formaður SASÍR SALOME Þorkelsdóttir hrepps- neíndarfulltrúi í Mosfellshreppi hefur verið kjörin formaður Sam- taka sveitarfélaga í Reykjanes- kjördæmi og mun hún einnig gegna störfum framkvæmda- stjóra samtakanna. í fréttatilkynningu frá SASÍR segir: „Laugardaginn 17. febrúar var aðalfundur samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi (SASÍR) haldinn í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Fundinn sóttu um 50 kjörnir fulltrúar úr kjör- dæminu. Helzta dagsskrárefni fundarins var skipting sveitarfélaganna í Reykjaneskjördæmi í tvö lands- hlutasamtök, og á fundinum gengu sveitarfélögin á Suðurnesjum formlega úr SASIR, en eins og kunnug er, hafa nýlega verið stofnuð samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Helztu rökin fyrir þessari ákvörðun Suður- nesjamanna hafa þegar birst í fjölmiðlum. Einhugur ríkti meðal sveitarstjórnarmanna úr kjör- dæminu öllu með þessa ákvörðun og var hún samþykkt samhljóða. Þó munu þessi tvö landshlutasam- tök hafa áfram með sér nána samvinnu í ákveðnum mála- flokkum, m.a. sameiginlegt fræðsluráð, skipað fjórum mönn- Salome Þorkelsdóttir um af norðursvæðinu og þremur mönnum frá Suðurnesjasvæðinu. I þeim sveitarfélögum sem eftir verða í SASIR munu búsett um 25 þúsund manns, og er því SASÍR hér eftir sem hingað til stærstu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu, en þau sveitarfélög sem þar eiga nú sæti eru Kópavogs- kaupstaður, Garðabær, Seltjarnarneskaupstaður, Mos- fellshreppur, Bessastaðahreppur, svo og Kjalarnes- og Kjósar- hreppur. Á fundinum var kosin ný stjórn fyrir SASÍR og á fyrsta stjórnar- fundi var Salome Þorkelsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Mosfells- hreppi kosin formaður SASÍR fyrir næsta starfsár. Aðrir í stjórn voru kosnir bæjarfulltrúarnir Björn Ólafsson, Kópavogi, Magnús Erlendsson, Seltjarnarnesi, Sigurður Sigurjónsson, Garðabæ og Gumundur Oddsson, Kópavogi." Borgara- fundur FELAG viðskiptafræðinga og hag- fræðinga efnir til almenns borg- arafundar í Norræna húsinu á laugardaginn klukkan 14. Fundar- efnið verður: „Vextir og verðtrygg- ing í verðbólguþjóðfélagi". Frum- mælendur verða Jónas Haralz bankastjóri og Guðmundur Magnússon prófessor. Öllum er heimill aðgangur. Póstránið óupplýst PÓSTRÁNIÐ í Sandgerði er enn óupplýst. Að sögn rannsóknarlög- reglunnar í Keflavík hefur ekkert það komið fram við rannsókn málsins, sem leitt hefur lögregl- una á rétt spor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.