Morgunblaðið - 22.02.1979, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.02.1979, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 23 Atvinnuleysi jókst i EBE- löndum í janúar Briissel, 21. febr. AP. ATVINNULEYSI í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu jókst stórlega í janúarmán- Veður víöa um heim Vegna atleitra skilyröa og aöstaeöna vantar ýmsa Þá staöi i yfirlitið sem aö öðru jöfnu eru Þar meö. Akureyri . 8 skýjaó Amsterdam ’ 4 skýjað AÞena 8 bjart Berlín 18 rigning BrOssel 4 skýjað Frankfurt 4 skýjað Genf 6 skýjað Helsinki 0 skýjað Hong Kong 25 skýjað Jóhannesarb. 24 bjart Kaupmannah. 0 skýjað Lissabon 16 bjart London 4 bjart Los Angeles 15 rigning Madrid 12 bjart Miami 23 rigning Moskva -4 bjart Montreal -19 heiðskírt Nýja Delhi 21 bjart New York 5 bjart Ósló -2 skýjað París 5 skýjað Reykjavík 2 alskýjaö Rómaborg 10 bjart San Francisco 11 rigning Stokkhólmur 1 skýjað Sidney 27 bjart Tókíó 20 bjart Toronto -19 bjart Vancouver -13 bjart Vínarborg 4 skýjað uði sl. og má kenna þar um óvenjulega óhagstæðri veðr- áttu. í janúar voru alls 6,5 milljón manns eða 6% at- vinnufærra manna í þessum löndum atvinnulausir. Var aukningin frá því í desember fimm prósent. Aftur á móti er þetta mjög svipað ástand og var í janúar 1978, þá voru samtals 6,3 millj. atvinnu- lausar eða 5,9 prósent. Atvinnuleysi magnaðist mest í Vestur-Þýzkalandi eða um 30,3 prósent og næst kom Luxemburg með 16,4% og Danmörk með 14,3%. V- Þýzkaland: Enn er gripinn njósnari Karlsruhe, 21. febr. AP. VERKAMAÐUR hjá Volkswag- en-verksmiðjunum, Karl Loof að nafni. hefur verið handtekinn og Krunaður um að hafa stundað njósnir í vestur-þýzkum herstöðv- um og komið upplýsingum áleiðis tii öryggismálaráðuneytisins í Austur-Berlín, að því er sagt var frá í dag. Talið er að Loof hafi byrjað að vinna fyrir kommúnista árið 1971. Ýmis konar tæki, sendistöðvar, dulmálsstafróf og fleira fannst í íbúð Loofs. Fylgzt hefur verið með manninum undanfarið og var fylgzt með tíu fundum hans og austur-þýzkra tengiliða. Fœr Iranskeis- ari hvergi skjól? London, 21. febr. AP. BREZKA stjórnin hefur gefið íranskeisara til kynna að hann geti ekki setzt að í Bretlandi, að því er blaðið Daily Telegraph sagði í dag, miðviku- dag. Blaðið túlkaði á þennan máta yfirlýsingu sem David Owen gaf í Neðri málstofunni í gær. Owen sagði þar að Bretar virtu rétt írana til að ákvarða sína eigin framtíð og að viður- kenning Breta á nýju ríkis- stjórninni sýndi vilja Breta tii að eiga við hana góð samskipti. Daily Telegraph segir að Iranskeisari hafi sl. vikur beitt brezku stjórnina nokkrum þrýstingi til að fá leyfi til að koma til Bretlands. Hann á sveitasetur í Surrey og senni- lega víðar. I skýrslu utanríkis- ráðherra kemur fram að brezka stjórnin telur nauðsynlegt að vernda allmikla brezka hags- muni í íran og þeim kynni að verða teflt í voða ef keisarinn fengi að setjast að í Bretlandi. Eins og alkunna er býr keisari nú í Marokkó með fjölskyldu sinni,- en álitið er að Hassan Marokkókonungur telji ekki stætt á því að veita honum þar skjól til frambúðar, enda hefur íranska ríkisstjórnin hótað öllu illu ef keisarinn verði ekki fram- seldur. Iranskeisari á einnig miklar eignir í Bandaríkjunum og Sviss. Margir álíta að hann muni veigra sér við að fara til Bandaríkjanna og enda ekki víst hann yrði þar talinn aufúsugest- ur frekar en í Bretlandi. Mætti því búast við því að hann teldi sér einna skást borgið í Sviss, en hins vegar eigi hann eftir að reyna að tryggja öryggi sitt og fjölskyldu sinnar vegna þeirra yfirlýsinga Khomeinis og manna hans að reynt verði að koma höndum yfir hann og flytja hann til írans til að svara fyrir „glæpi gegn þjóðinni". Eldgos á Mið-Jövu — að hundrað manns Jakarta, 21. íebr. AP. ELDGOS hófst í Sinilafjalli á Mið Jövu í Indónesíu í morgun og talsmaður lögreglu og björgunarsveita sagði að 175 1978 — Egyptar slita stjórn- málasambandi við Kýpur út af átökum á Kýpur-flugyelli. 1976 — Lík tveggja síðustu bandarísku hermannanna sem féllu í Víetnam flutt heim. 1974 — Pakistanar viðurkenna sjálfstæði Bangladesh. 1973 — Samkomulag um sam- bandsskrifstofur í Washington og Peking. 1967 — Sukarno afsalar sér völdum við Suharto hershöfð- ingja. 1966 — Obote handtekur.fimm ráðherra og tekur öll völd í Uganda. 1%4' — Ghana verður eins- flokksríki. 1958 — Frondizi kosinn forseti Argentínu. 1945 — Þriðji bandaríski her- inn sækir yfir Saar. 1849 — Disraeli verður leiðtogi brezka íhaldsflokksins. manns væru látnir og um eitt þús. manns hefðu slasast. Eld- fjallið spjó hrauni og eiturgasi og létust sumir af völdum þess er eiturskýið lagðist yfir þorp 1848 — Uppreisn brýzt út í París. 1822 — Turkmanehai-friðurinn: Persar láta hluta Armeniu af hendi við Rússa. 1819 — Spánverjar láta Florida af hendi við Bandaríkjamenn. 1797 — Síðasta innrásin í Bret- iand (Frakkar við Fishguard). 1759 — Frakkar hætta við umsátur um Madras, Indlandi. 1724 — Stokkhólms-samningur Svía og Rússa um gagnkvæma aðstoð.' Afmæli: Georg Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna (1732-1799) - Arthur Schopenhauer, þýzkur heim- spekingur (1788—1860) — Frédéric Chopin, pólskt tón- skáld (1810—1849) — James Russel Lowell, bandarískt skáld (1819-1891) - Baden-Powell lávarður, brezkur stofnandi skátahreyfingarinnar við fjallsræturnar. Tvö þorp önnur hafa orðið illa úti og miklar skemmdir þar á íverubú- stöðum. Þetta er fjórða meiri háttar gosið í fjallinu á síðustu (1857-1941) - Edward M. Kennedy, bandarískur þingmað- ur (1932---). Andlát: Sidney Smith, kíerkur, 1845 — Sir Charles Lyell, jarð- fræðingur 1875. Innlent: f. Jón Stefánsson list- málari 1881 — Fríkirkjan í Reykjavík vígð 1903 — Síra Jón í Hítarnesi sviptur embætti út af Kríumálinu 1693 — d. Guð- mundur gríss Ámundason 1210 — Gísli Konráðsson 1877 — Póstskipið „Ceres" ferst við Orkneyjaf 1912 — „Stuðlaberg" talið af 1961 — Þjóðminjasafn Islands. afhent ríkisstjórninni 1952 .— Fulbright í heimsókn 1967. Orð dagsins: Þetta bréf er orðið nokkuð langt af því ég hef ekki haft tíma til að stytta það — Pascal, franskur heimspekingur (1623-1662). á ann- látnir fimmtíu árum. Þúsundir manna úr nærliggjandi þorpum hafa verið fluttir á brott og verður flutningum haldið áfram eftir því sem föng eru á. Jarðskjálft- ar voru nokkrir áður en gosið hófst. Á eyjum Indónesíu, sem eru á fjórtánda þúsundið talsins, eru að minst kosti 500 eldfjöll, þar af 127 sem enn gjósa og af þessum 127 eru 70 af svokallaðri A-gerð vegna tíðni gosa og hversu mannskæð þau teljast. Erapifjallið á Mið-Jövu er það sem oftast gýs og verða í því smærri og stærri gos nánast ár hvert og fylgzt er nákvæmlega með því. Mesta manntjón í eldgosi á Indónesíu varð er Ramborafjall á smáeyju fyrir vestan Bali gaus 1815 og 92 þúsund manns biðu bana. Fræg- asta eldgosið var Krakatóargos- ið sem er eitt mesta gos í sögunni. Sprengingar heyrðust í 4 þús. km fjarlægð og 27 milljónir tonna af vikri sem þeyttist úr gíg fjallsins ollu lækkun hitastigs á suðurhveli jarðar. Þetta gos hófst 27. ág. 1883 og hefur iðulega látið heyra í sér síðan. 22. febrúar Þetta gerðist Sprenging í Ngju Delhi Nýju Delhi, 21. tebr. Reuter. FIMM verkamenn biðu bana og nokkrir slösuðust þegar sprenging varð skammt frá verksmiðju í suðurhluta Delhi. Ekki er vitað hvort hér hefur verið um hryðju- verk að ræða ellegar hverjir standa að baki sprengingunni. Mayaguez selt í brotajárn Hong Kong, 21. tebr. AP. BANDARÍSKA skipið Mayague^ sem kommúnistar í Kambódíu hertóku árið 1975 verður selt á uppboði í brotajárn að því er eigendur þess greindu frá í dag. Skipið er 10.485 tonn að stærð og var byggt árið 1945. Skipið var tekið af Rauðu khmerunum hinn 12. maí fyrir tæpum fjórum árum, eða nokkru eftir að kommúnistar höfðu náð Phnom Penh á sitt vald. Banda- rískir sjóliðar lentu á Tangeyju nokkrum dögum síðar og náðu skipi og áhöfn, en fimmtán Banda- ríkjamenn biðu bana í lendingu á eynni og 23 létust í þyrluslysi er þeir voru á leiðinni til að taka þátt í að ná Mayaguez aftur. Herœfingar S-Kóreu og USA Seul, 21. febr. Reuter. SUÐUR Kóreumenn og Banda- ríkjamenn munu efna til fjöl- mennustu sameiginlegu heræfinga sem þeir hafa staðið að og hefjast þær 1. marz og standa til 17. marz. Sameiginlegum herafla Suð- ur-Kóreu og Bandaríkjamanna var komið á laggirnar í nóvember. Allar greinar hers taka þátt í æfingunum og þeirra meginmark- mið er að þjálfa liðið gegn hugsan- legri árás frá Norður-Kóreu. Kosygin fékk Gott- waldsorðuna Prag, 21. febr. Reuter. TÉKKÓSLÓVAKÍA hefur veitt æðsta heiðursmerki sitt, Klement Gottwald orðuna, Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, í tilefni 75 ára afmælis forsætisráð- herrans. Sagði að Kosygin fengi þennan maklega heiður fyrir ómetanlegt starf í þágu aukins bræðralags og samstarfs milli Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.