Morgunblaðið - 22.02.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.02.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 22. PEBRÚAR 1979 19 þessum leik hugarflugsins. Sumar persónur þekkjum við aftur úr mann- eða goðheimi, aðrar eru framandi og að því er virðist án táknrænnar merkingar. Júlía er iátin rísa upp úr gröf sinni í Verona og er ásótt af þremur hvítum hestum, en einn svartur hestur kemur henni til hjálpar og gætir henn- ar. Leikhússtjórinn gerir Júlíu að yngissveini: „Rómeó getur verið fugl og Júlía steinn." Það er fyrst og fremst hin kynferðis- lega afstaða verksins sem mun hafa ruglað vini García Lorca forðum og gert þá fráhverfa því. En García Lorca varð ekki haggað. Hann hafði boðskap að flytja löndum sínum með E1 público, en eins og jafnan sat skáldskapurinn í fyrirrúmi. Hann lét hafa eftir sér að hann vildi fást við eitthvað annað en hann hafði gert í vinsælustu verkum sínum. E1 público er vísbending um það og einnig Comedia sin titulo. Spánverjar eru að vonum óánægðir með það að skáldið skuli nú sæta ritskoðun ættingja sinna. Þeir vilja að öll verk hans séu gefin út og leikrit- in leikin. Ritskoðun Franco- tímans hafði ýmislegt að athuga við verk skáldsins, en nú eru það ættingjar hans sem láta til sín taka eftir að ritskoðun hefur verið aflétt. Það sýnir betur en annað hve mikilvægur skáld- skapur García Lorca er að enn skuli verk hans verða tilefni til deilna og umfram allt höfða til fólks með nýjum og óvæntum hætti. Þórir Einarsson, prófessor. Þegar verið er að skipuleggja skóla- kerfið þarf að taka tillit til frum- kvæðisstarfs hans, og þess starfs- þáttar að glæða áhuga nemandans. — Annar aðili utan kennslu og námseiningar, sem getur haft hvetjandi og áhugaglæðandi áhrif, eru foreldrar. Með því að virkja þá til samstarfs við kennslu- og náms- eininguna, má búast við að inn komi aukin hvatning. Um leið og stjórnun- in er dreifð, opnast leið fyrir slík áhrif. Nú eru skólarnir lokaðir í öllu kerfinu. Hópar nú sem áhrif hafa eru þjóðfélagið og sveitarfélögin gegnum menntamálaráðuneyti og fræðsluráð. Mín hugmynd er sú, að í dreifstýringu komi neðarlega í píra- mídanum áhrif annarra hópa en þessara. Þar komi inn áhrif foreldr- anna og viðtakenda nemendanna, sem eru aðrir skólar og atvinnulífið svo og kennarasamtaka. Auk þess sem snemma þarf að koma inn þekkingarkerfi, sem kennarinn getur leitað til, eins og áður er nefnt, svo sem bókasöfn og kennslugagna- miðstöðvar. Talið barst að núverandi kerfi, sem er laustengt með lokuðum námsleiðum, en nú er verið að reyna að bæta úr því. — Þegar breytingar eiga sér stað verður ákveðið þýðu- ástand að verða á undan, segir Þórir. Óánægja með ríkjandi ástand verður fyrst að gerjast. Þá fylgja á eftir breytingar og síðan aftur frysting á ástandinu. Það þýðir ekki að byrja á breytingunum fyrr en óánægjan hefur gerjast nægilega. Annars er hætta á að allt mistakist. Ef ekki er orðinn almennur skilningur á mál- Stríð og ástríður Gréta Sigfúsdóttir: ÖRVA- FLUG. sextán smásögur. 1G8 bls. Letur. Rvík. 1978. Gréta Sigfúsdóttir er ekki smá- sagnahöfundur; raunar verðskuld- ar varla nokkur íslenskur rithöf- undur þá nafnbót nú á dögum — hún er skáldsagnahöfundur en hefur samið þessar smásögur í ígripum frá öðrum ritstörfum á löngum tíma. Þess bera þær merki. Þetta eru sögur samdar við ólíka stemming á ýmsum stöðum og tímum og jafnólíkar hver ann- arri sem þær eru margar. Þetta er því dæmigert smásagnasafn eins og þau gerast þessi árin — þau fáu sem koma út — blæbrigðaríkt og sundurleitt, og ber það með sér að höfundurinn hafi samið það fyrir sjálfan sig, að minnsta kosti svona í og með. Sumar smásögur Grétu jafnast á við bestu skáldsögur hennar — eða allt að því. Aðrar eru fremur kappræða en skáld- skapur. Besta og minnisstæðasta sagan þykir mér vera Etýða í E-dúr. Það er ástarsaga. Og meir en svo. Því það er líka, eða kannski öllu fremur saga af hindrunum þeim sem aldursmunur, venja, fjölskylda og almenningsálit leggja í götu elskenda. Þarna segir sem sé frá hugrenn- ingum og tilfinningum konu sem komin er af léttasta skeiði, æsku- þokkinn fer þverrandi, árin eru orðin af mörg til að ljóstra því upp fyrr en á úrslitastund. Ungur maður verður hugfanginn af henni og játar henni ást sína. Játningar hans gleðja hana fyrst. En þegar hún tekur að lesa bréf hans, og lesa það á milli línanna, tekur efinn að gægjast fram í hugskot- inu. Konan vegur og metur, tekur síðan ákvörðun. í sögulok lætur höfundur lesanda eftir að ráða í hver sú ákvörðun muni vera. Astardraumar er líka saga af konu sem verður að velja milli slæmra kosta: heimilis og alls- Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON nægta annars vegar þar sem ekk- ert skortir nema — ástina! Eða ótryggs fylgilags við mann nokk- urn hins vegar, mann sem hún að vísu ann en veit að getur aldrei veitt henni neitt nema útrás fyrir innibyrgða ást, mann sem er svo mikil mannleysa að hann getur ekki þegið ást hennar nema auð- mýkja hana sjálfa um leið. Ástandsár — með undirtitlinum Svipmynd frá Reykjavík árið 1946 — lýsir tómaleikanum hjá konu sem hefur verið í ástandinu og saknar kananna þegar þeir eru farnir. Tilfinningar hennar hvarfla milli óraunsærra framtíð- ardrauma og kaldrar bölsýni. í einverunni spilar hún plötur og skoðar myndina af elskhuganum og »þrýstir heitum kossi á kalt glerið.« Ég nefni líka söguna Brúin: Fín frú, ein í fínu stofunum sínum! Og ungur og stæltur garðyrkjumaður að vinna úti í garðinum hennar. »Án þess að vita hvernig það gerðist lá hann allt í einu við hlið hennar í grasinu. Hún lagði hand- leggina um. háls honum og dró hann til sín, og hann kyssti rjóðar, þrýstnar varir hennar fast og lengi.« Fína frúin býður garð- yrkjumanninum inn. En bilið á milli þeirra tekst ekki að brúa. Hún á sínar þrár. Og hann á sína drauma. Hún heldur áfram að ganga um stofurnar sínar. Og hann heldur áfram að vinna úti í garðinum. Og henni hættir að bregða fyrir innan við gluggana. Af öðru tagi eru sögur eins og Verðlaunahafinn og Spegilmynd- in. I hinni fyrrnefndu útskýrir höfundur hvernig því víkur við að listamannalaun, hverju nafni sem þau nefnast, safnast á fárra hend- ur með þeim afleiðingum að aðrir hljóta ekki neitt. Orðtakið gamla: þangað vill fé sem fé er fyrir — umritar Gréta í: »sá sem hefir honum mun gefið verða en sá sem ekki hefir frá honum mun tekið verða einnig það sem hann ætlar sig hafa«. I síðarnefndu sögunni deilir höfundur á framúrstefnu- list, segir frá rithöfundi sem fékk þá »snilldarhugmynd að hann skyldi skrifa söguna með upphafs- stöfum og láta þá standa á höfði.« Síðar segir að »ástand þetta stóð ekki lengi og hafði ekki annað í för með sér en stundargaman almenn- Gréta Sigfúsdóttir ings.« Kannski hefði Gréta mátt útlista þetta efni betur því fram- úrstefna hefur bæði sínar dökku og ljósu hliðar. Almenningur er jafnan íhaldssamur í skoðun sinni á listum og tekur nýjungum með tortryggni. Andstaðan þjappafc saman þeim sem fylgja nýjum stefnum. Fyrir bragðið tekst ýmiss konar fúskurum oft að lauma sér inn í raðir listamanna og vekja athygli til jafns við þá meðan nýjabrumið er tekið fram yfir verðleikana. Þykist ég vita að Gréta sé að fjalla um þess konar tilfelli þó það hefði mátt koma skýrar fram í sögunni. Allvíða gætir í þessum sögum áhrifa frá stríðsárunum. Það fé- lagslega og tilfinningalega umrót, sem stríðið olli, er kjörsvið Grétu sem rithöfundar, samanber t.d. skáldsögu hennar Bak við byrgða glugga. I rauninni er sú ágæta bók eins og lykill að öðrum verkum Grétu, einnig þessum smásögum. Erlendur Jónsson. inu, er hætta á að ekkert verði úr. Einhver verður svo að beina breyt- ingunum í farveg. Og þá er komið að því að útfæra breytingarnar. Eftir það hefst nýtt samstarf og hegðun á grundvelli breytinganna og þær frystar í kerfinu. En menn verða að vera reiðubúnir til að játast undir breytingarnar og tileinka sér þær, því þær geta ekki orðið ef andstaða er gegn þeim með skæruhernaði eftir að þær koma til framkvæmda. — í dag eru margar breytingar í gangi í fræðslumálum innan ýmissa eininga skólakerfisins. Það kemur frumkvæði frá mörgum, sem er ákaflega jákvætt. Tilraunir eru gerð- ar. Stjórn á breytingum á heildar- kerfinu er í höndum menntamála- ráðuneytis, sem nú ætlar að breyta heildarskipulaginu án þess að búið sé að taka út mat á tilraununum. Ekki komið mat á það hvað af þeim hæfir okkur. Með frumvarpi til laga um framhaldsskóla aflar ráðuneytið sér víðtækrar stjórnunarheimildar. Hætta er á að breytingar verði gerðar í eitt skipti fyrir öll. Viss hætta er sem sagt á miðstýringu. — Það fólk, sem nú stendur í breytingunum, fær mikið út úr því. I því er skapandifullnæging.Enslíkt á ekki að fara fram einu sinni, heldur sífellt. Og ég tel meiri möguleika á að svo verði alltaf með dreifstýringu. Þá gefst færi á að fá stöðugt mat neðan frá. Þó þarf nokkrar sam- ræmingarreglur að ofan. Ég sakna þess að fá ekki hugmyndir að breyt- ingum fyir ólík sveitarfélög. Að mínum dómi skortir enn raunveru- lega úttekt á síðustu breytingum og stefnumörkun um innra starf. Fyrst þarf að marka stefnuna og búa svo til lögin. Ekki að setja svo víðtæk lög að hvaða stefna sem er rúmist innan þeirra. Þá er þægilegasta og nær- tækasta lausnin miðstýring og þann- ig getum við lent í verksmiðjuskipu- laginu, sem nefnt var í upphafi. Því verðum við að gæta okkar og fara hægt, svo okkur verði ekki fótaskort- — Hvað á þá helst að forðast eða gera'' — Forðast staðallausnir, byggðar á „viðmiðunarhéraði". Einnig að forð- ast staðlað námsefni, sem drepur niður frumkvæði kennara, nema þeirra sem semja það. Skipuleggja dreifstýrt og virkja þannig kennara og skólastjórnendur varanlega í tengslum við hagsmunaaðila. Og klæða stefnuna síðan í rúman laga- búning. ÞEKKIR ÞÚ ELVIS Elvis Costello, breski nýbylgjurokkarinn er að slá í gegn á íslandi sem og annars staðar á jarðarkringlunni. Nýja platan meö Elvis og Attractions er þrumugóð enda stjórnar hinn margreyndi Nock Lowe upptökunni. ÞaÖ er vel þess viröi aö sperra eyrun þegar Elvis Cost- ello er settur á fóninn. Nú höfum viö einnig fengiö litlu plötuna meö laginu „Olivers Army“, sem er aö gera allt vitlaust um þessar mundir. Á bakhliö litlu plötunnar er lagiö „My Funny Valentine sem ekki er á Armed Forces. Viö bjóöum aö sjálfsögöu upp á allar plötur nýbylgju rokkarans Elivs Costello. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.