Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1979 Það er ekki oft að erlendar „gospel“-hljómsveitir (hljómsveitir sem flytja lög við trúarlegan texta) koma hingað til lands og leika fyrir Frónbúa. Sænska hljómsveitin Samuelsons er pó sú undantekning sem sannar regluna. Hljómsveitin sem gengur undir nafninu „Svar Guðs við Abba“ í heimalandi sínu, heimsótti ísland í priðja sinn fyrir nokkrum dögum og lék fyrir troðfullu húsi í kirkju Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík. Samuelsons skipa fjórir bræður, Rolf, Kjell, Olle og Jard Samuelson, auk tveggja hljóöfæraleikara, Joakims Anderson og Stephens Berg. Blm. ræddi við prjá Samuelssynina er peir voru staddir hér en fjórði bróðirinn, Olle, kom ekki með til íslands í petta sinn par sem hann gegnir nú herpjónustu. Hljómsveitin Samuelsons. Talið frá vinstri: Joakim Anderson, Stephen Berg, Kjell Rolf og Jard Samuelson. Rœtt við Samuelsons-brœðuma Myndir Krístján og RAX „Mikilvægt að boða trú okkar“ Áriö 1971 hófu þeir Samuels- synir aö syngja saman og í London þaö sama ár gáfu þeir út sína fyrstu plötu. Áöur en þeir sneru sér aö söngnum höföh þeir stundaö nám viö háskólann í Uppsölum nema Jard sem þá haföi nýlokiö stúdentsprófi. „í söfnuöi okkar var sérstök jólasamkoma á hverju ári og þá þótti þaó sjálfsagt aö viö bræöur syngjum þar,“ sagöi Rolf, elsi bróöirinn, þegar þeir voru spuröir aö því hvers vegna þeir sneru sér aö söngnum. „En sumariö 1971 fórum viö aö vinna aö söngnum aö fullu og þaö sama ár var okkur í fyrsta sinn boðiö á sönghátíö í Nashville í Bandaríkjunum." — Hvers konar tónlist flytjiö Þiö? Rolf: „Við flytjum einungis tónlist sem tilheyrir fagnaöarerindinu, okkur finnst þaö mikilvægt aö boöa trú okkar. Nokkrir „gospel“-söngvar hafa oröiö mjög þekktir. Söngvarar eins og Elvis Presley, Johnny Cash og Cliff Richard hafa gefiö út slíka söngva og þaó hefur hjálpaö okkur mikiö því aö alltaf eru einhverjir sem þekkja söngvana aftur.“ Kjell: „Þaö eru einnig ýmis dægurlög sem voru ekki í upphafi hugsuö sem trúarlegs eðlis en sem innihalda þannig boöskap aö þau veróa þaö þegar vió syngjum þau. Fólki finnast þau vera kristileg vegna þess aö viö syngjum þau og þaö þekkir okkur sem kristna hljómsveit. Sem dæmi um þannig söngva sem lag Oliviu Newton-John „Let me be there“. Söngstíll okkar líkist hins vegar sveitatónlist (Country and west- ern). Þegar viö erum í Banda- ríkjunum er talaö um okkur sem evrópska dreifbýlishljómsveit. Viö erum nú á ný á leiöinni á mót fyrir þess konar hljómsveitir í Nashville. Þetta mót er haldiö á hverju ári og kallast Fanfare. Viö erum boönir þangaö til aö vera fulltrúar Skandi- navíu.“ „Viljum vera meðal áheyrenda“ — Hvernig tekur fólk tónlist ykkar? Rolf: „Ég held aö fólki geöjist vel tónlist okkar því aö í gegnum hana náum við til fjöldans. Þaö hefur alltaf veriö áhugamál kristinna aö ná til fólksins meö boöskapinn." Kjell: „Ég held aö flestum finnist söngstíll okkar vera jákvæöur. Hann er fjörugur og einfaldur og óg held aö hann höföi til mjög stórs hóps. Tónlist okkar er ekki þaö sérstæö aö hún nái aöeins til táninganna eöa annars sérstaks aldurshóps. Á tónleikunum hér á íslandi voru t.d. börn, táningar, fólk á þrítugs- og fertugsaldri og einnig eldra fólk, meira aó segja fólk komiö á eftirlaunaaldur. Ég sá einn aldraðan mann gráan fyrir hærum sitja og sveifla fætinum í takt vió tónlistina allan tímann og virtist ánægóur. Þaö er okkur mjög mikils viröi þegar eldra fólk kemur á tónleika okkar og líkar tónlistin. Viö erum á réttri leiö þegar tónlistin skapar ekki kyn- slóöabil. Sú tónlist er aó vísu til, en fyrir okkur er það mikilvægt aö tónlistin brúi bilið milli okkar og áheyrendanna en einnig milli ólíkra einstaklinga. Mér finnst þaö vera eitt af takmörkum tónlistarinnar aö hún byggi brýr milli ólíkra aldurs- hópa og einnig milli ólíkra þjóöa, aó hún skapi alþjóðlegan skilning. Jard: „Popptónlistin byggist mikiö upp af stjörnudýrkun. Popp- tónlistarmenn vilja vera hærra settir en áheyrendurnir en viö viljum hins vegar vera einir af þeim, vera meöal þeirra. Vmsir sveitatónlistarmenn, fólk meö ein- faldan bakgrunn vilja einnig vinna þannig. Viö erum fæddir og upþ- aldir á sveitabæ og okkur langar mikiö til aö ná til áheyrendanna og vera vinir þeirra. Viö viljum ekki aöeins koma og sýna hvaö viö getum.“ Jard: „Þaó er gaman aö fylgjast meö þróun kristinnar tónlistar. Fyrir um 10 árum var hún svo aö segja eingöngu leikinn í kirkjum eöa hjá hinum ýmsu söfnuöum. En þegar viö syngjum er um helmingur áheyrendanna ekki kristinn. Okkur finnst það mjög jákvætt aó þessi þróun skuli hafa átt sér staö.“ — Getið þið sagt trá einhverju sem boðskapur söngva ykkar hefur komið til leiöar? Kjell: „Þaö eru margir sem skrifa til okkar, fólk sem viö þekkjum ekki, en hefur hitt okkur á tónleik- um. Þaö skrifar okkur og þakkar okkur fyrir aö hafa komið. Algengt dæmi um þetta er aö manneskja skrifar okkur og segist ekki fara í kirkju og ekki telja sjálfa sig trúaöa, en aö hún hafi komiö á tónleika okkar til aö hlusta á tónlist því aö hún haföi heyrt okkar getiö. En meöan á tónleikunum stendur verður hún gripin af boö- skapnum og þegar hún kemur heim er hún ný manneskja. Næsta sunnudag fer hún í kirkju og fer tii altaris en þaö haföi hún ekki gert síöan hún fermdist, fyrir 7 árum. Hún skrifar til okkar og segir, aö frá því hún heyröi til okkar á hljómleikunum teljl hún sjálfa sig kristna. Henní finnst allt lífiö hafa fengiö nýtt innihaid. Viö fáum mörg bréf svipuö þessu." Rolf: „Nú á dögum finnst mörg- um unglingum þeir vera útundan í iífinu. Þeim finnst lífiö tilgangs- laust. Þeir eru kannski atvinnu- lausir og margt annaö gerir þaö aö verkum aö þeir velta því fyrir sér hvort lífið sé nokkurs viröi. Viö fáum aö hjálpa mörgum unglingum í þannig ásigkomulagi. Þegar þeir upplifa persónulega trú, gleöina og kærleikann sem er aö finna í trúarsöngvunum taka þeir líka aöra og nýja afstööu til flestra hluta og skilja tilgang lífsins." Jard: „Þaó eru einnig margir sem skrifa og segjast hafa upplifaö breytingu viö aö hlusta á plötur meö okkur. Tónlist okkar miöast ekki viö dægradvöl, eins og sumir kannski halda, heldur höfum viö upplifaö boöskapinn í textunum og viö vitum aö þeir sem hlusta á okkur heyra þann boöskap. Þaö er svo margt í kringum okkur sem er niöurdrepandi og neikvætt. En þegar fólk hlustar á jákvæöan boðskap veröur þaö ánægt. Þaö eru líka svo margir sem upplifa tómleika í lífinu. Þeim finnst þeir ekkert geta, þeir eru ekki duglegir, en í boöskap kristninnar eru allir jafn mikilvægir og allir jafn kærir. Okkur finnst gaman aó fá aö bera þennan boöskap. Boðið að syngja í Moskvu Samuelsons fóru frá íslandi til Kanada en halda þaðan til Nash- ville á „gospel-hátíöina auk þess sem þeir munu koma fram hjá tveimur sjónvarpsstööum í Banda- ríkjunum. í Nashville munu þeir einnig kynna nýja plötu sem þeir hafa lokiö viö aö taka upp og er þaö 16. hæggenga platan sem þeir gefa út. Kjell: „Viö veröum 10 daga í Toronto í Kanada. Þar veröa teknir upp tveir sjónvarpsþættir en viö tökum þar einnig þátt í heimstrú- boösráðstefnu. í Toronto er kirkja sem heitir Kirkja fólksins og hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.