Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1979 Sigrún Edda var ekki meö öllu ókunnug sjónum. Sumarið áður en hún tók stúdentspróf, var hún þerna á Herjólfi. Og síðar var hún eitt sumar í siglingum á Reykja- fossi, fór þá meira að segja einn túr sem háseti, og birtist þá af henni myndir í blöðum. — Þótt gamli Herjólfur væri ekki stórt skip eða gott sjóskip, þá hefi ég líklega tekið ferðabakter- íuna þar, segir hún. — Ekkert sjóveik? — Nei, ég var ekki sjóveik. Og úr því maður varð ekki sjóveikur þar, þá mátti reikna með að verða það aldrei. Gamli Herjólfur vagg- aði stundum svo mikið hér í röstinni, að við lá að maður gengi á skápunum. Og þegar opnaður var ísskápurinn til að ná í eitt- hvað, átti maður á hættu að fá allt innihaldið úr honum á móti sér. Um borð var maður, sem hafði verið á norsku skipi, og þar fékk ég hugmyndina um að fara í siglingar. Ferðaáhugann hafði ég alltaf haft, og einnig löngun til að fara á sjóinn. Sigrún Edda lét ekki standa við orðin tóm. Hún fékk nöfnin á nokkrum norskum skipafélögum og skrifaði þeim um jólaleytið. Svarið frá einu þeirra var svo jákvætt, að hún ákvað að afloknu stúdentsprófi um vorið, að halda til Noregs og vinna á hóteli meðan hún væri að komast í skipsrúm. Hélt að það yrði ekki svo lengi. En þar sem mikill samdráttur var þá þegar orðinn á siglingum norska flutningaflotans, var ekki auð- hlaupið að því að fá skipsrúm. Norðmenn yfirleitt látnir ganga fyrir. Það dróst því í 7 mánuði að Sigrúnu Eddu tækist að komast á skip. — Ég sótti um og endurnýj- Götulífamynd (Tyrklandi sýnir vel nýja tfmann og gamla. Að loknu stúdentsprófi lagðist ung Reykjavíkurstúlka, Sigrún Edda Aðalsteinsdóttir, í ferðalög. Og þótt hún sé þegar, aðeins 24ra ára að aldri, búin að fara víða um heim, þá er ferðaþránni ekki enn svalað. Hún er um það bil að leggja upp aftur, í þetta sinn alla leið til Nýja Sjálands. Til að komast út fyrir landsteinana, fór hún ekki þá hefðbundnu íslensku leið að vinna myrkranfia á milli í 11 mánuði og láta svo ferðaskrifstofu skipuleggja fyrir sig mánaðardvöl á sólarströnd, heldur réð hún sig á norskt skip í siglingar um heimshöfin. — Fannst það tilvalin leið til að ferðast ódýrt og sjá annað en ferðafólki er að afnaði sýnt, eins og hún oi ðaði það í viðtali við Mbl. Húsmóöirin á heimilinu (Istambúl, Þsr ssm Sigrún Edda og Ellen bjuggu, að steikja kjötboilumar sínar yfir glóð. Sátu þrjár vikur föst á rifi með sjóræningja sveimandi í kring aði umsóknina í hverri viku, þar til þeir urðu leiðir á mér, sagði hún. Skipið, sem hún var ráðin á, er 11 þúsund tonna flutningaskip, Kingsville að nafni. Það sigldi með austur- og vesturströnd Banda- ríkjanna og um fjarlægari Aust- urlönd, en hafði ekki viðkomu heima í Noregi. Sigrún var eina konan um borð. Hún var þerna hjá yfirmönnum, hafði þann starfa að taka til í káetum og ganga um beina. — Þetta er góð og þrifaleg vinna og andinn ákaflega góður um borð, útskýrir hún. A skipinu var mikið af Kínverjum, sem sáu unt hreingerningar og þvotta, elduðu mat og þrifu af hásetunum. Mitt starf var ekki erfitt. Og ég líki ekki regluseminni, dugnaðin- um og móralnum um borð þarna saman við það sem ég kynntist seinna á íslenzku skipi. Þar voru svo margir mjög ungir piltar. Sífellt verið að hugsa um fyllerí, en minna um að nýta tækifærin sem gáfust til að skoða sig um í erlendum borgum. Mér leiðist sá mórall. Held að ætti að banna á íslenzkum skipum að hafa pilta yngri en 18 ára í millilandasigl- ingum. • Frábært skip og góður andi um borð Sigrún dregur upp ljósmynd af Kingsville. — Það er ljótt á litinn, en alveg frábært skip, segir hún. Hreyfðist varla í verstu veðrum. Og þegar hún var spurð að því hvað menn geri um borð á löngum leiðum, svaraði hún: — í hafi voru alltaf kvikmyndir þrisvar sinnum í viku og sjónvarp þegar siglt var með ströndum. A milli var verið að spila og legið í sólbaði á daginn. Alltaf var útbúin sundlaug með sjóvatni. Slegið saman plönkum, strengdur dúkur yfir og leiddur í sjór með stöðugu rennsli. Svo er stórt bókasafn um borð. Þetta var yfirleitt mjög heilnæmt líf. Góður andi um borð og gott fólk. — Þú talaðir um Kínverja. Er ekki stéttaskipting um borð í svona skipum? — Ég veit það varla. Ég hegða mér sjálf eins við alla og finn því ekki neinn stéttamun gagnvart mér. En á svona skipi er allt aðgreint. Yfir- og undirmenn borða hvorir á sínum staðnum. Það er því nokkur stéttamunur. En þar sem allir hafa þurft að byrja neðst, skiptir það litlu í samskiptum. Aðalmunurinn er sá, að undirmenn fá bara keyptan Elín Pálma- dóttir ræðir við Sigrúnu Eddu Aðal- steinsdóttur bjór um borð, en yfirmenn líka áfengi. Býst við að það séu örygg- isreglur. Áður fyrr voru líka oft vandræðagemlingar um borð. Nú er það alveg búið að vera, enda geta skipafélögin valið úr mönn- um, þegar svo erfitt er að fá pláss. Þú nefnir Kínverjana. Ég varð ekki vör við neina óvild í þeirra garð, en Kínverjarnir héldu mikið hópinn, enda ekki sterkir í ensk- unni og lítið hrifnir af norskum mat. Norðmenn eru reyndar ekki miklir matmenn eða góðir kokkar, þótt ekkert sé til sparað í mat. Sigrún segir að mjög vel sé búið að fólki um borð. Læknishjálp öll ókeypis og ekki horft í kostnað, ef einhver veikist eða senda þarf skipsmenn heim. Umboðsmenn í landi sjái mjög vel um velferð þeirra. • Strandað við Indónesíu Víða var komið við og talið berst að þeim stöðum, sem siglt var til. — Mér fannst skemmtilegast að koma til Austurlanda, segir Sigrún Edda. Þegar komið er á .kipi, kynnist maður áreiðanlega öðru en ferðafólk almennt sér. Þó ekki sé nema af því að þurfa að fara í gegn um aðra borgarhluta áður en komið er þangað, sem myndirnar í ferðabæklingunum sýna. Og ég hefði aldrei trúað því að til væri svo mikil fátækt í heiminum. Nei, nei, það er engin hætta, ef maður hegðar sér rétt. Sigrún Edda Aöalsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.