Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979 3 Krafla í gang eftir aðra helgi KRÖFLUVIRKJUN verður vænt- anlega sett aí stað að nýju eftir um 10 daga, en túrbina virkjun- arinnar hefur nú verið sett sam- an að nýju. Talsverðar skemmdir hafa komið fram í „rótor“ hverf- ilsins og sögur gengið um að hann væri ónýtur. Gunnar Ingi Ólafsvík: Lélegur afli - næg atvinna Ólafsvfk. 5. júlf. LÉLEGUR afli hefur verið hjá Ólafsvíkurbátum undanfarnar tvær vikur og gildir einu um hvaða veiðarfæri er að ræða. Atvinna er þó næg, enda flestir bátar við róðra. Togarinn Lárus Sveinsson land- aði í gær um 110 tonnum, mest þorski. Hefur gengið vel hjá honum á árinu. Lítið hefur sumarhlýja gert vart við sig hér, þó komið sé fram yfir lengsta sólargang. Uthagi er nýlega orðinn algrænn. Búast margir við að nú sé á ferðinni enn eitt nepjusumarið. Helgi. staðartæknifræðingur við Kröflu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að mikill munur væri á því, sem væri skemmt og því sem væri ónýtt. „Rótorinn" væri alls ekki ónýtur, en hins vegar væri ljóst, að hann þarfnaðist viðgerðar og hefði verið rætt um að sú viðgerð færi fram næsta sumar. Hreinsun stendur nú yfir á holu 9 á Kröflusvæðinu, en hún hefur verið einna bezta holan á svæðinu. Hún var hreinsuð fyrir tveimur árum, en datt niður í vetur og sagði Gunnar Ingi að ljóst væri að hreinsa þyrfti holurnar á tveggja ára fresti. Er Kröfluvirkjun verð- ur sett í gang á ný verður rafmagn framleitt með gufu frá holum 6, 7, 9,11 og 12 eins og áður. Gunnar sagði að helzt væri talið að ryð innan úr pípum og lögnum hefði skemmt „rótorinn", en sér- fræðingar hafa að undanförnu kannað tæki virkjunarinnar. Ákveðinn gufuhraði þyrfti að vera fyrir hendi til að hreinsa pípurnar og tíðar stöðvanir ykju líkur á ryðmyndun í lögnum. Lögnum hefði nú verið breytt lítillega og sérstakur agnasafnari settur upp til að koma í veg fyrir að ryð og vélar virkjunarinnar yrðu nú reynslukeyrðar í eitt ár til viðbót- ar. Morðið á Flateyri: Dæmdur í 7 árafangelsi í SAKADÓMI Reykjavíkur var í gær kveðinn upp dómur í máli, sem ákæruvaldið höfðaði á hend- ur Þórarni Einarssyni, Gyðufelli 12 í Reykjavík fyrir að hafa orðið fyrrverandi unnustu sinni að bana í verbúðinni Regnboganum á Flateyri við Önundarf jörð hinn 5. september sl. Ákærði var dæmdur í 7 ára fangelsi og kemur refsingunni til frádráttar gæzluvarðhald, sem ákærði hefur sætt frá því að atburðurinn átti sér stað. Þá var ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknararlaun til ríkissjóðs, krónur 300 þúsund, og réttargæzlu- og málsvarnarlaun til skipaðs verjanda síns Arn- mundar Bachmann, héraðsdóms- lögmanns, krónur 500 þúsund. Dóminn kváðu upp sakadómar- arnir Ármann Kristinsson, sem var formaður dómsins, Jón A. Ólafsson og Sverrir Einarsson. Skylt er samkvæmt lögum að áfrýja héraðsdómi til Hæstaréttar ef refsing er dæmd lengri en 5 ára fangelsi og mun mál þetta því sjálfkrafa ganga til Hæstaréttar. Á þessari mynd sést vel hve illa þorskurinn var útleikinn. Ljósm. Mbl. RAX. Fengu drauganet í vörpuna: „Eitt það ljótasta sem ég hef séð” segir Ástráður Ingvarsson veiðieftirlitsmaður SKIPVEItJAR á Bessa ÍS 410 urðu vitni að heldur óskemmti- legri sjón þegar þeir drógu inn vörpuna. þar sem skipið var 10—50 sjómflur norður af Pat- reksfirði annan júlí síðastliðinn. Þorskur. ásamt tveimur grálúð- um. var fastur í smá netsnifsi. svokölluðu drauganeti. heldur illa útleikinn en þó lifandi. Ástráður Ingvarsson veiðieftir- litsmaður, sem var með skipinu þegar þetta gerðist sagði að slíkt væri því miður alltof algeng sjón, „en þetta er nú það ljótasta sem ég hef séð,“ sagði Ástráður. „Aug- sýnilega hefur þorskurinn ánetj- ast löngu áður en grálúðurnar og þegar þær hafa togað netið í allar áttir hefur stórt sár myndast á þorsknum þar sem hann er gild- astur.“ Aðalsteinn Sigurðsson fiski- fræðingur sagði, að greinilegt væri, af stærð burstaormanna í netinu, að þorskurinn hefði í síðasta lagi festst í netinu síðasta sumar og því dregið það á eftir sér í eitt ár eða jafnvel lengur. Auðvelt væri að ímynda sér, að fyrst þrír fiskar gætu festst í svo fáum möskvum, hve mikið gæti veiðst í heilt drauganet. Hann sagðist eitt sinn hafa orðið vitni að því er skip fékk netahnút í trollið sem í var mikið af rauð- maga og fleiri fiskum. „Eg hef þó aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Aðalsteinn. Astráður Ingvarsson sagði, að eina leiðin til að koma í veg fvrir að þetta ætti sér stað væri að banna netaveiðar. Slíkt kæmi alténd ekki fyrir á trollveiðum eða dragnót, netin væru orðin svo smáriðin og allt miðaðist við að þau sæjust ekki í sjónum. Aðalsteinn Sigurðsson og Ástráður Ingv- arsson. Á borð- inu fyrir framan þá er netrifrildið sem aðeins voru nokkrir möskv- ar, en þó nógu stórt til að þorsk- ur og tvær grá- lúður ánetjuðust. Þorskurinn var særður eftir net- ið en var samt lifandi þegar hann veiddist. Beint leiguflug Auövitaö Benidomv OKEYPIS FYRIR BÖRNINNAN10 ARA Margra ára reynsla, brautryöjendur í Benidorm feröum. Reyndir fararstjórar, þjálfaö starfsfólk. Næsta brottför 11. júlí. Góöir greiðsluskilmálar. Seljum farseöla um allan heim á lægsta veröt. Ferðamiðstöðin hf. AÐALSTRÆTI 9 — SIMI 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.