Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÖAGUR 18. JÚLÍ 1979 3 SJÁVARÚTVEGSRÁUNEYTIÐ gaf í gær út breytingu á reglugerð fyrir Fiskveiðasjóð íslands á þessa leið: Frá og með 17. júlí 1979 skal stjórn Fiskveiðasjóðs ekki veita lán cða lánsloforð til smíða eða kaupa á fiskiskipum frá utlöndum nema með samþykki sjávarútvegsráðuneytisins eða um sé að ræða lán til minni háttar breytinga á fiskiskipum eða til þess að fjármagna eðlilegar verðhækkanir á áður samþykktum ^Á^grundveMþeirrar fiskveiðistefnu, sem ríkisstjórnin hefur markað, verða ekki veitt lánsloforð til innflutnings fiskiskipa á þessu ári. Ástæður þessarar ákvörðunar eru fyrst og fremst þrjár: .... í fyrsta lagi er sókn í helstu nytjafiskstofna við Island þegar of mikill og því ekki þörf á viðbót við fiskiskipastolinti. ... . í öðru lagi er sóknarkostnaður nú afar mikill. ekki síst olíukostnaður eins og alkunna er, og því óæskilegt að bæta nýjum og eldsneytisfrekum skipum við fiskiskipaflotann til að sækja í takmarkaða fiskstofna og rýra þannig afkomu útgerðar og sjómanna. . í þriðja lagi er það stefna ríkisstjórnarinnar að nauðsynleg endurnýjun fiskiskipaflotans verði fyrst og fremst verkefm íslenskra skipasmiðastoðva og þanmg verði stuðlað að eflingu íslensks iðnaðar í eðlilegum tengslum við hefðbundna atvinnuvegi þjóðarinnar, segir í frétt ráðuneytisins. neytið annars vegar hafa gefíð leyfi sitt fyrir því að Haraldur Böðvarsson og Co. keyptu til landsins togara. Hann kvað þessa ákvörðun vera staðfest- ingu á leyfi fyrrverandi ríkis- stjórnar fyrir þessum kaupum og viðskiparáðuneytinu ekki stætt á öðru en að veita það. Hins vegar væri um að ræða leyfi til að selja úr landi togarann Barða frá Neskaupstað sem væri orðinn 12 ára og kaupa í staðinn hliðstætt skip frá útlöndum sem væri 4ra ára. „ Ég vil vísa til ummæla Krisj- áns Ragnarssonar formanns LÍÚ þar sem hann segist draga í efa að ráðherra geti tekið sér þetta vald. Ég treysti mér ekki til að skera úr um það hvort þessi ákvörðun sjávarútvegsráðherra nær yfir togarana frá Norðfirði og Akranesi. Fiskveiðasjóður er sjálfstæð stofnun og stjórn hans á eftir að taka afstöðu til þess“, sagði Svavar að síðustu. • r Akvörðunin ekki kynnt talsmönn- um útvegsmanna — segir Kristján Ragnarsson „ÉG lýsi furðu minni á því að Sjávarútvegsráðuneytið skuli taka þessa ákvörðun án þess að hafa kynnt hana fyrir tals- mönnum útvegsmanna", sagði Kristjan Ragnarsson f tilefni af ákvörðun Sjávarútvegsráðu- neytisins. „Ég dreg f efa að ráðuneytið geti tekið sér þetta vald þvf innflutningur á skip- um er ekki háður leyfum og f lögum fiskveiðisjóðs er ákveðið að það sé á valdi stjórnar sjóðsins að taka ákvörðun um lán og lánshlutföll. Þegar skip er smíðað erlendis hefur lánshlutfall verið lækkað úr 67% af kaupverði niður í 50% til að aftra innflutningi skipa á meðan lán til smíði skipa innan- lands er 75% af smíðaverði. Það er því á valdi stjórnar Fiskveiða- sjóðs að lækka þetta lánshlutfall frekar ef ástæða þykir til eða synja um lán þegar hindra á innflutning skipa. Ég er sammála þeim forsemd- um ráðuneytisins að ekki sé að svo stöddu ástæða til innflutn- ings skipa en tel sjálfsagt að útvegsmönnum gefist tækifæri til endurnýjunar á skipum ef um sölu á öðru hliðstæðu skipi úr landi er að ræða. Óeðlilegt er að binda smíði skipa eingöngu við innlendar skipasmíðastöðvar því þá fæst hvorki samanburður um verð né gæði skipanna. Þetta mál er til komið út af togstreitu tveggja ráðuneyta, það er, viðskiptaráðuneytis og sjávarútvegsráðuneytis og ég tel fráleitt að það bitni á útgerðinni með þessum hætti,“ sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ að siðustu. Varastaðsitjauppi með úrelt skip — sagði Matthías Bjarnason „RÍKISSTJÓRNIN gerði samþykkt um leyfi til kaupa á skipum á Norðfjörð og Akra- nes. Síðan leyfir sjávarútvegs- ráðherra sér að afturkalla þetta. Þetta sýnir auðvitað al- gjöra sundrungu f rfkisstjórn- inni,“ sagði Matthfas Bjarna- son, alþingismaður, í viðtali við Mbl. „Þar fyrir utan,“ bætti Matt- hías við, „þá hafði fyrrverandi ríkisstjórn veitt Haraldi Böðv- arssyni á Akranesi leyfi á sínum tíma til kaupa á skipi til lands- ins gegn því, að selja eitt af skipum sínum úr landi. Það leyfi var aldrei afturkaliað. Ég fæ ekki séð að nokkuð mæli á móti því, ef aðilar hafa bolmagn til, að endurnýja skip. Þvert á móti. Þarna bætist ekki við skipastól- inn og við megum vara okkur á að sitja uppi með úrelt skip.“ Sjdljum ekki hvernig einn ráðherra getur sett sig á móti fimm — sagði Jóhann K. Sig- urðsson á Neskaupstað „VIÐ skiljum ekki hvernig á að reka þessi skip ef eðlileg endurnýjun á sér ekki stað. Við höfum nú á þriðja ár reynt að losna við Barðann — elsta skuttogara landsins, 12 ára gamlan. Höfum samning um að hann gangi upp f fjögurra ára skip frá Frakklandi," sagði Jóhann K. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sfldar- vinnslunnar á Neskaupsstað, er Mbl. ræddi við hann. Þessu virðist beint gegn okkur og við skiljum ekki hvernig einn ráðherra getur sett sig svona upp á móti fimm. Þeir Tómas Árnason, Ólafur Jóhannesson, Hjörleifur Guttormsson, Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds höfðu lýst yfir samþykki fyrir þessum skiptum og við höfðum fengið tilskilin leyfi frá viðskipt- aráðuneytinu," sagði Jóhann ennfremur. „Við töldum þetta gleðileg tíðindi að losna við gamalt skip og fá nýlegt í stað- inn á jafn góðum kjörum og þarna buðust," bætti Jóhann við að lokum. Tvö skip ganga út fyrir eitt — segir Haraldur Sturlaugsson á Akranesi „VIÐ fengum heimild síðla árs 1977 fyrir kaupum á skipi og að við settum skip út fyrir það. Við höfum dregið að nýta þessa heimild fyrrverandi ríkisstjórn- ar. Nú hins vegar höfum við ásamt Síldar- og fiskmjölsverk- smiðjunni, náð mjög hagstæðum samningi um nýsmíði skips frá Noregi og eiga tvö skip frá okkur að ganga út. Þarna er um nauð- synlega endurnýjun að ræða því skipin sem setja á út, eru orðin úrelt og framundan mjög kostn- aðarsamar viðgerðir," sagði Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haralds Böðvars- sonar, þegar Mbl. ræddi við hann. „Það eru mörg fordæmi fyrir því, að heimild hafi verið dregin á langinn eins og í okkar tilfelli, og nýtt þegar gaf,“ bætti Haraldur við. Reglugerðarsetn- ingin stenst ekki lög — segir Lúðvík Jósepsson „ÉG TEL að setning þessarar reglugerðar standist ekki lög“, sagði Lúðvík Jósefsson. „Ég lýsi yfir undrun minni á henni. Reglugerðin brýtur í bága við lög um Fiskveiðasjóð og með henni hefur sjávarútvegsráð- herra hrifsað til sín allt lánveit- ingavaid sjóðsins og gert stjórn hans óvirka. Þegar þetta skref hefur verið stigið þá má hugsa sér að næst muni ráðherra ganga lengra og banna lánveitingar til smíða á skipum hér á landi eða smíði einhverrar sérstakrar stærðar eða gerðar af skipum", sagði Lúðvík síðan. „Mér finnst það furðulegt að rjúka upp til handa og fóta til að koma í veg fyrir að menn losi sig við gömul og óhagkvæm skip til að fá í staðinn ný og hagkvæm skip. Ráðherra gengur nú fram fyrir skjöldu í því að halda áfram rekstri á óhagkvæmum skipum. Hér á Norðfirði var þetta spurningin um það að selja 12 ára gamalt skip úr landi fyrir góða upphæð eða 300 milljónir og fá í staðinn mjög nýlegt skip. Hér er ekki einungis um að ræða þennan togara á Norðfirði, þessi regiugerð mun gera það að verk- um að fjölmörg byggðalög geta ekki endurnýjað skipaflota sinn. Ég vísa því á bug að þessi ráðstöfun muni minnka kostnað við sókn fiskiskipanna. Hvernig er hægt að minnka kostnað við sókn fiskiskipa þegar við sitjum uppi með fjölda af gömlum og óhagkvæmum skipum sam- kvæmt þessari reglugerð? Ég segi það sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra að ég hefði aldrei látið mér það til hugar koma að taka lánveitinga- valdið úr höndum stjórnar Fisk- veiðasjóðs", sagði Lúðvík Jósefs- son að endingu. Vildum bætaúr hráefnisþörf — sagði Valdimar Indriðason á Akranesi „ÁSTÆÐAN fyrir því að við sækjum nú um nýtt skip er að bæta úr brýnni hráefnisþörf. Við sóttum um að fá skip í samvinnu við Harald Böðvars- son. Um áramótin sóttum við um kaup á Júlíusi Geirmunds- syni, sem var seldur suður með sjó og við fengum ekki einu sinni svar við beiðni okkar,“ sagði Valdimar Indriðason, for- stjóri Sfldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness. „Það bentiallt til að vandi okkar yrði leystur með nýju skipi og tvö skip frá okkur gengu út. í augnablikinu virðist sem syrt hafi í álinn en við töldum þann samning sem gerður var við Norðmenn hafa verið mjög hagstæðan," bætti Valdimar við. v# Nr.l 1 á 24 sivinsæl dans- og dægurlög fyrir hlustendur á öllum aldri flutt af 24 fremstu söngvurum og hljómsveitum landsins Jafnmikið efni og á tveimur kassettum, en verðið einfait í ALLA BÍLA Þriðja sendingin af Stóru bíla-kassettunni nr. 1, 2, 3 og 4 er nú komin í plötuverzlanir, söluturna og benzínafgreiðslur um land allt. Fyrstu tvær sendingarnar seldust upp á augabragöi, enda um algjöra nýjung aö ræða hér á landi. Á hverri kassettu eru 24 lög í fullri lengd og veröiö er aöeins kr. 5.900.- og hiö sama um land allt. Getum bætt viö örfáum nýjum útsölustööum fyrir verzlunarmannahelgina. SG-hljómplötur, Ármúla 5, sími 84549

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.