Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1979 WIKA Þrýstimælar Allar stæörir og gerðir. tk CSco) Vesturgötu 1 6, sími 1 3280. ■ r Utvarp kl. 9.05: Ármann Kr. Einarsson rit- höfundur mun í dag halda áfram lestri sínum á ævntýrinu „Gullroðin ský“ og er þetta þriðji og síðasti lestur. Á morg- un mun hann síðan hefja lestur á ævintýrinu „Niðri á marar- botni.“ Mbl. hafði samband við Ár- mann og innti hann eftir efni þessara ævintýra. „Ævintýrið „Gullroðin ský“ er gamalt, ég samdi það þegar ég var tvítugur. Þá var það gefið út Ármann Kr. Einarsson rithöfundur Morgunstund barnanna en hefur ekki verið á markaðn- um nú um langa hríð,“ sagði Ármann. „Þetta ævintýri mun þó koma út bráðlega á ný, ásamt öðrum sögum sem ég hef skrifað. Þetta er ævintýri í þjóðlegum stíl, sagan fjallar um sveitapilt sem fer út í veröldina að leita fjár og frama. Þó að honum bjóðist gull og grænir skógar þá kýs hann heldur að snúa aftur til síns heima og byggja upp gamla bæinn sinn,“ sagði Ármann. „Sagan sem ég byrja að lesa á morgun heitir „Á mararbotni", og gerist hún, eins og nafnið gefur til kynna, á sjávarbotni. Ungur drengur fer í heimsókn þangað og kynnist lífinu þar. Hann kemst klakklaust heim aftur, en lífið og tilveran þar niðri verður honum umhugsun- arefni," sagði Ármann Kr. Ein- arsson. Ármann hefur lesið fjögur ævintýri í sumar í útvarpið og er nú verið að flytja þau síðustu. Von er á nýrri bók í haust eftir Ármann og er þar fjallað um algerlega nýtt efni. Sagan heitir „Goggur vinur minn,“ og gerist í þorskastríðinu síðasta. Þetta nafn er viðurnefni á þeim manni sem sér um að klippa á togvíra þeirra skipa sem að veiðum eru í íslensku landhelginni. Sagan gerist, eins og áður sagði, í síðasta þorskastríði, nánar til- tekið á vordögum á árinu 1976. I næsta mánuði kemur út bók á dönsku eftir Ármann og heitir hún „Landgang pá vulkanoen" og er hún þýðing bókarinnar „Víkingaferð til Surtseyjar". Þegar hafa verið þýddar 14 bækur á erlend tungumál eftir Ármann og er þessi bók sú fimmtánda. Útvarp kl. 21.45: Iþróttir íþróttaþátturinn er að venju á dagskrá í kvöld og hefst kl. 21.45. Mbl. hafði samband við Hermann Gunnarsson íþrótta- fréttaritara útvarpsins og innti hann eftir efni þessá þáttar. „Þátturinn verður stór- skemmtilegur að vanda. Það helsta sem verður í honum er kynning á Bláskógaskokkinu en það er fjölmennasta trimm sem haldið hefur verið á landinu, ef Landshlaupið er undanskilið. Allir ættu að geta hlaupið þessa vegalengd, frá Þingvöllum til Laugarvatns, fjölmenni verður viðstatt hlaupið og læknar verða til taks ef eitthvað ber út af,“ sagði Hermann. „Síðan mun ég segja nokkuð frá útihátíð sem verður að Kol- viðarhóli um helgina en fyrir þeirri hátíð stendur Knatt- spyrnufélagið Víkingur. Þarna verður margt til gamans gert, fyrir utan poppið sem er ómiss- andi á svona hátíðum. Þarna verða ýmsir íþróttaflokkar sem keppa og einnig geta áhorfendur sem, að því er virðist, vita allt best í sambandi við íþróttir, spreytt sig á þyí að reyna að skora hjá þeim Ólafi Benedikts- syni og Bogdan Kowalezyk þjálf- ari Víkinga og fyrrum markverði í Póllandi, en þeir munu reyna að verja markið af stakri snilld," sagði Hermann. „Þessu næst mun ég ræða við Stefán Jónsson um æfingar frjálsíþróttafólks. Einnig mun- um við spjalla nokkuð um Kal- ott-keppnina í frjálsum íþrótt- um, en hún verður í Bodö í Noregi um helgina. Nú stendur til að íslendingar vinni þessa keppni, við höfum verið í öðru sæti undanfarin ár og nú á að bæta um betur," sagði Hermann. Hermann Gunnarsson íþrótta- fréttaritari útvarpsins. „Að síðustu mun ég svo ræða við KR-ing um íslandsmótið í knattspyrnu, en þeir eru sem kunnugt er í efsta sæti um þessar mundir. Að lokum mun stúlka ræða nokkuð um kvenna- knattspyrnuna ef tími vinnst til, en kvenfólk ku vera mjög óvægið við andstæðinga sína á leikvell- inurn," sagði Hermann Gunn- arsson að lokum. Ötvarp Reykjavík yMIÐMIKUDKGUR _________18. JÚLÍ_________ MORGUNNINIM 7.00 Veðurfregnir, Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ármann Kr. Einarsson heldur áfram að lesa ævin- týri sitt „Gullroðin ský“ (3). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Víðsjá Ögmundur Jónasson sér um þáttinn. 11.15 Frá norræna kirkjutón- listarmótinu í Helsinki s.l. sumar. Jón Stefánsson kynnir (1). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregn- ir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissaerí-n: „Korriró“ eftir Ása í Uu Höfundur les 13). 15.00 Miðdegistónleikar: Pierre Thibaud og Enska kammersveitin leika Trompetkonsert í Es-dúr Joh !.nn Nepomuk ilummel; Marius Constant stj./ John Wiibrahm og Ph’lip Jores leika ásamt St. Martin-in-the-Fields-hljóm- sveitinni tónverk fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Giovanni Gabrieli, Antonio Vivaldi og Pavel Joseph Vejvanovsky; Neville Marriner stj./ Enska kammersveitin leikur Konsert nr. 2 í F-dúr fyrir tvo hljóðfæraflokka eftir Georg Friedrich HSndes; Raymond Leppard stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litii barnatíminn. Áfram gakk, hlaup og hjól Umsjónarmaður: Steinunn Jóhannesdóttir M.a. lesið úr Línu langsokk eftir Astrid Lindgren f þýðingu Jakobs ó. Péturssonar og talað við% Þór Vigfússon. 17.40 Tónleikar. 18.00 Víðsjá Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÓLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar 19.35 Samleikur í útvarpssal: Erling Blöndal Bengtsson og Árni Kristjánsson leika. Sónötu arpeggione í a-moll eftir Franz Schubert. 20.00 Töfrandi tónar. Jón Gröndal kynnir þriðja þátt sinn um tímabil stóru hljómsveitanna 1936—46. 20.30 (Jtvarpssagan: „Trúður- inn“ eftir Heinrich Böll. Franz A. Gíslason les þýðingu sína (5). 21.00 Leikið á tvö píanó: Gfsli Magnússon og Halldór Ilaraldsson leika „Vorblótið“ eftir Stravinski. 21.40 „Veturinn sem var hér í fyrra...“ Kristján K. Linnet les frumort ljóð. 21.45 íþróttir Hermann Gunnarsson segir frá. 22.05 Að austan Birgir Stefánsson kennari á Fáskrúðsfirði segir frá. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. FIM41TUDKGUR 19. JÚLÍ MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ármann Kr. Einarsson lýkur við að lesa ævintýri sitt „Gullroðin ský“ og les einnig fyrri hluta ævintýris síns „Niðri á Mararbotni“. 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Verzlun og viðskipti. Umsjónarmaður: Ingvi Hrafn Jónsson. Rætt við Eirík Guðnason viðskipta- fræðing hjá Seðlabankanum. 11.15 Morguntónleikar: Sigurd Rascher og Fíl- harmonfusveitin í Miinchen leika Saxófónkonsert eftir Erland von Koch; stig Westerbert stj./ Francois Daneels og Belgfska rfkis- hljómsveitin leika Fantasfu eftir Franz Constant; Jean Baillu stj./ Francois Daneels og Patrice Merchs leika Dúett fyrir saxófón og pfanó eftir Jacqueline Fontyn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SIÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Korriró“ eftir Ása í Bæ Höfundur les. (4). 15.00 Miðdegistónleikar: Hljómsveit rfkisóperunnar í Monte Carló leikur „Dans fuglanna“ úr Snædrottning- unni, óperu eftir Rimsky-Korsakoff og „Polovetska dansa“ úr Prins Igcr, óperu eftir Alexander Borodín; Lois Fremaux stj./ Suisse Romandehljómsveitin leikur „Romeó og Júlfu“, hljómsveitarsvítu eftir Sergej Prokofjeff; Ernest Ansermet stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar 17.20 Lagið mitt. Helga Þ. stephensen kynnir óskalög barna. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ___________________ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leilúrit: „Einkahagur herra Mörkarts“ eftir Karlheinz Knuth, áður útv. 1962. Þýðandi: Bjarni Benedikts- son. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: Herra Mörkart/Þorsteinn Ö. Stephensen. Herra Liebermann/ Lárus Pálsson. 20.45 Píanóleikur: Rudolf Frikusny leíkur „Silhouettes" op. 8 eftir Antonín Dvorák. 21.05 „Nú er ég búinn að brjóta og týna... Þáttur í umsjá Everts Ingólfssonar. 21.25 Tónleikar: Frá tónleikum Tónlistar- skólans í Reykjavík og sinfóníuhljómsveitar íslands f Háskólabfói 3. febrúar s.l. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Þórhallur Birgis- son. a. „La Clemenza di Tito“, forleikur eftir Mozart. b. Fiðlukonsert í e-moll op. 64 eftir Mendelssohn. 22.00 Á ferð um landið. Þriðji þáttur: Hornbjarg. Umsjón: Tómas Einarsson. Rætt við Hauk Jóhannesson jarðfræðing og Harald Stígs- son frá Horni. Flutt blandað efni úr bókmenntum. Lesari auk umsjónarmanna: Klemenz Jónsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Áfangar Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.