Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1979 Náttúruverndarfundur í Bjarkarlundi Aðalfundur Vestfirskra náttúruverndarsamtaka verður haldinn í Hótel Bjarkarlundi daj?ana 21. og 22. júlí nœstkomandi. Frá stofnun samtakanna árið 1971 hefur verið leitast við að halda aðalfundinn á ýmsum stöðum á Vestfjörðum til þess að hvetja Vestfirðinga til umhugsunar um náttúruvernd o(? leggja því máli lið. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Austur-Barðastrandarsýslu. í Hótel Bjarkar- lundi sem fyrr er sa(?t. Dagskrá fundarins verður fjöl- breytt. Aðalerindi flytja Finnbogi Jónsson, fulltrú í iðnaðarráðuneyt- inu, sem talar um orkukreppu og náttúruvernd, mál sem núna er ofarlega í hugum manna. Eysteinn G. Gíslason, bóndi í Skáleyjum, flytur erindi um friðun Breiðafjarð- arsvæðisins og búsetu þar. Og Ævar Petersen dýrafræðingur talar um fuglalíf í Breiðafjarðareyjum og sýnir myndir. Að kvöldi laugardags verður haldin kvöldvaka í Vogalandi í Króksfjarðarnesi. Þar flytur Helgi Hallgrímsson, forseti Sambands ísl. náttúruverndarsamtaka, erindi um markmið náttúruverndar. Þá munu heimamenn sjá um efni á kvöldvök- unni, m.a. sr. Valdimar Hreiðarsson á Reykhólum, Játvarður Jökull Júlí- usson og fleiri. A sunnudag verður ekið um Reykhólasveit undir leiðsögn heimamanna, þörungavinnslan á Reykhólum skoðuð og fjörur gengn- ar. Gert er ráð fyrir hópferð frá Isafirði síðdegis á föstudag Stjórn VN hvetur alla þá, sem áhuga hafa á náttúruvernd, að sækja aðalfundinn, sem hefst kl. 2 síðdegis laugardaginn 21. júlí. Allar nánari upplýsingar um fundinn gefa Lára G. Oddsdóttir (síma 3580) og Sigríður J. Ragnars (síma 3236) á ísafirði. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna 21 árs gömul stúlka óskar eftir vinnu frá 1. sept. n.k. til 1. maí 1980 helst í Hafnarfiröi eða Garðabæ, það er þó ekki skilyrði. Hefur reynslu í vélritun og vinnu á bókhaldsvél. Meðmæli fyrir hendi. Uppl. á skrifstofutíma í síma 94-3142. Stokkseyri Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöið á Stokks- eyri. Upplýsingar hjá umboösmanni í síma 3314 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 83033. Kennarar Almennan kennara og íþróttakennara vantar að Vopnafjaröarskóla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-3113. Skrifstofustarf er laust til umsóknar hjá stóru og rótgrónu fyrirtæki. Starfssvið er afgreiðsla tollskjala, ýmsar útskriftir og almenn skrifstofustörf. Verslunarskóli eða hliöstæö menntun ásamt nokkurri starfsreynslu er æskileg. Umsóknir leggist inn á augl.d. Mbl. fyrir 23. júlí með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf. Merkt: „Starfsreynsla — 3208“. Frá Heilsuverndar- stöð Kópavogs Hjúkrunarfræðingur óskast í hálfa stöðu við skóla frá 1. sept. Einnig vantar Ijósmóður í hlutastarf í ágúst. Uppl. hjá hjúkrunarforstjóra sími 40400. Skrifstofu- eða bankastarf Óska eftir skrifstofu- eða bankastarfi hálfan daginn, er með próf úr einkaritaraskólanum. Upplýsingar í síma 83106 eftir hádegi næstu daga. Rafmagnstækni- fræðingur Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða nú þegar, eða sem allra fyrst, rafmagnstækni- fræðing til starfa í innlagnadeild. Verksviö: Umsjón með heimtaugaafgreiðslu og sér- verkefni tengd heimtaugum, ásamt samþykkt raflagnateikninga. Nánari upplýsingar um starfið veitir yfirverk- fræðingur innlagnadeildar. Umsóknum sé skilaö til Rafmagnsveitunnar. Umsóknareyðublöð fást á staðnum. Rafmagnsveita Reykjavíkur Innskrift — vélritun Blaðaprent h.f. óskar eftir starfskrafti viö innskriftaborð. Góð íslensku- og vélritunarkunnátta nauð- synleg. Vaktavinna. Uppl. í síma 85233. Blaöaprent h.f. Síðumúla 14. Hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar óskast í hlutastörf. Upplýsingar gefur hjúkr- unarforstjóri í síma 26222 frá kl. 9—11. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Þú tekur myndimar Leíkandi létt Kodak EKTRA vasamyndavél meö handfangi Nú er leikur fyrir hvern og einn Kodak EKTRA 22 Tvær hraðastillingar. Verð kr. 22.420.- Kodak EKTRA 32 Með aðdráttarlinsu sem gefur skarpari og stærri myndir Verð kr. 21.970.- Einhver gerðin af EKTRA hlýtur að henta þér. að taka góðar myndir og festa á filmu augnablik sem aldrei koma aftur, en gott er að ylja sér við á komandi árum, — ef myndavélin var með í ferðinni. Kodak EKTRA 52 Með sjálfvirkum Ijósmæli. Verð kr. 35.250.- Kodak EKTRA 12 Ein stilling Verð kr. 13.550.- HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ S:20313 S:82590 Umboðsmenn um land ailt AUSTURVERI S:36161

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.