Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 17
HEIMSSTYRJOLDIN SIÐARI 16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 Hitler fann lykilinn að sigri leifturstríð Hitler kom á vígvöllinn á fimmta degi herferðarinnar og Guderian gat stoltur bent honum á ummerki ósigurs Pólverja er blöstu hvarvetna við, mörg hundruð fallbyssur eyðilagðar eða herteknar, hernumin landflæmi, þúsundir stríðs- fanga. Allt þetta hafði kostað fjórar herdeildir hans óverulegt útlát — 150 fallna og 700 særða. Hitler minntist þess hvernig herdeild hans í fyrri heimsstyrjöldinni hafði verið murkuð niður er hún þusti upp úr skotgröfunum — 2000 fallnir á einum einasta degi. Hann var nú sannfærðari en nokkru sinni að hann hefði fundið lykilinn að sigri. Leifturstríðið stóð sig; hann hafði fengið það áþreifanlega staðfest. Vissulega hefði jafnvel maður í betra jafnvægi en Adolf Hitler getað sann- færst um það að himintunglin væru honum hliðholl. í stuttu máli var leifturstríð tilraun til að brjótast út úr því þrátefli sem sogið hafði merg úr Evrópuþjóðum í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá hafði báða stríðaaðila á Vesturvígstöðvunum dreymt um að ná framsókn er skipti sköpum — brjótast úr kyrrstöðuhernaði í hreyfingarsókn. Oft höfðu langar fylkingar fótgönguliða öslað forarleðj- una til skotgrafanna í linnulausri stór- skotahríð og séð riddaraliðsfylki landa sinna standa hreyfingarlaus, hrein og hrukkulaus, að baki víglínunni og bíða þess að geta hleypt gegnum skarð í skotgrafalínunni andspænis og valdið usla í liði flýjandi óvinanna. Milljónir manna féllu við að rjúfa slíkt skarð í ínu andstæðinganna, en það var aldrei nógu stórt og riddaraliðið hleypti aldrei í gegn. í rauninni var ekkert nýtt eða sér- þýskt við hina hernaðarlegu hlið leift- urstríðs er bundin var beitingu öflugra brynsveita sem nutu stuðnings flugvéla. Á þriðja og fjórða áratug aldarinnar Það sem Guderian hershöfðingi og félagar hans lögðu til var að riddaralið- ið væri lagt niður en í stað þess kæmi hreyfanlegri harðsvíraðri liðsafli öku- tækja á hjólum eða skriðbeltum, er bæði gæti hafið árásina og fylgt eftir unnum sigri. Þeir áttu hugmyndina að brynsveitunum. Þetta voru sjálfbjarga skipulagsheildir, oftast tvö skriðdreka- fylki og eitt fylki fótgönguliðs og stórskotaliðs í hverri. Smærri einingar tengdar þeim — könnunarlið, verk- fræðisveit, skriðdrekavarnir, loftvarnir, fjarskipta- og þjónustusveitir — voru ýmist flutt á léttbrynjuðum hálfbeltis- bílum eða vörubílum. Æskilegt var að stórskotaliðið væri vélknúið að mestu. Tveimur eða fleiri slíkum brynher- deildum mátti slá saman í stórdeild, tíðum með vélbúinni fótgönguliðsher- deild. Síðar mátti slá nokkrum slíkum stórbryndeildum saman í brynheri er gátu athafnað sig sjálfstætt að baki víglínu óvinarins og valdið usla í baksveitum hans. Þetta vélbúna lið átti að njóta stuðnings flugvéla — lang- fleygra könnunarvéla til að finna skot- mörk og aðgæta herflutninga óvinanna, enn fremur orrustu- og steypiflugvéla sem gegndu hlutverki eins konar öflugs stórskotaliðs úr lofti. „Hefðbundin viðhorf til hernaðar töldu þessar hugmyndir fífldjarfar; hinir vanabundnu héldu því fram að skriðdrekum sem rásuðu um í óvina- landi væri jafnhætt og sauðahjörð, þótt þeir nytu stuðnings úr lofti; tína mætti þá upp einn af öðrum og tortíma þeim, áður en hjálp bærist frá seinfærum fótgönguliðsherdeildum. Þrátt fyrir vantrú yfirboðara sinna var Guderian falin stjórn vélbúins fylkis 1931 og veitt heimild til heræf- inga með brynvörðum bílum og öku- tækjum sem litu út eins og skriðdrekar. Honum til láns fékk hann brátt vfir- Sprengja hefur drepið hest og soltnir Pólverjar skera bita úr hræinu. höfðu vestrænir herfræðingar, t.d. J.C. Fuller hershöfðingi í Englandi og Charles de Gaulle ofursti í Frakklandi, gaumgæft hernað af þessu tagi á ímynduðum vígvelli og stuðst í athug- unum sínum við fáein dæmi um vel heppnaða beitingu skriðdreka í fyrri heimsstyrjöldinni. En það var lítið mark tekið á þessum hugkvæmu mönn- um í heimalöndum þeirra; hugmyndir þeirra taldar fráleitar, jafnvel hlægileg- ar. Fuller var skapharður maður er þoldi illa tómlæti starfsbræðra sinna og yfirboðara og hafði verið þokað úr hernum með lagni; de Gaulle var viðlíka opinskár í skoðunum, enda var litið á hann sem sérvitring. Á þessum árum var það aðeins í &ýskalandi sem efni- legir ungir foringjar á borð við Guderi- an voru hvattir til að reyna nýjar hugmyndir. mann sem engan veginn var kreddu- fastur — Adolf Hitler. Vorið 1933 kom Hitler á fyrstu heræfingarnar eftir að hann. varð kanslari og hreifst þá mjög af brynsveit Guderians. Óvíst er þó að hermönnunum sem tóku þátt í þessu hafi fundist mikið til um það; fyrstu ökutæki Guderians voru með segldúks- hliðum sem menn gátu rekið hnefann í gegnum — sjálfsagt undirrót að sögun- um sem blekktu Pólverjana síðar — og meira að segja skriðdrekarnir er seinna voru smíðaðir voru úr þunnum málmi. En Hitler sá þegar möguleikana er fólust í hinum nýju bardagaaðferðum, enda hafði hann glöggt auga fyrir tækninýjungum. „Þetta er það sem ég þarfnast!" sagði hann hvað eftir annað. „Þetta er það sem ég vil fá!“ Og næstu sex árin studdi hann kröfur Guderians um brynsveitir, gegn vilja hershöfðingja sem héldu því fram að skriðdreka ætti einungis að nota í smáflokkum til stuðnings fótgönguliði. #• »> 40 AR MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 Umheimuriim horfðl hö lofa á hermenn- ina takast í hendur Von Rundstedt hershöfðingi, er stýrði suðurarmi þýsku sóknarinnar, hafði sótt svo hratt fram að hann skorti orðið lið til að vernda vinstri sóknararm sinn. Hann hafði beðið um meira riddaralið til að fylgjast með Pólverjum í skóg- lendinu á þessum slóðum. Þýski herinn átti hins vegar ekki mikið tiltækt af slíku liði. Þess vegna tókst Kurtrzeba hershöfðingja að koma óvinum sínum á óvart í skyndisókn suður yfir Bzura-fljót 10. september og þýska herdeildin sem var ein til varnar á austurbakkanum beið mikið afhroð. Ótti greip um sig sem snöggvast í aðalstöðvum Þjóðverja, og hefði fleiri pólskum herjum tekist að láta til sín taka, hefðu þeir getað gert innrásarliðið lífið leitt. En þeir voru einangraðir og sambandslausir, Þjóðverjar höfðu hins vegar yfirráð í lofti og voru ekki eins staðbundnir; þeir gátu því kvatt liðs- auka að í skyndi og hindrað frekari framsókn Pólverja. Það var sótt grimmilega að Kutrzeba áður en tveir dagar voru liðnir. Smáhópur af liði hans komst til Varsjár, hinir gáfust upp 17. september. Það horfði nú illa fyrir Pólverjum, herir þeirra hvarvetna á flótta eða umkringdir, stórborgir herteknar eða í umsát, allar birgðir á þrotum og ekki líkur á neinni hjálp frá bandamönnum þeirra. Ætti að halda baráttunni áfram virtist eina úrræðið að draga eins mikið af liði til baka og unnt var og búast um í suðausturhluta landsins, sem sneri að vinveittu landi, Rúmeníu, og því tæki- færi til að halda sambandi við umheim- inn þá leiðina. Með nokkurri heppni kynni þeim að takast að forðast eftir- fararmenn sína, því að birgðaleiðir þýsku herjanna gerðust nú ískyggilega langar þegar þeir nálguðust suðaustur- héruð Póllands, mennirnir voru hvíldar þurfi og farartæki þeirra tekin að láta á sjá eftir pólsku vegina. Þar að auki gat farið að rigna hvenær sem var. Þessi veika von Pólverja var að engu gerð 17. september, þegar Stalín seildist í þá ágóðavon sem hann hafði unnið í samningi sínum við Foringjann og sendi gífurlegan liðsafnað inn yfir óvarin austurlandamæri Póllands, án stríðs- yfirlýsingar líkt og Hitler. Stalín hafði valið innrásartímann kænlega. Hann lét Þjóðverja eina um að heyja stríðið og þurfti nú ekki að hugsa um annað en hirða afraksturinn; Pólverjar hefðu aldrei haft orku til þess að berjast á tvennum vígstöðvum við andstæðinga sem voru meðal öflugustu hervelda á hnettinum — allra síst eins og nú stóð á. Eftir fáeina daga starði umheimurinn höggdofa á myndir af fyrirliðum þýskra og rússneskra herja er tókust innilega í hendur á markalínum yfirráðasvæða sinna, enda þótt þessar tvær þjóðir hefðu verið ósættanlegir andstæðingar fyrir undirritun þýsk-sovéska sáttmál- ans. Pólland virtist úr sögunni; stríðinu var lokið. En Pólverjar héldu baráttunni áfram. Varsjá gafst ekki upp þótt borgin væri yfirfull af flóttafólki, hungursneyð og sjúkdómar á næsta leiti og linnulausar árásir þýskra flugvéla og stórskotaliðs. Fjöldi fólks reyndi að flýja hina voluðu borg en Þjóðverjar hröktu það til baka til þess að auðveldara yrði að svelta Pólverja til uppgjafar. Og það var yfirvofandi sultur sem einkum knúði varnarlið Varsjár til að gefast upp 27. september; Modlinvirkið gafst upp ein- um degi síðar. Baráttu var haldið lengur áfram á stöku stað og það var ekki fyrr en 6. október sem síðasta skipulega andspyrnuliðið gafst upp — í bænum Kock, suðaustur af Varsjá. Þar barðist 17.000 manna lið hetjulegri baráttu í órofinni herkví, þar til þau sannindi blöstu við að engin hjálp gæti borist því — eða væri í vændum. Litlu einu varð bjargað úr rústunum. Nokkrir tundurspillar og kafbátar úr hinum litla sjóher Póllands sluppu fram hjá öflugum flota Þjóðverja úti á Eystrasalti, komust undan í þokunni, sigldu út á Norðursjó og um síðir til Englands. Þar barðist þessi liðsafli hetjulega með breska flotanum það sem eftir var stríðsins. Um 100.000 pólskir hermenn komust undan til Rúmeníu í humátt á eftir foringjum sínum, örlítið brot af því liði sem lagt hafði upp. Þessir menn myrtd- uðu frjálsar pólskar sveitir og börðust með Frökkum og Bretum. Innrás Rússa lokaði mörgum undankomuleið og áttu þeir skelfingardaga fyrir höndum í fangabúðum Stalíns — sult, barsmíðar og fjöldamorð. Þegar innrás var gerð í Rússland tveimur árum síðar fengu þeir Pólverjar sem þar lifðu eftir brottfarar- leyfi undir forystu Anders hershöfð- ingja og börðust aftur við Þjóðverja í Norður-Afríku og á Ítalíu. Þýsku og rússnesku árásarríkin höfðu ekki beðið með að skipta fórnarlambinu með sér þangað til mótspyrna Pólverja hefði verið brotin á bak aftur. í upphaf- lega samningnum, sem undirritaður var af utanríkisráðherrunum Vyatjeslav Molotov og Joachim von Ribbentrop í ágúst, var óljóst kveðið á um örlög Póllands. Ef til vill hafa Rússar og Þjóðverjar hugsað sér að stofna pólskt leppríki í miðju landinu er þeir hefðu lagt landamærahéruðin undir sig. I ágústsamningnum var greint frá skiptalínu milli áhrifasvæða er lægi nokkurn veginn eftir Póllandi miðju. Stalín stakk nú upp á að láta Þjóðverj- um eftir miðhluta Póllands og halda einungis austurhéruðunum þar sem meginhluti íbúanna var af úkraínskum eða belorússneskum stofni. í staðinn krafðist hann athafnafrelsis í Litháen — þótt Þjóðverjum hefði upphaflega verið ætlaður þessi hluti Eystrasalts- landanna — og yfirráða yfir öllum olíulindasvæðunum í Suðaustur-Pól- landi; hins vegar lofaði hann að senda 30.000 smálestir af hráolíu þaðan til Þýskalands á ári hverju. Hitler var ekki ánægður með þessa breytingu, en hann féllst á hana og nýja skiptalínan meðfram Bug-, San- og Narew-fljóti var staðfest. Austurhéruð- in voru innlimuð í Sovétrítyn. Vestur- héruðin, byggð fjölmörgum af þýskum uppruna, voru innlimuð í þýska ríkið. Þá voru óafgreiddir hinir pólsku íbúar miðhéraðanna og nú var komið að Hitler að sýna hvernig Þjóðverjar kæmu fram við sigrað land. Það sem ekki var innlimað var gert að þýsku yfirráðasvæði, og var hlutverki þess lýst skilmrekilega af Hans Frank, er varð stjórnandi þess næstu fjögur og hálft ár: „Pólverjar verða þrælar Þýska stórríkisins." Því skyldi komið fram með skefjalausri grimmd og harðýðgi. Áður en stríðið hófst hafði Hitler gert hershöfðingjum sínum grein fyrir því að tilgangslaust væri að ganga með mannúðargrillur í Póllandi. Sumir hers- höfðingjanna, að minnsta kosti, skildu ekki hvað átt var við. 19. september litu SS-maður og herlögreglumaður eftir vinnuflokki 50 pólskra gyðinga og urðu óánægðir með vinnubrögð þeirra. Þeir ráku gyðingana inn í samkunduhús og drápu þá alla saman. Herstjórnin var höggdofa og stefndi manndrápurunum tveimur fyrir herrétt, enda ímyndaði hún sér enn að háð væri stríð eftir hefðbundnum hætti. Sækjandinn krafð- ist dauðarefsingar. Að athugun lokinni komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að mennirnir væru sekir um morð og dæmdi þá til þriggja og níu ára fangels- isvistar. Georg von Kúchler hershöfð- ingi, yfirmaður mannanna beggja, taldi dóminn óhæfilega mildan og krafðist áfrýjunar til yfirdóms í Berlín. Sá dómstóll staðfesti þriggja ára dóm SS-mannsins og afsakaði hann á þeim forsendum að „hann þyldi afar illa að sjá gyðinga" og hefði brugðið við „að óhugsuðu máli í ungæðislegum ákafa“. Mennirnir voru báðir náðaðir von bráðar og fóru aldrei í fangelsi. Þeim yfirmönnum þýska hersins sem kunnu ekki að meta mildi af þessu tagi lærðist brátt að skynsamlegra væri að líta undan og láta álit sitt ekki í ljós. Á næstu árum varð von Kúchler hershöfð- ingi þekktur fyrir að láta að vilja Hitlers í einu og öllu. Framtíðarstefna var mótuð á fundi æðstu yfirmanna hersins og nasista- flokksins 19. september, og getur Hald- er hershöfðingi hennar stuttlega í dagbók sinni. Framtíðarstefna nasista í Póllandi var dregin saman í orðinu „hreinsun“, en það var feluorð og táknaði útrýmingu. Það átti að fara fram „hreinsun“ á gyðingum, enn frem- ur á pólskum menntamönnum, klerkum, aðalsstétt — öllum þeim hópum sem veita kynnu forystu hugsanlegri and- spyrnu. Hershöfðingjarnir lögðu áherslu á að þeir vildu hvergi koma nálægt þessu og getur Halder þess í dagbók sinni: „Hreinsunum verður frestað þar til herinn er farinn á brott og landið komið undir borgaralega stjórn," en það átti að verða í fyrri hluta desember. Þá gæti herinn beint allri athygli sinni að því háleita starfi að skipuleggja nýjar herferðir meðan SS og Gestapo stunduðu drápsiðju sína í Póllandi. Hitler hafði því alla ástæðu til að vera ánægður með gang mála. Hann hafði murkað niður þverúðugan and- stæðing og kostað litlu til. Hann hafði ekkert að óttast á austurlandamærun- um. Nú gat hann snúið allri herkænsku sinni, margreyndu hugboði og fullbún- um herjum Þýskalands gegn óvinum sínum í vestri. BARATTAN UM VARSJA Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.