Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 39 Minning: Snorri H. Vilhjálms- son, múrarameistari í dag, laugardaginn 1. septem- ber 1979, verður Snorri Hólm Vilhjálmsson jarðsunginn frá hinni nývígðu Ytri-Njarðvíkur- kirkju. Er hann fyrsti maðurinn, sem þaðan er til moldar borinn, og einnig sá fyrsti er nýkjörni prest- urinn okkar, séra Þorvaldur Karl Helgason, talar yfir látnum, þar úr sókn. Snorri lést á Borgarspít- alanum í Reykjavík þann 25. ágúst s.l. Snorri H. Vilhjálmsson var fæddur að Skeggjastöðum í Mos- fellssveit, 25. júní 1906. Foreldrar hans voru hjónin Vilhjálmur Ás- mundsson og Hólmfríður Snorra- dóttir. Þau voru bæði Árnesingar að ættum. Þegar Snorri var 2ja ára gamall, fluttist hann með foreldrum sínum að Vogsósum í Selvogi. Á því forna og fræga býli bjuggu þau Vilhjálmur og Hólm- fríður stóru búi í meira en tvo áratugi. Þau hjón eignuðust ellefu börn, fjórar dætur og fimm synir komust upp til fullorðins ára. Snorri ólst upp meðal foreldra og systkina. Hann fór ungur að taka virkan þátt í störfum föður síns, bæði til lands og sjávar, og nóg var að gera á stóru heimili. 15 ára gamall fór Snorri til sjóróðra á vetrarvertíð í Herdísarvík, og var þá talinn fullgildur háseti. Reri Snorri þaðan frá í nokkrar vertíð- ir, hjá reyndum formönnum, sjó- sóknurum og aflamönnum. Meðal þeirra er Snorri reri hjá í Herdís- arvík, var Guðmundur Jónsson, bóndi í Stóra Nýjabæ Krísuvíkur- hverfi. Var Guðmundur síðar tengdafaðir Snorra. Einnig reri Snorri nokkrar vetrarvertíðir úr Selvogi, en á sumrin vann hann oftast við landbúskap, ýmist heima eða heiman. Arið 1930 flytja þau Vilhjálmur og Hólm- fríður á Vogsósum búferlum til Reykjavíkur. Fluttist Snorri sonur þeirra þangað með þeim, og fór hann þá að stunda sjó, bæði á togurum og línuveiðurum. Einnig fór hann að læra múrverk hjá Ásmundi bróður sínum. Þann 25. nóvember 1933 giftist Snorri Sól- björgu Guðmundsdóttur frá Stóra Nýjabæ. Var hún dóttir hjónanna þar, Guðmundar Jónssonar og Kristínar Bjarnadóttur. Fyrsta búskaparár sitt bjuggu þau Snorri og Sólbjörg á Vogsósum, en þá bjó þar einnig Snorri Þórarinsson, og voru þeir nafnar systkinasynir. Þaðan flytja þau til Reykjavíkur, og búa þar í nokkur ár. 1939 réðist Snorri suður í Njarðvíkur til Magnúsar Ólafssonar, útvegs- bónda í Höskuldarkoti. Var Snorri við útgerð hans ýmist í landi eða á sjónum. Á þeim árum voru fá hús þar í hverfi og vöntun á mörgu, sem nú þykir sjálfsagt og nauð- synlegt. Snorri vildi samt setjast þar að, og fór að byggja íbúðarhús handa fjölskyldu sinni á hæðinni spölkorn fyrir utan Þórukot. Nefndi hann hús sitt Ás, er fékk Minning: Svava Þuríður Stefánsdóttir Sumri hallar, haustar að, enn sem fyrr og þannig er það með mannlífið, það haustar að, þá er aldurinn færist yfir. Sumum auðnast að lifa langan dag, aðrir falla á æskuskeiði. Svava Þuríður Stefánsdottir lifði alllangan dag og öðlaðist margþætta lífsreynslu. Það skipt- ust á skin og skúrir í hennar lífi eins og flestra annarra. Svava lést hinn 5. ágúst s.l. eftir stutta legu og að ósk hennar sjálfrar fór útförin fram í kyrr- þey- Svava var fædd 30. september 1907 í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ólína Þórey Ólafsdóttir og Stefán Jónsson og voru þau lengst af búsett í Reykja- vík. Svava missti móður sína sautján ára og var það henni mikið áfall enda var samband þeirra óvenju elskulegt. Faðir hennar náði aftur á móti háum aldri. Fyrri eiginmaður Svövu var Björn M. Olsen. Þau eignuðust eina dóttur, Helgu, sem nú er gift kona og á fjögur efnileg börn. Björn M. Ölsen var annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins Stálhúsgögn, sem hann rak í nokkur ár. Hinn 24. apríl 1944 giftist Svava öðru sinni, Steingrími Þorsteins- syni, ættuðum frá Stórugröf í Skagafirði. Segja má að það hafi verið henni mikið lífslán að bind- ast svo traustum og ágætum manni. Steingrímur hefur lengst af starfað við gleriðju. Hann rekur nú sitt fyrirtæki Glerverk að Flókagötu 47, er hann stofnaði árið 1966. Steingrímur biður að þess sé getið að eiginkona hans hafi verið honum ómetanlegur og góður ráð- gjafi, þegar hann stóð í öllum byggingarframkvæmdum. En alls byggði hann þrjár íbúðir fyrir þau og höfnuðu þau að lokum á Flóka- götu 47. Svava og Steingrímur áttu ekki börn saman, en tóku kjörbarn, Ingibjörgu Birnu, og er hún nú uppkomin og efnileg stúlka. Samlíf þeirra hjóna var um margt til fyrirmyndar. Þau voru samtaka i því að byggja upp óvenju fallegt heimili og lifðu af mikilli hagsýni, enda vel efnum búin. Bæði voru þau gestrisin og elskuleg í viðmóti og skemmtileg heim að sækja. Nú þegar, vinur minn Steingrímur hefur misst sína elskulegu eiginkonu, votta ég honum og dóttur hans, Helgu dóttur Svövu, og öðru nánasta fólki einlæga samúð. Gfsli Guðmundsson síðar heitið Þórustígur 15. í þetta hús flutti hann með fjölskyldu sina 1942, og þar bjuggu þau hjón meðan bæði lifðu. Sólbjörg kona Snorra lést þann 28. september 1966. Á árunum fram til 1950 vann Snorri meira og minna hjá þeim Magnúsi í Höskuldarkoti, og Karvel Ögmundssyni útgerðarm. og oddvita, er báðir þurftu á góðum og traustum verkmanni að halda, bæði við útveginn og bygg- ingarframkvæmdir. Árið 1950 fékk Snorri meistara- réttindi í sínu múrarafagi. Upp frá því vann hann að mestu sjálfstætt við ýmsar bygingar á Suðurnesjum. Meðal annars vann hann við byggingu félagsheimilis- ins Stapa. Einnig sá Snorri um múrvinnu á steypukerjum við byggingu landshafnar Njarðvíkur. Á árunum 1964 til 1971 vann Snorri hjá skipasmíðastöð Njarð- víkur. Þar var mikið um bygging- arframkvæmdir af ýmsu tagi. Síðus.tu starfsárin, frá 1971 til 1978, vann Snorri hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Snemma á þeim árum veiktist Snorri af þeim sjúkdómi, er hann átti meira og minna við að stríða upp frá því, og varð hann þess vegna að hætta störfum þar í nóvember á s.l. ári. Eftir að Snorri missti konu sína bjó hann áfram í húsi þeirra. Átti Guðmundur son- ur hans sitt heimili með honum þar. Síðustu árin er Snorri átti mjög við veikindi að stríða, var hann langtímum hjá Önnu Hall- dóru dóttur sinni, og Hreiðari manni hennar að Kirkjugerði 7, í Vogum Vl.strönd. Voru þau hjón ásamt börnum sínum Snorra mik- il vinarstoð og velunnarar í veik- indum hans. Þau Sólbjörg og Snorri eignuð- ust sex börn. Elsta barnið þeirra Krístín lést, er hún var 34 ára gömul, árið 1937. Hún var gift Eyjólfi Vilmundarsyni, og áttu þau tvö börn. Hin börnin eru Guðmundur, búsettur á heimili foreldra sinna Þórustíg 15, Hólm- fríður, búsett á Holtsgötu 1, Y-Nj., börn hennar eru þrjú, og búa þau hjá henni, Vilhjálmur Heiðar búsettur í Keflavík, kona hans er Anna Þorbergsdóttir og eiga þau tvö börn, Anna Halldóra býr í Kirkjugerði 7, Vogum Vl.strönd, maður hennar er Hreiðar Guð- mundsson, eiga þau tvö börn á lífi. Yngsta barnið Sólveig er búsett að Brekastíg 7A, Vestmannaeyjum. Hún er gift Jóni Guðmundssyni, eiga þau eitt barn. Um Snorra H. Vilhjálmsson er það að segja, og er þá mælt fyrir munn þeirra, sem kynntust hon- um, áttu samleið og samveru- stundir í félagi við hann. Snorri var stór og karlmannlegur maður, prúðmenni í framgöngu, hógvær og hlédrægur, traustur og tilþrifa- mikill kraftamaður, og kappsamur dugnaðarmaður við allt sem hann gerði til sjós og lands. Snorri var trygglyndur, glaður í vina hópi og skemmtilegur við að ræða. Hann átti sína fáu en tryggu félaga. Snorri H. Vilhjálmsson var af gamla skólanum, sem kallað er, samviskusamur og vildi skila sínu vel og vandlega, til þeirra er hann vann hjá. Eins vildi Snorri standa í skilum með það sem honum bar að borga. Eru mér í fersku minni viðskipti við hann í nokkur ár, er ég átti að innheimta brunabóta- gjöld hjá honum. Það var föst regla á hverju ári strax og Snorri hafði fengið innheimtuseðilinn, þá kom hann með félögum sínum er voru sama sinnis og hann, til að greiða gjöldin. Þetta voru fáir fátækir menn í sérflokki. Nú er Snorri horfinn úr okkar heimi en minningarnar lifa um mætan sómamann. Blessuð sé minning Snorra Hólm Vilhjálms- sonar. Afkomendum Snorra og venslafólki sendi ég samúðar og blessunar kveðjur. Guðmundur A. Finnbogason. Óttaslegin, vannærð og landlaus! h Munið söf nunarbaukana. Eða gíró 46000 Aöstoó íslendinga vió flóttamenn í suó-austur Asíu RAUÐI KROSS ISLANDS 26.ágúst -9.september 1979 hjálparstofnun kirkjunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.