Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 47 Viðar í Stjörnuna GENGIÐ hefur verið frá félagaskiptum Viðars Símonarsonar úr FH yfir í Stjörnuna. Viðar þjálf- aði Stjörnuna í 2. deild- inni á síðasta keppnis- timabili, en á ýmsu gekk og félagið féll niður í 3. deild og margir af sterk- ustu leikmönnum liðsins kvöddu með það sama. Félagaskipti Viðars voru langt komin á síðasta keppnistímabili og til stóð að hann léki með Stjörnunni þá, en ekkert varð úr á síðustu stundu. Mbl. hefur það eftir góðum heimildum, að FH-ingar eigi enn eftir að sam- þykkja skiptin nú, en þar sem Viðar mun þjálfa annað 1. deild- ar lið, Hauka, á komandi keppn- istímabili, er ólíklegt annað en að allt gangi snurðulaust að þessu sinni. Stjörnumenn hafa þegar hafið æfingar af fullum krafti stað- ráðnir í að endurheimta sætið í 2. deild og heyrst hefur, óstað- fest þó, að einhverjir þeirra sem gengu úr félaginu eftir síðasta vetur, hafi hætt við. - gg- Hreinn sigraði í London Hreinn Halldórsson keppi i miklu frjálsíþróttamóti í London í gærkvöldi og sigraði í kúluvarpi kastaði 19,87 metra, annar varð- A1 Ferubach Bandaríkjunum kastaði 19,69 og Geoff Capes varð þriðji með 19.01 metra. Steve Ovett frá Bretlandi varð nálægt því að setja nýtt heimsmet í míluhlaupi á mótinu. Náði hann þriðja besta tíma frá upphafi en hann hljóp á 3.49,6 mín. annar í hlaupinu varð Thomas Wessinghage Vest- ur-Þýskalandi hljóp á 3,50,6 mín., átta fyrstu menn í hlaupinu hlup8 undir 4 mínútum. Oddur Sigurðs- son keppti í fyrrakvöld á frjáls- íþróttamóti í Dusseldorf hljóp Oddur 100 metrana á 10,86 sek og 400 metrana á 47,79 sek. — þr. Guðmundur og Eysteinn dæma Evrópuleikina BÚIÐ er að tilnefna íslensku dómaratríóin sem dæma eiga Evrópuleiki Ipswich og Skeid annars vegar og Leeds og Valetta hins vegar. Eysteinn Guðmundsson mun dæma leik Ipswich og Skeid í Ipswich 19. september og honum til aðstoðar verða Þorvarður Björnsson og Óli Olsen á línunum. Guðmundur Haraldsson mun hins vegar dæma leik Leeds Utd. og Valetta frá Möltu í Leeds 3. október. Línuverðir verða Magnús V. Pétursson og Hreiðar Jónsson. — gg. Jafntefli í 3. deildinni Einn leikur fór fram í úrslita- keppni 3. deildar í gærkvöldi. Afturelding og Tindastóll mætt- ust á Laugardalsvelli og skildu liðin jöfn ekkert mark var skorað. Var leikur liðanna spennandi og skemmtilegur, þá voru fjölmargir áhorfendur að leiknum og voru þeir vel með á nótunum og hvöttu liðin ákaft. Þr. Hreinn Halldórsson á æfingu með Capes hinum breska. Hreinn sigraði í gærkvöldi kastaði 19,87 metra en Capes varð þriðji. Ljósmynd ÞR. Stórsigur Fylkis Einn leikur fór fram í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Fylkir mætti Selfoss á Laugardalsvellinum og vann stór- an sigur 4—0, fullstóran eftir gangi leiksins, Selfyssingar voru mjög óheppnir að gera í það minnsta ekki tvö mörk. Staðan í hálfleik var 1—0, Fylki í vil, það var Ómar Egilsson sem skoraði markið. I' síðari hálfleiknum voru Fylkismenn sterkari aðilinn í leiknum og áttu betri tækifæri. Bættu þeir þremur mörkum við. Grettir Gíslason skoraði tvö, og Guðmundur Bjarnason skoraði eitt mark. Sigur Fylkis var verð- skuldaður. þr. Þau keppa á Andrés Únd Marktækifæra að engu getið Frjálsíþróttasamband Islands hefur valið keppendur á Andrés- ar And-leikina sem háðir verða í Kongsberg í Noregi dagana 1. og 2. september. Eftirtalin ungmenni taka þátt í mótinu: Jón Guðmundsson UMF Selfoss, Sigfinnur Vignisson UÍA, Kristín Halldórsdóttir KA, og Geirlaug Geirlaugsdóttir Ár- manni. Fararstjóri með ungmenn- unum verður Sigurður Helgason formaður útbreiðslunefndar FRÍ og stjórnarmaður í FRÍ. VEGNA þrengsla í blaðinu í gær féllu niður kaflar úr umsögn um leik ÍA og ÍBV. Svo óheppilega vildi til að þessir kaflar fjölluðu um tækifæri Eyjamanna og var þeirra að engu getið, sem gaf ekki rétta mynd af leiknum. í þessum leik áttu Eyjamenn þrjú mjög góð tækifæri, fyrst skaut Omar Jóhannsson yfir af stuttu færi en síðan átti Tómas Pálsson hörku- skot í stöng og undir lokin fékk sami leikmaður gullið marktæki- færi en Jón Þorbjörnsson mark- vörður IA varði vel með úthlaupi. Eru Eyjamenn beðnir velvirðingar á þessu. Kvennaknattspyrna UNDANFARNA tvo áratugi hefur kvennaknattspyrna rutt sér mjög til rúms í Evrópu og er nú svo komið að hún er Ieikin í 21 landi. Norðurlönd hafa lengi átt góðum liðum í kvennaknattspyrnu á að skipa og urðu Danir t.d. Evrópu- meistarar nú í sumar þegar Evrópumótið fór fram á Ítalíu. Norðurlandamót fer fram árlega með þátttöku Finn- lands, Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar og urðu Svíar norð- urlandameistarar í júlí s.l. þegar þeir unni Dani nokkuð óvænt í úrslitaleik Þrátt fyrir það að kvenna- knattspyrna hefur unnið sér fastan sess hjá svo mörgum þjóðum í Evrópu, kvarta for- ystumenn víða undan skiln- ings- og áhugaleyfi knatt- spyrnusambanda og hefur það jafnvel gengið svo langt. að stofnuð hafa verið í nokkrum löndum sérstök knattspyrnu- sambönd kvenna. Sú lausn á skipulagi varðandi kvenna- knattspyrnu getur hins vegar ekki verið æskileg og er von- andi að þáttur kvennaknatt- spyrnu í starfi knattspyrnu- sambanda verði metinn að verðleikum og honum sinnt á sama hátt og öðrum verkefnum sambandanna af fullum skiln- ingi og áhuga. Hér á landi hefur á ýmsu gengið með kvennaknattspyrn- una. Aðeins örfá félög hafa komið upp kvennaliðum, en keppt hefur þó verið reglulega og efnt til íslandsmóts úti og inni á hverju ári í nál. áratug. Þau félög sem sinnt hafa kvennaknattspyrnu hafa gert sér grein fyrir þeim félagslega styrk sem í því felst að hafa stúlkurnar með, og hafa þau lagt síðustu árin aukna áherslu á þjálfun þeirra. Samt sem áður má segja að stúlkurnar skorti verkefni og hlýtur það að koma mjög til athugunar hvort við ættum að senda lið á Norðurlandamót en fyrir því er mikill áhugi bæði hér og á hinum Norðurlöndunum. íslandsmóti í kvennaknatt- spyrnu úti er nú nýlokið og bar Breiðablik í Kópavogi sigur úr býtum í mjög jöfnu móti. Stórsigur Austur- ríkis AUSTURRÍKISMENN unnu auðveldan sigur á Norð- mönnum í Evrópukeppni landsliða í Vínarborg í fyrra- kvöld. Skoruðu heimamenn 4 mörk án þess að Norðmönnum tækist að svara fyrir sig. Staðan í hálfleik var 1—0. Kurt Jara skoraði fyrst á 42. mínútu og Herbert Prohaska bætti öðru marki við úr víti aðeins 4 mínútum síðar. Willy Kreuz skoraði þriðja markið á 75. mínútu og Hansi Krankl batt endahnútinn á sigurinn með marki á 86. mínútu. Stór- kostleg markvarsla norska markvarðarins Roy Amundsen bjargaði liði hans frá ljótri útreið, einkum í síðari hálfleik, en fyrri hálfleikur hans var góður af hálfu Norðmanna. Staðan í riðlinum er nú þessi. 6 4 4 4 6 Austurríki PortÚKal Skotland Beliría Noregur Þjálfaranám- skeið í hand- knattleik HSÍ gengst fyrir þjálfaranám- skeiði í handknattleik fyrstu tvær vikur í september. Námskeið þetta er 1. stigs, og rétt til þátttöku eiga þeir sem sótt hafa A stigs námskeið eða hafa sambæri- :egan undirbúning. Þátttðku ber að tilkynna skrifstofu HSÍ fyrn 10. sept. Tækninefnd. IV-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.