Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.1979, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1979 30 Afsteypur af •• „Oldu aldanna” LISTASAFN Einars Jónssonar hefur ákveðið að gera afsteypur af höggmynd Einars Jónssonar „Alda Aldanna", sem hann gerði á árunum 1894—1905. Myndin verður til sölu í Lista- safni Einars Jónssonar frá og með þriðjudeginum 4. sept. til og með föstudeginum 7. sept. kl. 17-19. Þar sem fjöldi afsteypanna er mjög takmarkaður hefur stjórn safnsins ákveðið að hver kaup- andi eigi þess kost að kaupa eina mynd. Kaffisala í Kaldárseli Starfræksla sumarbúða í Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð hefur í mörg ár verið liður í sumarstarfi K.F.U.M. og K.F.U.K. í Hafnarfirði. í sumar dvöidu á vegum félaganna um 240 börn, telpur og drengir, í 6 dvalarflokkum á tímabilinu 30. maí til 30. ágúst. Á hverju hausti ljúka Kaldæingar sumarstarfinu með samkomu og kaffisölu í Kaldárseli. Á morgun sunnudaginn 2. september verður samkoma í Kaldárseli, er hefst kl. 14.30 e.h. Á samkomunni talar cand. theol. Benedikt Arnkelsson er verið hefur starfsmaður í drengjaflokkunum um árabil. Þegar að lokinni samkomunni verður borið fram kaffi og kökur og gefst þá samkomugestum og öðrum sem heimsækja Kaldársel, kostur á að styrkja sumarbúðirnar í Kaidárseli. Kaffi verður selt frá kl. 15.30 til kl. 23.30. Richard A. Ericson jr. afhendir forstöðumanni Listasafns íslands, dr. Selmu Jónsdóttur, 6,800 Bandaríkjadali er notaðir voru til að koma upp sýningunni „íslensk list 1944—1979“ í Minnesota í Bandaríkjun- um. íslensk myndlist á sýn- ingu í Bandaríkjunum SÝNING á íslenskum málverk- um og mvndum verður opnuð í Minnesota Museum af Art í St. Paul í Bandaríkjunum þann 12. september n.k. Sýningin ber heitið „íslensk list 1944— 1979“ og er endurgjald fyrir sýninguna „Amerfskar teikn- ingar 1927—1977“ sem haldin var í Listasafni íslands á Lista- hátíð 1978. Til þessara samskipta milli Minnesota Museum of Art og Listasafns íslands var stofnað fyrir milligöngu þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, James J. Blake, og Menningar- stofnunar Bandaríkjanna á íslandi. Irving E. Rantanen þá- verandi forstöðumaður stofnun- arinnar átti hvað mestan þátt í að koma þessu samstarfi á. Gekkst hann fyrir því að Lista- safni Islands er nú veitt fé í því skyni, þ.e. 6.800 Bandaríkjadalir sem sendiherrann Richard A. Ericson jr. hefur nú afhent safninu að viðstöddum forstöðu- manni Menningarstofnunarinn- ar Dr. Gerald Kallas. Án þessa fjárstyrks hefði Listasafninu verið ókleift að efna til þessarar sýningar. Richard A. Ericson mun opna sýninguna en á henni verða 52 verk eftir 41 listamann, öll í eigu Listasafns íslands. Veður víða um heim Akureyri 6 súld Amsterdam 24 léttskýjaó AÞena 28 skýjaó Barcelona 26 skýjaó Berlín vantar Bruaaei 27 léttskýjaó Chicago 30 skýjaó Feneyjar 22 heióskírt Frankfurt 25 léttskýjaó Genf vantar Helsínki 19 heióskírt Jerúsalem 29 léttskýjaó Jóhannesarb. 18 skýjaó Kaupmannah. 20 léttskýjaó Las Palmas 23 léttskýjaó Lissabon 29 léttskýjaó London 24 léttskýjaó Los Angeles 25 heióskírt Madrid 32 léttskýjaó Malaga 27 skýjaó Mallorca 30 léttskýjaó Miami 31 skýjaó Moskva 18 léttskýjað New York 33 skýjaó Ósló 20 heióakírt Parfs 27 léttskýjaó Reykjavík 10 skúr Rio de Janeiro 29 skýjaö Rómaborg 27 heiðskírt Stokkhólmur 19 léttskýjað Tel Aviv 29 léttskýjaó Tókýó 28 skýjaó Vancouver vantar Vínarborg 24 heióskírt SPARIFJÁREIGENDUR Áfangahækkun vaxta á leið til verðtryggingar Frá og með 1. september verða innlánsvextir sem hér segir: mánaða vaxtaaukareikningar mánaða vaxtaaukareikningar mánaða sparisjóðsbækur mánaða sparisjóðsbækur Almennar sparisjóðsbækur Ávísanareikningar Hlaupareikningar 1 2 3 1 2 6 39,5% 32,5% 29,5% 28,0% 27,0% 1 1 ,o% 1 1 ,o% Næstu vaxtabreytingar verða 1. des. 1979 og 1. mars 1980 Innlánsviðskipti leið til lánsviðskipta BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.