Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1979 + Alúðar þakkir öllum er sýndu samúö og vináttu viö andlát og jarðarför móöur minnar SIGURLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR, frá Krossum Ásta Halldórsdóttir Alexander, John, Dóra og Shirley Alexander. Í Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö vegna andláts fööur okkar, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR, Karfavogi 21, fyrrum bónda í Hraunholtum i Kolbeinsstaðahreppi. Anna Magnúsdóttir, Hjalti Jónsson, Jónfna Magnúsdóttir, Árni Vilberg, Jónas Magnússon, Sigríöur Þorkelsdóttir, Jósúa Magnússon, Guólaug Magnúsdóttir, Pálmi Sveinsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN ÞÓRÐARSON, Hófgerói 10, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21. september kl. 15.00. Elisabet Hjálmarsdóttir, Elísa J. Jónsdóttir, Þórir Davíósson Guömundur G. Jónsson, Þóra Jónsdóttir, María H. Jónsdóttir, Daöi E. Jónsson, Bára M. Eiríksdóttir, Guömundur H. Jónsson, Kristín Kristensen, og barnabörn. Glæsilegur lúxusbíll meö öllu. Ekinn 23 þús. km. Einn eigandi. Skipti möguleg. PLYMOUTH VOLARÉ- STATION ’79 Eigum til einn ónotaöan Plymouth Volaré Premier Station árg 1979. Sparneytinn fjölskyldubíll í sér flokki. Deluxe utan og innan. Sjálfskiptur, vökvastýri, aflhemlar og fl. og fl. CHRYSLER EIE SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454 & V/ökull hf. Pétur Ólafsson frá Hœnuvík — Minning Fæddur 9. júní 1908. Dáinn 12. september 1979. hefi aldrei I nokkri nauð nauðstaddur heðið utan Guð. Guð hefir sjálfur gegnt mér þá, Guð veri mér nú lika hjá!“ Svo kveður Hallgrímur Péturs- son, og gæti þetta verið „mottó“ ofanritaðs. Pétur Ólafsson var fæddur að Sellátranesi í Rauðasandshreppi. Hann var hinn fjórði í röðinni af þeim 12 börnum þeirra Ólafs Péturssonar og Gróu Brandsdótt- ur, en þau bjuggu í Hænuvík í sama hreppi síðar. Eftirlifandi eru nú 4 systkini. Strax og hann hafði krafta til fór hann að vinna heimili sínu allt er hann mátti, svo sem títt var um flesta Vestfirðinga á þeim tíma. Aðallega var þó um sjósókn að ræða, því lítið var um landbúnað. Ólst hann því upp með opnum bátum, fyrst árabátum og síðar vélbátum, enda kunni hann þar vel til verka. Aðalstarf Péturs var í sambandi við sjó, allt til er hann fluttist til Reykjavíkur 1956. Mjólkur- og póstflutninga annaðist hann um margra ára skeið, og var sómi að. Meiri hluti starfstíma hans utan flutninganna fór til alls konar fyrirgreiðslu fyrir viðskiptavini hans, enda voru þeir flestir hans persónulegu vinir. Pétur er sá hinn sami er flutti nokkra björg- unarmanna yfir Patreksfjörð í sambandi við hina margumtöluðu björgun við Látrabjarg. Allt var hans starf unnið með sérstakri fórnfýsi og aldrei ósk um gjald eða greiðslu. Pétur var fáskiptinn, en hafði sínar ákveðnu skoðanir og lét ekki hlut sinn við hvern þann er hann átti við. Slíkir eignast vini. Eftir komu sína til Reykjavíkur tók hann upp sambúð við Önnu Ólafsdóttur, hina beztu konu, enda einnig ættuð af Vestfjörðum, (Tálknafirði). Var þar jafnræði. Er henni því meiri eftirsjá að Pétri en nokkrum öðrum, þar sem hún þekkti bezt alla hans mann- kosti. Við, sem þetta ritum, minnumst Péturs Ólafssonar með þökk og virðingu. Sérstaklega viljum við þó þakka honum fyrir hans vin- áttu og tryggð við foreldra okkar, einkum þó móður, sem lézt á síðastliðnu ári, háöldruð. Aldrei kom það aðfangadagskvöld, eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, að hann hringdi ekki og spyrði um líðan hennar. Slík var umhyggja hans. Eftir að Pétur kom til Reykja- víkur varð hann starfsmaður hjá h.f. Eimskipafélagi íslands, og vann þar meðan starfskraftar entust. Okkur systkinum er það Ijóst, að nú hefir Pétur siglt á „Guðs síns fund“ og erum viss um að hin síðasta lending hefir tekist vel, sem og allar hinar. Eftirlifandi systkinum hans, ættingjum og vinum öllum, og þó sérstaklega sambýliskonu hans, vottum við okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Börn Arnfríðar og Árna Magnússonar. Friður sé með öllum yður öllum sálum veitist friður aldrað jafnt sem aðeins fætt andað eftir draumlif sætt allt. sem dó frá heimsins hörmum hvili rótt i friðarörmum. Nokkur kveðjuorð langar mig að senda Pétri frænda en hann and- aðist 12. september 1979. Það er einkennilegt að vita af því að fá ekki oftar að sjá Pétur. Hann sem var svo tíður gestur heima. Pétur var duglegur maður, kvartaði sjaldan en alltaf hress í bragði. Guð blessi minningu Péturs, veiti huggun öllum ástvinum hans, sérstaklega þó konu hans Önnu Ólafsdóttur sem ávallt hefur verið hans tryggasti vinur. Heila þökk fyrir öll árin. Fjóla frænka. Minning: Guðjón Jónsson húsasmíðameistari í dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför afa míns Guðjóns Jónssonar Stóragerði 16. Hann var fæddur 27. október 1895 á Húsum í Selárdal við Arnar- fjörð. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Jónsson bóndi á Granda í Bakkadal og Guðbjörg Halldórsdóttir. Jón var sonur Jóns Jónssonar og Guðrúnar Jónsdótt- ur búandi hjóna á Gróhólum í Bakkadal en Guðbjörg dóttir Hall- dórs Jónssonar og Elísabetar Guð- mundsdóttur sem bjuggu á Kirkjubóli. Guðjón fluttist tæplega þriggja ára gamail með foreldrum sínum og systkinum að Granda í Bakka- dal og ólst þar upp. Þau systkinin urðu alls tólf að tölu þótt aðeins fimm þeirra næðu fullorðins aldri og nú er sú næst elsta af systkin- unum, Kristín, ein eftir á lífi. Það lætur að líkum að oft hefur verið þröngt í búi á svo barnmörgu heimili og ekki til setunnar boðið að draga björg í bú, enda var Guðjón rétt um fermingu kominn til sjóróðra á Arnarfirði. Sjómennsku stundaði hann síðan meira og minna fram undir 1930 bæði sem háseti, vélgæzlumaður og formaður á velbátum. Um 1913 hóf Guðjón nám í bókbandi hjá Guðjóni Árnasyni í Austmannsdal og dvaldist vetur- inn 1916—17 í Reykjavík við framhaldsnám í þeirri iðn hjá Ársæli Árnasyni bókbindara. Þar lærði hann meðal annars að gylla bækur. Ennþá eru til í vörzlu fjölskyldunnar nokkur eintök af bókum sem hann batt inn og gyllti og bera þær því vitni að hann hafði náð góðum tökum á þeirri iðngrein. Bókband varð þó aldrei hans aðalstarf heldur aðeins ígripavinna í landlegum og á vetrum þegar ekki gaf á sjó. Þegar á unga aldri bar fljótlega á því að Guðjón var hagur á margt. Trésmíði var honum frá upphafi hugleikin, enda fór það svo að hann var næstum ósjálfrátt kallaður til starfa á þeim vett- vangi. Lærðir smiðir voru ekki á hverju strái fyrir vestan og varð því að leita til þeirra sem taldir voru „lagnir" að eðlisfari. Margs þurfti við, báta þurfti að lagfæra og hús og margt annað sem gert var úr tré. Það mun hafa verið á fjórða áratugnum að ný lög voru sett um iðnfræðslu. Þeim sem lengi höfðu starfað að hinum ýmsu iðngrein- um en voru réttindalausir var veitt svokallað iðnbréf en öðrum sem starfað höfðu skemur var gefinn kostur á að ganga til sveinsprófs í viðkomandi iðngrein. Guðjóni var umsvifalaust veitt iðnbréf í bókbandi en gefinn kostur á að ganga til sveinsprófs í húsasmíði sem hann lauk með prýði. Þannig bar það til að hann fékk árið 1937 iðnbréf í bókbandi og sveinsbréf í húsasmíði án þess að hafa nokkurn tíma komið í alvöruskóla. Meistarabréf fékk hann síðan í húsasmíði árið 1943. Hvers konar trésmíðar og þó aðallega húsasmíðar urðu síðan hans ævistarf sem hann stundaði upp frá því allt til æviloka. Árið 1925 kvæntist afi eftirlif- andi ömmu minni Katrínu Gísla- dóttur. Börn þeirra eru Arndís og Magnús, faðir minn. Þau afi og amma settu bú sitt á Bíldudal og þar eru börn þeirra fædd. Þau voru frá upphafi sam- hent og dugleg enda ríkti með þeim ástríki og gagnkvæm virð- ing. Heimili þeirra á Bíldudal stóð jafnan opið ættingjum og vinum hvaðanæva úr Arnarfirði og víðar, en margir áttu á þeim árum erindi til Bíldudals sem þá eins og nú er miðstöð verzlunar og viðskipta í Arnarfirði. Árið 1947 tók fjölskyldan sig upp og fluttist til Reykjavíkur. Guðjón stundaði smíðar eins og áður og fékk árið 1952 réttindi af hálfu byggingarnefndar Reykja- víkurborgar til þess að standa fyrir húsbyggingum í Reykjavík. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ævistarf afa míns er mikið að vöxtum enda var hann með afbrigðum vinnusamur og dugleg- ur að hverju verki sem hann gekk. Hann var jafnan glaður og reifur við vinnu sína sem endranær. Mikið yndi hafði hann af góðum bókum og kunni ósköpin öll af kvæðum og vísum, sem hann hafði jafnan á hraðbergi ef svo bar til. Afi minn, Guðjón Jónsson, lézt á hjúkrunarheimilinu Hafnarbúð- um að morgni 14. september s.l. Hann hafði þá dvalizt þar um fimm vikna skeið. Ég véit að ég má hér og nú bera fram innileg- ustu þakkir til hjúkrunarfólksins þar fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Þegar ég með þessari fátæklegu grafskrift kveð afa minn og vin vil ég bera fram þakkir fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Við kveðjum þennan ástvin okkar í þeirri full- vissu að hann eigi fyrir höndum góða heimkomu og biðjum guð að varðveita hann og blessa og leiða áfram á brautum eilífðarinnar. Ég bið algóðan guð að blessa ömmu mína og gefa henni styrk í framtíðinni. Pétur Bjarni Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.