Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 13 A að friða loðnu fyrir Norðmenn og aðrar þjóðir? Ályktun stjórnar Síldarverksmiðju ríkisins „Á stjórnarfundi í Síldarverk- smiðjum rikisins 27. okt. s.I. var eftirfarandi ályktun samþykkt og send sem áskorun til sjávar- útvegsráðherra. í sambandi við loðnuveiðar, vinnslu, afkomu veiðiskipa og verksmiðja viljum við benda á. 1. Nú er sá árstími, sem gefur og hefur gefið veiðum og vinnslu besta afkomu. Nýting hráefnis er á bilinu 30—32% í afurðum. 2. Með núverandi olíuverði og öðrum vaxandi vinnslukostnaði er hæpið að hægt verði að vinna loðnu í bræðslum þegar nýting hráefnis er komin niður í 20% eins og hún verður í marsmán- uði og greiða það hráefnisverð, sem veiðiskipin þurfa, nema til komi því meiri frysting og hrognataka. 3. Nauðsynlegt er að nú þegar fari fram könnun á möguleikum um sölu frystrar loðnu og hrogna vegna hraðvaxandi samkeppni Norðmanna og Rússa á þeim mörkuðum. 4. Við ákvarðanatöku um há- marksafla verði fullt tillit tekið til þeirrar almennu skoðunar skipstjóra loðnuveiðiskipa, að sjaldan hafi verið meiri loðna á miðunum en nú. 5. Rök fiskifræðinga um að minnka loðnuveiðar um helm- ing eru ekki nógu sannfærandi til að réttlæta svo harkalegar aðgerðir. Verði þessi mikli niðurskurður veiða er ekki ann- að séð en við séum farnir að friða loðnu handa Norðmönn- um og öðrum þjóðum, sem sækja munu í stofninn á næstu árum. 6. Hafa skal í huga, að á veiði- tímabilinu í fyrra voru veidd um 1.200.000 tonn af loðnu. Þá veiddu Norðmenn 150.000 tonn. Nú hafa þeir veitt 125.000 tonn. Þeirra hlutur er því orðinn úr 1. milljón tonna. Sjálfir juku Norðmenn töluvert sinn sumar- og haustveiðikvóta í Barents- hafi og bættu nýlega við hann 17% Nú hafa Norðmenn veitt kvótann í Barentshafi og eru að senda leitar- og veiðiskip á Jan Mayen svæðið. Afkomuspá Þjóðhagsstofnunar, fjárfestingar í skipum til loðnu- veiða og endurbygging vinnslu- stöðva til loðnuvinnslu hefur fyrst og fremst grundvallast á aflaspám Hafrannsóknastofnunarinnar þar sem talið er óhætt að veiða 1.200.000 — 1.500.000 tonna árs- afla. Nú er búið að fjárfesta tugi milljarða í þ.essum atvinnurekstri og þúsundir fjölskyldna í landinu eiga alla sína afkomu undir þess- um veiðum. Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins mótmælir þeim vinnubrögð- um, sem viðhöfð hafa verið í þessum málum og fer þess ein- dregið á leit við hæstvirtan sjávarútvegsráðherra að raunhæf fiskifræði- og efnahagsleg könnun verði framkvæmd áður en endan- leg ákvörðun verður tekin um stöðvun veiðanna meðan þær eru þjóðhagslega arðbærar. Verði veiðarnar hinsvegar stöðvaðar í byrjun nóvembermán- aðar neyðist stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins til að segja upp störfum, þegar í stað, yfir 200 manna starfsliði ef forða á fyrir- tækinu frá fjárhagslegu hruni." Norræn sýning á vefjarlist NORDISK Textiltriennale 1979— 80, sem er norræn sýning vefjar- listar og haldin þriðja hvert ár, opnaði að þessu sinni í Gautaborg þann 20. júní síðastliðinn. Næst var hún opnuð í Kunstindustri- museet í Kaupmannahöfn þann 15. sept., og opnar í listiðnaðar- safninu í Helsinki þann 8. nóv- ember. Á Kjarvalsstöðum verður - sýningin í apríl 1980, eftir að hafa farið til Noregs og Færeyja. Sex íslenzkir veflistamenn eiga verk á sýningunni. Við opnun hennar í Gautaborg keypti Röhsska listiðnaðarsafnið verkið „Atlantis" eftir Ásgerði Búadótt- ur. Arndís Björnsdóttir: „Vona að Sjálfetæðis- flokkurínn komi sterimr út úr kosningunum” EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN F,R: 22480 MORGUNBLAÐIÐ haíði í gær samband við Arndísi Björns- dóttur. sem varð í 5. sæti i próíkjöri sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi og innti eftir áliti hennar á niðurstöðum prófkjörsins. Ekki náðist i Arndisi á mánudaginn. Svar hennar fer hér á eftir: „Ég er ánægð með útkomuna úr prófkosningunum og þá sam- stöðu sem sjálfstæðismenn sýna þar og persónulega er ég mjög ánægð með að hafa hreppt fimmta sætið því að við sem komum inn sem nýliðar höfðum aðeins eina viku til stefnu til þess að kynna okkur. Mér er efst í huga þakklæti til þeirra mörgu stuðningsmanna sem ég fann að ég átti þegar út í slaginn kom og ég held að kosningabaráttan hafi verið drengileg í alia staði. Ég vil af alhug þakka öllum þeim sem unnu fyrir mig því það var auðvitað ómetanlegt. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur út úr kosningunum og heiti mínu stuðningsfólki að vinna flokknum gagn sem sjálf- stæður einstaklingur með sjálf- stæðar skoðanir." Nýtt andlit á „Iceland Review” SINDRAA.STÁLHE Fyrirliggjandi í birgðastöð VÉLASTÁL Fjölbreyttar stærðir og þykktir #••• ■ ■ ■------# « • sívalt ferkantað flatt sexkantað Borgartúni31 sími27222 NÝTT tölublað Iceland Review kom í bókabúðir ekki alls fyrir löngu og ber ritið að nokkru leyti nýjan svip. Útgefandi og ritstjóri þess, Harald- ur J. Ilamar, sagði í stuttu samtali við Mbl., að hann hefði verið að endurskipuleggja útgáfuna á und- anförnum mánuðum og breyting- arnar, sem kæmu í kjölfarið, væru nú að byrja að sjá dagsins ljós. Iceland Review er eins og kunnugt er ársfjórðungsrit á ensku um ísland og íslenzk málefni og dreifist til áskrifenda víða um heim. Það hefur komið út síðan 1963 og hefur frá upphafi þótt í sérflokki í tímaritaút- gáfu hérlendis fyrir útlit og frágang. Sagði Haraldur, að hann hefði ákveðið hægfara breytingar á útliti og aukna litprentun. Þar að auki mundi ritið stækka — og nýir efnisþættir bættust því. M.a. fréttaskýringar í „magazin-stíl“, en almennar fréttir voru felldar niður úr blaðinu, þegar Haraldur hóf útgáfu mánaðarlegs fréttablaðs á ensku fyrir fjórum árum, News from Iceland. Aðspurður sagði Haraldur að út- gáfan væri í þokkalegum vexti þrátt fyrir ýmsan andbyr, sem einkum fælist í síhækkandi útgáfukostnaði, ekki sizt tíðum hækkunum á papp- írsverði. „Vaxandi áhugi innanlands á dreifingu ritsins er mér mikið ánægjuefni," sagði hann — „æ fleiri Islendingar senda vinum og við- skiptamönnum úti í heimi gjafa- áskriftir, það er mikill styrkur fyrir útgáfuna.“ Vitneskjan um það hve langt líf ritið á er líka ánægjuleg, sagði hann: „Iceland Review er greinilega ekki þeirrar tegundar að fólk kasti því eftir lesturinn, heldur gengur það víða manna á milli í mörg ár.“ Því til sönnunar nefndi hann að algengt væri að útgáfunni bærust áskriftarbeiðnir á pöntunar- seðlum, sem verið hefðu í ritinu jafnvel fyrir meira en tíu árum. Þetta síðasta eintak Iceland Re- view er fjölbreytt að efni og litskrúð- ugt að vanda. SINDRA m ■'i STALHE Fyrirliggjandi í birgöastöö Bitajárn U.N.P. Allar algengar stæröir H.E.B. I.P.E. H I Borgartúni31 sími27222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.