Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 31 Heimsmeistarakeppni 21 árs og yngri í handknattleik Naumt tap fyrir Dö 15—13. íslendingarnir sóttu þó á brattann og þegar aðeins 7 mínút- ur voru eftir af leiknum var staðan 19—18, og íslensku strák- arnir höfðu boltann. En þá gerðist það að einn Daninn komst inn í sendingu, náði hraðupphlaupi og skoraði tvívegis. Lokatölur urðu svo eins og áður sagði 22—19. Liðið íslenska liðið lék ekki jafn vel nú og það hafði gert á móti Rússum og Þjóðverjum. Besti maður íslenska liðsins var Andrés Kristjánsson þar til hann meidd- ist. Sigurður Gunnarsson kom vel frá sóknarleiknum, en bestu varn- armenn liðsins voru þeir Guð- mundur Magnússon, Atli Hilm- arsson og Alfreð Gíslason. Báðir markverðir liðsins, þeir Brynjar Kvaran, sem lék í fyrri hálfleik, og Gangur leiksins Það voru Danir sem skoruðu tvö fyrstu mörkin en Sigurður Gunn- arsson náði að jafna 2—2 með þrumuskotum af löngu færi. Þeg- ar um það bil 12 mínútur voru liðnar af leiknum er staðan 3—3, og hafði Guðmundur Magnússon þá jafnað með fallegu marki af línu. Danir komast í 4—3, en Sigurður Sveinsson jafnar 4—4. Þá kom mjög slæmur kafli hjá íslenska liðinu. Hvorki gekk né rak í sóknarleiknum og Danir skoruðu næstu fjögur mörk og breyttu stöðunni í 8—4. Þá tóku íslensku strákarnir sig saman í andlitinu og Alfreð minnkar mun- inn í 8—5, Andrés skorar tvívegis fallega og Guðmundur Magnússon jafnar 8—8. Danir náðu svo að skora rétt fyrir hálfleik og höfðu mark yfir er liðin héldu til bún- ingsklefanna. Andrés Kristjánsson, besti maður islenska liðsins, svífur inn í teiginn og skorar glæsilega. Andrés varð fyrir því óhappi að meiðast í leiknum og óvíst er hvort hann leikur meira með. simamynd Kristján Einan«on. Danmörk — ísland 22:19 Texti: Guðmundur Guðjónsson Mynd: Kristján Einarssson ast. Dæmt hafði verið vítakast á brotið á Andrési og skoraði Stefán Halldórsson úr vítakastinu og kom íslandi yfir 13—12. En næstu mínútur á eftir voru íslenska liðinu óhagstæðar. Var eins og liðið hefði misst taktinn við það að leikurinn tafðist. Og vendipunkt- urinn var á þessum kafla en þá voru liðnar 44 mínútur af leiknum. Danir ná tveggja marka forystu, Frá GuAmundi GuAjónssynl í Danmörku. ÞEGAR 10 minútur voru Hðnar af síðari hálfleik í leik íslands og Danmerkur og staðan var 12—12 gerðist það, að Andrés Kristjánsson meiddist ilia í árekstri við markvörð Dana. Andrés hafði verið kjölfestan i islenska liðinu bæði i vörninni og sókninni og var farinn að ná góðum tökum á hættulegasta leikmanni Dana, Erik Rasmussen, þegar óhappið gerðist. Leikurinn tafðist i 10 minútur og kólnaði islenska liðið mikið við þessa bið. Andrés var að fara inn úr horninu i dauðafæri er markmaðurinn fór út á móti honum og rak hnéð i andlit Andrési svo að tennur brotnuðu og fékk svo slæmt höfuðhögg að hann var borinn af leikvelli og fluttur á sjúkrahús. breyta og lítil einbeiting i lokakafla leiksins gerði það að verkum að íslendingar misstu eins marks forskot niður í tveggja marka mun Dönum í vil. Úr því varð ekki aftur snúið. Lokatölur urðu 22—19, en staðan i hálfleik var 9—8 fyrir Dani. Leikur þessi var ýmist frábær, grófur og síðast en ekki síst hörkuspennandi. Stundum allt þetta í senn. En J)rátt fyrir góða frammi- stöðu Islendinga var ýmislegt ekki eins og best varð á kosið, vörnin lak illa síðari hluta leiksins og markvarslan var slök, en sóknin stóð sem fyrr fyrir sínu, þó að mistökin hafi þar verið fleiri en í fyrri leikjum liðsins. Æsispennandi siðari hálfleikur Kristján Arason byrjaði síðari hálfleikinn með því að jafna metin, 9—9, og jafnt var á öllum tölum upp að 12—12. Þá verður Andrés fyrir því óhappi að meið- Sigmar Þröstur, sem lék þann síðari, vörðu lítið. Greinilega ekki þeirra dagur. Mörk íslenska liðsins skoruðu Sigurður Gunnarsson 6, Guð- mundur Magnússon 3, Stefán Halldórsson 3 (lv), Andrés Krist- jánsson 3 (lv), Sigurður Sveins- son, Alfreð Gíslason, Kristján Arason og Atli Hilmarsson eitt mark hver. Bestu menn Dana voru þeir Morten Stig Christanssen sem skoraði fimm mörk og Erik Ras- mussen sem skoraði átta mörk. Sagt eftir leikinn: Jóhann Ingi Gunnarsson. Við erum hiklaust með jafn gott lið og Danir og því var sárt að tapa leiknum. Vendipunktur leiksins var þegar Andrés meiddist, það hafði slæm áhrif á okkur. Um það var danski þjálfarinn mér sam- mála eftir leikinn. Ég setti allt mitt traust á Sigurð Sveinsson í sókninni en hann brást illa. Þá var markvarslan slök svo og varnar- leikurinn í lokin. Vonandi gengur betur á móti Ungverjum. Brynjar Kvaran. Við fundum okkur aldrei í leiknum og þetta var léiegasti leikur okkar í keppn- inni fram að þessu. Ég var mjög slakur, hverju sem um er að kenna. Þá var sóknin ekki nægi- lega sterk og vörnin gaf eftir í lokin. Við erum ákveðnir í að leggja lið Ungverja að velli. Lfltex/Lystadún dýna Rétta dýnan fyrir þig (nema því aðeins að þú sért í laginu eins og hefluð fjöl.) Hún lagar sig að líkama þínum, bælist meira þar sem mest þyngsli hvíla á henni og minna annars staðar. Árangurinn er að hryggsúlan liggur nokkuð bein, hvíldin verður fullkomnari og þér hættir mikið síður til eymsla Rangt: of mjúk dýna Rétt dýnan iagar sig að likamanum IVCTAnriM lystadúnverksmiðjan LTOIrVUUIM DUGGUVOGI 8 Sími: 84655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.