Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 29 JU VELVAKANDI SVARAR j SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MANUDEGI öllum þeim öðrum dagskrárliðum sem hverfa með vetrarkomunni. Það er fjöldi fólks sem hefur mikinn áhuga á kristinni trú og það eru einnig margir sem einung- is hlusta á trúarlega tónlist. Er það til of mikils ætlast að við fáum einn þátt í viku? Jazzunn- endur fá tvo, poppunnendur fá þátt á hverjum degi svo og unn- endur klassískrar tónlistar. Nú þegar útvarpið er búið að kynna trúarlegu tónlistina er ekki hægt fyrir forráðamenn þess að ganga framhjá þeirri tegund tón- listar, jafnvel þó að textarnir falli ekki alveg að skoðunum þeirra. Ég vona að dagskrárstjóri út- varpsins taki þessi orð mín til greina.' María. • Fiðlu- snillingurinn Schneiderhan Dásamlegt var að hlusta á fiðlusnillinginn Wolfgang Schneiderhan um daginn. Af því tilefni væri gaman að rifja upp atvik frá því er hann kom í fyrsta skipti til íslands, þá ellefu ára gamall. Ekki kom þessi ungi maður þá aleinn, heldur var með honum hinn þekkti píanósnilling- ur Klasen frá Austurríki. Prófessor Klasen var ekki hár vexti enda gekk hann alltaf á háhæluðum stígvélum og sýndist fyrir það hærri en hann var. Var hann stundum mjög skemmtilegur í viðmóti. Schneiderhan og Klasen gistu á Hótel Skjaldbreið í Kirkjustræti. Þar var oft gripið í spil hjá prófessornum og voru gestir hjá honum Snjólaug Sigurðardóttir, Þórdís Carlquist og fleiri. Ekki þarf að fjölyrða um það, að tónleikum unga fiðlarans og próf- essorsins var tekið með mikilli hrifningu. Kaj Bruun. • Grafskrift síðustu vinstri- stjórnar B.L. hringdi eftirfarandi vísu til Velvakanda: Yfir sára sollið haf, sigldi tárum stokkin. Uns í báru biksvart kaf, bleikur nár var sokkinn. • Konur í stjórnmálum Lára Pálsdóttir hringdi til Velvakanda. „Nú þegar kosningar eru að fara í hönd virðist það mikið kappsmál innan hvers flokks hvaða maður á að skipa hvaða sæti á framboðs- listum. Einingin virðist alls ekki vera mikil og þó ættum við íslendingar auðveldlega að geta sameinast um að taka höndum saman við að leysa það vandamál sem við okkur blasir í þjóðfélag- SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á minningarmótum um Paul Keres í'Tallin fyrr á þessu ári kom þessi staða upp í skák stórmeist- aranna Larry Mark Christian- sens, Bandaríkjunum, og Rafaels Vaganjan, Sovétríkjunum, sem hafði svart og átti leik. Svartur sem að vísu hefur manni meira virðist nú eiga úr vöndu að ráða þar sem hvítur hótar óþyrmilega 39. Hf7+ auk þess sem biskupinn á f3 stendur í uppnámi. 38... Hf8! (Þannig valdar svartur bæði f3 og f7 reitina og hrókurinn á f8 er óbeint valdaður. 38.. Dd6 var hins vegar mjög slæmt vegna 39. Bf4! - gxf4, 40. Df7+ - Kh8, 41. Hf6) 39. Hxf8 - Dd6+, 40. Bf4 - Dxf8,41. Dd3+ - Kh8, 42. Bd6 og hvítur gafst upp um leið. inu. Slíkt ætti að vera hagsmuna- mál hvers og eins. En því er nú ekki til að dreifa. S.l. föstudag komu fjórar konur fram í Kastljósi í sjónvarpi, þær Björg Einarsdóttir, Jóhanna Sig- urðardóttir, Dagbjört Höskulds- dóttir og Guðrún Hallgrímsdóttir. Þessar konur sem voru hver úr sínum stjórnmálaflokkinum virt- ust allar vera sammála um rétt kvenna. Þetta fannst mér vera mjög áberandi. En ég er hins vegar viss um það, að ef þarna hefðu verið karlmenn á skjánum hefðu þeir ekki getað setið á sér og tekið hver sína syrpuna um stjórnmálin og ágæti síns flokks." HÖGNI HREKKVÍSI ,,beöt>l M/AÖ/Æ&X/ MAZK6! 83? SIGGA V/öGA É “Í/LVERAW HEIMURINN ER LIÐINN UNDIR LOK uninn. sem fremstar þykja í heir Vertu viss að tækiö sem þú ka kröfursem gerðarer Veldu ITT — tæki sem þu Bræðraborgarstíg 1. Sími 20080 (Gengið inn frá Vesturgötu) EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ÁUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.