Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980 Fáeinir Lada Sport til afgreiðslu fljótlega á sérstaklega hagstæðu verði. Kynnið ykkur greiðsluskilmála. Bostum tima innanfélaxshcsta í 150 m skeiði náði Hólmfríðar-Rauður ok hlaut hann bikar fyrir það afrek. Knapi er Guðmundur Páll Pétursson. í haksýn má sjá hið nýja hús þeirra Geysismanna. Á sunnudaginn síðasta hélt hestamannafélagið Geysir árlegt hestamót sitt, með gæðinga- keppni og kappreiðum að Hellu á Rangárvöllum. Veður var frekar hagstætt enda var fjölmennt í áhorfendastæðum. Aðstaðan á svæðinu hefur stórbatnað með tilkomu nýja hússins, en Geysismenn hafa í sjálfboðavinnu reist glæsilegt hús á áhorfendasvæðinu austan við völlinn. Er þetta hús ætlað í veitingasölu, einnig er í því aðstaða fyrir starfsmenn við mótahald og að sjálfsögðu snyrt- ing. Húsið er það skemmtilega staðsett að fylgjast má með kappreiðum úr veitingasalnum, þannig að ef veður er slæmt getur töluverður fjöldi fólks staðið innan dyra og fylgst með framvindu mála á skeiðvellinum. Ekki er búið að ganga endanlega frá byggingunni, en ljóst er að fullklárað verður þetta eitt glæsilegasta hús sinnar tegund- ar hér á landi. Dagskráin hófst kl. 13.00 með kappreiðum. Voru kláraðir fyrri sprettir í brokki og skeiði og undanrásir kappreiða, en síðan gert hlé á kappreiðum. Þá var hafist handa um endurröðun gæðinga í A og B flokki og verðlaun afhent. Einnig voru afhent verðlaun í unglingaflokki. Dómar á gæðingum og ,í ungl- ingakeppni hafði farið fram dag- inn áður. Mikla athygli vakti sérstak- lega einn hestur í A flokki en það var Borði frá Kjörseyri Kristins Guðnasonar í Skarði, en hann lenti í öðru sæti og það sem hvað merkilegast er, er aldur hestsins, en hann er 21 vetra gamall. Ekki er verið að kasta hér rýrð á hest í I. sæti þó þessi ungi öldungur sé hér nefndur sérstaklega. í kappreiðunum hélst sú spenna sem einkennt hefur flest- Efstur í B-flokki varð Borkur með 8.2fi í cinkunn. Knapi er Bergur Pálsson. keppni unglinga sigraði Stefnir, eigandi og knapi Ágúst Sigurðs- son, en hann hlaut einnig knapa- verðlaun unglinga. Stefnir hlaut í einkunn 8.14, annar varð Stjarni, eigandi og knapi Davíð Jónsson, hann hlaut í einkunn 7.48, og þriðji varð svo Símon Sigrúnar Haraldsdóttur, knapi Guðný Eiríksdóttir, hann hlaut í einkunn 7.42. Knapaverðlaun fullorðinna hlaut Eyþór Óskars- son. Úrslit kappreiða urðu sem hér segir: 1150 m skeiði sigraði Gammur Harðar G. Albertssonar, knapi Áðalsteinn Aðalsteinsson á 15.1 sek. Annar varð Fengur Harðar G. Albertssonar, knapi Sigur- björn Bárðarson á 15.3 sek og þriðji Börkur Ragnars Tómas- sonar, knapi Tónas Ragnarsson á 15.5 sek. I 250 m skeiði sigraði óvænt Villingur Harðar G. Al- bertssonar knapi Trausti Þ. Guðmundsson á 23.1 sek. Annar Skjóni Helga Valmundssonar knapi Kristinn Guðnason á 23.5 sek. Þriðji Fannar Harðar G. Albertssonar, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson, á 23.8 sek. í 800 m brokki sigraði örugglega Frúar- Jarpur Unnar Einarsdóttur, Aihliðagæðingurinn Ilofnar er hér efstur i A-fiokki. Knapi er Eyþór knapaverðlaun fullorðinna. knapi Kristinn Guðnason, 1.40,4 góður tími það. Annar varð Stjarni Ómars Jóhannssonar, knapi Valdimar Kristinsson, á 1.48,0 mín. og þriðji Faxi Egg- erts Hvanndal, knapi Sigurður Sæmundsson á 1.49.0 í 800 m stökki sigraði Gnýfari Jóns Haf- dal, knapi Sigurður Sigurðsson á 61.5 sek. Annar methafinn Reyk- ur Harðar G. Albertssonar, knapi Hörður Harðarson á 61.6 sek. og á sama tíma en sjónar- mun á eftir var Eldur, Guðna í Skarði, knapi Steingrímur Ell- ertsson. í 350 m stökki sigraði Stormur Hafþórs Hafdal, knapi Sigurður Sigurðsson, á 25.0 sek. Annar Blakkur eigandi Einar (vantar föðurnafn á skrá), knapi Harpa Karlsdóttir, á 25.2 sek. á tekinn til kostanna. en hann stóð óskarsson, en hann hlaut einnig sama tíma en sjónarmun á eftir varð Tinna Harðar G. Alberts- sonar, knapi Hörður Harðars- son. í 250 m stökki sigraði Lýsingur Fjólu Runólfsdóttur, knapi Baldur Baldursson á 18.9 sek. Annar Haukur Sigurbjörns Bárðarsonar, knapi Hörður Harðarson, á 19.2 sek. og þriðja Skessa Borghildar Tómasdóttur, knapi Þórður Þorgeirsson á 19.4 sek. Vert er að minnast á góða dagskrárskipan þessa móts, en það kom mjög vel út að láta gæðingana koma inn á milli undanrása og úrslita kappreið- anna. Væri athugandi fyrir önn- ur félög að nota þetta fyrir- komulag á komandi mótum. V.K. ar kappreiðar sumarsins til þessa. I 250 m. skeiði voru mættir til leiks flestir bestu vekringar landsins, má þar nefna Skjóna, Fannar, Trama og Villing sem kom skemmtilega á óvart óg sigraði á 23.3 sek. Aðalsteinn Aðalsteinsson sá kunni knapi var nú mættur til leiks á ný, en hann hefur verið erlendis og ekki tekið þátt í kappreiðum á þessu keppnis- tímabili. í 150 m skeiði var árangur svona upp og ofan til að byrja með. Að minnsta kosti hafði Magnús þulur orð á því að sér fyndist fáir liggja, en það lagaðist og náðist mjög góður Hestar tími áður en yfir lauk. I 350 m stökki var keppni hvað hörðust, en þar sigraði Stormur og virðist sem hann sé í góðu formi þessa dagana. í 800 m stökki var einnig hart barist og munaði þar um sekúndubroti á fyrsta og öðrum hesti. En það var ekki sama spennan í 800 m brokki því Frúar Jarpur hreinlega stakk keppinauta sína af, en hann var um 8 sek. á undan næsta hesti. Úrslit urðu annars sem hér segir: í A flokki gæðinga varð efstur Hafnar Birna, knapi Ey- þór hlaut í einkunn 8.32. Annar eins og áður sagði Borði með 8.05 og í þriðja sæti með 7.86 Vinur Hrund Logadóttur, knapi Guð- mund P. Pétursson. í B-flokki sigraði Börkur, eigandi og knapi Bergur Pálsson, með 8.26 í ein- kunn. Annar varð Ljúfur Agnes- ar Guðbrandsdóttur og knapi Jón Jónsson, og þriðji Mósi Þ^rgerðar Sveinsdóttur og knapi Þormar Andrésson. í gæðinga- 4 hjóla drif Fjórsídrif 4. cyl. 86 ha. Hátt og lágt drif. 16“ felgur. Þriggja dyra. Lituö framrúöa. Hituö afturrúöa Hliöarlistar. Vindskeiö. Verö aöeins ca. kr. 6.100 þús. Hestamót Geysis á Rangárvöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.