Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1980 31 • Sviar skora. Knötturinn skoppar i netið o« litlu munar að Sigurði Halldórssyni takist að afstýra þvi. Úti i vitateig má sjá Þorstein ólafsson. Fagnandi við hlið Sigga Donna er Ralf Edström. Simam. Dagens Nyheter. ið sem sigurmark. En skömmu síðar var fögnuður þeirra úti, því íslendingar gáfust ekki upp, held- ur svöruðu fyrir sig. Hver sóknar- lotan af annarri skall nú á sænska varnarmúrinn og hann hlaut að bresta undan fádæma sóknar- þunga íslands. Jöfnunarmark ís- lands kom þó ekki fyrr en að 3 mínútur voru til leiksloka. Ásgeir Sigurvinsson átti allan heiðurinn af því. Hann brunaði inn í vítateig Svía, lék tvo varnarmenn upp úr skónum, en var síðan felldur mjög gróflega langt innan vítateigs. Danski dómarinn var samkvæmur sjálfum sér og dæmdi ekkert þrátt fyrir að um borðliggjandi víta- spyrnu væri að ræða. Islendingar höfðu hins vegar loksins heppnina með sér, knötturinn barst til Guðmundar Þorbjörnssonar sem lék laglega á enn einn varnar- manninn áður en hann sendi knöttinn í bláhorn sænska marks- ins, með föstu skoti. Glæsilegt mark og sannarlega verðskuldað miðað við gang leiksins. Þetta urðu lokatölur leiksins, en ekki hefði verið ósanngjarnt að íslend- ingar ynnu þennan leik með 2—3 mörkum. mjög vel eins og áður hefur komið fram. Aftasta vörnin var hörku- föst fyrir, með Martein og Örn sem bestu menn. Sigurður og Trausti voru einnig mjög sterkir, auk þess sem Trausti var allan tímann mjög sókndjarfur. Miðjan var sterkasti hluti liðsins, en oft hefur brunnið við að einmitt hún sé veiki hlekkurinn. ísland hafði allan tímann betri tök á vallar- miðjunni og segja má að um einveldi hafi verið að ræða í síðari hálfleik. Ásgeir var frábær og lék Svíana hvað eftir annað upp úr skónum. Janus hefur aldrei leikið betur í landsleik og yfirferð hans var með ólíkindum. Guðmundur og Albert voru einnig mjög góðir. í framlínunni voru Sigurlás og Pétur ákaflega ógnandi, enda vel studdir af hinum leikmönnum liðsins. Sérstaklega vakti Pétur athygli með leikni sinni og yfir- ferð. Sænska liðið var alls ekki slakt, þvert á móti er það mun sterkara heldur en norska liðið sem vann ísland 3—1. Bestu menn liðsins voru varnarmennirnir, markvörðurinn Wernerson og Hasse Borg. umtalsvert, en þokkalegt skot þó. Sókn Svía fjaraði út á nýjan leik og íslendingar héldu yfirburðum sínum. Pétur Ormslev lék á 74. mínútu mjög snyrtilega á mið- vörðinn Hakon Arvidason og var þar með kominn á auðan sjó. Brunaði Pétur í átt að sænska markinu og Wernerson var lagður af stað út á móti honum. En það kom aidrei til kasta markvarðar- ins, því að Arvidason gerði sér lítið fyrir og kastaði sér á Pétur, sýndi sannkallaða „rugby“-takta og keyrði Pétur í völlinn. Danskur roludómari lyfti ekki einu sinni gulu spjaldi yfir þessu. Pétur fékk þó aukaspyrnu sem ekkert varð úr. Vakti það mikla furðu að dómarinn skyldi ekkert aðhafast og bauluðu meira að segja sænskir áhorfendur. Nokkrum mínútum síðar braust Janus laglega í gegn og átti bara eftir að senda knött- inn framhjá markverðinum, en Wernerson varði glæsilega með úthlaupi. Enn voru íslendingar á ferðinni á 79. mínútu, Trausti Haraldsson komst þá einn í gegnum sænsku vörnina, renndi út á Sigurlás, en markvörðurinn varði meistara- lega þrumuskot Lása af stuttu færi. Knötturinn hrökk út til Trausta sem skaut tafarlaust, en enn þvældist Wernerson fyrir. Og aftur fékk Trausti knöttinn og spyrnti að marki, en nú hljóp sænskur varnarmaður fyrir knött- inn á marklínu og bjargaði í horn. Var með ólíkindum hvernig sænska markið slapp skakkafalla- laust úr þessari rimmu. Loks mark — sænskt mark! Það hlaut að koma að því að knötturinn hafnaði í netinu, en eftir það sem á undan var gengið, áttu flestir von á því að það yrðu íslendingar sem myndu brjóta ísinn. En það var nú eitthvað annað. Svíar skoruðu á 81. mínútu og kom markið eins og köld vatnsgusa framan í íslensku leik- mennina, sem fórnuðu höndum af örvæntingu. Albert Guðmundsson var þá með knöttinn á eigin vallarhelmingi og var engin hætta á ferðum. Sneri Albert sér skyndi- lega að eigin marki og sendi knöttinn áleiðis til Þorsteins markvarðar. En sendingin var of laus, Rudger Backe snaraði sér til knattarins og lyfti honum laglega Marteinn ver hendur sínar Svo sem sagt hefur verið frá, augnabliki og Marteinn fékk lenti Marteinn Geirsson í því að vel útilátið högg á lúðurinn. nokkrir leiðinlegir Norðmenn Ekki sér maður betur en að réðust að honum er tsland og Marteinn komi höggi sínu einn- Noregur áttust við á dögunum. ig til skila. Þessi mynd var tekin i sama yfir Þorstein, sem kominn var áleiðis út úr markinu til þess að hirða knöttinn. Fögnuðu Svíar mjög, hafa vafalaust litið á mark- TVEIR leikir fara fram i 2. deild íslandsmótsins i knattspyrnu annað kvöld, hefjast báðir klukk- an 20.00. Annar leikurinn fer fram á Akureyri og er annar af tveimur helstu stórleikjum sumarsins i þessari deild. Það er Islenska liðið jafnt. íslenska liðið lék þennan leik innbyrðis viðureign Akureyrar- liðanna, sem nú hafa náð afger- andi forystu i 2. deild. Hinn leikur kvöldsins er viður- eign Selfoss og Ármanns sem fram fer á Selfossi. Bæði þessi lið eru neðarlega i deildinni. þannig að ekkert verður gefið eftir. Frjálslega farið með nöfn manna MBL. FÓR frjálslega með nöfn í greininni um 2. deildar leik Fylkis og Þróttar í fyrradag. í blaðinu í gær var sagt að markaskorari tveggja fyrstu marka Þróttar heiti Björgúlfur Halldórsson. Var það haft eftir áhorfanda sem var greinilega Norðfirðingur. Kappinn heitir hins vegar Hörður Rafnsson og er hann beðinn velvirðingar. Þá eru Þróttarar ekki sammála blaðamanni um að þriðja markið hafi verið sjálfsmark. Segja þeir Einar Sigurjónsson hafa rekið tána í knöttinn síðastan manna. Úrslitaleikur 2. deildar? RS-6031 — þrír í einum. Sérstaklega keilulagaður bassi, þannig að mið- og hátónahátalarnir komast framan viö bassa hátalarann. Ofanáliggjandi eða feildur niður. Gerður fyrir: 30 wött (max). Tíðnismíð: 50-20.000 rið. Verö: 19.350.- stykkið Sendum um allt land. L n:ti n H 'Íjm^ imimmri SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 N r V, J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.