Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1980 11 örugglega búa til kvöldmat handa mér, fyrst ég væri svona illa haldin. Og er ekki að orð- lengja það, að dyrunum á mat- salnum var nú svipt upp — hann var á stærð við Súlnasal eða svo — og þar sat ég í einsemdarlegri hátign minni meðan gráhærður og skjálfhentur þjónn bar í mig þvílík ókjör af mat, að annað eins hef ég ekki séð. Stór og mikil eggjakaka, franskar kart- öflur, hrísgrjón, tómatar, tvær stórar svínakótelettur, jarðarber ... manni getur nú hefnzt fyrir græðgina. Eg lagði verulega hart að mér til að særa ekki þennan góða mann og varð að panta mér aðra hálfflösku af hvítvíni til að geta skolað öllu þessu niður. Svo kom þjónninn öðru hverju og forvitnaðist um, hvort þetta væri ábyggilega boðlegt og ég hældi honum náttúrlega á hvert reipi. Einn daginn léði Sainz konsúll mér ritara sinn og bíl til umráða og við fórum í langa ökuferð upp frá Bilbao og meðfram strönd- inni og þræddum lítil og falleg fiskiþorp. Þegar kemur út með ströndinni er hún klettótt og úfin, en inn til landsins séð er landslagið hvarvetna gróið og hlýlegt. Einna litríkastur bæja á þessum slóðum heitir Bermeo. Þaðan er gerður út mikill fjöldi báta, aðallega á sardínur og túnfisk, en þennan dag voru þeir allir í höfn: daginn eftir átti að halda upp á dag heilags Jóhann- esar og bæjarbúar voru í óða önn að undirbúa hátíðahöldin. í þessum litlu þorpum, svo og í San Sebastian voru Baskahúf- urnar áberandi, þó voru það einkum eldri menn sem báru þær: svartar alpahúfur, og ég keypti tvö stykki, svo að synir mínir gætu státað af því að vera með ekta Baskahúfur á hausun- um. Einnig eru rauðar Baska- húfur til, en þær eru notaðar spari. Eftir fárra daga dvöl í Baska- landi er fráleitt að ætla sér að kveða upp einhvern endanlegan úrskurð um þetta land og þjóð- ina sem það byggir. Enginn veit fyrir víst, hver er uppruni Baska né heldur tungu þeirra, en marg- ir telja að Baskar séu afkomend- ur þeirra sem upprunalega byggðu Iberiaskagann, jafnvel áður en Keltar komu þangað. Baskar voru hraktir á braut hvað eftir annað af Fönikíu- mönnum, Rómverjum, Márum og Gotum. En þeir lifðu af og héldu þjóðarsamkennd sinni. Þeir eru ekki ýkja spánskir í útliti, þótt mikil blöndun við Spánverja hafi átt sér stað. Og mér þætti ekki ólíklegt, að þeir komi útlendingi áþekkt fyrir og íslendingar erlendum gestum: hrjúfir nokkuð á ytra borði, en hjálpfúsir og einlægir ef þeir taka tryggð. Þeir virðast rólegir í fasi, tala ekki með miklum tilburðum og þrátt fyrir óöryggi, sem margt þetta fólk býr við, sýnast þeir agaðir. Og um spennuna sem býr hið innra getur gestur um nokkurra daga bil auðvitað ekki sagt. Frá höfninni í Bcrmeo. þar som allir hátar voru i höfn þann Hotrinn Jóhannes Zoéga: Hitaveitan er komin í algert þrot, við getum ekki meira „Ilagnaður Hitaveitunnar á síðasta ári var um 1600 milljón- ir en afskriftir voru um einn milljarður. Framkvæmdir okk- ar á síðasta ári voru um 1800 milljónir og afborganir af lán- um um 800 milljónir,“ sagði Jóhannes Zoega hitaveitustjóri í samtali við Morgunblaðið, en tilefni spurningarinnar voru viðtöl við húsbyggjendur, sem birtust í Morgunblaðinu fyrir nokkru. „Afgangur ársins er ekki i peningum í árslok, heldur er fénu ráðstafað jafnóðum," sagði Jóhannes. „Kostnaðurinn við að leggja hitaveitu í Hvamma- hverfið í Hafnarfirði er um 140 milljónir og það er rétt, sem fram hefur komið, að af því fé fengjum við endurgreitt 80—90 milljónir í formi heimæðagjalda. Kostnaðurinn við lagninguna yrði því ekki nema 50—60 millj- ónir, en við teljum okkur ekki fært að láta Hafnfirðinga fá hitaveitu, vegna þess að þeir eru ekki nema um fimmti eða sjötti parturinn af okkar viðfangsefni. Við höfum þrjú eða fjögur hverfi í Reykjavík og hluta af hverfi í Garðabæ sem sama á við um. Þess vegna er ekki hægt að taka hverfið í Hafnarfirði út sérstak- lega. Þó að þeir séu nokkuð á undan þá sjáum við okkur ekki fært að taka þá út, því þá værum við að ganga á rétt hinna, sem koma á næstu vikum. Auk þess er ekki nema hálf sagan sögð að leggja hitaveitu í hverfi því þá þarf að afla vatnsins, en við höfum ekki getað aflað nema sáralítils vatns undanfarin fjögur eða fimm ár. Við höfum hætt borunum alger- lega vegna þess að við höfum ekki haft peninga til þess. Ef við fengjum þá hækkun á gjaldskrá sem við höfum beðið um, myndum við reyna að bjarga því fólki sem nú fær ekki hitaveitu. En þó við fengjum alla okkar hækkun núna og við gæt- um sett allt af stað, þá er alveg fyrirsjáanlegt að vatnsskortur verður á öðrum vetri. Þá verða þau svæði sem hæst eru og lengst frá fyrir þessu, Skóla- vörðuholtið og Landakotshæðin, svo dæmi sé tekið. Þá verða þeir gömlu Reykvíkingar sem þar búa frystir úti af forsætisráð- herra og ríkisstjórninni, nú sem fyrr,“ sagði Jóhannes. „Vatns- skorturinn er fyrirsjáanlegur, þó ekki í vetur, en eftir rúmt ár, jafnvel þó við fengjum allar okkar óskir uppfylltar nú þegar. Það er búið að svelta Hitaveit- una í tíu ár. Þó við fengjum allar hækkanir sem við þykjumst þurfa til þess að geta mætt sanngjörnum rekstri, getum við ekki ábyrgst, að ekki verði vatnsskortur eftir eitt og hálft ár. En vatnsskortur verður ekki nema þennan vetur, ef tekin verður skynsamleg afstaða til gjaldskrármála nú þegar og í framtíðinni. En þó við fengjum þær hækkanir sem við höfum farið fram á, er búið að svelta Hitaveituna svo lengi að hún nær því ekki upp á tveimur árum. Það er svo mikið ógert og svo margt sem orðið hefur að fresta undanfarin tíu ár að því verður ekki náð upp á einu ári eða tveimur, þó við fengjum sanngjarna hækkun," sagði Jó- hannes. „Ríkisstjórnin segir að -við beitum þessu fólki fyrir okkur til þess að knýja fram hækkanir, en það er mesti misskilningur. Þetta eru ekki þrýstiaðgerðir af okkar hálfu því ef svo væri, hefðum við beitt þessu fyrir mörgum árum. En nú er Hita- veitan komin í algert þrot, við getum ekki meira og höfum ekki peninga til að framkvæma þetta. Okkur vantar meira að segja tæpan milljarð til að geta fram- kvæmt það sem við höfum þegar samið um, án þess að byrja á að leggja í eitt einasta nýtt hverfi. Það er mesti misskilningur að halda að þetta séu einhverjar þrýstiaðgerðir, enda hefur ríkis- stjórnin aðgang að öllum okkar reikningum, að okkar kassa og hverju sem hún vill,“ sagði Jóhannes Zoéga. KRAFTMIKIЗSTERKT—HLJÓMGOTT—LANGDRÆGT I h O UJ 5 n I O O Œ >- ffi </) cc '< Sendum um allt land VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SlMI 29800 Verö aöeins kr. 96.600.- Draumur ferðamanna CROWN PCRC 720 L —HLAÐIÐ TÆKNINÝJUNGUM— GENGUR FYRIR RAFMAGNI OG RAFHLÖÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.