Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 Rill á leið til Hriseyjar Björgvin Pálsson oddviti Guðjón Björnsson bústjóri Valdimar V, Gunnarsson frystihússtjóri Kristján Fr. Guðmundsson kaupmaður: Allar kýr í öllum heimi öskri þeim til lofs og dýrðar Vora fámennu þjóð dreymir um að lifa við sem mest jafnrétti. Til að ná þeirri stöðu hafa margir (vegna þrotlauss áróðurs) álitið bestu aðferðina að troða niður þá sem sýnt hafa dugn- að og sparsemi, — ég tala nú ekki um ef þeir einnig hafa valið sér verslun sem ævi- starf. Þessi iðja er farin að bera ávöxt, sem sést á því að nú eru flest smásölufyrirtæki að þrotum komin, að sjálfsögðu með þeim afleiðingum að starfsfólk verslana er meðal lægst launaða fólks landsins. Þessari stöðu hafa þeir náð sem þykjast vera að berjast fyrir kjörum hinna lægst launuðu með því að eyðileggja rekstrargrundvöll smásöl- unnar. Eitt beittasta vopnið hjá þeim hefur verið að skera niður laun verslunarinnar fyrir veitta þjónustu. Ég bendi fólki á að íhuga hvers hagur það er þegar smásölu- verslanir eru aflagðar. Ef vilji ráðamanna væri sá að enn um sinn sæju íslenskir menn um dreifingu á nauð- synjavöru um landið, þyrftu þeir að fara að ráðum manna er best þekkja verslun en úthýsa eyðileggingaröflunum á meðan. Kristján Fr, Guðmundsson kaupmaður. Og svona í tilefni af því að nú standa yfir þaulhugsaðar ráðagerðir til að hýrudraga launafólk vil ég spyrja hvort það væri nú goðgá að heimila matvöruverslunum að selja landbúnaðarvísitöluvörur með þeim sölulaunum sem duga til að ekki þurfi að gefa með þeim. — Nema það sé sérstakt markmið að drepa þá sem með matvöru versla. K. N. orti svo til mjólkur- pósta forðum og sendi ég landbúnaðarmálaverðlags- yfirvöldum þessa vísu: Hlutur enginn hér á jörðu heiðri þeirra sé til rýrðar. Allar kýr í öllum heimi öskri þeim til lofs og dýrðar. Jakaburður af félagsmálapökkum Á árunum hér áður fyrr voru bögglauppboð vinsæl skemmtun. Slíka skemmtan hafa margar ríkisstjórnir dundað við og kallað úthlutun félagsmálapakka. Og nú þég- ar þessar línur eru festar á blað hefur jakaburður af fé- lagsmálapökkum stíflað samningafljót. Lónið sem þannig hefur myndast er furðu lygnt og er sem helgi hvíli yfir því á þessum sumar- dögum. Lesendur góðir. Sjálfsagt hugsið þið sem svo, af hverju selja mennirnir ekki búðirnar sínar? Og ég spyr, eru enn til í landi voru þau flón sem vilja kaupa matvörubúðir? En í fullri alvöru spyr ég: „Er ekki von til þess lengur að tekið sé marka á skynsamlegum rök- um? Þarf að öskra og æpa, heimta og hóta?“ Það sé þá til íhugunar fyrir þá sem ekki enn hafa myndað „þrýstihóp". Sölusýning í Klausturhólum um helgina í dag og á morgun, stendur yfir sölusýning í Klausturhólum. Þar verða sýnd verk eftir ýmsa þjóðkunna listamenn svo sem: Jóhannes S. Kjarval Jón Stefánsson Kristínu Jónsdóttur Gunnlaug Blöndal Svein Þórarinsson Sverrir Haraldsson Pétur Friðrik Kára Eiríksson Jón Jónsson Þorvald Skúlason Karen Agnete Þórar- insson Gunnlaug Scheving Karl Kvaran Ágúst Petersen Örlyg Sigurðsson og marga fleiri LAUGAVEGI71 SIMI19250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.