Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 31 Sólrún Haraldsdótt ir — Minningarorö Fædd 29. september 1911 Dáin 26. júlí 1980 Með bljúgum hug pára ég mín hinztu kveðjuorð til ástkærrar móðursystur minnar og fóstru, Sólrúnar Haraldsdóttur. Það er of langt mál að telja allt það upp, sem hún gerði mér til heilla og hamingju. Á sltkum tímamótum, sem nú, hvarflar hugurinn aftur í tímann. — Ég minnist þess er fóstra mín eignaðist soninn Freystein Draupni og síðar gekk hún að eiga öðlingsmanninn Valdimar Eyjólfsson, sem gekk Draupni í föðurstað og var stoð og stytta heimilisins meðan hans naut við, en Valdimar lézt 3. marz 1966. Fóstra mín hafði staðið af sér alla storma, en missir eigin- mannsins var henni um megn. — Hann var maður greindur vel, einlægur í öllum samskiptum sín- um, glaðvær og félagslyndur og hagyrðingur góður. Sólrún fóstra mín var með afbrigðum dugandi húsmóðir. — Oft var líka mannmargt á heimil- inu og þeir eru margir, sem borið geta um einstaka gestrisni henn- ar. Ég orðaði það svo hér að ofan að hún hefði verið mjög dugandi húsmóðir, en hún var og frábær hannyrðakona. — Það lék allt í höndum hennar. Um það ber órækt vitni t.d. rúmfatnaður sem hún gaf börnum mínum, t.d. sæng- urverin með hekluðum milliverk- um og saumuðum upphafsstöfum í renisönskum stíl. Börn mín eiga öll sínar fögru endurminningar um fóstru mína, sem jafnan tók þeim opnum örm- um, hvort heldur var til dvalar í lengri eða skemmri tíma. Draupni frænda mínum og fjöl- skyldu hans votta ég mína dýpstu samúð. — En Sólrúnu fóstru mína vil ég kveðja með þessum ljóðlín- um E.B.: En hæri ég heim min brot og minn harm. þii brostir af djúpum aefa. Þú vógat upp björg í þinn veika arm. ú vÍB8Ír ei hik eða efa. alheim ég þekkti einn einaata harm. aem allt kunni að fyrirgefa. Aslaug Ólafsdóttir. Pólskur togari til Reykjavíkur Pólskur togari kom til Reykjavíkur í fyrradag að sækja varahluti og hélt samdægurs út aftur með stefnu vestur fyrir Jökul. Talið er að hann muni halda á miðin við Jan Mayen, þar sem pólskur veiðifloti er. Ljósm. Mbl. Emilia Fréttir úr Reykhólasveit: Mótmælt vali á vegastæði Sýslunefnd A-Barð. hefur nýlega haldið aðalfund sinn í hótel Bjarkalundi og var með- al annarra samþykkta því mótmælt harðlega þeirri ákvörðun þingmanna kjör- dæmisins að ganga í berhögg við álit sérfræðinga um val á vegastæði til tengingar Vest- fjarða við aðalvegakerfið, með því að ganga framhjá Kolla- fjarðarheiði, sem tvímæla- laust yrði fær flesta daga ársins og um leið skásti val- kosturinn, sem um er að velja. Hins vegar viðurkennir sýslunefnd nauðsyn þess að tengja Strandasýslu Vest- fjarðasvæðinu með greiðfær- um sumarvegi yfir Stein- grímsfj arðarheiði. Snarfari með sjóveiðimót um helgina SNARFARI, félag sportbátaeig- enda, heldur sjóveiðimót um helg- ina, 9.—10. ágúst. Farið verður frá Elliðanausti kl. 13.00 báða dagana og komið að landi um kl. 20.00. Fréttatilkynning. Sýslumaður, Jóhannes Árnason greindi frá tillögu Hannibals Valdimarssonar, bónda í Selárdal, er hann flutti á sýslunefndarfundi V- Barð. þess efnis að sýslurnar undirbúi að reist verði minnis- merki um þjóðskáldið Matthí- as Jochumsson, Skógum og góðskáldin Jón Thoroddsen Reykhólum og Gest Pálsson Miðhúsum. Vestur-sýslan kýs einn mann og Austur-sýslan tvo menn. Símamál okkar eru í algjöru ófremdarástandi og sam- þykkti sýslunefnd að skora á símamálastjórn að hraða lagningu sjálfvirks síma í byggðarlagið. Þess má geta að um verslunarmannahelgina var ekki hægt að ná úr héraði nema á lögbundnum símatíma og þrátt fyrir marg ítrekaðar kvartanir sefur kerfið værum þyrnirósarsvefni. Ferðamannastraumur hefur verið allmikill hér að undan- förnu og hefur einn bóndi hér, Jón A. Guðmundsson Bæ tekið upp þjónustu við ferðamenn. Hann leigir út svefnpoka- pláss með aðstöðu til þess að hita kaffi. Einnig selur hann veiðileyfi í Bæjará og Laxá í Reykhólasveit. Bændur verða að fara að huga að fleiri verkefnum en þeim hefð- bundnu og þetta er einn val- kosturinn. Fyrir skömmu brann íbúð- arhúsið í Múla í Gufudalssveit og brást slökkviliðið í Búðar- dal vel við og mætti á staðnum en það sakar ekki að geta þess að á Reykhólum er nú all- sæmilegur slökkviútbúnaður og hefði munað miklu að fá Reykhælinga til slökkvistarfs- ins, en þetta sýnir að fréttir berast oft seint á milli sveita í sömu sýslu. Þau hjón, Snorrri Sturluson og Jóna Kristinsdóttir hafa orðið fyrir miklu tjóni því að þau eru aðeins búin að búa þarna í ár og í haust fórust um 30 kindur frá þeim í áhlaups- veðri er gerði á alauða jörð. Snorri er jafnframt kennari í Gufudalssveit. Sveinn Guðmundsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Minning: Vigfús E. Vigfús Eiríkur Jónsson, Múla- vegi 3, Seyðisfirði, verður jarð- sunginn frá Seyðisfjarðarkirkju í dag kl. 2 e.h. Vigfús fæddist á Dalatanga við Mjóafjörð 1. des. 1903 og lést 2. þ.m. Vigfús vann hörðum höndum frá æskudögum sínum við sjó- sókn. Hann varð síðar vélstjóri á sjó og landi. Vigfús var kvæntur Sigríði Jónsdóttur, sem lifir mann sinn. Börn þeirra hjóna eru fimm. Jónsson + Faöir okkar og tengdafaöir, KARL LEIFUR GUÐMUNDSSON, vélstjóri, frá Stakkadal { Aöalvík, andaðist aö Hrafnistu 7. ágúst. Guörún Karladóttir, Hugo Andreasaen, Áatrióur Karlsdóttir, Rögnvaldur Þorleifsson, Guömundur Karlsson, Oddbjörg Kristjánsdóttir, Jónas Karlsson, Hrönn Þóröardóttir. Systir okkar og mágkona, ÁGÚSTA GUÐRÚN DEWAR-BROWN (faadd Hallgrímsson) andaöist á sjúkrahúsi í Englandi 7. ágúst sl. Ellen Hallgrímsson, Franz Benediktsson, Thora Fawdry, Hallgrimur Fr. Hallgrímsson, Margrét Hallgrímsson, Esther Jackson, Cyril Jackson. + Ástkær eiginkona mín, JÓNA SALVÖR EYJÓLFSDÓTTIR, frá Brúsastööum, Uröarstíg 14, Raykjavfk, andaöist aö morgni 8. ágúst á Landspítatanum. Siguröur Svavar Gíslason. + Eiglnkona mín og móðlr, INGIBJÖRG S. SÖRENSEN, andaöist aö heimili sinu 7. ágúst. Ingvar Söransan, Laufey Rasmussen. + Útför fööur okkar, tengdafööur og afa, SÍRA MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, fyrrum prófasts f Ólafsvfk, verður gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamleqast bent á Kristniboös- sambandið og kirkjur Ólafsvíkurprestakalis. Helga Magnúsdóttir, Einar Th. Magnússon, Petrfna H. Steinadóttir, Kristín Magnúsdóttir Möller, Anna Magnúsdóttir, Guöm. Óli Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu, langömmu og langa- langömmu, KRISTJÁNSÍNU SIGURÁSTAR KRISTJÁNSDÓTTUR, frá Naustum og Vindási, Eyrarsveit, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaglnn 11. ágúst kl. 3 e.h. Hugi Hraunfjörð, Hulda Pétursdóttir, Alfreö Hólm Björnsson, Pétur Hraunfjörö, Unnur Pétursdóttir, Guólaug Hraunfjöró, Sigfús Tryggvason, Ólöf Hraunfjöró, Guörún Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.