Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1980 RRRRRRRRRRRRRRRRRRRHRRRRRHRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRBRRRRRRRRRKRRRKRHRRRRKRRRRKRRRRRKRRR^^ _________________,___________________________________:______________________________________________________________________________________i Jón Hákon Magnússon — Kína III: Það kemur óneitanlega flatt upp á mann í kynnisferð um Alþýðu- lýðveldið Kína, að eiga þess kost að dvelja morgunstund með endurreistum fyrrverandi iðnjöfri frá Shanghai, manni sem var næstum búinn að tapa ærunni, ef ekki lífinu, á átakadögum menn- ingarbyltingarinnar, Lin Piaos og hinnar margnefndu fjórmenn- ingaklíku, sem nú situr bak við lás og slá og bíður eftir að verða dregin fyrir dómstól alþýðunnar. Maður á einhvern veginn ekki von á því að enn finnist í þessu stóra og margbrotna landi menn sem tilheyrðu valdastéttinni, sem kín- verskir kommúnistar undir for- ystu Mao Tsetungs veltu af valda- stólum fyrir rétt þremur áratug- um. Einn þessara manna heitir Rong Yiren og er varaforseti pólitískrar ráðgjafanefndar, sem Kínverjar nefna á ensku The National Committee of the Chin- ese Peoples Political Consultative Conference. Rong Yiren varð fyrir barðinu á fjórmenningaklíkunni, sem fyrirskipaði að hann skyldi handtekinn og fangelsaður, en Chou Enlai, fyrrum forsætisráð- herra landsins, bjargaði sennilega lífi þessa manns með því að árið 1950, en árið 1949 var ég ráðinn sérlegur ráðgjafi borgar- stjórans í Shanghai, skömmu eftir byltinguna. Fyrir byltinguna hafði ég ekki haft nein samskipti við kínverska kommúnistaflokk- inn. Áður en kommúnistaflokkur Kína komst til valda, flýðu þús- undir iðnrekenda úr landi með fjölskyldur sínar, enda skildu þeir hvorki flokkinn né tilgang bylt- ingarinnar. Ég get sagt ykkur að ég kynntist grimrafd Shang Kai- seks og hans manna á valdadögum þeirra og trúði því þá ekki að önnur stjórnvöid gætu orðið grimmari eða verri. Nú, ég vildi auk þess búa áfram í mínu föðurlandi og fylgjast með fram- förum byltingarinnar. Þegar bylt- ingarher kommúnistaflokksins tók Shanghai, sá ég strax að hermennirnir voru vel agaðir og uppfullir af eldmóði og mér fannst foringjarnir vera einlægir í sam- skiptum sínum við borgarbúa. Það var einmitt á þessum tímamótum að ég fór að velta fyrir mér hvort ég ætti að þjóna byltingunni og flokknum, eða ekki. Um svipað leyti bað flokksforystan í Shang- hai mig um að taka að mér fáein efnahagsverkefni, sem ég og gerði.“ bessi mynd var tekin á fundinum með Rong Yiren i sal Anhuifyikis i Höll alþýðunnar í Peking. Rong Yiren er fyrir miðju í fremri röð, en annar maður fratvinstri er Xie Bangding. varaforseti Vináttusamtaka kinverskrar alþýðu við erlend riki, þá Katla Pálsdóttir, Hörður Bjarnason, fyrrv. húsameistari ríkisins. Rong Yiren, Jón Hákon Magnússon, Áslaug Harðardóttir og ýmsir embættismenn kínversku vináttusamtakanna. Endurreistur iðnrekandi á Chou Enlai líf sitt að launa fyrirskipa að hann skyldi sérstak- lega verndaður. Rong Yiren gegnir nú ýmsum mikilvægum embætt- um fyrir stjórnvðld í Peking og á meðal annars sæti í bankaráði Kínabanka. Hann tók á móti okkur Islendingunum í sal Anhui- fylkis í Höll alþýðunnar, sem stendur við Torg hins himneska friðar í Peking, rétt steinsnar frá grafhýsi Maos formanns. Þessi endurreisti embættismaður ber með sér uppruna sinn og menntun, auk þess sem sjá má að lífið hefur verið harður skóli. Hann sagði okkur fyrst frá umræddri ráðgjafanefnd. „Nefnd- in var stofnuð árið 1949, eftir byltingu kínverska kommúnista- flokksins og að frumkvæði leið- toga flokksins. Þetta eru ráðgef- andi samtök, en í þeim eiga sæti fulltrúar margra pólitískra flokka og annarra hagsmunasamtaka í Kína. Ráðið vinnur að því á samræmdan hátt að byggja upp Kína og starf okkar í ráðinu fer fram jafnt utan sem innanlands. Á erlendum vettvangi vinnum við að því að auka og bæta samskipti Kína við erlendar þjóðir.“ Starfsemin bönnuð „Á árabilinu 1966—1976 þegar Lin Piao og fjórmenningaklíkan réði ferðinni í Kína, var starfsemi ráðsins bönnuð, þrátt fyrir þá staðreynd, að Mao Tsetung var formaður ráðsins og Chou Enlai varaformaður. Þetta sýnir yfir- gangssemi fjórmenningaklíkunn- ar. Á tímum menningarbyltingar- innar voru meðlimir ráðgjafa- nefndarinnar hundeltir um land allt og ýmsum sökum logið upp á þá. Þessu athæfi stjórnaði Lin Piao og fjórmenningaklíkan. Árið 1976 tók ráðið á ný til starfa og það hefur nú ekki aðeins verið endurreist, heldur hefur það fært út kvíarnar og starfsemin verið stóraukin." Við spurðum Rong Yiren, sem kominn er af kunnum ættum iðnrekenda í Shanghai, hvernig stæði á því að hann ætti sæti í þessu ráði. „Mér var boðin þátttaka í því Skipaður varaborgar- stjóri í Shanghai „Ég var síðan skipaður vara- borgarstjóri í Shanghai, en var fluttur til Peking árið 1959 og skipaður aðstoðarráðherra í vefn- aðarvöruráðuneytinu. Nú, svo komst fjórmenningaklíkan til valda og mér, eins og svo mörgum öðrum, var ýtt út í ystu myrkur meðan á menningarbyltingunni stóð, enda kallaði klíkan mig „fylgirakka kapitalismans". Ég varð strax skotspónn innan flokksins og menn eins og ég voru hundeltir. Það gerði þessi klíka til að draga athygli fólksins frá eigin dugleysi. Það varð mér eflaust til lífs, að Chou Enlai, forsætisráð- herra, fyrirskipaði að ég skyldi vera sérstaklega verndaður." „Eftir að fjórmenningaklíkan er úr sögunni, höfum við á ný hafið enduruppbyggingu Kína og það sama gildir um ráðgjafanefndina, sem nú er á ný komin í sitt eðlilega form.“ Greinarhöfundur spurði Rong Yiren hvort það væri satt að kínversk stjórnvöld leituðu nú með logandi ljósi að fyrrverandi verslunar- og iðnrekendum í Kína til þess að endurreisa þá og fá þá til liðs við sig við endurskipulagn- ingu og uppbyggingu þjóðarbúsins og að þegar væri búið að endur- hæfa 4000 fyrrverandi iðnrekend- ur. „Strax eftir byltinguna var mönnum, sem starfað höfðu við viðskipti og verslun, boðið í þús- unda-vís að hefja störf fyrir flokk- inn og þjóðina. Þeir eru miklu fleiri en 4000. Þeir skipta eflaust tugum þúsunda sem þáðu þetta boð, en ég hef ekki tölur um fjölda þeirra handbærar. Við höfum mikil not fyrir menn með reynslu á sviði iðnaðar og verslunar. Við höfum einnig þörf fyrir erlent fjármagn í Kína og einnig óskum við eftir umtalsverðri samvinnu við útlendinga um að koma á fót sameiginlegum iðnaði í landinu." „Fjórmenningaklíkan hélt land- inu lokuðu og valdatimi hennar olli kínversku þjóðlífi miklu efna- hagslegu tjóni. Nú hefur þessu verið breytt og stjórnarstefnan miðar að því að við tökum upp miklu nánara samstarf við útlend- inga við uppbyggingu landsins. Það fer ekki á milli mála, að við þurfum tæknilega aðstoð og upp- lýsingar erlendis frá, ef við eigum að geta komið undir okkur fótun- um að nýju og orðið sjálfum okkur nógir. Enduruppbygging samtaka, eins og okkar, er í beinu samhengi við skoðanir hins látna formanns, Mao Tsetungs og Chou Enlais." Rong Yiren, sem kominn er af kapitalistaættum, er eins og margir gallharðir kínverskir flokksmenn mjög í nöp við valda- baráttu og yfirdrottnunarstefnu Moskvuvaldsins. Aðspurður um þessi mál sagði þessi 64 ára gamli fyrrverandi iðnrekandi: „Leiðtog- ar Sovétríkjanna hafa svikið kenningar Lenins og stefna nú að heimsyfirráðum. Það eru nú t.d. fleiri milljónir sovéskra her- manna við landamæri okkar og okkur stafar mikil hætta af þess- um mikla herafla, rétt eins og ykkur stafar hætta af sovéska hernum í Evrópu. Kína er van- þróað land og við óskum aðeins eftir friði til þess að geta byggt land okkar upp og bætt afkomu fólksins. Sovétríkin ætla ekki að veita okkur næði til þess. Valda- barátta sovéskra leiðtoga beinist ekki aðeins að Kína að mínu mati, heldur öllum heiminum. Við verð- um því að sameinast í baráttunni gegn yfirdrottnunarstefnu Sovét- ríkjanna. Ef þjóðir heims fengjust til að sameinast í þessari baráttu, þá myndi önnur innrás, eins og innrás sovéska hersins í Afghan- istan, ekki verða endurtekin. Ef við sameinumst ekki gegn þessari hættu, þá eigum við eftir að upplifa eina eða tvær eða fleiri innrásir Sovétmanna inn í önnur frjáls ríki.“ Ýmislegt fleira bar á góma á þessum athyglisverða morgun- fundi í Höll alþýðunnar í Peking, með þessum sérstæða manni, sem ef til vill, ólíkt flestum öðrum Kínverjum, hefur tekið virkan þátt í þjóðlífi Kína, bæði fyrir og eftir byltinguna. Hann ræddi m.a. um vináttutengsl Kína og íslands, sem hann taldi mikilvæg fyrir báðar þjóðirnar þrátt fyrir stærð- armun. Hann talaði einnig um þörfina fyrir aukinni vináttu og samvinnu Kína og V-Evrópu á vettvangi alþjóðamála. Rong Yir- en, eins og svo margir aðrir Kínverjar, sem fylgjast með al- þjóðamálum, lýsti áhyggjum sín- um yfir -vaxandi hernaðarmætti sovéska flotans á Norður- Atlantshafi og umsvifum sovéska landhersins í A-Evrópu, rétt við bæjardyr Vestur-Evrópu. Musteri og kirkjur opnar á ný Það er margt fleira undarlegt í Kína um þessar mundir en að hitta endurreistan iðnrekanda frá Shanghai, sem á líf sitt að launa Chou Enlai, hinum látna bylt- ingarforingja kínverskra komm- únista. Það er jafn undarlegt að koma inn í Búddamusteri, sem lokuð voru á valdatímum marg- nefndrar fjórmenningaklíku, og sjá þar jafnt unga sem aldna Kínverja leggjast á bæn fyrir framan Búddalíkneski. Núverandi valdhafar í Peking hafa heimilað hinum ýmsu trúarsöfnuðum að hefja starfsemi sína að nýju, en hún var bönnuð á tímum menn- ingarbyltingarinnar. Ekki er ljóst hversu mikið trúfrelsi ríkir í Kína, en búið er að opna nokkrar kirkjur og musteri víða um land. Banda- rískur ferðalangur, sem greinar- höfundur hitti í hinni fögru vatna- borg Hangzhou í suðurhluta landsins, sagðist hafa sótt sunnu- dagsguðsþjónustu í kirkju þar í borginni. Hann sagði að það hefði komið sér á óvart að kirkjan hafi verið troðfull af fólki og að hann hefði verið eini útlendingurinn við messuna. Við íslendingarnir heimsóttum þennan sama sunnudag Ling Yin Búddamusterið í Hangzhou og þar voru þúsundir Kínverja að spóka sig og skoða þetta fræga musteri sem er frá fjórðu öld. Þegar við komum inn í aðalbænahúsið, sem hefur að geyma 20 metra hátt Búddalíkneski, sá maður Kínverja kveikja á fjölda reykelsa í einu, leggjast síðan á hné fyrir framan líkneskið og fara með bæn. Flest var þetta eldra fólk, mest konur, en inn á milli mátti sjá ungt fólk. Ég spurði einn fylgdarmann okkar hvort unga fólkið væri að gera gys að gömlum trúarsiðum með því að herma eftir gömlu konunum. Hann sagði að flest allt yngra fólk í landinu væri trúlaust, en stund- um gætu komið upp einstaklings- bundin vandamál, sem engin ráð dygðu við, önnur en að leita á náðir bænarinnar. Ég varð lítið eitt hissa og bað hann að nefna dæmi. „Við skulum taka t.d. unga konu, sem ekki getur átt barn og læknavísindin geta ekki hjálpað henni. Þá fer hún kannski á stað sem þennan, kveikir á nokkrum reykelsum og fer með bæn við fótskör Búddalíkneskis.“ Ég spurði viðkomandi hvort hann leitaði á náðir bænarinnar, en hann sagðist ekki hafa þörf fyrir Búddatrú. Á dögum menningarbyltingar- innar var musterum, kirkjum, moskum og ýmsum sögulegum stöðum lokað um allt Kína af pólitískum ástæðum. Rauðir varð- liðar reyndu að eyðileggja marga slíka staði, til að afmá minningu þeirra af blöðum sögunnar. Nú eru stjórnvöld að láta laga þessa sögufrægu staði og hafa margir slíkir staðir þegar opnað dyr sínar að nýju fyrir gesti og gangandi. Einn slíkur sögufrægur staður í Hangzhou er aldagamalt musteri og gröf Yue Fei hershöfðingja. Rauðir varðliðar lokuðu staðnum og eyðilögðu að hluta til, en hann hefur nú verið lagaður og opnaður almenningi. Þetta eru aðeins fáein dæmi um hinar miklu breytingar í kínversku þjóðlífi sem fyrir augu manns ber í þessu margbrotna landi. óttast yfirráða- stefnu Moskvuvaldsins Verslunar- og iðn- rekendur endurhæfðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.