Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1981 11 Ásgeir Ásgeirsson þáverandi forseti tslands veitir móttöku skjali er hann var gerður að æfifélaKa Angliu á 45 ára afmælisfaKnaði félagsins í Sjálfstæðishúsinu gamla árið 1966. Brian Iloit þáverandi formaður Angliu heiðrar HalÍKrím Fr. HalÍKrimsson, Harald Á. Sigurðsson og SÍKurð B. Sigurðsson á 45 ára afmælisfagnaði Angiiu 1966. FaKnaðurinn var haldinn i Sjálfstæðishúsinu Kamla ok má sjá mörK kunn andlit i hópi Kesta. Colin Porter 99 Ég á hvort eð er erindi til íslands 44 - sagði leikarinn Howard Lang er fór með hlut- verk Baines skipstjóra í Onedin-þáttunum, en hann kemur til landsins í vikunni og verður heið- ursgestur í 60 ára afmælisfagnaði Angliu Howard LanK i hlutverki Baines skipstjóra. UM ÞESSAR mundir verður ensk-islenska félaKÍð AnKlia sex- tiu ára, en félaKÍð var stofnað árið 1921 í þvi auKnamiði að efla samKanK milli IslendinKa ok enskumælandi manna. í tilefni þessara timamóta i söku félaKs- ins verður haldinn afmælisfaKn- aður í félaKsheimili Seltjarnar- ness næstkomandi lauKardaK, 14. febrúar. Þar verður heiðurs- Kestur brezki leikarinn Uoward LanK, sem er islenzkum sjón- varpsáhorfendum að KÓðu kunn- ur, þar sem hann fór með hlutverk Baines skipstjóra i Onedin-þáttunum. LanK var einnÍK Kestur AnKliu á árshátið félaKsins 1975. t tilefni þessara Stjórn AnKliu 1957. Á myndinni eru (sitjandi f.v.) Síkíús SÍKhvatsson, Hallgrimur Fr. Hallgrimsson, Hilmar Foss, Einar Pétursson og Haraldur Á. Sigurðsson. Standandi (fv.) Geir Zoega, Brian Holt, Þorsteinn Hannesson og Kristinn Hallsson. i-tJ * A 4* Simon Williams kaupir sér islenzka lopapeysu. Sian Phillips tímamóta í sögu Angliu ræddi Mbl. örlítið við núverandi for- mann félagsins. Colin Porter fatahönnuð hjá Karnabæ. Colin sagði að nú væru um 300 einstaklingar á öllum aldri í félaginu, flestir þeirra væru ís- lenzkir, en jafnframt væru í félaginu fólk frá ýmsum ensku- mælandi löndum, en einnig væru í félaginu Kínverjar, ítalir og SpánVerjar, svo eitthvað væri nefnt. Félagsstarfið fer fram fyrst og fremst yfir vetrarmánuð- ina, þegar efnt er til kvikmynda- sýninga, námskeiða og dans- leikja. Góð aðsókn hefur verið að enskunámskeiðum sem félagið hefur gengizt fyrir undanfarin ár. Þá hefur félagið staðið fyrir hópferðum á söguslóðir á Bret- landseyjum. Félagið hefur jafnan haldið uppi góðu samstarfi við brezka sendiráðið hér á landi, og hafa ýmsir starfsmenn sendi- ráðsins tekið virkan þátt í starfi félagsins, að sögn Colins Porter. Meðal þeirra sem á sínum tíma áttu þátt í stofnun félagsins og hlúðu að því fyrstu árin voru ýmsir þjóðkunnir menn, og má t.d. nefna Ásgeir Sigurðsson konsúl, Helga Hermann Eiríks- son, Magnús Matthíasson, Ottó P. Arnar og John Lindsey. Síðar komu svo við sögu Einar Péturs- son, Haraldur Á. Sigurðsson, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Sigurður B. Sigurðsson, Sigfús Sighvatsson, Hilmar Foss, Geir Zoega, Brian Holt, Gunnar Schram, Þorsteinn Hannesson, Már Elísson, Alan Boucher, Al- bert Erlingsson o.fl. Fyrsti æfifé- lagi Angliu var Ásgeir Ásgeirs- son fyrrum forseti íslands. Það hefur verið viðtekin venja, að sami maður gegni ekki for- mennsku í félaginu nema tvö starfsár í einu. Samkvæmt þessu lætur Colin Porter af formennsku á næsta aðalfundi félagsins. í stjórn félagsins eru 12 menn, fimm Bretar, sex íslendingar og einn ítali. Góður andi „Ég hef starfað í félaginu í 15 ár, og góður andi hefur alltaf verið ríkjandi," sagði Colin Port- er. „Mér líður vel á íslandi, þótt ástandið hafi verið svolítið skringilegt síðustu árin, kom hingað 1956 og hef verið hér óslitið frá 1960. Það bregzt ekki, að ef Bretar tolla hér í tvö ár, þá ílengjast þeir hér á landi. Ég held ég geti fullyrt að það sé að ýmsu leyti betra að vera hér búsettur en á Bretlandseyjum. Hér er allt svo frjálst og heilbrigt. Ég get leyft krökkunum mínum t.d. að vera úti til kl. 11 á kvöldin án þess að þurfa að óttast eitt eða neitt, en þessu er öðru vísi farið ytra. Þá er veðurfarið og sérstaklega tæra loftið svo aðlaðandi, einnig landið, náttúran og sveitirnar, sem ég get ekki án verið," sagði Colin Porter, sem ver drjúgum stundum fyrir utan höfuðborgina í leit að fyrirmyndum í listaverk sín, en hann er iðinn listmálari. „Nei, það sló aldrei skugga á vináttuna meðan á þorskastríð- unum stóð. Það var miklu frekar að samkenndin ykist, íslendingar börðust fyrir góðum málstað, sem flestir eða allir höfðu samúð með. Átökin voru fyrst og síðast á stjórnmálasviðinu, og voru þau eftirlátin pólitíkusunum." Góðir gestir Eins og áður segir verður Howard Lang, eða Baines skip- stjóri, heiðursgestur Anglia á afmælisfagnaði félagsins. Áður hefur félagið boðið til sín merkis- mönnum, og má þar nefna Roy Jenkins þingmann, ráðherra og á sínum tíma einn æðsta leiðtoga Efnahagsbandalags Evrópu, verðlaunaskáldið Sir John Betje- man, Maybray King lávarð, John Neville leikara, Sheilu Scott flug- konu, Simon Williams leikara Sian Phillips leikkonu, en þau tvö síðasttöldu eru sjónvarpsáhorf- endum kunn fyrir hlutverk sín í þáttunum „Húsbændur og hjú“ og „Ég, Claudius". „Það var auðsótt að fá Howard Lang til að koma aftur til okkar,“ sagði Colin Porter. „Hann er nýkominn til Englands eftir störf í Ástralíu og Ameríku og kemur hingað næstkomandi fimmtudag. Búið er að taka upp röð þátta í Onedin-flokknum, sem við höfum ekki séð hér. Lang líkaði vel hér 1975. Sjórinn og bátar eiga hug hans allan og hann vildi helzt ekkert skoða hér síðast nema höfnina og umhverfi hennar. Hann dvaldist lengi niðri við höfn, innan um skipin og bátana og ræddi við menn á bryggjunum. Hann á sjálfur seglskútu og unir sér hvergi betur en niðri á strönd eða úti á sjó, þar sem saltur sjávarblærinn leikur um vanga. Þegar ég talaði við hann í síma um daginn tók hann boði okkar fegins hendi: „Heyrðu góði, ég verð hvort eð er að koma til íslands, því ég er búinn að týna tveimur hnöppum af yfirhöfn sem ég keypti í Rammagerðinni á sínum tíma. Ég þarf að fá nýjar tölur í staðinn", sagði hann,“ sagði Colin Porter að lokum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.